Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 36
y}6 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HANNES
ÞÓRÐUR HAFSTEIN
+ Hannes Þórður Haf-
stein fæddist á Húsavík
29. nóvember 1925. Hann
lést á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 12. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru Þór-
unn Jónsdóttir Havsteen
húsmóðir, f. 10.8. 1888 í
Hafnarfirði, d. 28.3. 1939
og Jóhannes Júlíus Hav-
steen, sýslumaður og bæj-
arfógeti, f.
Akureyri, d. 31.7.
Systkini Hannesar eru: 1)
Ragnheiður Lára húsmóð-
ir, f. 24.7 1913, d. 21.8.
1971. 2) Jakob Valdimar
lögfræðingur, f. 8.10. 1914,
d. 24.8. 1982. 3) Jóhann
Henning forsætisráðherra,
f. 19.9. 1915, d. 15.5. 1980.
4) Jón Kristinn tannlæknir,
f. 23.1. 1917. 5) Thora
Emelie Marie húsmóðir, f.
12.7. 1919. 6) Soffía Guðrún
húsmóðir, f. 21.2. 1921. 6) Þór-
unn Kristjana, f. 20.2. 1922, d.
19.7. 1996. í október 1953
kvæntist Hannes eftirlifandi eig-
inkonu sinni: Sigrúnu Stefáns-
~'+ dóttur Hafstein, f. 18. desember
1926 í Reykjavik. Hennar for-
eldrar voru Júníana Stefánsdótt-
ir húsmóðir, f. 14.6.1891, d. 5.10.
1982 og Stefán Ingimar Dag-
finnsson skipstjóri, f. 10.7. 1895,
d. 31.8. 1950. Börn Hannesar og
Sigrúnar eru: 1) Stefán Jón Haf-
stein ritstjóri, f. 18.2. 1955, maki
Guðrún K. Sigurðardóttir textfl-
hönnuður. 2) Þórunn Júniana
Hafstein lögfræðingur og skrif-
stofusljóri í menntamálaráðu-
neytinu, f. 19.9. 1956. 3) Sigrún
Soffía Hafstein blaðamaður, f.
30.12.1963, maki Snæbjörn Jóns-
son verkfræðingur. Dætur þeirra
eru Soffía Lára og Sigrún Elfa.
4) Hildur Björg Hafstein félags-
fræðingur, f. 6.10. 1966, maki
Stefán B. Mikaelsson flugum-
ferðarstjóri. Dætur þeirra eru
Sigrún Ósk og Þórunn Anna. 5)
Hannes Júhus Hafstein lögfræð-
ingur, f. 25.5. 1971 maki Hrafn-
hildur Björg Haraldsdóttir, við-
skiptafræðinemi.
Hannes ólst upp á Húsavík.
Hann lauk stúdentsprófi frá MA
1947. Hann var við nám og
starfsþjálfun á öllum sviðum
leitar- og björgunarstarfa hjá
U.S. Coast Guard á árunum
1947-50. Hannes tók Farmanna-
próf frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1951. Á starfsferli
sinum sótti hann ýmis námskeið
í björgunarstörfum og slysa-
vörnum hjá erlendum félaga-
samtökum og stofnunum.
Hannes var við sumarstörf á
sfldveiðum og farskipum á árun-
um 1943 til 1947. Hann var við-
vaningur og háseti hjá Eim-
skipafélagi Islands 1950 til 1953.
Hannes var annar og þriðji
stýrimaður og afleysingaskip-
stjóri hjá Eimskipafélagi Islands
1953 til 1963 og fyrsti stýrimað-
ur og afleysingaskipstjóri 1963
til 1964. Á árinu 1964 hóf hann
störf hjá Slysavamafélagi Is-
lands, fyrst sem erindreki, sem
framkvæmdasljóri frá 1978 og
forstjóri 1986 til 1992. Auk
starfs síns hjá Slysavarnafélag-
inu átti Hannes sæti í ýmsum
ráðum og nefndum er snertu ör-
yggi sjófarenda og slysavarnir.
Til dæmis má nefna skipulagn-
ingu og framkvæmd á starfi um-
ferðaröryggisnefnda vegna
breytinga yfir í hægri umferð
1968. Hannes var upphafsmaður
að alþjóðasamþykkt um starfs-
þjálfun sjómanna og benti fyrst-
*
ur manna á nauðsyn varðskipsins
Þórs til slíkrar fræðslu. Hannes
var fulltrúi SVFÍ í fjölmörgum
nefndum um slysavarnamál inn-
an lands sem utan.
Hannes hafði umsjón með Ár-
bók Slysavarnafélags íslands og
öðrum ritum SVFI og skrifaði
fjölda greina í blöð og tímarit
um slysavarnir. Þá var Hannes
höfundur ýmissa heilræða og
slagorða sem notuð hafa verið í
starfi SVFÍ og í fjölmiðlum. Eft-
ir starfslok hjá SVFÍ sinnti
Hannes ýmsum verkefnum fyrir
Sjómannadagsráð. Eitt af síð-
ustu verkefnum Hannesar var
að skipuleggja sýningu á skipa-
líkönum í Sjómannaskólanum í
tilefni af 60 ára afmæli Sjó-
mannadagsins.
Hannes hlaut ýmsar viður-
kenningar fyrir störf sín bæði
hér heima og utan. Hann var
sæmdur Distinguished Citizen
Certificate of U.S. Military Air-
lift Command eftir tilnefningu
Det. 14-56 ARRS í Keflavík árið
1974. Hannes var sæmdur nafn-
bótinni Honorary Member of the
British Empire af hennar hátign
Elísabetu II. Bretadrottningu
árið 1978. Hann var sæmdur
þjónustumerki SVFI úr gulli
1982 og Gullkrossi félagsins á
Iandsþingi þess 1992. Hannes
var sæmdur Kommandör-krossi
þýsku Verdienstorðunnar af for-
seta V-Þýskalands 1984. Hann
var sæmdur Riddarakrossi hinn-
ar íslensku fálkaorðu árið 1984.
Hann hlaut heiðursviðurkenn-
ingu frá Útróðrar- og veiðifélagi
Klakksvíkur í Færeyjum 1988. Á
árinu 1992 hlaut hann viður-
kenningu frá þyrlusveit Varnar-
liðsins fyrir vel unnin störf í
þágu almannaheilla í 30 ár.
Hannes var sæmdur Gullmerki
Sjómannadagsráðs árið 1992.
Hannes var gerður að heiðursfé-
laga International Association
for Sea Survival Training
(IASST) árið 1992.
Ævisaga Hannesar Þ. Haf-
stein, Á vaktinni, skráð af Stein-
ari J. Lúðvíkssyni, kom út árið
1996.
Útför Hannesar Þórðar Haf-
stein fer fram frá Langholts-
kirkju í dag og hefst athöfnin kl.
13.30.
Hannes Þórður Hafstein var eng-
inn venjulegur maður. Hann var hlýr,
örlátur, bóngóður, ákveðinn, snjall og
mikill húmoristi. Við sem eigum því
láni að fagna að vera tengdaböm
hans komumst fljótt að því.
Hannes var stór og mikill á velli,
glæsimenni hið mesta og talaði af
myndugleik. Stundaði íþróttir og sjó-
mennsku á yngri árum og sáust þess
glögglega merki, eða eins og hann
sagði sjálfur: „Elegant herðar og
brjóst!“
Fjölskyldan í Skeiðarvoginum er
mjög samrýnd og glaðværðin aldrei
langt undan. Gagnkvæm ást og virð-
^ng einkenndi hjónaband Hannesar
T)g Sigrúnar og greinilegt að börnin
búa að því. Þrátt fyrir miklar annir
var staða Hannesar sterk sem höfuð
fjölskyldunnar.
Hannes var mikill stemmnings-
maður, einkum á jólum. Þegar hann
fór að kaupa jólatré var hann vanur
að biðja um „hátt og lítið um sig -
eins og konan“. I einu horninu í stof-
unni var sett upp dýrindis jata sem
Hannes hafði keypt á farmennskuár-
um sínum, undir trénu lá jólakarlinn
„Labbatruns", á trénu sjálfu var
fánahringur og efst trónaði gamla
^jólastjarnan. Hjartað sló örar þegar
kom að því að Hannes ákvæði hver
læsi jólaguðspjallið, en sú hefð var
ófrávíkjanleg. Það var gaman að
fylgjast með honum þegar gjafirnar
voru opnaðar, svo spenntur var hann
að sjá hvemig litlu afastelpunum lík-
aði gjafirnar frá ömmu og afa. Minna
máli skipti hvað hann sjálfur fékk.
< Á gamlárskvöld var líf og fjör í
Skeiðarvoginum og Hannes í essinu
sínu. Á slíkum hátíðarstundum var
gamli ferðabarinn frá Sigfúsi Blön-
dal opnaður. Síðan var tekið til við að
skjóta upp kynstrunum öllum af
flugeldum og blysum sem Hannes
hafði viðað að sér. Ganga með rautt
neyðarblys var fastur liður, en há-
punktur kvöldsins var þegar Hannes
skaut upp stóru skiparakettunni.
Allar þessar hefðir munu lifa
áfram í fjölskyldunni og halda minn-
ingu hans á lofti.
Vinnudegi Hannesar lauk ekki
þegar heim var komið, hann var
alltaf á vaktinni, alltaf í símanum. Ef
einhver annar þurfti að hringja fór
hann óðar að tvístíga og von bráðar:
„Farðu nú að hætta þessu, ég á von á
símtali!" Hannesi fannst gaman að
gleðja aðra. Skipanir á borð við
þessa voru í anda stýrimannsins:
„Þið farið út að borða fyrir þetta,
sonur sæll,“ og kleip í upphandlegg
svo undan sveið, svona til áréttingar.
„Hafðu þetta, elskuleg, og kauptu
eitthvað bara fyrir þig,“ og svo kæf-
andi faðmlag. Við litlu stelpurnar:
„Hérna, hafið þið fyrir ís, ljúfurnar."
Væntumþykju sína og fallegar
hugsanir í garð þeirra sem honum
voru kærir tjáði hann á ýmsan máta.
Þessa bæn samdi hann handa
afastelpunum sínum:
Láttu mig sofa vel og vært
í verndararmi þínum.
Láttu einnig ljós þitt skært
lýsa vegi mínum.
Á þessari sorgarstundu er okkur
efst í huga þakklæti fyrir þann tíma
sem okkur var gefið að njóta sam-
vista við Hannes. Stórt skarð hefur
verið höggvið í fjölskylduna, en til
huggunar hefur Hannes skilið eftir
með okkur gnótt ánægjulegra minn-
inga sem við munum orna okkur við
um ókomna tíð.
Flýt þér, vinur, í fegra heim.
Kijúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(J.H.)
Tengdabörn.
í Hafstein fjölskyldunni hefur
jafnan verið litið á 12. júlí sem mik-
inn happa- og hamingjudag því þann
dag árið 1912 voru þau gefin saman
Þórunn Jónsdóttir og Júlíus Hav-
steen, síðar sýslumaður. Eftir að þau
fluttu til Húsavíkur um 1920 og Júlí-
us tók við sýslumannsembætti í
Þingeyjarsýslum, var heimili þeirra
á Húsavík annálað rausnar- og
myndarheimili, sem sögur fóru af.
Sýslumannshjónunum varð átta
barna auðið, sem öll komust til full-
orðinsára og urðu sum þeirra þjóð-
þekktir íslendingar. Yngst þeirra
systkina, Hannes Þórður, sem nú er
kvaddur var 72 ára að aldri þegar
hann lést. Örlögin haga því þannig
að Hannes fellur frá, nokkuð óvænt,
sama dag mánaðar og foreldrar hans
voru gefin saman. Þetta minnir
óneitanlega á, að vegir Guðs eru
órannsakanlegir og að enginn ræður
sínum næturstað.
Minningamar hrannast upp og
hugurinn leitar til baka. Mikil sam-
skipti voru milli systkinanna frá
Húsavík þegar við barnabörn sýslu-
mannshjónanna vorum að vaxa úr
grasi. Miðpunkturinn var sýslumað-
urinn, Júlíus Havsteen, hvort sem
hann var á Húsavík eða í Reykjavík.
Eg var svo heppinn að fá að dvelja á
Húsavík hjá afa mínum í rúma tvo
mánuði, vor og sumar 1956, síðasta
árið sem hann gegndi embætti.
Hannes var þá stýrimaður á Tungu-
fossi og kom við á Húsavík í strand-
siglingu á leiðinni til Reykjavíkur.
Ákveðið var að „litli frændi“ fengi að
fljóta með. Þetta var ævintýraferð
fyrir níu ára pollann, jafnvel þó svo
að sjóveiki hrelldi um tíma. I þessari
ferð mynduðust sterkir þræðir með
okkur sem síðar leiddi til þess að oft
leitaði ég til Hannesar þegar eitt-
hvað sérstakt lá við. Á unglingsárum
mínum, þegar ég var að vinna úti á
landi, kom Hannes oft við þegar
hann var á ferðum sínum sem erind-
reki Slysavarnafélagsins og fylgdist
þannig með því hvemig strákurinn
spjaraði sig. Skipti þá ekki máli
hvort staðurinn var Raufarhöfn, Mý-
vatnssveit eða einhver annar. Það
sama var þegar ég tók þátt í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borg-
arstjórnarkosningar. Hannes var
boðinn og búinn að veita lið. I próf-
kjörinu í janúar 1994 var Hannes
meira og minna á kosningaskrifstofu
minni í mánaðartíma. I fyrstu gekk
allt vel og allt leit út fyrir bærilega
útkomu, ef marka mátti kannanir. Þá
þurfti sá sem þetta skrifar að taka
óvænt óvinsæla ákvörðun þannig að
bakslag kom í seghn og úrslit urðu
ekki eins og við hefði mátt búast. Oft
ræddum við Hannes um þetta atvik,
hvað þarna gerðist og hvers vegna og
líkaði honum miður.
Hannes Hafstein var þannig gerð-
ur maður að hann þoldi ekki yfirgang
og ófyrirleitni. Hann var hreinskipt>
inn, kom beint að hlutunum og var
heiðarlegur í samskiptum sínum við
fólk. Þannig reyndist hann mér og
þannig vildi hann að komið væri fram
við sig og sína. Undirferli og ótuktar-
skapur var eitur í hans beinum.
Hannes gekk menntaveginn og
tók stúdentspróf frá Menntaskólan-
um á Akureyri. Hann hafði þó ekki
hug á frekara langskólanámi. Hann
var alinn upp við sjávarsíðuna og
hafið og sjómennskan áttu hug hans
allan. Eftir stúdentspróf menntaði
hann sig í strandgæslu— og björg-
unarmálum í Bandaríkjunum og síð-
ar lauk hann prófi frá Stýrimanna-
skóla íslands. Ekki verður starfsævi
Hannesar rakin hér, það munu
væntanlega aðrir gera. Sjálfur hefur
hann sagt frá lífshlaupi sínu í ágætri
bók ,Á vaktinni", sem kom út fyrir
nokkrum misserum. Hannes helgaði
Slysavarnafélagi Islands blóma
starfsævi sinnar. Af þeim störfum
varð hann þjóðkunnur maður. Er á
engan hallað þótt sagt sé að fáir eða
engir hafi lagt jafn mikið á vogar-
skálina til slysavarna- og öryggis-
mála sjómanna en hann gerði. Fyrir
þau störf sín hlaut hann margvísileg-
ar viðurkenningar og heiður, sem ég
veit að hann mat mjög mikils.
I einkalífi sínu var Hannes ham-
ingjusamur maður. Eftirlifandi konu
sinni, Sigrúnu Stefánsdóttur, giftist
hann í októbermánuði 1953. Foreldr-
ar Sigrúnar voru Stefán Dagfinns-
son skipstjóri og kona hans Júníana
Stefánsdóttir. Mikið jafnræði og
samheldni var í lífi þeirra Hannesar
og Sigrúnar. Þau eignuðust fimm
börn, vel menntað myndarfólk, sem
þegar hefur getið sér gott orð með
störfum sínum. Við hafa bæst í fjöl-
skylduna tengdabörn og barnaböm
þannig að með árunum hefur hún
stækkað mikið. Nú er mikill harmur
kveðinn að hjá fjölskyldunni í Skeið-
arvoginum, sársauki og söknuður. Á
þessari stundu hugsa ættingjar og
vinir til þeirra og sendi ég og fjöl-
skylda mín Sigrúnu og fjölskyldu
hennar okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur. Það eru vandfundnir menn sem
Hannes Þ. Hafstein. Hans er sárt
saknað en minningin mun lifa.
Júh'us Hafstein.
Höggvið hefur verið skarð í
frændgarð. Með fáeinum orðum
langar okkur til að minnast Hannes-
ar frænda, föðurbróður okkar.
Glæsilegur, eldhugi, trygglyndur,
heiðarlegur, skemmtilegur hug-
sjónamaður með sjarmerandi
glampa í augum sem gaf til kynna
lífskraft og atorkusemi, em þeir eig-
inleikar sem koma upp í hugann þeg-
ar hugsað er til baka. Ávallt léttur í
lund og gaf okkur systkinunum góð-
an gaum og sýndi okkur áhuga og
einstaka hlýju, enda barngóður með
afbrigðum. Margar ánægjulegar
samverastundir áttum við fjölskyld-
urnar saman og era okkur æskuárin
minnisstæðust. _ Afmælisboðin, sigl-
ing á báti SVFÍ, Húsafellsferðin, að
ógleymdum heimsóknum fjölskyld-
unnar úr Skeiðarvoginum þegar þau
komu færandi hendi með jólatré að
gjöf til okkar á Ægisíðuna. Þetta var
árviss atburður, forboði jólahátíðar-
innar og lýsir best þeirri tryggð og
þeim bróðurkærleika sem ríkti milli
ykkar pabba. Síðan var tréð skreytt
með jólakúlum sem Jakob, bróðir
ykkar, hafði málað ásamt fleira
skrauti. Þéttingsfast handabandið
ásamt stríðniglampanum sem því
fylgdi gleymist aldrei. Sameiginleg-
ur íþróttaáhugi tengdi okkur sterk-
um böndum og gátum við rætt þetta
áhugamál okkar fram og til baka, nú
síðast fyrir fáeinum dögum. Aðdáun-
arvert var hversu vel þú hafðir íylgst
með nýliðinni heimsmeistarakeppni
þó ekki næðir þú að upplifa síðustu
leiki keppninnai-. Síðastliðin ár höf-
um við hist við hátíðleg tækifæri og
átt góðar samverustundir. Á síðast-
liðnum vikum urðum við þeirrar
ánægju aðnjótandi að eiga tvær
minnisstæðar stundir með þér, þ.á
m. brúðkaup sonar þíns og nafna
Hannesar Júlíusar.
Að koma og fara er lífsins saga.
Nú hefur Guð kallað þig til sín,
elskulegur, en minningin um þig
mun ávallt lifa á meðal okkar. Engu
að síður er ávallt jafn sárt að sjá á
bak ástvinum sínum og er missir
þinna nánustu mikill.
Eitt er víst, að guð er góður,
glatar engum Jesú bróður,
hann, sem gaf oss lifsins ijós.
(E.H. Kvaran)
Elsku Sirra og fjölskylda, megi Guð
vera með ykkur og styrkja um alla
framtíð.
Kristín Ásta Hafstein
og Tryggvi Hafstein.
Elskulegur frændi og vinur er lát-
inn. Eftir stendur hnípin fjölskylda
og tómarúmið er mikið. Þegar ást-
vinur er svo skyndilega hrifinn í burt
hrannast upp ljúfsárar minningar;
minningar um góðan dreng, góðan
frænda og yndislegan vin. Ég hef
þekkt Hannes allt mitt líf og á bágt
með að sætta mig við það skarð sem
hann skilur eftir sig í fjölskyldunni.
„Nesakot" var ávallt opið fyrir
ærslafullum litlum frænkum í
Barmahlíðinni, ekki var ég fyrir
elsku Sirru minni og Hannesi þegar
þau tóku mig með sér forðum, þá ný-
trúlofuð að heimsækja afa Júlíus á
Húsavík. Þau treystu mér fyrir
tveimur elstu börnunum sínum, sem
ég passaði montin, og ógleymanlegar
era ferðirnar sem ég fór með for-
eldrum mínum með Gullfossi þegar
Hannes nennti að eyða frívaktinni í
það að sýna ungri bróðurdóttur sinni
hin mörgu undur fleys og lagar. Eig-
inmanni mínum og sonum var hann
góður frændi og vinur og hinn 4. júlí
sl. samfagnaði hann okkur þegar
yngri sonur okkar gifti sig.
Eljan, lífsviljinn og gleðin geisluðu
af honum eins og alltaf svo ég tali
ekki um þegar hann leit á hana Sirru
sína, því einlæg ást og virðing ríkti
ávallt á milli þeirra. Að lokinni veislu
faðmaði hann mig að sér og sagði:
„Flott veisla." Það var síðasta faðm-
lagið okkar.
Ég fékk að kveðja hann. Elsku
Sirra mín og þið öll. Fjölskylda mín
og ég vottum ykkur okkar innileg-
ustu samúð og við biðjum þess góðan
Guð að hann styrki ykkur í þessari
miklu sorg.
Elsku Hannes frændi,
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þórunn Hafsteiu.