Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 25
LISTIR
BROSANDILAND
MYIVPLIST
20 fm, Vesturgötu lOa,
kjallara
UMHVERFISLÍKING
ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON
Til 26. júlí. Opið frá miðvikudögum
til sunnudags, kl. 15-18.
ÞÚSUNDÞJALASMIÐURINN
Þorvaldur Þorsteinsson var í hópi
þeirra innlendu listamanna sem
fyrstir þreifuðu fyrir sér með svið-
setningar í formi umhverfislíkinga.
Að búa til nákvæma eftirmynd um-
hverfís til að laða fram leikhús
Ferðastyrkir
til dans- og
leikhópa
ANNARRI úthlutun styrkja Nor-
rænu leiklistar- og dansnefndar-
innar til ferða leik- og danshópa á
milli Norðurlandanna er nýlokið.
Til úthlutunar voru 478.400 dkr
eða tæpar 5 milljónir íslenskra
króna.
I hlut íslenskra leikhópa eða
noiTæna leikhópa á ferð til ís-
lands komu 96.800 dkr. sem skipt-
ist þannig: Brúðubíllinn fær 10
þúsund dkr. til leikferðar á
UNIMA leiklistarhátíð í Svíþjóð.
Unga Klara leikhúsið í Stokk-
hólmi fær 40 þúsund dkr. til leik-
ferðar á Listahátið í Reykjavík
1998 með sýninguna Irinas nye
iiv.Aðstandendur Ormstungu-Ast-
arsögu fá 25 þúsund dkr. til ferð-
ar með sýninguna á leiklistarhátið
í Tampere í Finnlandi í ágúst
1998. Islenski Dansflokkurinn fær
10.900 dkr. til að ráða tímabundið
fínnska danshöfundinn Jorma
Uotinen vegna sýningarinnar
Dagur og nótt. Islenski dans-
flokkurinn fær 10.900 dkr. til að
ráða tímabundið fínnska ljósa-
hönnuðinn Juha Westman vegna
sýningarinnar Dagur og nótt.
-------------
Waterloo-
verk til sýn-
is að nýju
London. The Daily Telegraph.
EINU þekktasta málverki sem
til er af orrustunni um Wa-
terloo hefur verið komið að
nýju fyrir í Edinborgarkastala,
en það fannst fyrir sjö árum í
breskri vöruskemmu, og hafði
þá verið þar í tvo áratugi. Var
verkið nokkuð skemmt en hef-
ur nú verið gert upp.
Verkið er metið á uin
250.000 pund, um 30 milljónir
ísl. kr. og er eftir Richard Ans-
dell. Það var málað árið 1848
og er 3,5 x 4,5 metrar að
stærð. Einni öld síðar var það
flutt í Edinborgarkastala, þar
sem tekinn var tæpur metri
neðan af því til að koma því
fyrir. Arið 1971 sprakk
sprengja sem írski lýðveldis-
herinn kom fyrir í kastalanum
og var verkið þá flutt í vöruhús
í geymslu. Þar var það, öllum
gleymt, í fjórtán ár en það var
fyrir þrautseigju listaverkasala
og áhugamanns um verk Ans-
dells, að verkið fannst um síðir
í vörugeymslunni. Þá var
björninn ekki unnin, því það
tók listaverkasalann sex ár að
fá hið opinbera til að Ieggja fé í
viðgerð á verkinu. Það hafðist
þó og nú, sjö árum og fjórum
milljónum ísl. kr. síðar, hangir
verkið að nýju uppi í kastalan-
um.
raunveruleikans er meðal þess sér-
stæðasta sem komið hefur fram á
síðustu áratugum. Eftir að áhrif
stílfærðrar myndlistar þurru og
menn fóru að fikra sig aftur nær
raunveruleikanum - með popplist-
inni og öðrum hlutbundnum tján-
ingarmáta - til að gera hann að
þungamiðju listar sinnar hefur
munurinn á myndlist og leiklist orð-
ið sífellt minni.
Þoi-valdur er heldur ekki að
leyna hrifningu sinni á leikhúsi.
Hvað eftir annað hefur hann sýnt
hve auðveldlega leiklistin smýgur
inn í myndlist hans og öfugt. Þetta
stafar eflaust af þeim brennandi
áhuga sem Þorvaldur hefur fyrir
tungutakinu og tjáningunni al-
mennt. Sterk tilfinning hans fyrir
mynstri tjáningar í ýmsum búningi
er einhver mikilvægasti þátturinn í
list hans. Þannig er hann alltaf að
hlera eftir atferlinu sem fylgir
málfari og hegðun. Það er eins og
hann vilji fá svar við grundvallar-
spurningunni: Hví tjáum við okkar
með þeim hætti sem raun ber
vitni?
Fleiri vangaveltur spretta af
þessum sérstæða áhuga. I vopna-
búri Þorvaldar má sjá ýmsar
ögrandi athugasemdir við sérís-
lenskan hegðunarmáta, einkum þá
innantómu vanafestu sem fólgin er í
hátíðlegu orðfæri, hugsunarlitlum
prótókolli og mærð til
að dylja með skilnings-
leysi. Allir ómerkileg-
ustu kækir okkar
verða Þorvaldi hið
ríkulegasta mótagull.
Og þó er það allt sett
fram af græskulausri
kímni. Þorvaldur er
ólíkt mörgum kolleg-
um sínum á hinum fé-
lagssækna væng ís-
lenskrar myndlistar
hafínn yfir allar
ómerkilegar undir-
beltiskýlingar. Hann
missir aldrei húmor-
inn í ádeilu sinni. Þó
er hann trúlega betri og beittari en
flestir þeirra og þar með úthalds-
betri á endasprettinum.
Það lýsir sér oft í léttháðskum
verkum sem sneiða elskulega
nærri viðvaningshætt-
inum sem ríkir svo
víða í okkar agn-
arsmáa samfélagi.
Söngskemmtun er
einmitt af þessum létta
toga. Því miður fyrir
lesendur er alveg loku
íyrir það skotið að lýsa
megi verkinu og því
verður einungis sagt
að þar er á ferðinni
óperettískur smellur;
nokkur konar Bros-
andi land í formi um-
hverfislíkingar. En
eins gengur og gerist í
öðrum leikhúsum eru
gestir hvattir til að mæta vel fyrir
tímann því dyrum er lokað eftir að
skemmtun hefst.
Halldór Björn Runólfsson
«2
Íví
Bandarískur munaðiir, fjör
og íjölskylduskemmtun.
Sæludagar með
VISA og Fhigleióum
Látið heitustn draumana rætast 1 ríM sólartnnar
þar sem bíða yfckar:
0: frábærir gististaðir
%'bílaleigubílar á hagstæðuin kjörum
^bestu baðstrendur í heimi
skemmtigarðar sem gerast ekki betri
i§v sælkeraborð sem svigna undan krásum
skemmtistaðir þar sem er Ufsnautn að vera til
glæsilegir golfvellir
afslöppun, áhyggjuleysi og vellíðan
ma
Defcrið við ykkur sjálf og
gleðjið þá sem yfckur
pytór vænst nm.
K
m
Florida
Geislandi sérkjör
fyrir korthafa VISA
Fyrsta brottför á þessu tilboðsverði er
8. septcmber og sfðasti heimkomudagur
er 12. desember. Tilboðið gUdir einungis
í tilteknar flugferöir til og frá Florida á
framangreindu tímabili.
.ágmarksdvö! er 6 dagar.
10.000 kr. afsláttur afverðipakkaferðafyrirkortliafa,
maka hans og böni aö 20 ára aldri til Orlando, St. Petersburg Bcacli,
Bradcnton/Sarasota, Ft. Ijuderdalc, Fort Mycrs, Naplcs og Soutli Beach
8. scpt -12. des. Afslátturinn gildir ekki með öðrum tílboðum.
Böm, 2 -11 ára, fá S .000 kr. afslátt til viðbótar liinum almenna bama-
afslættí scm er 19.000 kr. eða samtals 24.000 kr. afslátt af vcrði
pakkafcrðar fyrir fullorðinn.
Haflð samband við söluskrifstofur okkar eða
símsöludeild Flugleiða í síma 50 50 100 (svarað
mánud. - föstud. kl. 8 - 20, laugard. kl. 9 -17 og
sunnud.kl. 10.-16.)
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskur ferðafélagi
VtSA
VISA ÍSLAND
Þorvaldur
Þorsteinsson