Morgunblaðið - 21.07.1998, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 1 3
Rúmlega 300 manns tóku þátt í Akureyrarmaraþoni
Martha tæpri mínútu
frá nýju Islandsmeti
MARTHA Ernstdóttir var tæpa mínútu frá því að setja nýtt íslandsmet
í hálfu maraþoni, en nýr bíll var í verðlaun fyrir slfkt afrek. Martha
sem eignaðist barn fyrir 8 mánuðum kom fyrst allra í mark, en á mynd-
inni má sjá ungan aðdáanda fylgjast með henni hlaupa í Innbænum.
MARTHA Ernstdóttir hljóp hálft
maraþon í Akureyrarmaraþoni
síðasta laugardag á feikigóðum
tíma og var aðeins tæpa mínútu
frá því að setja nýtt Islandsmet,
en metið setti hún sjálf árið 1996.
Martha hljóp á túnanum 1:12:39.
Aðeins 8 mánuðir eru síðan
Martha eignaðist barn og segir
Jón Ivar Rafnsson, framkvæmda-
stjóri Akureyrarmaraþons, að
með árangrinum á laugardag
hafi þessi einstaka íþróttakona
stimplað sig inn á topp 50 heims-
listannn.
Rúmlega 300 manns tóku þátt í
Akureyrarmaraþoni sem fram fór
í ákjósanlegu hlaupaveðri, sól og
blíðu. Veðrið dagana á undan,
norðanfræsingur og úrhellisrign-
ing setti hins vegar strik í þátt-
töku. „Þetta leit hræðilega út, það
var rétt stígvélafært í brautinni
síðdegis á föstudag,“ sagði Jón Iv-
ar, en úr rættist og veðrið var
gott keppnisdaginn, þannig að
hlauparar gerðu sér glaðan dag í
góðu veðri. Drykkjarstöðvar voru
víða í brautinni og var boðið upp
á orkudrykk frá Leppin.
Að loknu hlaupi bauð KEA upp
á veitingar, sjúkraþjálfarar frá
Eflingu og sjúkranuddarar frá
Sjúkranuddstofu Akureyrar voru
með íþróttanudd og teygjur og
bardagalistamenn sýndu Tai-
Kvondo á Akureyrarvelli þar sem
hlaupið hófst og því lauk.
Þrír fyrstu í hveijum flokki
hlutu verðlaun, en auk þess voru
t.d. veitt verðlaun fyrir frumleg-
asta búning hlaupsins og kom
hann í hlut Hafnfirðingsins Bryn-
dísar Svavarsdóttur. Sif Jóns-
dóttur frá Reykjavík vann get-
raun mótsins.
Ungir hlauparar
Níu ára stúlka, Ebba Karen
Garðarsdóttir, varð fyrst í
skeinmtiskokki kvenna, Snjólaug
Helgadóttir önnur og íris Hauks-
dóttir, sem er tíu ára varð þriðja.
Það var einnig ungur og eftiileg-
ur hlaupari, Pétur Stefánsson,
tólf ára, sem varð fyrstu í
skemmtiskokki karla, Orvar Arn-
grímsson varð annar og Hreinn
Hauksson þriðji.
f kvennaflokki í 10 kílómetra
hlaupi varð Bryndís Brynjars-
dóttir fyrst, Aðalbjörg Hafsteins-
dóttir önnur og Astrid Margrét
Magnúsdóttir þriðja. I karla-
flokki kom Rune Bolaas fyrstur í
mark, annar varð Vöggur Magn-
ússon og þriðji Þórleifur Stefán
Björnsson.
Martha Ernstdóttir sigraði í
Morgunblaðið/Björn Gíslason
RUMLEGA 300 manns tóku þátt í Akureyrarmaraþoni sem fram fór í ágætis veðri á Iaugardag, en veðrið
dagana á undan setti nokkurt strik 1 reikninginn. Myndin er tekin í upphaft hlaupsins.
ÞAÐ voru ekki allir háir í loft-
inu sem tóku þátt í Akureyrar-
maraþoni.
hálfu maraþoni, önnur varð
Helga B. Björnsdóttir ojg Guðrún
S. Högnadóttir þriðja. I karla-
flokki varð Sigmar Gunnarsson
fyrstur, Sigurður Bjarklind annar
og Fred Nielsen þriðji.
Jón Ivar vildi að lokum koma á
framfæri þakklæti til allra sem
þátt tóku, en sérstaklega þeirra
sem unnu að undirbúningi og
framkvæmd, en fjöldi manns,
börn og unglingar sem æfa með
Ungmennafélagi Akureyrar auk
foreldra þeirra sáu um brautar-
vörslu og drykkjarstöðvar.
-------------------------
AKSJÓN
Þriðjudnguv 21. júlí
21.00 ► Sumarlandið Þáttur
fyrir ferðafólk á Akureyri og
Akureyringa í ferðahug.
Fjölskyldu-
hátíð SÁÁ-N
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ SÁÁ-N
verður haldin á Laugalandi í
Eyjafjai-ðarsveit um komandi
helgi, dagana 24. til 26. júlí.
Dagskráin verður fjölbreytt,
skemmtiatriði af ýmsu tagi,
varðeldur verður kveiktur, sam-
eiginlegt útigrill og barna-
skemmtun. Þá verða haldnir
AA-fundir, kvöldvökur og loks
verður dansað á kvöldin.
Svæðið verður opnað kl. 18 á
föstudag, 24. júlí og er miðaverð
2.000 krónur en aðgangur er
ókeypis íyrir börn innan 12 ára
aldurs.
Söngvökur
SÖNGVAKA verður í Minja-
safnskirkjunni á Akureyri í
kvöld, þriðjudagskvöldið 21. júlí,
og einnig á fimmtudagskvöld,
23. júlí, en þær hefjast kl. 21.
Kristjana Amgrímsdóttir og
Hjörleifur Hjartarson flytja
sýnishorn úr íslenskri tónlistar-
sögu, s.s. rímur, tvíundarsöng,
sálma og eldri og yngri sönglög.
Selló og píanó
HRAFNKELL Orri Egilsson
sellóleikari og Ami Heimir Ing-
ólfsson píanóleikari halda tón-
leika í Deiglunni í Grófargili í
kvöld, þriðjudagskvöldið 21. júlí,
kl. 20.30.
Þeir leika sellósónötur eftir
Bach, Beethoven og Brahms
auk verka eftir Weber og
Hindemith.
Breytingar
á pósthúsinu á Akureyri
íslandspóstur biðst velvirðingar á þeim truflunum sem
Akureyringar og nágrannabúar kunna að verða fyrir vegna
breytinga á pósthúsinu við Skipagötu.
Fyrirhugað er að flytja alla póstafgreiðslu úr Hafnarstrætinu
yfir í Skipagötu og er áætlað að þeim flutningi Ijúki í lok
ágúst. Fram að þeim tíma mun öll afgreiðsla fara fram frá
Hafnarstrætinu.
Öll vinnsla hefur verið flutt í
Fjölnisgötu sem mun bæta
aðgengi að pósthúsinu við
Skipagötu í framtíðinni.
PÓSTURI N N
-Ht&S lare-ðju.
Númerabirtar
JHver er dö
hriagja?
(4-731,- stgr')
II Plus
.781,- stgr.')
Logger Mini
Nú geturþú séð númerþess sem er að
hringja, áður en þú lyftir upp tólinu.
Tækið geymir síðustu 50 númer sem
hringdu og virkarþannig sem símboði
á meðan þú ert ífríinu.
Maxima
IT 9310
SÍMINN
Ármúla 27, sími 550 7800
Landssímahúsinu v/ Austurvöll, sími 800 7000
Afgreiðslustaðirislandspósts um land allt