Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI PRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 15 Walt Disney sameinar kvikmynda- deildir Los Angeles. Reuters. WALT DISNEY hyggst sameina þrjú kvikmyndafyrirtæki sín í eina deild og er það liður í fyrirætlunum um að framleiða færri kvikmyndir á ári. Með endurskipulagningunni verða Walt Disney Pictures, Hollywood Pictures og Touchstone Pictures sameinuð í Buena Vista Motion Pict- ures Group, sem verður undir stjóm Davids Vogels. Disney hyggst minnka framleiðsl- una í 15 kvikmyndir á ári frá og með næsta ári. Fyrir nokkrum árum framleiddi Disney um 24 kvikmyndir á ári. Almennt hafði verið búizt við end- urskipulagningunni, sem kemur í kjölfar afsagnar forstjóra Touchsto- ne, Don DeLine, í maí. Öll kvik- myndafyrirtæki Disnesys í Burbank, Kaliforníu, verða nú undir stjórn eins manns í fyrsta sinn síðan 1989. Samræmdari stefna „Par með verður samræmi á við- miðunum okkar og smekk, án þess að ég muni ráða því samræmi,“ sagði Vogel og vísaði óbeint til Joe Roths, forstjóra Walt Disney Studios, og Dicks Cooks, forstjóra Walt Disney Motion Pictures Group. Vogel sagði að nöfnin Walt Disney Pictures, Touchstone Pictures og Hollywood Pictures yrðu notuð áfram til að sýna fram á mismun þeirra kvikmynda sem verða fram- leiddar. Walt Disney Pictures heldur áfram að framleiða fjölskyldumyndir og Touchstone mun einbeita sér að efni fyrir unglinga og fullorðna. Hollywood Pictures, sem erfitt hefur verið að aðgreina frá Touchstone, kann að fá sérstök verkefni, en það er óráðið. Vogel hefur verið forstjóri Walt Disney Pictures síðan 1993 og Hollywood Pictures síðan 1997. ------------------ Minni sala á rjómaís vegna meiri úrkomu í Evrópu London. Reuters. DREGIÐ hefur úr sölu á rjómaís og gosdrykkjum í Norður- og Austur- Evrópu vegna þess að veður hefur verið slæmt í sumar, að sögn sér- fræðinga. Erfiðleikar steðja að helztu fram- leiðendum rjómaíss - Nestle í Sviss og ensk-hollenzka fyrirtækinu Uni- lever - og auk þess helztu gos- drykkjaframleiðendum, eins og Coca-Cola og Britvic í Bretlandi. Lítið brezkt matvælafyrirtæki, Al- bert Fisher, hefur gefið út hagnaðar- viðvörun, sumpart vegna þess að veðrið hefur bitnað á sölu á salati. Stærri matvæla- og drykkjarvöru- fyrirtæki eru ekki eins háð duttlung- um veðurguðanna vegna þess að starfsemi þeirra er fjölbreyttari. Cadbury-Schweppes selur til dæmis meira af súkkulaði þegar svalt er í veðri á sumrin og meira af gos- drykkjum þegar hlýtt er. Þó telja sérfræðingar líklegt að slæmt veður muni einnig bitna á stærri fyrirtækjum. „Mér þykir ólíklegt að afkoma Unilever verði eins góð og í fyrra, því að veðrið er greinilega kaldara,“ sagði sérfræðingur Rabobank í London. í Vestur-Evrópu rigndi í júní, þótt hiti væri fyrir ofan meðallag. í júlí hefur verið svalara. í Austur-Evrópu, Þýzkalandi, Tékklandi og Póllandi var votviðra- samt í júní og miklu svalara en venjulega í júlí. Aðeins á Spáni og Italíu hefur hiti verið fyrir ofan með- allag. GE ræðir sam- runa NBC og USA eða Viacom Hollywood. Reuters. NY lota samþjöppunar kann að vera fram undan í sjónvarpsgeir- anum í Bandaríkjunum. Móðurfyrirtæki NBC, General Electric Co., hefur átt I viðræðum í nokkra mánuði om hugsanlegan samruna við USA Network og Vi- acom. GE hefur nokkrum sinnum áður átt í slíkum viðræðum á síðari ár- um, en þær hafa farið út um þúfur vegna ósamkomulags um verð og þar sem GE hefur viljað halda yf- irráðum yfir NBC. Nú hafa aðstæður breytzt vegna versnandi efnahags stóru sjón- varpsstöðvanna í Bandaríkjunum. Talið að draga muni úr hagnaði NBC og það mun hafa eflt þann ásetning GE að ná samningum. Fólk kunnugt síðustu viðræðun- um gerir lítið úr þeim og segir að ekkert nýtt sé á döfinni. í Wall Street hækkaði verð bréfa í USA um 1,37 dollara í 28,50 og bréf í GE hækkuðu um 1,68 dollara í 95,75. Viacom bréf hækk- uðu um 37 sent í 62,50 dollara. NBC yrði líklega metið á um 20 milljarða dollara, sem er helmin- ingi meira en markaðsvirði USA og heldur minna en virði Viacoms. Áhrifamenn í greininni búast við nýrri samrunalotu með aðild NBC eða CBS, eða beggja. Áhorfendum stóru stöðvanna hefur stöðugt fækkað um árabil. Hagnaður þeirra hefur minnkað og nú er svo komið að NBC er eina stóra stöðin sem skilar hagnaði. Rekstrarhagnaður NBC nam um 500 milljónum dollara í fyrra, en búizt er við að hann minnld um helming á þessu ári. NBC neitar því að hagnaðurinn muni minnka svona mikið, en á næsta ári verður stöðin án NFL- fótboltans og gamanþáttarins „Seinfeld." Þá mun kostnaður við gerð þáttaraða eins og „ER“ snar- hækka. Samningur um gerð nýrra þátta í þeirri röð hefur verið end- urnýjaður og mun gerð hvers þátt- ar kosta 13 milljónir dollara. 'ington elrose ashua aturn anyon LAZY- BOY LAZY-DOY er amerísk hágæðavara sem fæst aðeins í Húsgagnahöllinni. fæst í fjölbreyttu úrvali áklæða og lita. V/SA HÚSGAGNAHÖLUN Ðfldshöfði 20-112 Rvfk - S:510 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.