Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
*
Arás á
Rauðahafí
FORSETI Jemens sakaði
Saudi Araba um að hafa gert
skotárás á eyju í Rauða hafinu í
gær. Þrír létust og níu særðust
í árásinni. Landamæradeilur
hafa staðið í 60 ár á milli Jem-
ens og Saudi Arabíu en haft
var eftir forseta Jemens að
hann yrði ekki egndur til ófrið-
ar við grannríkið. Utanríkis-
ráðherra Jemens var hins veg-
ar sendur til Saudi Arabíu að
ræða stöðu mála.
Kjarnorku-
veldi leita
samninga
STJÓRNIR Bandaríkjanna og
Indlands hafa lokið þriðju um-
ferð viðræðna um takmörkun
útbreiðslu kjarnorkuvopna.
Nokkur árangur hefur náðst að
sögn Strobe Talbotts, aðstoð-
arutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, sem heldur næst í
sömu erindagjörðum til Pakist-
ans, en viðræðum verður haldið
áfram í Washington í ágúst.
Kok áfram
við völd
BEATRIX Hollandsdrottning
fól Wim Kok í gær að mynda
nýja ríkisstjórn í landinu en
viðræður hafa staðið yfir allt
frá því að samsteypustjóm
Koks jók þingmeirihluta sinn í
kosningum hinn 6. maí síðast-
liðinn. Munu stjórnarflokkamir
nú Ioks hafa náð samkomulagi
um áframhaldandi samstarf.
Lyf gegn fitu
SÉRFRÆÐINGAR hafa fund-
ið lyf sem vinnur gegn fitu að
því er segir í nýjasta hefti
læknaritsins Lancet. Læknar
við Sahlgrenska sjúkrahúsið í
Gautaborg hafa prófað lyfið
Orlistat um tveggja ára skeið
en lyfið mun ekki aðeins hafa
hjálpað fólki til þess að léttast
heldur einnig við að halda sér í
kjörþyngd.
Loftsteins
leitað
HÓPUR manna heldur til
Grænlands á morgun að leita
leifa loftsteins sem hafnaði í
ísnum í desember síðastliðnum.
Að sögn sjónarvotta lenti
steinninn í jöklinum norður af
Puamiut á suðvesturströnd
Grænlands.
Spilling í
Rúanda
SÆNSKI dómarinn Lennart
Aspegren sagði í gær spillingu
og seinagang einkenna allt
starf alþjóðlegs dómstóls sem
ætlað er að sækja meinta höf-
uðpaura þjóðarmoðranna í Rú-
anda árið 1994 til saka. Kvaðst
hann ætla að hætta störfum í
dómnum um leið og hann hefði
lökið nokkrum fyrirliggjandi
verkefnum.
Flóðbylgjan skellur á Papúa Nýju-Gíneu
Fórnarlömbin fleiri
en þnú þúsund
Aitape. Reuters.
NÚ er talið að yfir þrjú þúsund
manns hafi látið lífið af völdum flóð-
bylgjunnar sem gekk yfir strand-
lengju á norðurhluta Papúa Nýju-
Gíneu á föstudag. Flestir hinna
látnu voru böm og gamalmenni sem
ekki tókst að forða sér undan bylgj-
unni.
Heimildum ber ekki saman um
fjölda látinna. í gær höfðu yfir þús-
und lík fundist og þúsunda manna
er enn saknað. Æ fleiri lík finnast í
sandi, fenjum og lónum við strönd-
ina. Hjálparstarfsmenn sögðu að
ljóst væri að mörgum hefði skolað á
haf út og að ómögulegt væri að
leggja mat á fjölda þeirra nú. Talið
er að um sex þúsund manns hafi
misst heimili sín og margir hafa flú-
ið upp til fjalla af ótta við aðra flóð-
bylgju.
Ástandið
skelfilegt
Embættismenn segja að ástandið
á svæðinu sé skelfilegt. Að sögn
hjálparstarfsmanna sjást lík fómar-
lamba nánast hvert sem litið er og
náþefur liggur yfir svæðinu í brenn-
andi hitanum. Þúsundir manna slös-
uðust, en tilfinnanlegur skortur er á
læknum, lyfjum og blóði til að gera
að sárum þeirra. Öttast er að sjúk-
dómar breiðist hratt út á næstu
dögum.
Fregnir af hamförunum bárast
ekki til höfuðborgar landsins, Port
Moresby, fyrr en sólarhring eftir að
flóðbylgjan reið yfir. Erfitt hefur
verið að veita neyðaraðstoð, enda er
svæðið afskekkt og samgöngur erf-
iðar. Ástralski flugherinn hefur
flutt lyf og hjálpargögn til flugvallar
skammt ofan við ströndina, en land-
Reuters
IBÚI í þorpinu Nimas á Papúa Nýju-Gíneu, sem er austan Indónesíu,
grætur yfir fórnarlambi flóðbylgjunnar, sem gekk yfir strandlengju á
norðurhluta landsins á föstudag.
ið, sem er á austurhluta eyjarinnar
Nýju-Gíneu, var undir stjórn Ástra-
la frá lokum síðari heimsstyrjaldar
til ársins 1973. Hjálpargagna er
einnig að vænta frá Nýja-Sjálandi,
og Frakkar, Japanir og Suður-
Kóreumenn hafa boðið fram aðstoð
sína.
Flóðbylgjan reis í kjölfar tveggja
jarðskjálfta sem mældust 7 og 5,7 á
Richters-kvarða og áttu upptök sín
annars vegar í fjöllum ofan við
ströndina og hins vegar skammt
undan ströndinni. Talið er að um tíu
þúsund manns hafi búið á svæðinu,
sem er afskekkt og þakið framskóg-
um og fenjum, og flestir íbúanna
stunduðu framstæðan sjálfsþurftar-
búskap og fiskveiðar. Flóðbylgjan,
sem náði mest tíu metra hæð, lagði
að minnsta kosti fimm þorp algjör-
lega í rúst.
Lögreglan
fær gögn um
barnaklám-
hring
Brussel. Reuters.
HOLLENZKA lögreglan, sem
rannsakar nú starfsemi
barnaklámhrings sem er talinn
hafa misnotað böm allt niður fyrir
tveggja ára aldur, fékk seint í gær
afhent mildlvæg gögn um starf-
semi klámhringsins, sem belgískur
bráttuhópur gegn bamaklámi hafði
komizt yfir.
Dagskrárgerðarmenn hollenzkr-
ar sjónvarpsstöðvar komu afhend-
ingunni í kring með því að miðla
málum milh belgíska Morkhoven-
hópsins og lögreglunnar, sem hafði
gerð árangurslausa húsleit í hús-
næði hópsins við Antwerpen á
sunnudagskvöld.
Þótti að
orðstírnum vegið
Talsmaður Morkhoven-hópsins,
Marcel Vervloesem, hafði fytr um
helgina sagzt myndu halda til
Hollands í gær, mánudag, til að
láta lögreglunni í té mikið magn
tölvuefnis, sem hafði fundizt í húsi í
hollenzka bænum Zandvoort. Hóp-
urinn dró tilboðið til baka vegna
þess að honum þótti hollenzk yfir-
völd og fjölmiðlar hafa vegið að
orðstír sínum, með því að halda því
fram að meðlimir hans hefðu tekið
umrædd gögn ófrjálsri hendi.
Jan Boeykens, formaður Mork-
hoven-hópsins, upplýsti á laugar-
dag að meðal þess efnis sem hópur-
inn hefði væra þúsundir ljós-
mynda, geymdar á tölvutæku
formi, af kynferðislegri misnotkun
barna, allt niður í 18 mánaða göm-
ul. Þá hefði hann líka hsta með
hundraðum nafna og heimilisfanga
hjá mönnum sem tengdust
bamaklámhringnum sem notendur
eða framleiðendur óhugnaðarins.
Reuters
Umhverfismál ESB
rædd í Austurríki
MARTIN Bartenstein, umhverf-
ismálaráðherra Austurríkis,
hjálpar hér Ritt Bjerregaard,
sem fer með umhverfismál í
framkvæmdasfjórn Evrópusam-
bandsins (ESB), upp úr gúmbát
sem fiutti þau yfír Dóná, að
loknum óformlegum fundi um-
hverfismálaráðherra ESB í Ha-
inburg, skammt frá Vín, um
helgina.
Umhverfísmálaráðherrarnir
samþykktu áskorun á orkumála-
ráðherra sambandsins um að
þeir útvötnuðu ekki þau tak-
mörk sem ESB-ríkin hafa sett
sér í samdrætti losunar svokali-
aðra gróðurhúsalofttegunda.
Afnám tollfrjálsrar verzlunar innan ESB
Síðasta vonin um
björg'un brostin
SÍÐASTA von þeirra sem barizt
hafa fyrir því að bjarga tollfrjálsri
verzlun innan Evrópusambandsins
frá því að verða afnumin er nú
brostin.
Sérfræðifulltrúar tollyfirvalda í
aðildarlöndunum hafa nú ákveðið,
samkvæmt frásögn vikuritsins
European Voiœ, að loka síðustu
smugunum sem gætu hafa gert
hluta þeirrar tollfrjálsu verzlunar-
starfsemi sem enn er við lýði kleift
að halda áfram eftir að eldri ákvörð-
un um afnám tollfrjálsrar verzlunar
innan ESB gengur í gildi næsta
sumar.
Á nýlegum fundi tollsérfræðing-
anna komust
þeir að þeirri
niðurstöðu, að
fríhafnarverzlun
skuli bönnuð í
öllum ferðum frá
einni strand- eða
flughöfn til ann-
arrar innan sam-
bandsins, jafnvel þótt leiðin liggi
um alþjóðlega loft- eða landhelgi.
SKEIFAN 11 • SÍIVII 550-4444 • POSTKR. 550-4400
Öll feijufyrirtæki og flugfélög sem
standa í rekstri innan ESB verða
að fara að þessum reglum, hvar svo
sem þau era lögskráð.
Tollsérfræðingamir lýstu þessu
yfir eftir að látið hafði verið að því
liggja að sum farþegaflutningafyr-
irtæki kynnu að grípa til þess
bragðs að selja tollfrjálsan varning
á meðan feijur þeirra og flugvélar
væra staddar utan lögsögu ESB.
Framkvæmda-
stjórninni stefnt?
Vaxandi líkur þykja nú orðnar á
því, að flugfélög og feijufyrirtæki
eftii nú til málsóknar til að fá túlkun
framkvæmda-
stjómar ESB á
alþjóðlegum tolla-
reglum hnekkt.
En fram-
kvæmdastjómin
hefur fagnað nið-
urstöðum nýlegr-
ar könnunar
markaðsfræðistofnunarinnar Data-
monitor, sem bendir til þess að
aukning í sölu á evrópskum snyrti-
vöram í Afríku og Suður-Ameríku
verði það mikil á næstu fjóram ár-
um, að sú aukning muni jafna út að
minnsta kosti helminginn af því
tapi sem talið er að þessar iðn-
greinar verði fyrir með afnámi toll-
frjálsrar verzlunar innan ESB,
sem upprunalega átti að ganga í
gildi 1993, vegna innri markaðar
Evrópu, en var frestað til 1. júlí
1999.