Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
EM fyrir spilara 25 ára og yngri
Island í 7. sæti
eftir sjö umferðir
BRIDS
Vín
EM 25 ÁRA OG YNGRI
Norður
* Á63
V G97653
* 87
* 97
Evrópumót spilara 25 ára og
yngri er haldið í Vín í Austur-
rfki dagana 16.-26. júlí. Hægt er
að fylgjast með mótinu á Netinu
og er slóðin http://wbf.bridge.-
gr/tourn/Vienna.98/vienna.htm
ÍSLENSKA liðið á EM yngri
Vestur
AG7
VKIO
♦ D43
*ÁG8543
Austur
♦ 542
V 82
♦ Á102
+ KD1062
Suður
* KD1098
VÁD4
♦ KG96
A —
spilara í brids hefur byrjað
þokkalega og var í 7. sæti eftir
sjö umferðir en alls tala 22 lið
þátt í mótinu. Stefnan er sett á
eitt af fjórum efstu sætunum
sem gefa rétt til keppni á
heimsmeistaramóti yngri spil-
ara.
í fyrstu sjö umferðunum
vann íslenska liðið fimm leiki en
tapaði tveimur og hafði 118,5
stig. Norðmenn höfðu 135,5
stig, Israel 134, Italía 133, og
Holland, Svíþjóð og Tyrkland
höfðu 123 stig. Úrslit leikja ís-
lenska liðsins hafa verið eftir-
farandi:
|siand-Austurnki 16-14
ísland - Danmörk 13-17
ísland - Bretland 18-12
ísland - Grikkland 25-2
ísland - Pólland 18-12
ísland - Noregur 3,5-24,5
ísland - Júgóslavía 25-5
í íslenska liðinu spila Sigur-
björn Haraldsson, Stefán Jó-
hannsson, Tryggvi Ingason,
Hlynur Magnússon, Aron
Þorfínnsson og Snorri Karlsson
en Jónas P. Erlingsson er fyrir-
liði.
Góð samvinna
Leikur íslands og Grikklands
var sýningarleikur og Grikkir
komust í 8-0 i fyrstu tveimur
spilunum en í næstu fjórum spil-
um skoruðu Islendingarnir 44
stig. Leikurinn vannst svo 88-16
eða 25-2.
Islenska liðið græddi 8 stig á
spili sex og bæði íslensku pörin
áttu sinn þátt í því:
Norður gefur, NS á hættu:
Við annað borðið sátu Sigur-
björn og Stefán AV en NS sátu
Dimitris Konstantopoulos og
Dimitris Argyrou.
SH DA SJ DK
pass pass 1 spaði
3 lauf pass 51auf dobl
Sigurbjöm reyndi að grugga
vatnið með hindrunarsögn. Ein-
hverjir hefðu sagt 3 spaða með
norðurspilin en þótt Argyrou
segði pass átti Aron nokkuð sjálf-
sagða 5-laufa sögn. Þessi fóm fór
tvo niður og Grikkimir fengu
300. Við hitt borðið sátu Aron og
Snorri NS og Errikos Synodinos
og Nokos Tzinieris AV:
ES SK NT AÞ
2 hjörtu pass 2grönd
pass 3 hjörtu pass 4 hjörtu
Snorri opnaði á veikum tveim-
ur og spilaði síðan 4 hjörtu;
spaðageimið hefði verið auðveld-
ara viðfangs í þessari legu. Aust-
ur spilaði út laufakóngi sem
Snorri trompaði í blindum.
Það er hætta fólgin í því að
taka hjartaás og spila hjarta-
drottningu því þá fær vömin
laufaslag og getur spilað tígli frá
austri og sagnhafí verður að hitta
á rétt háspil. Snorri spilaði því
hjartadrottningunni í öðmm
slag. Vestur tók með kóng og
spilaði laufi, en Snorri gat tromp-
að með ás, farið heim á spaðaás,
tekið trompin og spaðaslagina.
Hann fékk því 11 slagi og ísland
græddi 8 stig.
Guðm. Sv. Hermannsson
BRIDS
llmsjón Arnór G.
Ragnarsson
Gylíí enn efstur í
Homaíjarðarleiknum
FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 16. júlí
spiluðu 32 pör Mitchell-tvímenning.
Spilaðar voru 14 umferðir með 2
spilum í umferð. Meðalskor var 364
og þessi pör urðu efst:
NS
ísak Örn Sigurðsson - Rúnar Einarsson 451
Ragna Briem - Þóranna Pálsdóttir 433
BjömÁmason-AlbertÞorsteinsson 406
Magnús Aspelund - Steingrimur Jónasson 405
AV
Vilhjálmur Sigurðss. - Ragnar Hermannss. 463
Georg ísaksson - Snorri Markússon 410
Sigtryggur Jónss. - Guðmundur Agústss. 404
Hallgrímur Hallgrímss. - Sigmundur Stefánss.
395
Föstudaginn 17. júlí mættu 26
pör til leiks. Miðlungur var 312 og
árangur efstu para varð þessi:
NS
Valdimar Sveinsson - Þorsteinn Berg 365
Soffia Daníelsdóttir - Óji Bjöm Gunnarsson 350
Guðrún Óskarsdóttir - Óskar Þór Þráinsson 347
Gísli Steingrimss. - Hróðmar Sigurbjömss. 346
AV
Hans Isebam - Guðmundur M. Jónsson 407
Erlendur Jónsson - Guðlaugur Sveinsson 393
GeirlaugMagnúsdóttir-TorfiAxelsson 383
Gunnlaugur Sævarsson - Þórður Sigfússon 318
Eftir tvímenninginn var að venju
spiluð útsláttarsveitakeppni. Tíu
sveitir tóku þátt og eftir skemmtilega
og spennandi spilamennsku vann
sveit Unnsteins Jónssonar keppnina.
Með Unnsteini spiluðu Skagamaður-
inn Magnús Magnússon, auk Guð-
laugs Sveinssonar og Erlendar Jóns-
sonar. I öðru sæti varð sveit sem bar
nafnið Sætu gellumar, en sú sveit
var skipuð Hjördísi Sigurjónsdóttur,
Önnu Ivarsdóttur, Gylfa Baldurssyni
og Steinberg Ríkarðssyni. Lokatölur
urðu 19-15 fyrir sveit Únnsteins.
Staðan er enn óbreytt í Horna-
fjarðarleik Sumarbrids 98. Reglur
leiksins eru þær að bronsstig ein-
hverra fjögurra samliggjandi spila-
kvölda em lögð saman og þeir tveir
spilarar sem ná flestum stigum á
slíku tímabili fá vegleg verðlaun.
Þar er um að ræða flugfar á Horna-
fjarðarmótið í tvímenningi sem
haldið verður í haust, keppnisgjöld
og gistingu á Hótel Höfn. Eins og
staðan er núna era það Gylfí Bald-
ursson og Anton R. Gunnarsson
sem era á leiðinni austur í haust.
Gylfí skoraði 109 stig á fjögurra
daga tímabili, en Anton fékk 92 stig.
Báðir náðu þessum árangri snemma
sumars. Ekki verður auðvelt að slá
Gylfa út, en Ijóst er að Anton er
langt frá því að vera öraggur með
verðlaunin. Fróðlegt verður að sjá
hvort þeir halda velli út sumarið.
Siglufjarðarleikur Sumarbrids 98
stendur frá 19. júlí til 19. ágúst.
Hæsta prósentuskor eins kvölds í
sumarbrids á þessu tímabili mun
gefa rétt til eftirfarandi verðlauna:
Keppnisgjöld á 60 ára afmælismót
Bridsfélags Siglufjarðar, auk gist-
ingar á staðnum á meðan mótið
stendur yfir (21.-23. ágúst nk.).
í sumarbrids er spilað öll kvöld
nema laugardagskvöld og hefst
spilamennskan alltaf kl. 19. Spila-
staður er Þönglabakki 1 í Mjódd,
húsnæði Bridsssambands íslands.
f DAG
ÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu nýlega til styrktar
Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 1.500 krónur.
Stúlkurnar heita Hekla Helgadóttir og Steinunn og Marfa
Helga Rakelardætur.
ÞESSAR myndarlegu stúlkur héldu á dögunum tombólu og
létur ágóða hennar, 720. kr., renna til Rauða kross Islands.
Stúlkurnar heita Brynhildur Þöll Steinarsdóttir og Sóley
Björk Guðmundsdóttir.
VELVAKAJMPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hugleiðingar
leikmanns!
GETA leikmenn botnað
eitthvað í stjórnmálum
eins og þau eru í dag?
Davíð situr á sínum stóli.
Ekkert virðist bíta á þann
mann. Af hveiju ekki bara
að gera hann að konungi
yfir Islandi? Hann á dygg-
an íylgisvein og það tel ég
vera að því góða. Hannes
Hólmsteinn er trúr sinn
sannfæringu og veit sínu
viti. Kratarnir eru búnir
að missa sinn besta mann,
Jón Baldvin. Sighvatur
raular sína ágætu vísu, en
hvað verður um Finn Ing-
ólfsson ráðherra þegar
þingið hefst í haust.
Bankastjórarnir hugsa
bara um lax. Ekki um
þorskkvótann heldur
bara lax. Síðan eru þeir
reknir frá störfum og
stofna nýan flokk með
nýjum formerkjum.
Kommúnistar á Islandi
eru á hverfandi hveli og
Steingrímur J. farinn.
Morgunblaðinu hefur
tekist að vera nokkurn
veginn hlutlaust.
Hvað á almenningur að
kjósa? Hvar eru menn og
konur eins og Albert
Guðmundsson í dag?
Auðunn Blöndal,
Sléttuvegi 15,
Reykjavík.
Tapað/fundið
Sjóstöng tapaðist í
Ólafsvík
SJÓSTÖNG hvarf af
bryggjunni í Ólafsvík sl.
laugardag, þegar
sjóstangaveiðimót stóð
þar yfir. Stöngin er brún
og hvít með svörtu hjóli.
Einnig hvarf fjólublá
Speedo-íþróttataska af
bryggjunni og plastpoki
með veiðidóti sem til-
heyrir sjóstangaveiðinni.
I íþróttatöskunni er fatn-
aður og myndavél. Þeir
sem hafa orðið dótsins
varir vinsamlega hringi í
Helgu Guðrúnu í síma
554 4904, eða 569 1290.
Dýrahald
Páfagaukur tapaðist
BLÁR páfagaukur með
gráa og hvíta vængi flaug
að heiman frá sér, Boða-
granda 7, um miðjan dag
á laugardag. Þeir sem
hafa orðið fuglsins varir
hringi í síma 561 7556.
Kettlingur tapaðist
GULUR kettlingur með
hvítar loppur og hvíta
bringu tapaðist frá
Laufengi 16 sl. fóstudag.
Kettlingurinn er 10 vikna.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 586 2026.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp í síðustu
umferð á Politiken skák-
mótinu í Kaupmannahöfn
sem lauk á fimmtudaginn
var. Þröstur Þór-
hallsson (2.495) var
með hvítt og átti
leik, en David
Coleman (2.245),
Englandi, hafði
svart.
24. Bxe6! - fxe6 25.
Rxe6 - Rc4 26.
Hhel - Ba4? (Betri
vörn var 26. - Dfó)
27. Dd3 - Bxc2 28.
Dd7+ - Kf7 29.
Rd8+! - Kg6 30.
De6+ og svartur
féll á tíma í þessari
vonlausu stöðu, en
hann er óverjandi mát í
þriðja leik.
Hannes Hlífar Stefánsson
varð efstur á mótinu ásamt
fjórum öðrum með 8!4 vinn-
ing af 11 mögulegum og var
úrskurðaður sigurvegari
eftir stigaútreikning. Þröst-
ur hlaut IV2 vinning og end-
aði í 8.-17. sæti.
HVÍTUR á Ieik
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar...
AÐ er ástæða til að vekja at-
hygli á því framtaki Einars Há-
konarsonai- listmálara að byggja
stórglæsilegan sýningarsal og afar
notalegt kaffi- og veitingahús í
Hveragerði. Með þessu framtaki
hefur listmálarinn gert hvora
tveggja í senn: að skapa aðstöðu
austan fjalls til myndlistarsýninga,
sem standa undir nafni og gera fólki
kleift að njóta matar og drykkjar í
menningarlegu umhverfi. Er full
ástæða til að hvetja ferðafólk til að
koma þar við.
Menningarmiðstöðvar sem þess-
ar eiga ríkan þátt í að skapa ímynd
bæjarfélaga. Nægir þar að nefna þá
breytingu, sem hefur orðið á ímynd
Kópavogskaupstaðar eftir að Lista-
safn Kópavogs-Gerðarsafn var opn-
að og ákvörðun var tekin um að
reisa þar í nágrenninu fyrsta sér-
hannaða tónlistarsalinn á Islandi.
Listaskálinn í Hveragerði er hins
vegar einkaframtak en Hveragerð-
isbær á að leita allra leiða til þess að
nýta þetta framtak bæjarfélaginu
til framdráttar. Það verður hins
vegar að segjast eins og er, að þátt-
ur í því hlýtur að vera stórátak í
Hveragerði til þess að malbika göt-
ur bæjarins. Það er orðið óvenjulegt
að fara um bæjarfélag á Islandi, þar
sem svo mikið er af malargötum
eins og í Hveragerði. Margt fleira
þarf raunar að gera til þess að bæta
útlit sveitarfélagsins.
Með stórmyndarlegum rekstri
heilsuhælisins í Hveragerði og
Listaskála Einars Hákonarsonar á
hins vegar að vera hægt að byggja
bæinn upp sem menningarlegan
heilsustað, ef svo má að orði kom-
ast. En bæjarfélagið sjálft þarf að
gera átak, sem kemur á óvart að
ekki hefur verið gert fyrir löngu.
xxx
AÐ er ekki lengur hægt annað
en fylgja umferðarreglum í einu
og öllu. Umferðarstefnan, sem er
laus við allt umburðarlyndi gerir
það að verkum, að það er bæði of
dýrt fyrir venjulegt fólk að brjóta
umferðarreglur og það er líka dýr-
keypt vegna ökuleyfismissis. Lög-
reglan virðist fara hamförum. Vík-
verji skrapp upp á Akranes eins og
fleiri í síðustu viku og mætti á leið-
inni fram og til baka u.þ.b. tíu lög-
reglubflum!
Hins vegar er eitt vandamál, sem
gerir það að verkum, að það er
erfitt að fylgja umferðarreglum í
einu og öllu. Sá sem það gerir hefur
engan frið fyrir öðram vegfarend-
um. Þeir æða fram úr. Þeir flauta til
þess að láta vanþóknun sína í ljós.
Þeir reka út úr sér tunguna í sama
skyni. Hvað eiga löghlýðnir bflstjór-
ar að gera?
XXX
ETTA vandamál snýst sem
sagt um það, að samborgararn-
ir, sem vilja hundsa umferðarregl-
urnar virðast taka höndum saman
gegn þeim, sem fylgja þeim.
Hvernig ætlar lögreglan að taka á
þessum vanda í umferðinni? Og að
sjálfsögðu án nokkurs umburðar-
lyndis.