Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 27
Vestfírskir hags-
munir og Sverrir
Hermannsson
SÁ veldur miklu sem upphafinu
veldur segir orðtakið og Sverrir
Hermannsson og samráðherrar
hans í ríkisstjórninni 1984 sem
settu kvótalögin fyrst firra sig
seint ábyrgð. Við lagasmíðina þá
og á árunum þar á eft-
ir fengu Vestfirðingar
ekki að njóta reynslu
sinnar i þorskveiðun-
um; við mótmæltum
en ráðherrarnir
heyrðu ekki. Enn
verra var með grálúð-
una; við mótmæltum
eins og við gátum, en
Sverrir heyrði ekki,
vildi ef til vill ekki
heyra. Hraksmánar-
legast af öllu var þó
meðferðin á úthafs-
rækjunni. Rækjuverk-
smiðjurnar við Djúp
höfðu alla forystu um
að hefja þessar veiðar,
kostuðu til óhemju fé
og ómældri fyrirhöfn. Hver varð
svo þeirra hlutur þá úthafsrækj-
unni var úthlutað? Ekki eitt ein-
asta kíló kom í þeirra hlut, ekki ein
einasta rækja. Sverrir heyrði ekki
mótmælin, það passaði honum ekki
Sverrir verður að fínna
áburði sínum stoð, seg-
ir Einar Oddur Krist-
jánsson, eða biðjast
afsökunar ella.
þá. Ef til vill hefur þó ómurinn af
brothljóðunum borist inn fyrir
múra Landsbankans þegar þessi
fyrirtæki, frumkvöðlarnir í úthafs-
rækjuveiðunum, urðu gjaldþrota
hvert á fætur öðru nokkrum árum
síðar. Allt heyrir þetta nú sögunni
til, sennilega verður valdníðslan
aldrei leiðrétt. Hitt er þó rétt að
minna á að spint er ástæða til að
sættast við þá sem um véluðu.
Um hvað er deilt?
Alla tíð hef ég verið þess fullviss að
þorkveiðunum verður ekki stjórn-
að af neinu viti öðruvísi en að
stjórna fiskveiðiflotanum og sókn
hans. Fyrir því liggja fjölmörg rök,
efnahagsleg, félagsleg og þó ekki
hvað síst, líffræðileg. Það er megin
munur á því að útdeila sókn, „sókn-
arkvótum" eða útdeila aflakvótum
- þyngdareiningum, kílóum eða
tonnum. Það er heldur ekki jafn
ei-fitt eins og sumir halda að um-
reikna aflakvótana í sóknarkvóta.
Langstærsti gallinn á núverandi
kerfi, brottkastið, þessi hryllilega
sóun, mundi hverfa. Nýtingarvand-
ræðin varðandi frystitogarana
myndu einnig verða úr sögunni.
Sóknareiningar myndu að sjálf-
sögðu nýtast mönnum misjafnlega.
Þeir sem mesta þekkingu hefðu á
veiðunum og stunduðu veiðarnar af
mestri einbeitni myndu að sjálf-
sögðu bera meira úr býtum en hin-
ir. Bestu sjómennirnir myndu
sækja í bestu plássin og gera þau
enn betri. Ég trúi því að þannig há-
markaði þjóðin hagnað sinn af
þorskveiðum. Fyrir þessu sjónar-
miði hef ég barist bæði í ræðu og
riti um árabil. Það virðist allt hafa
farið framhjá Sverri, enda áhugi
hans á þessu máli
greinilega alveg nýtil-
kominn.
Upplognar sakir
I grein sinni á laugar-
daginn ber Sverrir á
mig upplognar sakir.
Hvorki íýrir síðustu
kosningar, né nokkurn
tímann, hef ég svo
mikið sem ýjað að því
að stuðningur minn við
Sjálfstæðisflokkinn
eða ríkisstjórn sem
flokkurinn styddi,
væri bundinn af því að
núverandi kerfi væri
hent og mínar skoðan-
ir settar í öndvegi. Því
verður Sverrir að finna áburði sín-
um stoð, biðja mig afsökunar á
ósannindunum ella. Hins vegar hef
ég alltaf sagt að ég vildi freista
þess með öllum ráðum að opna
augu flokksystkina minna fyrir því
hve núverandi stjórnkerfi þorsk-
veiðanna væri stórlega gallað. Ég
tel mig hafa notað hvert tækifæri
sem gefist hefur til þess, þótt ár-
angurinn sé kannski lítt mælanleg-
ur enn. Þegar öllum almenningi á
íslandi verður orðið það ljóst hve
gífurleg sóun er í núverandi kerfi
þá veit ég að kerfið fær ekki stað-
ist.
Blekkingar
Svo meingölluð sem stjórnunin á
þorskveiðunum er þá er það með
endemum að láta sér detta í hug
að nokkuð batni við það að skatt-
leggja sjávarútveginn stórkostlega.
Árlegm- nýr skattur upp á átján
milljarða kr., þar af rúmlega tveir
milljarðar á vestfirsk útgerðarfyr-
irtæki, eins og Sverrir lagði til á
ísafjarðarfundinum, er svo mikil
fáviska að mér er það raun að hann
skyldi rata í þann pytt. Er þetta
virkilega meining þín, Sverrir?
Undanbragðalaust svar óskast!!
Þessi nýi skattur Sverris eyðilegg-
ur með öllu samkeppnishæfni sjáv-
arútvegsins og bitnar iyrst og
fremst á þeim sem við sjávarútveg
vinna; á sjómönnum og fiskverka-
fólki, á þeim sem þjóna sjávarút-
vegsfyrirtækjunum og á sveitarfé-
lögunum þar sem sjávarútvegurinn
er stundaður. Með öðrum orðum;
Sverris-skatturinn bitnar verst á
Vestfjörðum. Það er bágt til þess
að vita að Sverrir Hermannsson
skuli leita í smiðju til Þjóðvaka um
ráð í fiskveiðistjórnun sem gagnast
mætti Vestfirðingum. Hinn nýi
lærimeistari hans, Ágúst Einars-
son, mun aldrei draga upp úr sín-
um galdra-hatti aðrar kanínur en
þær sem eru blekkingin ein.
P.s. Sverrir, það er brýnt að
hefja refaveiðar á Hornströndum,
vinur.
Höfundur er alþingismuður.
Einar Oddur
Kristjánsson
Léttir
meöfærilegir
viðhaldslitlir.
Ávallt fyrirliggjandl.
Góð varahlutaþjónusta. "*
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
A undan timanum
i 100 ár.
fyrir
steinsteypu.
Armúla 29. simi 38640
FYRIRLI6GJMDI: GÖLFSLÍPIVÉLRR - RIPPER ÞJÖPPUR - DJELUR
- STEYPUSIGIR - HRJERIVÉLAR - SR6IRDLÖD - Vöiiul framleiðsla.
Lögreglan
og siðferðið
FYRIR nokkru var
ég tekinn fyrir of hrað-
an akstur. Ég vildi
óska að þetta væri í
fyrsta skipti, en svo er
ekki því að fyrir tæp-
um tuttugu árum var
ég einnig tekinn fyrir
of hraðan akstur. Mig
minnir að ég hafi
sloppið með áminningu
í það skiptið. En í þetta
skiptið var öðruvísi
staðið að málum.
Vegna þess að ég var
tekinn á 68 kílómetra
hraða var ég handtek-
inn, fékk réttarstöðu
handtekins manns og
eftir yfirheyi’slu á lögreglustöðinni,
þar sem ég játaði auðmjúklega öll-
um sakargiftum, var ég sviptur öku-
réttindum í 2 mánuði, missti þrjá
punkta af ökuferilsskrá og fékk 25
þúsund króna sekt.
Það sem mér fannst þó einna
verst var að mér var tilkynnt að
með þessari afgreiðslu væri ég
kominn á sakaskrá og fylli því nú
þann flokk manna sem hafa komist í
kast við lögin eins og oft er sagt.
Seinast fékk ég réttarstöðu grun-
aðs manns þegar ég, peyi á Selfossi,
var grunaður um að hafa stolið jarð-
arberjum úr garði nágrannans.
Móðir mín var þá í hlutverki sak-
sóknarans en nágranninn, þ.e.a.s.
tjónþolinn, tók að sér málsvörnina
og hélt því fram að ég myndi alveg
örugglega ekki gera þetta aftur. Þá
eins og núna játaði ég öllum sakar-
giftum og ekki hefur refsingin verið
þung því ekki man ég lengur í
hverju hún var fólgin. Nú halda
sjálfsagt þeir sem þetta lesa að ég
ætli að fara að kvarta yfir slæmri
meðferð lögreglunnar og að ég hafi
verið beittur miklu óréttlæti. Svo er
ekki, því ég er jafn sekur nú og af
jarðarberjastuldinum forðum daga
og tek því út mína refsingu og er
satt að segja ekki stoltur yfir því að
hafa brotið lög og reglur þjóðfélags-
ins.
Það liggur í hlutarins eðli að ég
er ekki sáttur við refsinguna þó að
mér finnist hún ekki endilega
ósanngjörn. Enda var mér á lög-
Vatnsheld og vindþolin
Allar stærðir og gerðir
Margir litir - gott verð
Jón
Sigurðsson
og
reglustöðinni sagt að
sú áherslubreyting hafi
orðið að nú væri algjör-
lega farið eftir reglum
og engar undanþágur
gerðar. Þetta var
einnig uppistaðan í við-
tali í Morgunblaðinu
við settan lögreglu-
stjóra í Reykjavík, Ge-
org Kr. Lárusson, þar
sem einnig var upplýst
að hann hafi beitt sér
fyrir því að hart yrði
tekið á smábrotum ým-
iskonar, því ef til lengri
tíma væri litið væru
þau undirrót stærri af-
brota eins og ofbeldis
fíkniefnabrota. Hann sagði
JhOfnasmiðjan
Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100
Verksmiðja Ratahrauni 13 • Sími 555 6100
SlDAN 1972
GÆOA MURVORUR
Á GÓÐU VERÐI
MURKLÆÐNING
LÉTT - STERK - FflLLEG
Sl steinprýði
STANGARHYL 7, SIMI 567 2777
einnig að jákvæð ímynd lögreglunn-
ar og samstarf við borgarana væri
/
Eg bið ekki um annað,
segir Jón Sigurðsson,
en að lögreglan og
framkvæmdavaldið geri
sömu kröfur til sinna
starfsmanna og til hins
almenna borgara.
undirstaða þess að halda Iögbrotum
í lágmarki. Allt er þetta rétt hjá
settum lögreglustjóra og aukin
harka í löggæslu stafar sjálfsagt af
breytingum í umhverfi okkar frem-
ur en að lögreglan fari offari. Þetta
flaug í gegnum huga mér þegar ég
labbaði heim próflaus sunnudags-
morguninn sem ég var tekinn og
fannst það huggun harmi gegn að
þetta væri liður í stærri heild og að
allir væru undir sama hatti. Ég
hafði ekki farið eftir settum reglum
og ég þyrfti að taka afleiðingunum
eins og aðrir.
En þá komu þær upplýsingar að
settur lögreglustjóri hafi fengið
undirmenn sína til búslóðaflutninga
fyrir sjálfan sig og þar með misnot-
að það vald og það embætti sem
honum hefur verið trúað fyrir og
skiptir þar engu yfirklór þess efnis
að þetta hafi verið gert í matartíma
lögreglumanna. Við þessar fréttir
varð þetta skyndilega allt miklu
þungbærara og refsingin ekki eins
sanngjöm og áður. Ekki síst vegna
þess að sektargerðin barst til mín
frá umræddum lögreglustjóra nán-
ast á sama tíma og þessar ásakanir
komu fram. Nokkmm dögum
seinna lét dómsmálaráðherra hafa
það eftir sér í fjölmiðlum að hann
efaðist um að dómsmálaráðuneytið
myndi aðhafast eitthvað í þessu
meinta broti setts lögreglustjóra.
Grundvöllur aðgerðarleysis dóms-
málaráðuneytis byggist sjálfsagt á
því að brotið sé ekki stórvægilegt
og því að Georg Kr. Lárusson sé
mætur maður sem ekki sé líklegur
til þess að fremja annað brot. Ef
þetta er það mat sem aðgerðarleysi
byggist á, eru íyrri yfirlýsingar um
að allir séu jafn réttháir gagnvart
lögum og að nú skuli fýlgja eftir
smæstu brotum markleysa ein.
Málið snýst ekki um tiltölulega
smávægilegar meintar yfirsjónir
okkar Georgs heldur það grundvall-
aratriði að framkvæmdavaldið þurfi
að vera samkvæmt sjálfu sér við
beitingu á þvi mikla og vandmeð-
fama valdi sem því er falið. Ég bið
ekki um annað en að lögreglan og
framkvæmdavaldið geri sömu kröf-
ur til sinna starfsmanna og til okk-
ar, hinna almennu borgara.
Höfundur er rekstrarhagfræðingur.
Clinique hjálpar þér að
halda feitri húð í skefjum
CLINIQUE
100% ilmefnalaust
e
CLINIQUf
CLiNIQUr
deep cleansiir.
emerger c-'
mask
CLINIQUE
Það er góð hjálp í fituhemlaþrennunni
Líttu í spegilinn - er húðin glansandi?
Orðin líflaus, grófgerð, með áberandi
svitaholum? Kannski þarftu aðstoð við að
halda húðfitunni i skefjum. Þar gæti
þrennan frá Clinique komið sér vel. Með
sameinuðu átaki ráða fituhemlarnir þrír
bót á glansandi húð með fitustifluðum
svitaholum. Háðin verður slétt og fersk og
húðfitan nær jafnvægi.
Best er að beita þrennunni sem hér seg-
ir: Notaðu Moisture In-Control að
morgni dags. Þessi létta andlitsmjólk
hjálpar háðinni að minnka fituframleiðsl-
una og færir henni jafnframt nauðsynleg-
an raka.
Á kvöldin notor þá Turnaround Oil-
Free Lotion, hressandi upplausn, sem
djúphreinsar húðina, fjarlægir óhreinindi
sem stífla svitaholurnar - og minnkar
glansinn.
Einu sinni til tvisvar í viku skaltu
dekra við háðina með Deep Cleansing
Emergency Mask. Þessi hviti leirmaski
er mjög góður fyrir húð sem er ertin og
útbrotagjörn, því hann hreinsar burtu
hvers kyns óhreinindi og fitu.
Moisture In-Control,
50 ml kr. 3.150,-
Turnaround Oil-Free Lotion,
50 ml kr. 3.150,-
Deep Cleansing Emergency Mask,
100 ml kr. 1.915,-