Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Sýningar hefjast Id. 20.00. CHóttar pantanir sddaTð föstudaginn 24. júlf • föstudaginn 7. ágúst • laugardaginn 8. ágúst. Sýningar hefjast kl. 20. Sýningum fer fækkandi. Miðasala simi 551 1475. Opin alla daga kl. 15-19. Símapantanir trá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar. Vel samsett safnskífa TÖNLIST fim. 23/7 UPPSELT fös. 24/7 UPPSELT lau. 25/7 UPPSELT sun. 26/7 UPPSELT fim. 6/8 örfá sæti laus fös. 7/8 örfá sæti laus Fjórar klassískar þri. 21/7 kl. 20.30 UPPSELT Sýningamar hefjast kl. 20.00 Miðasalaopinkl. 12-18 Miðasölusími: 5 30 30 30 Gcislailiskur KVISTIR Kvistir, safnskífa í'slenskra hljóm- sveita frá útgáfunni Sprota. Á plöt- unni eiga lög Maus, Móa, 200.000 naglbítar, Quarashi, Stgömukisi, Vínyll, Gus Gus, Bang gang, Porn- opop, Bellatrix, Port og Dagbók NN. Maus á tvö lög en aðrir eitt hver. Sproti gefur út, Spor dreifir. 51,37 mín. Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar fim 23/7 KL. 21 lau 25/7 KL. 21 Miðaverð kr. 1100 fyrir karla kr. 1300 fyrir konur Vörðufélagar Ll fá 30% afslátt Sýnt í íslensku óperunni Miðasölusími 551 1475 Ka Vesturgotu 3 SUMARTONLEIKAROÐ KAFFILEIKHÚSSINS „Út og suður“. Sigriður Ella Magnúsdóttir flytur lög úr öllum áttum. Fim. 23.7 kl. 21 laus sæti „Fluga“. Hjörleifur Valsson og Havard Óieroset leika „hot-club“ tónlist á fiðlu og gítar. M.a. austur-evrópska sígauna- tónlist, popp, rokk og diskó. Lau. 25.7 kl. 21 laus sæti Matseðill sumartónleika Indverskur grænmetisréttur að hætti Lindu, borinn fram með fersku salati og ristuðum sesamfræjum. Og í eftirrétt: . „Óvænt endalok1’. Aðeins kr. 1000. y Miðas. opin alla virka daga kl. 15-18. Miðap. allan sólarbringinn í s. 551 9055. Netfang: kaffileik@isholf.is HLJÓMPLÖTUÚTGÁFAN Sproti fór vel af stað síðasta sumar með skemmtilegri safnskífu og síð- an með því að gefa út eina af bestu breiðskífum ársins. Enn eru Sprotaliðar á ferð, höggva í sama knérunn og síðasta sumar með safn- skífunni Kvistum. Þar er að finna sumar af þeim sveitum sem létu til sín heyra á fyrri safnskífunni, en nokkrar nýjar hafa slegist í hópinn. Safnskífan Kvistir er bráðvel samsett, utan að á henni eru lög sem stinga nokkuð í stúf, til að mynda lag Móu, sem á varla þar heima þótt það sé bráðgott. Einnig er lag Gus Gus, endurgert Depeche Mode-lag, nokkur stílbrjótur og þó Loud! með Quarashi sé gott lag má setja spurningarmerki við það líka, enda hefur það komið út áður. Fátt kemur á óvart á skífunni; þannig er Mauslagið góð sumar- keyrsla, 200.000 naglbítar spretta líka úr spori og fara vel með krafta- popp sitt. Vínilslagið er líka prýði- legt þó bjögunin á söngnum sé leiði- gjörn. Stjörnukisi átti besta lag síð- ustu safnskífu Spors og heldur dampi með magnaðri keyrslu, þó þeir félagar virðist hafa slakað á í tölvuvæðingunni. Bang Gang kom mörgun á óvart með lag sitt á síðustu safnskífu og lagið So Alone? bendir til þess að breiðskífa verði forvitnileg. Porn- opop er einnig mjög forvitnileg sveit, ekki síst í ljós afbragðsskífu Pornopop Morgunblaðið/Jim Smart sem sveitin sendi frá sér fyrir síð- ustu jól. Lagið Trumpet bætir þó litlu við það sem þá var sagt þó gott sé. Bellatrix, sem áður hét Kolrassa krókríðandi, sýnir á sér á sér nýja hlið og óvænta fyrir þá sem ekki hafa sé sveitina á tónleikum á und- anfórnum mánuðum. Bellatrix- stúlkur hafa tekið hljómborð í þjón- ustu sína, hert á taktinum og þétt þannig að niðurstaðan er danspopp með keyrsluköflum. Bráðgott lag. Port er hljómsveit sem lofar góðu með glymjandi gítarpoppi, en Dag- bók NN er aftur ómótaðra fyrir- bæri, þó lagið Salt sé um margt vel heppnað, sérstaklega bergmálar keyrsluflétta lagsins skemmtilega af breskri gítarkæfu. Lokalag skíf- unnar er svo skemmtilegt „slys“ hjá þeim Mausverjum, en harmonikkan hefði að skaðlausu mátt víkja fyrir frumlegra hljóðfæri. Kvistir er flekkótt skífa og mis- góð sem vonlegt er en gefur þó skemmtilega mynd af því er á seyði íslensku rokki/poppi. Árni Matthíasson BIOIN I BORGINNI Sæbjöm Valdimarsson/ Arnaldur Indríðason/ Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Armageddon -k-kVz Afskaplega amerísk stórmynd með húmor, finum brellum og miklum hetjum. Sex dagar, sjö nætur kk'A Ford og Heche mynda prýðilegt par í gamanhasarmynd a la Romancing the Stone. Full tugg- ið en ekki leiðinlegt. U beygja kk'Æ Oliver Stone er í stuði í ofbeldis- fullri nútíma kúrekamynd. Skemmtileg og léttgeggjuð en svolítið langdregin. Brjáluð borg kk Fréttamaður (Dustin Hoffman) notfærir sér lykilstöðu í gísla- tökumáli til að komast aftur í fremstu röð en fær skömm á öllu saman. Travolta fínn í illa skrif- uðu hlutverki meðaljóns sem grípur til örþrifaráða. Vel gerð að mörgu leyti en skortir sann- færingarkraft eftir því sem á líð- ur. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Armageddon kk'Æ Afskaplega amerísk stórmynd með húmor, fínum brellum og miklum hetjum. Switchback k Afleitlega illa skrifuð og leikin frumraun vaxandi handritshöf- undar sem leikstjóra. Áhorfand- inn veit leyndarmálið að bragði; hver er fjöldamorðinginn. Vel tekin. Sex dagar, sjö nætur kk'Æ Ford og Heche mynda prýðilegt par í gamanhasarmynd a la Rom- ancing the Stone. Full tuggið en ekki leiðinlegt. ‘til there was you kk'/z Fínasta konumynd; rómantísk og gamansöm um ólíkar manneskjur sem rata saman. The Man Who Knew too Little k Bill Murray er sá eini með viti í meðvitaðri klisjusúpu sem gengur ekki upp. US Marshalls kkk Tommy Lee Jones er í toppformi á eftir flóttamanni sem leikinn er af Wesley Snipes. Fínasta afþrey- ing. Anastasia kkk Disneyveldið er ekki lengur eitt um hituna í gerð úrvalsteikni- mynda. Anastasia jafnast á við það besta sem gert hefur verið. Frábærar teikningar, persónur og saga, sem fer frjálslega með sögn- ina af keisaradótturinni og bylt- ingu öreiganna. Mr. Magoo k Ófyndin mynd, 20 árum of seint á ferðinni. Leslie Nielsen lyftir henni ekki upp, er leiðinlegur Mr. Magoo. Litla hafmeyjan kkk Falleg og fyndin kvikmynd þar sem töfrar ævintýrsins blómstra að fullu. HÁSKÓLABÍÓ Kvikt hold kkk Almodóvar heimfærir góða, breska sakamálasögu uppá blóð- hita landa sinna, gráglettinn og bersögull að vanda. Skortir meira tauleysi til að jafna sín bestu verk. Magnaður leikur. Grease kkk Það er engin spuming, myndin er algjört „ring a ding a ding“. Þúsund ekrur k'Æ Alls ekki nógu vel gerð mynd eft- ir góðri bók. Skrykkjóttur og lé- legur leikur hjá annars góðum leikurum. The Big Lebowski kkk Coenbræður eru engum líkir. Nýja myndin er á köflum mein- fyndin og kolgeggjuð en nær ekki að fylgja eftir meistaraverkinu Fargo. Leikaramir hver öðmm betri í sundurlausri frásögn af lúðum í Los Angeles. Búálfarnir kkk Virkilega skemmtileg bama- og fjölskyldumynd, sem hægt er að mæla með fyrir alla aldursflokka. Piparkökukarlinn kkk Dökk og fráhrindandi mynd sem vinnur á. Fmmleg útgáfa á bók eftir John Grisham. Branagh er frábær í aðalhlutverkinu. KRINGLUBÍÓ Armageddon kk'Æ Afskaplega amerísk stórmynd með húmor, fínum brellum og miklum hetjum. Switchback k Afleitlega illa skrifuð og leikin frumraun vaxandi handritshöf- undar sem leikstjóra. Áhorfand- inn veit leyndarmálið að bragði; hver er fjöldamorðinginn. Vel tekin. Sex dagar, sjö nætur kk'A Ford og Heche mynda prýðilegt par í gamanhasarmynd a la Rom- ancing the Stone. Full tuggið en ekki leiðinlegt. Úr öskunni í eldinn k'Æ Slöpp gamanmynd um ríkisbubba sem taka að búa með Amish fólki. LAUGARÁSBÍÓ Mr. Nice Guy kk Aulabrandarar og -söguþráður en Chan er kattliðugur og lokaat- riðið er þess virði að sjá myndina. Brúðkaupssöngvarinn kk'Æ Þægileg, rómantísk gamanmynd með Adam Sandler í hlutverki söngvara sem er óheppinn í ást- um. REGNBOGINN The Object Of My Affection kk'Æ Ljúf og falleg mynd um ást og vináttu. Ekki væmin og dýpri en búast mátti við. Þá sjaldan það rígnir kk'Æ Ágætlega gerður, rennblautur smábæjartryllir með fínum leik- urum en formúlukenndu plotti. Titanic kkk'Æ Mynd sem á eftir að verða sígild sökum mikilfengleika, vandaðra vinnubragða í stóru sem smáu og virðingar fyrir umfjöllunarefninu. Falleg ástarsaga og ótrúlega vel unnin endurgerð eins hrikaleg- asta sjóslyss veraldarsögunnar. Anastasia kkk Disney er ekki lengur eitt um hit- una í gerð úrvalsteiknimynda. Anastasia jafnast á við það besta sem gert hefur verið. Frábærar teikningar, persónur og saga, sem fer frjálslega með sögnina af keisaradótturinni (?) og byltingu öreiganna. STJÖRNUBÍÓ Wild Things kk Leyndardómsfull sakamálamynd sem týnir sér í alltof flókinni at- burðarás. Fyrsta kynlífs- reynslan á netinu ► ÁTJÁN ára par frá Banda- ríkjunum ætlar að missa sak- leysið í beinni útsendingu á netinu. Parið, sem kallar sig Diane og Mike, ætlar að lifa kynlífl í fyrsta skipti laugar- daginn 8. ágúst klukkan 1 eftir miðnætti að íslenskum tíma. Myndavél mun fylgjast með þessum sögulega atburði og verður hún auga almennings um heim allan. Þrátt fyrir útsendinguna hafa þau í hyggju, að því er lögfræðingur þeirra greindi frá á þriðjudag, að „halda þessu eins jarðbundnu og nánu og mögulegt er“. Hann neitaði að gefa upp full nöfn eða segja hvar þau byggju en sagði að 18. júlí yrðu þau á heimasiðu sinni (www.ourfirsttime.com) ojg myndu veita fyrstu viðtölin. A heimasíðunni verða síðan veittar upplýsingar um það hvernig undirbúningurinn fer fram næstu þrjár vikur. Fólk hefur deilt sinum nán- ustu stundum með netinu í nokkur ár og hafa óteljandi pör sýnt þar myndir og mynd- bandsupptökur af kynlífi sínu. Meðal þeirra óteljandi uppá- koma sem boðið hefur verið upp á á netinu var „viðtal“ við górillu sem fram fór í apríl síð- astliðnum. Lögfræðingurinn sagði að hugmyndin að því að sýna frá fyrstu kynlífsreynslunni hefði komið frá Díönu og að það væri tjáningar- og athafnafrelsið sem væri henni innblástur. Hann bætti við að fæðing í beinni útsendingu á netinu hefði einnig haft áhrif á hana en tvær milljónir manna fylgd- ust með því þegar 40 ára kona frá Flórída fæddi barn í síðasta mánuð. „Við viljum sýna að ást- arleikur, sem er fyrsta skrefið að fæðingu, er alveg eins fal- legur - og ekkert til að skamm- ast sín fyrir,“ skrifar parið unga á heimasíðunni. Myndir af parinu sýna ekki andlitin vegna þess „að það er fyrirséð að trúarhópar og ein- staklingur munu reyna að hindra Díönu og Mike í að standa við yfirlýsingar sínar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.