Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ! I 1 ! 5 1 J j j I i J I ' \ j I 3 FRÉTTIR Niðjamót Jóhanns og* Bergrúnar frá Osi HJÓNIN Jóhann Helgason og Bergrún Árna- dóttir. AFKOMENDUR Jóhanns Helgason- ar frá Njarðvík, og Bergrúnar Ama- dóttur frá Brúna- vík, halda niðjamót á Borgarfirði eystri helgina 24.-26. júlí. Jóhann, f. 30. desember 1891, d. 10. febrúar 1972 og Bergrún, f. 3. októ- ber 1896, d. 26. jún- úar 1972, eignuðust 14 börn. Komust 12 af þeim til manns og eru afkomendur þeirra orðnir um 300. Niðjamót þetta er hið fjórða í röðinni sem haldið er og hafa þau verið haldin á fimm ára fresti. Dagskrá verður með hefðbundn- um hætti. Á föstudagskvöldinu verður gi-illað og sungið við varðeld. Á laugardeginum verður kaffísam- sæti í félagsheimilinu Fjarðarborg á Borgarfirði eystri. Á sunnudeginum verður messa í kirkjunni á Borgar- fírði og ætlar séra Pórir Jökull Þor- steinsson (sóknarprestur á Selfossi) að messa fyrir gesti ættarmótsins og heimamenn. Góð aðsókn að Ölveri í SUMARBTJÐUNUM í Ölveri, sem reknar eru af KFUM/K á Akranesi, verða alls níu flokkar í sumar, frá júní og fram í ágiíst, þar af einn strákaflokkur. I ágúst verður einn unglingaflokk- ur, þar sem 12-15 ára stelpur verða í flokknum. Eru það gaml- ar Ölversstelpur sem hafa komið sumar hverjar mörg undanfarin ár, og kjósa að koma í unglinga- flokkinn til þess að rifja upp gömlu góðu dagana, þegar þær voru yngri í Ölveri. Aðsókn hefur verið ágæt í sumar, um 30 í hveijum flokki. Flestar koma stelpurnar frá Akranesi og yfirleitt eru um 10 í hveijum flokki frá Akranesi og síðan úr sveitunum í kring. Stundum tekur hópur sig saman úr einhveiju bæjarfélagi og fjöl- mennir í búðirnar. Dagskráin er hefðbundin í sumarbúðunum, svo sem Biblíulestrar, kvöldvökur og gönguferðir. Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson EINN flokkurinn í Olveri ásamt starfsfólki. Úr dagbók lögreglunnar Tveir kærðir fyrir of- beldi gegn lögreglu 17.-20. júlí 1998 KRINGUM 1.800 manns voru í miðborginni aðfaranótt laugardags þegar flest var á tímabilinu 03-05. 13 ungmenni voru flutt í athvarfið og áfengi tekið af 49. Tveir voru kærðir fyrir ofbeldi gegn lögreglu- mönnum en 11 manns, karlar og konur, voru tekin vegna ótímabærs þvagláts á almannnafæri. Tvisvar voru stöðvuð slagsmál án kæru og einn var handtekinn vegna líkams- meiðinga. ðfaranótt sunnudags var róleg framan af en fólki fjölgaði þegar leið á og ölvun varð mikil í mið- borginni. Umferðin 53 voru teknir fyi-ir of hraðan akstur og 18 fyiir ölvun við akstur. 31 ökumaður hafði ökuskírteini sitt ekki meðferðis og enn voru 5 öku- menn teknir fyrir að aka á nagla- dekkjum. Aðfaranótt sunnudags var ekið á mann á Laugavegi og stungið af. Meiðsli mannsins voru minni háttar. Grunaður ökumaður var tekinn nokkru síðar og þá einnig grunaður um ölvun við akst- ur. Innbrot og þjófnaðir Síðdegis á fóstudag var tilkynnt um innbrot í íbúð við Vífilsgötu. Stolið var GSM síma, númerabirti og fleiru. Aðfaranótt laugardags var farið í báta í Snarfarahöfninni. Einn bátur var losaður frá, ljósker brotið á bryggju og smáræði stolið úr einum báti. Tveir menn hafa verið handteknir vegna málsins. Á laugardagsmorgun var til- kynnt um innbrot í húsnæði við Hallveigarstíg, sem verið var að endurnýja. Stolið var allmiklu af verkfærum. Þá var einnig tilkynnt um innbrot í snyrtistofu við Lauga- veg, þar sem einhverju var stolið og innbrot í bifreið í Bakkahverfi. Stolið var tösku með allmiklu af peningum og fleiru. Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt innbrot i íbúð við Grettisgötu. Stolið var skartgripum, hljómflutningstækj- um og fleiru. Á svipuðum tíma voru 8 menn handteknir fyi'h' að stela tveimur kæliboxum með mat á tjaldstæðinu í Laugardal. Kæli- boxin fundust en lítið var eftir af matnum. Á sunnudag var tilkynnt innbrot í aðsetur fjarskiptasveitar skáta. Þar vai' stolið verðmætri borðtalstöð og smámynt. Slagsmál og árásir Á laugardagskvöld ruddust tveir menn inn í hús við Hverfisgötu og slógu mann þar með flösku í höfuð- ið. Meiðslin voru ekki alvarleg og mennirnir voru handteknir skömmu síðar. Aðfaranótt sunnu- dags réðst gestur á veitingahúsi í miðborginni á annan gest. Árás- armaðurinn var handtekinn en þol- andinn fluttur á slysadeild. Þá fékk maður flösku í höfuðið í miðbænum um svipað leyti og var fluttur á slysadeild. Um sama leyti vai' ann- ar maður fluttur á slysadeild úr miðbænum eftir slagsmál. Brunar Klukkan 5.44 á laugardags- morgni varð laus eldur í bifreið við Langholtsveg. Slökkviliðið slökkti eldinn en miklar skemmdir urðu á bifreiðinni. Á laugardag komu eld- boð frá Landspítala. Þar hafði brauðrist komið kei-finu af stað og ekki var þörf á slökkviliði. Aðfara- nótt sunnudags var tilkynnt um stráka sem væru að kveikja í síma- klefa við Austurvöll. Þeir náðust og slökkvilið slökkti eldinn. Skemmd- h' urðu litlar. Á sunnudagskvöld var tilkynnt um eld í kyndiklefa húss við Grettisgötu. Slökkviliðið slökkti eldinn en gi'unur er um íkveikju. Annað Á laugardag komu tvær kvart- anir frá sama staðnum í austur- borginni. Maður kvartaði yfir há- vaða frá hundi en kona kvartaði yf- ir að maður hafi slegið sig út af ágreiningi þeiira vegna hávaða hundsins! Síðdegis var tilkynnt um fjúk- andi peninga á Eiðistorgi. Vegfar- andi týndi upp kr. 24.000 og af- henti lögreglu. Nokkru síðar kom maður sem kvaðst eiga peningana en hann skorti nægjanlegan rök- stuðning fyrir fullyrðingu sinni og fékk ekki peningana. Á laugar- dagskvöld komu upp grunsemdir um landasölu úr ákveðinni bifreið. Hún var stöðvuð og ökumaður handtekinn. Nokkuð magn af landa fannst í bifreiðinni. Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um þrjá menn sem beruðu á sér rassinn í Bankastræti. Þeir voru handtekn- ir. Á sunnudag var tilkynnt um skemmdarverk á 13 bifreiðum í Lækjahverfinu. Flestar voru með rispað vélarlok, sennilega eftir nagla. ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 47 * Tónleikar á Fógetanum HLJÓMSVEITIN Sveitasveitin Hundslappadrífa heldur tónleika á Fógetanum annað kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 22. Hljómsveitin flytur frumsamda tónlist með kímnum og rammíslenskum textum eftir einn forsprakka sveitarinnar. í hljómsveitinni eru sex manns og eru ekki notaðar trommur eða önnur hávaðasöm rafmagnshljóðfæri held- ur er þetta á þægilegri nótunum s.s. kassagitarar, mandolín, hai’moníka, bassi og söngur, segir í fréttatil- kynningu. Fundur um samstarf vinstri manna ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í Reykja- vík heldur fund á Grand Hótel við Sigtún í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Þar verður fjallað um efnið: Verður vinstra voi' 1999? Framsögumenn verða Steingrím- ur J. Sigfússon alþingismaður og Jó- hann Geirdal, varaformaður Alþýðu- bandalagsins. Fundarstjóri verður Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgar- stjóranr. Á eftir ræðum þeira verða almennar umræður. Kvöldgangan í Viðey FARIÐ verður með ferjunni úr Sundahöfn út í Viðey kl. 20.30 í kvöld. Gengið verður frá kirkjunni, fram hjá Klausturhól, um Klifið, Eið- ið og yfir á Vesturey. Þetta er ein skemmtilegasta gönguleiðin í Viðey. Þarna eru líka Áfangar, umhverfis- listaverk Richards Serras, sem litið verður á í þessari ferð. Ganga þessi tekur u.þ.b. tvo klukkutíma og fólk er áminnt um að klæða sig eftir veðri. Einkum skiptir máli að vera vel búinn til fótanna, í gönguskóm eða stöðugum íþrótta- skóm, þar sem stígai- eru ójafnir und- ir fót víða þótt næsta greiðfærir séu. Gjaldið er ferjutollurinn, þ.e. 400 kr. fyrir fullorðna en 200 fyrir börn. LEIÐRÉTT f ellefta himni I BLAÐINU á sunnudag er frétta- tilkynning þar sem sagt er frá sýn- ingu Lilju Ivarsdóttur, I ellefta himni, í Bílar og List á Vegamóta- stíg 4. Með tilkynningunni fylgdi mynd sem því miður birtist upp á rönd. Er hún birt rétt hér með og beðist afsökunar á þessum mistök- um. Prentvillur í g-rein SESSELJA Guðmundsdóttir ritaði grein um Selatanga í Morgunblaðið 14. júlí sl. í greininni vora nokkrar innsláttarvillur. Þar sem stendur „sandsletta“ átti að standa sand- slétta. Einnig var rangt farið með ömefni. Latafjall á að vera Lats- fjall og kom það fyrir á tveimur stöðum. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessu. nspj ÖRYGGIS- HJÁLMAR ÁRVÍK ÁRMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Allt að verða upppantað í ágúst lausir tímar í september. Myndataka, þar sem þú ræður hve stórar og hve margar myndir þú færð, innifaliðein stækkun 30 x 40 cm í ramma. kr. 5.000,oo Þú færÖ að velja úr 10 - 20 myndum af bömunum, og þær færðu með 60 % afslætti fiá gildandi verðskrá ef þú pantar þær strax. Sýnishom af verði: 13 x 18 cm í möppu kr. 1.200,00 20 x 25 cm í möppu kr. 1.720,00 30 x 40 cm í ramma kr. 2.560,00 Hringdu á aðrar ljósmyndastofur og kannaðu hvort þetta verð á stækkunum er ekki lægsta verðið á landinu. Tilboðið gildir aðeins ákveðinn tíma. Passamyndir alla daga. Lj ósmyndastofan Mynd sími: 565 4207 Ljósmyndstofa Kópavogs sími: 554 3020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.