Morgunblaðið - 21.07.1998, Side 60

Morgunblaðið - 21.07.1998, Side 60
Atvinnutryggingar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Veglyklar í Hval- fjarðar- göng uppseldir VEGLYKLAR sem veita afslátt í Hvalfjarðargöngin eru uppseldir en mun færri komu til landsins en pantaðir voru eða 900. Ekki er von á fleiri lyklum fyrr en seint í ágúst. Gjaldtaka hófst í göngunum klukk- an 6 í gærmorgun. Hægt verður að fá sérútbúin spjöld á meðan veglykla vantar en þá verða öku- menn að láta gata þau í hliðinu. í frétt frá Speli segir að pantaðir • ■ ýafl verið 2.200 lyklar til viðbótar frá norskum framleiðanda fyrir fjórum vikum. Töfín á afhending- unni sé sögð m.a. vegna sumarleyfa í erlendum fyrirtækjum, sem eigi þátt í framleiðslunni. Yfir 10.000 bflar á dag Gífurleg umferð var um göngin um helgina. Á laugardag fóru 10.350 bílar um göngin og talið var að þeir hefðu ekki verið færri á sunnudag. Gekk umferð mjög hægt síðdegis og .^segir lögreglan skýringuna vera _Tiæga umferð gegnum Mosfellsbæ og allt til Reykjavíkur. Á milli kl. 6 og 16 í gær fóru um 1.500 bflar um göngin. Áætlanir Spalar gerðu ráð fyiir um 1.500 bíl- um að meðaltali á sólarhring og er ljóst að fyrsta daginn var umferð um göngin mun meiri en það. ■ Gífurleg/12 --------------- Morgunbiaðið/Ómar Maður bak við foss ÞAÐ er tilkomumikil sjón að standa aftan við Selja- landsfoss og sjá hann falla með drunum eins og maðurinn á myndinni gerði í blíðunni á dögunum. Útlit er fyrir að norðanáttir ríki áfram að minnsta kosti næstu tvo daga með björtu veðri sunnanlands en kulda og rigningu norðan- og norðaustanlands. Vatnsbúskapur Landsvirkjunar áfram lélegur Verð á ótryggðri orku gæti hækkað ÚRKOMULEYSI og kuldar, sem valda erflðleikum í vatnsbúskap hjá Landsvirkjun, eru enn viðvarandi. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvh'kjunar, segir að þetta geti leitt til hækkunar á orku- verði í haust. Orka til almenningsveitna og stór- iðju, svokölluð ótryggð orka, er seld með þeim skilmálum að vatnsbú- skapur sé i lagi. Gjaldskrá Lands- virkjunar er þannig uppbyggð að fyrirtækið getur hækkað verð fyrir ótryggt rafmagn í þrepum. Verði tíðarfarið óbreytt gæti svo farið að Landsvirkjun hækkaði verð- ið og þá fyrst til þeirra kaupenda ótryggðs rafmagns sem eiga þann kost að útvega sér rafmagn með öðr- um hætti, t.d. með framleiðslu orku með olíu. Samtímis yrði sala á ótiyggðri orku til stóriðju skert. I framhaldi af hækkun á orku- verðinu gæti síðan komið til skerð- ingar á raforkusölu til almennings- veitna. Erfítt að fá iðnaðarmenn til starfa fyrir hið opinbera Tilboð í verk 20-50% yfir kostnaðaráæthm Forsætisráð- herra Svíþjóð- ar í einka- heimsókn GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, kom hingað til lands í einkaheimsókn í gær. Ráðherrann verður hér fram á fimmtudag. Hann mun eiga vinnufund með Davíð Oddssyni for- sætisráðherra í dag. Þá er ráðgert að Persson eigi fund með fulltrúum systui-flokks sænskra jafnaðar- manna, Alþýðuflokksins, á meðan á dvöl hans stendur. TILBOÐ í verk sem Framkvæmda- sýsla ríkisins hefur boðið út að und- anförnu hafa verið 20-50% yfir kostnaðaráætlun. Ovenju erfítt hef- ur verið að fá iðnaðarmenn til starfa fyrir hið opinbera í sumar vegna mikils uppgangs á höfuðborgar- svæðinu. Jóhanna Hansen, verkefn- isstjóri hjá Framkvæmdasýslunni, segir þetta einkum eiga við um pípulagningamenn, blikksmiði, jarð- vinnuverktaka og járnsmiði. Hún segir að útboð skili engum árangri við þessar aðstæður. Mun hag- kvæmara sé að semja beint við iðn- aðarmenn um framkvæmdir. Hún segir að á síðastliðnu ári hafi einnig orðið vart við stórfellda hækkun á tímavinnutöxtum tré- smiða. Þetta megi rekja til aukinnar eftirspurnar en einnig til leiðrétt- ingar frá tímavinnutöxtum þegar lægð var í þjóðfélaginu 1994 og 1995. Tímavinnutaxtar sem voru 1.500-1.800 kr. eru komnir upp í 2.500 kr. og hæsti taxtinn sem Jó- hanna kveðst hafa séð hljóðaði upp á 2.800 kr. á tímann. Jóhanna segir að mikið launa- skrið hafi orðið á árinu. „Kostnaður við þá verkþætti þar sem launaliðir eru mjög stórir, eins og t.d. í inn- réttingum, hefur hækkað mjög mik- ið. Aðrir verkþættir, til dæmis raf- magnsvinna og aðrir liðir sem fela í sér innkaup á innfluttum búnaði og hafa ekki í för með sér mikla inn- lenda vinnu, hafa ekki hækkað jafn- mikið. Byggingarkostnaður hefur hækkað en reyndar má segja að ár- lega sé ákveðin þensla á markaðn- um yfir sumarið. Hún stafar m.a. af því að stórir verkkaupar, eins og menntamálaráðuneytið og Reykja- víkurborg, hefja endurbætur og við- hald á skólunum yfir sumartímann. I júlí og ágúst er því byggingar- kostnaðurinn hæstur en hann lækk- ar strax aftur í september um leið og meira framboð verður á iðnaðar- mönnum. Þetta er árleg tilhneiging sem verður óháð því hvort þensla er á markaðnum eða ekki. Þenslan er þó mun meiri núna en sem nemur þessu,“ segir Jóhanna. Staðbundin þensla Hún segir að þenslan sé þó stað- bundin. Hún sé mest í Reykjavík og í litlum bæjarfélögum, þar sem eru fáir iðnaðarmenn. I stærri bæjarfé- lögum, eins og Hornafirði og Akur- eyri, sé þenslan ekki jafnmikil. Hjá Samtökum iðnaðarins feng- ust þær upplýsingar að þetta væri sá árstími sem mest væri að gera á hjá iðnaðarmönnum. Auk þess væri nú meira um opinberar fram- kvæmdir en oft áður. Stóriðju- og virkjunarframkvæmdir hefðu tekið til sín marga iðnaðarmenn. Guðmundur Pálmi Kristinsson, TVEIR fangar á Litla-Hrauni hafa verið ákærðir fyrir að hafa undir höndum og dreifa bamaklámi innan fangelsisins. Ríkislögi-eglustjóra barst ábending frá fanga um að þarna ætti sér stað fjölfóldun á klámefni í tölvum. í leit sem lögreglan á Selfossi gerði hjá fóngunum fundust geisladiskai' og tölvudisklingar með klámefni, þar á meðal bai'naklám með 4-7 ára göml- um bömum. Einnig voru á diskunum myndh' sem hafði verið átt við með forstöðumaður byggingadeildar borgarverkfræðings, segist hafa fundið fyrir þessu auk þess sem til- boð í verk hafi hækkað um 5-10%. „Fram að þessu hefur okkur þó tek- ist að manna okkar verkefni," segir hann. ,jMtur á móti eru oft ekki nema einn til tveir sem bjóða í verk sem er mjög óvenjulegt því til þessa hafa 5 til 15 aðilar gjaman boðið í sams konar verk.“ Guðmundur segir að til greina komi að hægja á einhverjum fram- kvæmdum þótt ekki hafi komið til þess enn sem komið er. Nokkur verk séu á eftir áætlun en áætlun sumarsins hafi þó haldist að mestu enda sé um góða verktaka að ræða sem hingað til hafi staðið við sitt. því t.d. að setja bamsandlit inn á aðr- ar myndir. Myndirnar em greinilega erlendis frá og margar þehTa teknar af Netinu. Lögreglan á Selfossi ásamt fanga- vörðum á Litla-Hrauni lagði hald á klámefnið og er staðfestur granur um að það hafi verið fjölfaldað af fanga. Það eitt og sér að eiga barnakiám á myndum, hvort heldur er á pappír eða í tölvutæku formi, er lögbrot. Um annað klám gildir að það telst lögbrot þegar því er dreift. Grunur um íkveikju á Laufásvegi Morgunblaðið/Kristinn 1 48 viskíflöskur sprungu GRUNUR leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða þeg- ar eldur kom upp í bflskúr að Laufásvegi í Reykjavík síðdegis í gær. Slökkviliðið í Reykjavík kom á staðinn og logaði þá í fjórum pappakössum með 48 viskíflöskum. Flöskurnar sprungu og eitthvert tjón varð á munum sem geymdir voru í skúrnum áður en tókst að slökkva eldinn. Fangar ákærðir fyrir barnaklám

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.