Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þvær 150
stikur á
klukkustund
STIKUÞVOTTAVÉL sem þykir
mikil nýjung á sínu sviði er í
prófun þessa dagana hjá Vega-
gerðinni. Vélin, sem afkastar
um 150 stikum á klukkustund,
var keypt frá fyrirtækinu
Schmid í Þýskalandi en hún er
vökvaknúin og getur þrifíð flest-
ar stærðir af stikum og með
aukabúnaði verður hægt að
þrífa smærri umferðarskilti.
Byrjað var að prófa tækið frá
Þingvallaafleggjaranum til
Ilvalfjarðarganga og stóðst það
allar væntingar að sögn vega-
gerðarmanna. Auk þess er verið
að þróa vistvænan þvottalög en
við stöðugan þvott fer um 1 tonn
af vatni yfir daginn.
Vonast er til að með vélinni
verði hægt að tryggja enn betur
öryggi vegfarenda en víða vill
setjast tjara og ryk á vegstikur
sem minnkar endurskin þeirra.
Varað við forriti sem
getur brotist inn í tölvur
TÖLVUNOTENDUR tengdir við Netið verða
að hafa allan varann á. Nýtt tölvuþrjótaforrit
(tölvuþrjótur = hacker), Back Orifice, fyrir
Windows 95 og 98, er nú aðgengilegt á Netinu en
forritið er þeim eiginleikum búið að það gerir
einum eða fleiri aðilum á Netinu kleift að fjar-
stýra tölvum sem forritið hefur verið ræst á. Að
sögn Stefáns Hrafnkelssonar, framkvæmda-
stjóra Margmiðlunar, eru nánast engin takmörk
fyrir því hvað forritið og sá sem stjórnar því geta
gert við tölvu „fórnarlambsins“.
„Sá sem stjómar forritinu getur náð algerum
yfirráðum á tölvunni, hann getur skoðað öil skjöl
og einnig lesið lyklaborðið þannig að t.d. er hægt
að fylgjast með þegar notandi tengir sig við lykil-
orðatengda þjónustu.11
Dreift með leikjum
Það er hópur tölvuþrjóta sem kalla sig Cult of
the Dead Cow sem bjó forritið til. Það var kynnt
3. ágúst sl. og síðan hefur verið hægt að nálgast
það á Netinu á heimasíðu tölvuþrjótanna. Sam-
kvæmt upplýsingum á henni höfðu 50.000 tölvu-
notendur nýtt sér þá þjónustu í gær og náð sér í
forritið á Netinu.
Stefán segir ýmsar aðferðir til við að dreifa
forritinu og smita þannig tölvur í þeim tilgangi að
geta skoðað þær. Ein aðferð sé t.d. að búa til eitt-
hvert forrit, t.d. leik, og festa tölvuþrjótaforritið
við. Forritinu er svo hægt að dreifa á Netinu til
grandalausra notenda sem ná sér þar í leikjafor-
rit í góðri trú en smita um leið tölvuna sína.
Tölvuþrjótur getur svo komist inn í smitaða tölvu
þegar eigandi hennar er tengdur við Netið.
Stefán segir að ef þrjóturinn vilji ná til ein-
hvers ákveðins aðila séu talsverðar líkur á að það
takist gæti sá hinn sami ekki að sér og ef Net-
þjónustan sem hann er hjá ver hann ekki fyrir
því.
Microsoft segir forritið ekki hættulegt
Tölvurisinn Microsoft, sem framleiðir
Windows 95 og 98, hefur gert lítið úr vægi for-
ritsins. Talsmenn þess benda t.d. á að flest fyrir-
tæki hafi svokallaða eldveggi, sem þýðir að ekki
er hægt að komast inn í tölvu, jafnvel þó að hún
sé smituð. Einnig hafa talsmenn Mierosoft sagt
að ef fólk hafi uppi vissar varúðarráðstafanii'
gagnvart forritum og keyri ekki forrit nema frá
öruggum skráarþjóni sé ekki hætta á ferðum.
Stefán segir þetta vissulega rétt en bendir á að
á mörgum heimilum séu það krakkar og ungling-
ar sem nota Netþjónustu mest og þeir séu sífellt
að sækja foirit af Netinu sem falla ekki undir þá
skilgreiningu að vera örugg, t.d. leiki.
Stefán segir Margmiðlun álíta forritið mögu-
lega hættu fyrir markaðinn. Sum fyrirtæki hafi
ekki svokallaða eldveggi eða þeir séu ekki nógu
góðir. Fólk með nettengingu eigi að athuga
hvemig Netþjónustufyrirtækið ver það, Marg-
miðlun hafi t.d. eldvegg á hverjum einasta not-
anda hjá sér.
Leiðbeiningar um hvernig hægt er að komast
að því hvort tölva er smituð og hvernig má losa
sig við forritið sé hún smituð er að finna á slóð-
inni: www.mmedia.is/thjonusta/bo
Morgunblaðið/Arnaldur
Verktakar ráðnir til
hreindýraveiða
Vaðbrekka, Hrafnkelsdal. Morgunblaðið.
SVEITARSTJÓRN Norðurhéraðs
hefur ákveðið með hvaða hætti
hreindýraveiðar á vegum sveitarfé-
lagsins fara fram. Sveitarfélagið
fékk úthlutað 27 leyfum á tarfa og 29
leyfum á kýr, alls 56 hreindýraleyf-
um. Sveitarstjóm ákvað að fela
starfsmanni hreindýraráðs að selja
leyfi á 23 tarfa og 23 kýr, eða alls 46
hreindýraleyfi.
Sveitarstjórnin ákvað jafnframt að
ráða tvo verktaka til að veiða 4 tarfa
og 6 kýr, alls 10 dýr, upp í veiðiheim-
ildir sveitarfélagsins. Hreindýraveið-
in hefur farið hægt af stað vegna
þess að sveitarfélög vom sein að
ákveða hvað þau ætluðu að gera við
sínar veiðiheimildir.
Mikill áhugi á leyfum
Starfsmaður hreindýraráðs gat
þess vegna ekki svarað veiðimönn-
um sem pantað höfðu veiðileyfi fyrr
en um 10. ágúst en hreindýraveiði-
tíminn hófst 1. ágúst. Margir veiði-
menn pöntuðu leyfi á síðasta hausti
og eru þess vegna búnir að bíða í
allt að tíu mánuði eftir svari um
hvort þeir fái hreindýraveiðileyfi.
Að sögn starfsmanns hreindýraráðs
voru pöntuð 133 hreindýi'aveiðileyfi
á svæði tvö, sem er Snæfellssvæðið
og út á Fljótsdalsheiði, en aðeins
hafa komið inn til sölu 74 leyfi enn
sem komið er, af 121 veiðileyfi sem
var úthlutað á svæði tvö. Það eru
þess vegna 47 hreindýraveiðileyfi
sem sveitarstjórnir á svæði tvö hafa
ráðstafað öðruvísi en að setja þau í
sölu til starfsmanns hreindýraráðs
eða tæp 40% af veiðikvótanum á
svæði tvö.
Islendingur fær virt-
ustu læknisfræðiverð-
laun Norðurlanda
KARLI Tryggvasyni,
prófessor í lífefnaifræði
við Karolinska Institu-
tet í Stokkhólmi, hefur
verið úthlutað læknis-
fræðiverðlaunum
kenndum við norska
útgerðai-mannimi And-
ers Jalire, sem eru
mesta viðurkenning
sem veitt er sérstak-
lega fyrir læknisfræði-
rannsóknir á Norður-
löndum. Þetta er í
fyrsta sinn sem íslend-
ingur hlýtur þessi verð-
laun. Verðlaunaféð er
um sex milljónir króna.
Karl nam læknis-
fræði við Háskólann í Oulu (Uleá-
borg) í Finnlandi og útskrifaðist
þaðan árið 1975. Hann lauk dokt-
orsprófí frá sama skóla 1977 og
var skipaður dósent árið 1980.
Lengst af eftir það starfaði Karl
við Háskólann í Oulu, en jafn-
framt var hann eitt ár við
Nationai Institute of Health í
Washington. Fyrir fáeinum árum
færði Karl sig yfír til Karolinska
Institutet í Stokkhólmi.
Að sögn Helga Valdimarssonar,
prófessors við Háskóla íslands,
hafa rannsóknir Karls beinst að
bandvefsgrunnhimnu, sem er
himna sem myndar undirlag fyrir
frumur flestra líffæra. „Það eru sí-
felld boðskipti milli grunnhimn-
unnar og frumnanna sem á henni
sitja sem skipta sköpum um það að
frumurnar starfi rétt. Mjög
snemma á ferli sínum byijaöi Karl
að rannsaka ákveðna eiginleika
bandvefsins sem myndar þessa
grunnhimnu. Hann er að uppistöðu
úr efni sem heitir kollagen. Karl
fann annað efni sem
skipti máli í uppbygg-
ingu giunnhimnunnar,
og sú uppgötvun, auk
rannsókna á kollagen-
inu sjálfu, leiddi til
þess að hann fann
skýringu á nokkrum
alvarlegum arfgengum
sjúkdómum, meðal
annai's nýrna- og húð-
sjúkdómum. Rann-
sóknir hans hafa líka
leitt til aukins skilnings
á öðrum illvigum sjúk-
dómum.“
Auður byggður
á skattsvikum
Norski útgerðarmaðurinn
Anders Jahre stofnaði til læknis-
fræðiverðlaunanna á sjötta ára-
tugnum, en hann lést 1982. Sam-
kvæmt upplýsingum norska dag-
blaðsins Aftenposten á Netinu
auðgaðist Jahre gríðarlega á
starfsemi víða um lönd, meðal
annars hvalveiðum. í trássi við
norsk skattalög stofnaði liann
fyrirtæki í Panama árið 1939 og
rak þaðan stóran hluta útgerðar
sinnar. Árið 1972 vöknuðu grun-
semdir norskra skattayfirvalda
þegar Jahre greiddi 40 milljónir
norskra króna af reikningi í
sænska SE-bankanum til stuðn-
ings ráðhúsbyggingu í heimabæ
sínum.
Ári 1990, átta árum eftir dauða
Jahres, gerðu skattayfirvöld
kröfú á hendur dánarbúi hans
upp á 773 milljónir norskra
króna, og var það stærsta
skattakrafa í sögu landsins. Mála-
ferli tengd kröfunni stóðu þangað
til í fyrra.
Karl Tryggvason
| Sérblöð í dag
8SÍDUR
A FOSTUDOGUM
Kóngablátt
hús með
kastalablæ
Sveitamarkað
ur sem vill
verða stór
: Dwight Yorke til Man.
I United fyrir metfé/B7
: Næst besta þraut Jóns
: Arnars dugði ekki/B4
EnskB boltinn
www.mbl.is