Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
187. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Stýriflaugum skotið á bækistöðvar Bins Ladens í Afganistan og efnavopnaverksmiðju í Súdan
HRYÐJUVERKAMENN
EIGIHVERGIGRIÐLAND
Washington. Reuters.
BANDARIKJAHER skaut í gær stýriflaugum á skotmörk í Súdan og Afganistan sem Bill Clinton
Bandaríkjaforseti sagði tengjast hryðjuverkasamtökum Sádi-Arabans Osama Bins Ladens. Pau
samtök bæru ábyrgð á sprengjutilræðum við sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu fyrr í
mánuðinum en jafnframt hefði Bandaríkjastjórn heimildii- fyrir því að „bráð ógn“ stafaði af sam-
tökunum. Clinton lagði áherslu á að hryðjuverkamenn ættu hvergi að eiga griðland og tók Madel-
eine Albright utanríkisráðherra í sama streng. Súdan og Afganistan hefðu á undanförnum árum
margsinnis verið vöruð við því að skjóta skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn. Bill Riehardsson, sendi-
herra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, greindi öryggisráðinu frá því í gær að árásirnar
hefðu verið gerðar í sjálfsvörn vegna yfirvofandi hættu í samræmi við stofnsáttmála SÞ. Búist er
við að Súdanir muni leggja fram formleg mótmæli í öryggisráðinu í dag.
Sandy Berger, öryggisráðgjafi Bandaríkja-
stjórnar, sagði í gær að Bandaríkin hefðu sann-
anh- fyrir að árásir gegn ákveðnum skotmörk-
um hefðu verið í undirbúningi hjá hryðjuverka-
hópum Bins Ladens. Hann sagði að nokkrum
sendiráðum hefði verið lokað á síðustu dögum
og að gefin hefði verið út tilskipun til löggæslu-
stofnana í Bandaríkjunum að herða eftirlit.
Skotið gegn hryðjuverkum
Clinton greindi frá árásunum í sjónvarps-
ávarpi síðdegis í gær og hélt skömmu síðar til
Washington frá Martha’s Vineyard, þar sem
hann hefur dvalist í sumarleyfi.
Eftir að hafa fundað með helstu ráðgjöfum
sínum á sviði öryggismála flutti
Clinton annað ávarp þar sem
hann greindi frá því að árásunum
hefði verið ætlað að koma í veg
fyrir frekari hryðjuverk er talin
hefðu verið yfirvofandi. Hann
sagði samtök Bins Ladens ekki
einungis bera ábyrgð á sprengju-
tilræðunum í Nairobi og Dar es
Salaam heldur fjölmörgum
hryðjuverkum á undanfömum ár-
um. Þau hefðu m.a. myrt friðar-
gæsluliða í Sómalíu og þýska
ferðamenn í Egyptalandi. Þá
hefðu þau lagt á ráðin um að
myrða forseta Egyptalands og
páfann. Einnig hefði bandaríska
leyniþjónustan upplýsingar um að
hryðjuverkaleiðtogar hefðu ætlað
að halda fund í bækistöðvum Bins Ladens í
Afganistan. „Þeir hafa morð að markmiði og
saga þeirra er blóði drifin," sagði Clinton.
Hann sagði að árásir Bandaríkjanna hefðu
beinst gegn hryðjuverkum og markmiðið verið
að koma höggi á þau samtök og hópa er tengd-
ust Bin Laden og væru fjármögnuð af honum.
Sagði Bandaríkjaforseti líklegt að Bin Laden
væri höfuðpaur alþjóðlegra hryðjuverka.
Ekki stríð gegn íslam
Clinton lagði áherslu á að Bandaríkin væra
ekki að segja íslamstrú stríð á hendur, sem
hann sagði vera trú hundraða milljóna friðelsk-
andi manna um allan heim. Engin trúarbrögð
legðu hins vegar blessun sína yfir morð á sak-
lausu fólki. Aðgerðunum hefði verið beint gegn
„ofsatrúarmönnum og morðingjum" er notuðu
tráarbrögð til að réttlæta illvirki sín. Spáði
hann langri baráttu „frelsis og ofsatrúar".
Henry Shelton, yfirmaður Bandan'kjahers,
sagði að markmið árásarinnar hefði ekki verið
að ráða Bin Laden af dögum heldur að koma
höggi á hryðjuverkasamtök hans. William
Cohen varnarmálaráðherra tók í sama streng
og sagði að hundruð og jafnvel þúsundh-
hryðjuverkamanna hefðu hlotið þjálfun í bæki-
stöðvum Bins Ladens. Að sögn Cohens hófst
undirbúningur árásanna í síðustu viku.
Stýriflaugunum var skotið frá herskipum á
Rauðahafi og Ai-abíuhafi klukkan hálfsex í gær
á sex skotmörk í Afganistan og beindust árás-
irnar að bækistöðvum Bins Ladens í Zhawar
Kili, skammt frá landamærum Pakistans. Þá
var stýriflaugum skotið á E1 Shifa-efnaverk-
smiðjuna í Khartoum, höfuðborg Súdans, þar
sem talið er að framleiðsla efnavopna hafi farið
fram. Stjórnvöld í Súdan lýstu því hins vegar
yfir að um lyfjaverksmiðju hefði verið að ræða.
Sandy Berger, öryggisráðgjafi Bandaríkjafor-
seta, sagði gervihnattamyndir benda til veru-
legra skemmda á verksmiðjunni og sjónvarpið
í Súdan sýndi í gærkvöldi myndir þar sem sjá
mátti byggingar standa í Ijósum logum.
Flestir þingmenn styðja aðgerðir
Margir af helstu andstæðingum Bills Clint-
ons Bandan'kjaforseta lýstu í gær yfir ein-
dregnum stuðningi við árásirnar og virðist sem
þær njóti stuðnings þoraa þingmanna. Jesse
Helms, formaður utanríkismála-
nefndar öldungadeildarinnar,
sagði greinilegt að þeim hefði ver-
ið beint að innsta hring hryðju-
verkasamtaka er hefðu líf Banda-
ríkjamanna á samviskunni. „Ég
vona innilega að þessar aðgerðir
hafi skilað árangri," sagði Helms.
Alfonso d’Amato, er einnig situr í
öldungadeildinni fyrir Repú-
blikanaflokkinn, sagði að ef ein-
hver stæði í þeirai trá að þingið
myndi ekki styðja forsetann af
fullum heilindum þá færi sá hinn
sami villur vegar. Þingmenn
stæðu við bak hans óháð öðrum
deiluefnum. Newt Gingrich, for-
seti fulltrúadeildar þingsins, sagð-
ist þeirrar skoðunar að Bandarík-
in hefðu staðið rétt að málum.
Nokki-ir öldungadeildarþingmenn töldu hins
vegar tímasetningu árásanna óheppilega og að
trúverðugleiki Bandai-íkjaforseta væri í hættu
vegna Lewinsky-málsins. „Ég ætla ekki að
gefa í skyn að annarlegar hvatir hafi legið að
baki... en mér er mikið í mun að fá skýringar á
því hvers vegna þetta var gert einmitt nú,“
sagði Arlen Specter.
Alþjóðleg viðbrögð misjöfn
Alþjóðleg viðbrögð við árásunum hafa að
vonum verið misjöfn. Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, lýsti yfir eindregnum stuðn-
ingi við aðgerðirnar og ísraelar tóku í sama
streng. Ríki eins og írak og Líbía sökuðu hins
vegai- Bandai'íkin sjálf um hryðjuverk.
Arásin á efnaverksmiðjuna í Khartoum hefur
vakið mikla reiði í Súdan. Upplýsingamálaráð-
heraa landsins, Ghazi Salah-Eddin, lýsti því yfir
i sjónvarpsútsendingu að árásin væri „glæpsam-
legur verknaður" og að hann teldi að Banda-
ríkjaforseti væri að reyna að draga athyglina frá
rannsókninni á sambandi sínu við Moniku
Lewinsky. Þulur í súdanska ríkissjónvarpinu,
sem fyrst skýrði frá loftái'ásinni, endaði fréttina
á orðunum „Við munum verja land okkar“.
Leiðtogi Talebana í Afganistan, Mullah Mo-
hammad Omar, fordæmdi einnig árásirnar og
neitaði því að hryðjuverkasveitir Osama Bins
Ladens hefðu haft bækistöðvar í landinu. „Við
höfðum þegar lokað búðum hans,“ sagði hann
við fréttamenn í gær. Hann sagði ennfremur að
Bin Laden væri heill á húfi og að Talebanar
myndu ekki framselja hann til Bandaríkjanna.
Bill Clinton
Reuters
SÚDANSKA sjónvarpið sýndi í gær myndir af eyðileggingunni er sprengjuárásin olli. Sjá
mátti ijúkandi rústir, byggingar er stóðu í Ijósum logum og blóðug fórnarlömb.
Yfirlýstur haturs-
maður Bandaríkjanna
BANDARÍSKIR embættismenn
hafa skýrt frá því að Osama Bin
Laden hafi strax verið ofarlega á
lista yfir þá sem grunaðir voru
um að hafa borið ábyrgð á
sprengjutilræðunum í Nairobi og
Dar es Salaam, vegna þess að
hann hefði bæði haft ástæðu,
tækifæri og möguleika til að
fremja slík hryðjuverk. Hann
hefði opinberlega lýst yfir hatri á
Bandaríkjunum, hefði haft tiltæka
liðsmenn og búnað í Austur-Afr-
íku og búið yfir nægilegum auðæf-
um.
Bin Laden hefur lengi verið undir smásjá
bandarísku leyniþjónustunnar. Hann er
fæddur í Sádi-Arabíu og meðlimur einnar
ríkustu fjölskyldu landsins, en var sviptur
ríkisborgararétti árið 1994 vegna gruns um
aðild að hryðjuverkum. Hann gekk árið
1979 til liðs við skæruliða sem börðust gegn
innrás Sovétmanna í Afganistan og gat sér
brátt orð sem stríðshetja. Hann hélt til Súd-
an í byijun þessa áratugar, en vegna þrýst-
ings frá Vesturlöndum var hann neyddur til
að yfirgefa landið árið 1996 og hefur siðan
dvalið í Afganistan.
Bin Laden lýsti meðal annars yfir ábyrgð
á sprengjutilræði sem beint var gegn
bandarískum hermönnum í Jemen í desem-
ber 1992, og hefur sagt opinberlega að liðs-
menn hans hafi barist við bandarfska her-
menn í Sómalíu ái'ið 1993. Fjórir fylgismenn
hans hafa viðurkennt aðild að sprengjutil-
ræði í Riyadh í Saudi Arabíu í nóvember
1995, sem varð fimm bandarískum her-
mönnum að bana, og liann er
grunaður um að hafa átt þátt í að
fjármagna sprengjutilræðið í
World Trade Center í New York
árið 1993.
Heimildir eru óljósar um sam-
tök Bins Ladens. Haft er eftir
hcimildamönnum innan banda-
rísku leyniþjónustunnar að hann
hafi yfir að ráða um 3 þúsund
manna herliði, sein liafi á undan-
förnum árum tekið þátt í bardög-
um í Sómalíu, Erítreu, Tsjetsjeníu,
Afganistan, Bosniu, Tadsjikistan
og Jemen. Bin Laden er einnig tal-
inn tengjast egypsku hryðjuverkasamtökun-
um Heilagt stríð íslams.
Bandaríska utanríkisráðuneytið varaði í
júní sl. við því að hætta gæti verið á hryðju-
verkum „innan nokkurra vikna“, í kjölfar
þess að Bin Laden lýsti yfir „fatwa“, eða
heilagri tilskipun um að ráðast gegn Banda-
ríkjunum og Israel. „Við teljum að mestu
þjófar í veröldinni séu Bandaríkjamenn og
að mestu hryðjuverkamenn í veröldinni séu
Bandaríkjamenn," sagði Bin Laden í útsend-
ingu á ABC sjónvarpsstöðinni 10. júní.
„Eina leiðin til að verjast þessum árásum
er að beita svipuðum meðulum. Við gerum
ekki greinarmun á hermönnum og óbreytt-
um borgurum. Allir eru skotmark þessa
„fatwa“. Þið munuð hafa ykkur á brott þeg-
ar lík bandarískra hermanna og borgara
verða send heim í líkkistum. Þá munuð þið
hafa ykkur á brott.“ Vitnaði Clinton í þessi
orð Bins Ladens er liann útskýrði árásir
Bandaríkjahers í sjónvarpsávarpi í gær.
Osama Bin
Laden