Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 56
JiewU&t -setur brag á sérhvern dag! ftttfgmiMjifcife MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK vA*- .2* Hársbreidd Flugleiðir tapa 1.578 milljónum króna á fyrri helmingi ársins •• Ornefnanefnd sendir út umsagnir um nöfn sveitarfélaga Aðeins mælt með tveimur nöfnum frá gullinu ÞRÁTT fyrir að Jón Arnar Magn- ússon næði næstbesta árangri sín- um í tugþraut dugði það honum ekki til að komast á verðlaunapall á Evrópumeistaramótinu. Hann varð að gera sér íjórða sætið að góðu, hlaut 8.552 stig en Eistinn Erki Nool sigraði með 8.667 stig. Jóni Arnari mistókst í kringlu- kastinu, kastaði aðeins 39,34 metra en um 47 metra kast hans var dæmt ógilt og stóð nokkur styr um réttmæti þess dóms, en Jón steig aðeins á línuna. En þessi sentimetri varð til þess að Jón Arnar missti af um 150 stigum. ■ Kastaði frá sér/B4 Morgunblaðið/Svemr Vilhelmsson Umhverfís- og landbúnaðarráðherra hættir um áramót A Ovíst að nýr ráðherra taki við EKKI er ljóst hvort nýr maður tek- ur við stöðu umhverfis- og landbún- aðarráðherra ef Guðmundur Bjarnason verður ráðinn fram- kvæmdastjórí íbúðalánasjóðs, sem nú virðist allt útlit fyrir. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur verið rætt um að nú- verandi ráðherrar Framsóknar- flokksins, til dæmis félagsmálaráð- herra og utanríkisráðherra, skipti með sér störfúm hans það sem eftir er af kjörtímabilinu. í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Guðmundur gera ráð fyrir að hætta þingmennsku og ráðherra- störfum um næstu áramót, en þá tekur íbúðalánasjóður til starfa. Páll Pétursson félagsmálaráðherra segir þó að einn möguleiki sé að Guðmundur starfi eitthvað fram yfír áramót, og má þá gera ráð fyrir að ekki verði fenginn annar í ráðherra- stólinn á þessu kjörtímabili. Undh'búningsnefnd um stofnun íbúðalánasjóðs komst samhljóða að þeiiTÍ niðurstöðu í gærmorgun að Guðmundur Bjarnason umhverfís- og landbúnaðan-áðherra væri hæf- asti umsækjandinn um stöðu fram- kvæmdastjóra sjóðsins. Stefnt er að því að viðræðum við hann um ráðningu ljúki í næstu viku. ■ Hyggst láta/10 af þrettán ÖRNEFNANEFND sendi í gær út umsagnir um nöfn til sex sveitarfé- laga. Nefndin mælti eingöngu með tveimur nöfnum af ellefu sem send voru til umsagnar og var í rökstuðn- ingi hennar ávallt visað til megin- sjónarmiða hennar. Þau fela m.a. í sér tillögur að ákveðnu kerfi, þannig að fyrri hluti nafns sveitarfélags einkenni svæðið en síðari hluti eigi við stærð sveitar- félagsins, -hreppur, -byggð, -bær og -borg, það fyrsta eigi við fámenn- ustu sveitarfélögin og þannig koll af kolli. Einnig segir að forðast skuli að ný stjórnsýsluheiti útiloki, þrengi eða raski merkingu rótgróinna heita sem tengjast svæðunum og að þau skuli samræmast íslenskri mál- venju. Fjarðabyggð í stað Austurríkis Misjafnt var hversu mörg nöfn hvert sveitarfélag sendi til umsagn- ar, allt frá einu og upp í sjö. Sam- þykktar voru tillögur frá tveimur sveitarfélögum, annars vegar tillaga Grimsneshrepps og Grafnings- hrepps um heitið Grímsnes- og Grafningshreppur og hins vegar til- laga sameinaðs sveitarfélags Nes- kaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðar- fjarðar um nafnið Fjarðabyggð. Það síðarnefnda sendi einnig til umsagn- ar öll hin nöfnin sem kosið var um í vor, alls sex og var þeim öllum hafn- að, m.a. Austurríki sem hlaut flest atkvæði í vor. Ekki mælt með Árborg Nefndin mælti ekki með tillögu sameinaðs sveitarfélags Eyi'ar- bakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Sel- fossbæjar og Stokkseyrar um nafnið Árborg. Ekki mælti hún heldur með tillögum sameinaðs sveitarfélags Hornafjarðarbæjar, Hofshrepps, Borgarhafnarhrepps og Bæjar- hrepps sem voru annars vegar Hornafjörður og hins vegar Skaft- fellingabyggð. Tillögum sameinaðra sveitarfélaga í Skagafírði utan Akra- hrepps um nafnið Skagafjörður og sameinaðra sveitarfélaga í uppsveit- um Borgarfjarðar um nafnið Borg- arfjörður, var einnig hafnað. í öllum tilvikum var vísað til meginsjónar- miðanna. Um hlutverk örnefnanefndar seg- ir í nýju sveitarstjórnarlögunum að sveitarstjórn skuli ákveða nafn sveitarfélags að fenginni umsögn ör- nefnanefndar, en til að nafnbreyting taki gildi þarf staðfestingu félags- málaráðuneytis. STJÓRN Flugleiða ákvað í gær að hætta flugi til og frá Lúxemborg í byi’jun næsta árs en þar hefur félagið og áður Loftleiðir haft viðkomu í áætlunarflugi í 43 ár. Akvörðunin er liður í sparnaðaráætlun sem gerð er í kjölfar upplýsinga um 1.578 milljóna króna tap af rekstri fé- lagsins á fyrstu sex mánuðum ársins. Þá nam tap á Flugfélagi Is- lands 216 milljónum króna á fyrri hluta ársins og hefur verið ákveðið að leggja niður flug til Húsavíkur í sparnaðarskyni. Samgönguráð- herra mun taka þá ákvörðun upp á ríkisstjórnarfundi í dag. Tap Flugleiða á fyrri árshelmingi er mun meira en á sama tíma í fyrra þegar tap af reglulegri starfsemi nam 921 milljón kr. en að frádregn- um hagnaði af sölu flugvélar var tap Flugleiða 526 milljónir á þessu tíma- bili á síðasta ári. Tap félagsins er meira en verðbréfamarkaðurinn gerði ráð fyrir og gengi hlutabréfa félagsins féll um 8,8% i gær. Tap á árinu í heild Rekstrarafkoma yfir sumarið skiptir miklu máli fyrir rekstur Flugleiða. Sigurður Helgason, for- stjóri félagsins, segir að vel hafi gengið í sumar. Hins vegar telja stjórnendur félagsins að betri af- koma síðari hluta ársins en í fyrra dugi ekki til þess að vinna upp þau áföll sem félagið varð fyrir á fyrri- hluta ársins. Því verði tap á árinu í heild en í fyrri áætlun var gert ráð fyrir að reksturinn yrði í járnum. Aftur á móti er nú stefnt að hagnaði á næsta ári. I framhaldi af birtingu upplýsinga um tap félagsins á fyrri hluta ársins ákvað stjórn Flugleiða að giápa til ýmissa aðgerða. Ákveðið hefur verið að slá á frest áformum um aukin umsvif á næsta ári, Lúxemborgar- flugi verður hættj ein flugvél verður seld, félagið hættir eigin afgreiðslu- starfsemi á Kennedy-flugvelli, kostnaður verður lækkaður og unnið að hagræðingu hjá Flugfélagi ís- lands. Sigurður Helgason segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta flugi til Lúxemborgar. Flugleiðir og Loftleiðir hafa haft áætlunarflug þangað frá árinu 1955 og lengst af var Lúxemborg nánast eini við- komustaðurinn í Evrópu í Norður- Atlantshafsflugi félaganna. Borgin var þá upphafs- eða ákvörðunarstað- ur næm helmings alh-a farþega fé- lagsins yfir hafið. Markaðsstöðu Lúxemborgar hef- ur hins vegar hrakað á undanförn- um árum og Flugleiðir hafa mætt því með því að leggja áherslu á að fá erlenda ferðamenn til íslands frá öllum áfangastöðum og til að styrkja þann þátt starfseminnar voru öll flug til og frá landinu tengd í Kefla- vík. Vegna samdráttarins í Lúxem- borg hefur meðalfargjald orðið of lágt. Flugleiðin til Lúxemborgar er því vegna breyttra markaðsað- stæðna orðin óhagkvæm, að sögn stjórnenda Flugleiða, og til þess að vega upp þennan samdrátt verður aukið flug til Parísar og Frankfurt þar sem talið er unnt að auka sölu farmiða til Islands. „Þetta er köld viðskiptaleg ákvörðun sem óhjá- kvæmilegt var að taka,“ segir Sig- urður. ■ 1.578 milljóna króna tap/28 Flugi til Lúxemborgar hætt eftir 43 ára starfsemi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.