Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ I rífandi framför TÓIVLIST Listasafn Kópavogs EINSÖNGSTÓNLEIKAR Sönglög eftir innlenda og erlenda höfunda. Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzosópran, Hulda Björk Garð- arsdóttir sópran og Kristinn Örn Kristinsson, píanó. Listasafni Kópavogs, þriðjudaginn 18. ágúst kl. 20.30. SÖNGÁHUGA landsmanna ætlar seint að linna, eins og sást af góðri aðsókn á tónleika þeirra Huldu Bjarkar Garðarsdóttur og Sigríðar Aðalsteinsdóttur í Gerð- arsafni á þriðjudagskvöldið var, þrátt fyrir rigningarsudda. Verð- ugt rannsóknarefni félagsfræð- ingum, sem láta sig fádæma tón- listargrósku þessa lands furðu- litlu varða. Hér var fylgt tvímenningsfor- dæmi frá tónleikaröð íslenzku óp- erunnar, sem hefur ýmsa kosti, ekki bara fyrir unga söngvara á uppleið sem geta þannig einbeitt sér að smærri dagskrá, heldur veitir það líka áheyrendum meiri tilbreytingu. Að aukalagi frátöldu (bátsöngnum úr Ævintýri Hoff- manns) sungu stöllurnar aðeins einn dúett, Ave María eftir Eyþór Stefánsson, og hefðu að ósekju mátt syngja fleiri, því að raddirn- ar pössuðu auðheyrilega vel sam- an. í Sigríði heyrði undirritaður síðast nokkru fyrir jól, þar sem hún m.a. söng þjóðlagaútsetning- ar eftir Snorra Sigfús Birgisson. Nú virtist röddin - eða a.m.k. meðferðin á henni - hafa dökknað nokkuð, enda kom ekki á óvart að lesa að hún hefði verið undir handleiðslu Helenu Karusso í Vín. Fylgifiskur dvalarstaðarins virtist svolítið þýzkuskotinn aft- urstæður framburður, sem hent- aði íslenzku lögunum miður en öðru efni, eins og heyrðist þegar í fyrsta laginu, perlu Páls Isólfs- sonar, í dag skein sól. Túlkun Sigríðar á Minningu Markúsar Kristjánssonar var hlýleg og við- eigandi dökkleit í Betlikerlingu Kaldalóns, þó að maður saknaði meiri fjölbreytni og dulúðar með t.d. beitingu á sléttum söng, sem var svo til alfjarverandi í litareg- istri Sigríðar þetta kvöld að und- anskilinni Maínótt Brahms, enda kom hann einkar fallega út þar. I heild var raddbeiting Sigríðar nokkru einsleitari en hjá Huldu Björk, sem hafði t.a.m. mjög gott vald á víbratótemprun, en von- andi á fjölbreytnin eftir að færast í aukana, því mezzo-rödd Sigríðar er afar falleg og hlý. í þótt form þín hjúpi eftir Jón Ásgeirssson brá fyrir smá radd- gliðnun á einum háum stað, en annars var fátt að finna að tækni Sigríðar, sem til allrar lukku birti yfir í glaðlegri úttekt á Það kom söngfugl að sunnan (AHS) og Med en primula veris eftir Ed- ward [sic] Grieg. Þýzku ljóða- sönglögin síðar um kvöldið komu ljómandi vel út hjá Sigríði með yndislegri kjTrð í andstæðu við dramatískt lokaris í Du bist die Ruh (þrátt fyrir vott af afturreig- ingi og óþarfa radddekkingu) og bjartri kankvísi í Heidenröslein Schuberts. Brahmslögin - Heimweh II og sérstaklega áður- nefnt Die Mainacht - voru sér- lega fallega sungin. Nokkru síðar söng Sigríður Cherubino-aríuna úr Figaro, Voi che sapete, sem var full-“blómleg“ fyrir sakleysis- legt buxnahlutverkið, og aríu Angelinu úr Öskubusku Rossinis, Naqui all’affanno, sem hreif áheyrendur með kraftmikilli út- færslu á kverkbrjótandi radda- króbatík, þar sem litaandstæð- urnar milli málmklingjandi hæð- ar og „chalumeau“-fyllingar neðsta sviðs gátu minnt á Maríu Callas, þó að tæknileg útfærsla væri ekki með öllu lýtalaus. Hulda Björk Garðarsdóttir virtist í rífandi framför frá því er undirr. heyrði hana í vargefnu hlutverki Ado-Anniear í Okla- homal-uppfærslu Söngskólans fyrir hálfu öðru ári. Fyllingin á neðra sviði hafði aukizt, hæðin var enn glæsilegri en áður, og textaskýrleiki með því albezta sem maður heyrir hjá björtum sópran á höfuðtónum; ugglaust m.a. að þakka norðlenzkum upp- vexti. Eftir fínlega Vögguvísu Páls ísólfssonar söng hún Eg lít í anda liðna tíð Kaldalóns með fal- lega veikum söng, einnig á hæm nótum sem er fágætt hjá m.a.s. sjóaðri sóprönum hérlendis. Im- pressjónísk rómantík Árna Björnssonar í Horfinn dagur skil- aði sér aðallega í glæsilegum pí- anóleik Kristins Amar, sem aftur brilleraði í Fuglinn í fjörunni e. Jón Þórarinsson, þar sem Hulda söng með laufléttum lýrískum spintó, þó að bæri á smá-lafi í tón- hæð í næsta lagi Jóns, Jeg elsker dig, þar sem dökku dönsku sér- hljóðin voru ögn of framstæð að hætti flestra íslenzkra söngvara. En Svane eftir Edward [aftur sic; dæmi um enskulap?] Grieg tókst hins vegar framúrskarandi vel, með áhrifamiklum misterioso sléttum söng í inngangi, gegn- músíkalskri mótun og hnitmiðuð- um styrkbreytingum. Dove sono, aríu greifynjunnar úr Figaro í seinni hálfleik, söng Hulda að undangengnu resitatífi af öryggi með tilheyrandi göfug- lyndi, og dapurleg aría Juliettu úr I Capuleti e i Montecchi eftir Bellini var flutt með sannkölluð- um glæsibrag, sem gaf vísbend- ingu um að hér færi ein af björt- ustu vonum okkar á sópransviði á síðustu árum. Líkt og Sigríður í einu gamanlagi Atla Heimis sló Hulda á léttari strengi í aukalög- um með Síðasta dansinn Jórunn- ar Viðar af lipurð og heillandi sviðsframkomu. Kristinn Öm Kristinsson sá um píanósamleik af þeim kalíber að fátt var að skotspæni nöldur- gjörnum umfjallanda. Leikur hans var í tveimur orðum sagt til fyrirmyndar, stuðningur og sam- stilling við söngvarána eins og bezt verður á kosið, og fer greini- lega að hraðskerpást samkeppnin milli íslenzkra undirleikara í úr- valsflokki. Ríkarður Ö. Pálsson Tríó Jóels Páls- sonar á Jómfrúnni e; i i t & i . f » i L » ! ! I f D I L » » Stöðlakot verður opið frá kl. 14 og eins lengi og gesti ber að garði. Ásdís Guðjónsdóttir, myndlistar- maður, sýnir verk sin. Gallerí Hornið verður opið kl. 15-03. Opnun ljósmyndasýningar með myndum Einars Sebastians Ólafssonar. Gallerí 20 fermetrar verður opið frá kl. 15-23. Síðasta sýningarhelgi síðustu sýningarinnar í þessu gall- eríi. Myndlistarmaðurinn Helgi Hjaltalín Eyjólfsson sýnir, en hann er jafnframt stofnandi og rekandi gallerísins. Vinnustofur, listmunasölur og listhandverk Snegla - listhús verður opið kl. 11-15 og kl. 18-24. Lifandi list- handverk. Unnið í leir og textil á staðnum. Kl. 19-20 málar Ingunn Ema Stefánsdóttir á leirskálar. Kl. 20-21 málar Erna Guðmarsdóttir á silkislæður. Kl. 21-22 mótar Am- fríður Lára Guðnadóttir engla í leir. Kl. 22-23 mótar Auðbjörg Bergsveinsdóttir álfakirkjur í leir. Grafíkverkstæðið Áfram veginn verður opið kl. 17-24. Grafíklista- menn þrykkja stafrófið og fólk get- ur eignast sinn eigin bókstaf og sjálft skreytt hann litum. Gallerí Hnoss verður opið kl. 10-02. Bjarni Þór Kristjánsson, eldsmiður, sýnir jámsmíði og Páll Kristjánsson smíðar hnífskaft og slíður. Inga Elín-gallerí verður opið kl. 10-23. Listakonan Inga Elín sýnir leir- og glermuni í versluninni. Ríkey-gallerí verður opið frá kl. 12 og fram eftir kvöldi. Listakonan Ríkey Ingimundardóttir verður á vinnustofu sinni. African Gallery verður opið kl. 10-01. Nýtt gallerí með handunna afríska listmuni, vefnað og skart- gripi. Trumbusláttur og dans um kvöldið. Smíðar og skart verður opið kl. 18-01. Leirlistakonan Hrafnhildur Eiðsdóttir er listamaður mánaðar- ins. Gallerí List verður opið kl. 10-23. Krít-leirgallerí Hlaðvarpanum verður opið kl. 14-24. Leirlista- menn við vinnu og renna leirmuni á verkstæðinu. Kogga - listhús verður opið frá kl. 10 og fram á nótt. Leirlistarkon- an Kogga verður á verkstæði sínu og tekur á móti gestum. Kirsuberjatréð hefur opið frá kl. 10.00 og fram á nótt. Listhandverk í fjölbreyttu úrvali. Spáð í sauðarvölu og ýmislegt fleira til skemmtunar. Kirkjur Á léttum nótum, helgistund með léttri tónlist, verður í Dómkirkj- unni frá 23-23.40. Biskup kaþólska safnaðarins á íslandi, Jóhannes Gijsen, les messu á þýsku í Dómkirkju Krists konungs kl. 18. Dagskrá verður í Hallgríms- kirkju frá kl. 17-24. Fjölbreytt dagskrá allt kvöldið, sem hefst með setningu Menningamætur kl. 17. Kl. 18.30-19.50 verður orgeltónlist leikin af Douglas A. Brotchie og Herði Áskelssyni. Kl. 20-20.45 verða kórtónleikar, Schola cantor- um, undir stjóm Harðar Áskels- sonar. Kl. 21-21.50 verður dag- skráin Pallíettur og píanó. Þrjár söngkonur og undirleikari við nýja Bösendörfer-flygilinn og Viri cantates karlakvartett. Báðir hóp- amir em skipaðir liðsmönnum úr Mótettukór Hallgrímskirkju og flytja létta efnisskrá í suðursal kirkjunnar. Kl. 22-22.50 verða kór- -tónleikar Mótettukórs Hallgríms- kirkju undir stjórn Harðar Askels- sonar. 23.00-23.45 verður miðnæt- urguðþjónusta í umsjá presta Hall- grímskirkju. Mótettukórinn tekur þátt í guðþjónustunni. Dagskráin er í umsjón Harðar Áskelssonar, kantors Hallgrímskirkju. Sýningar í Hallgrímskirkju em eftirfarandi: Heilög ritning: Prent- aðar biblíur úr safni séra Ragnars Fjalars Lámssonar í norðursal. Teikningar eftir Guðjón Samúels- son í suðursal. Málverk eftir Tryggva Ólafsson í anddyri. Stúlk- an í tuminum, Berglind Ágústs- dóttir tekur sér bólsetu í tumher- bergi og tekur þar á móti gestum milli kl. 17-21 og á sunnudaginn 23. ágúst kl. 13-18. Fríkirkjan í Reykjavík verður opin milli kl. 20 og 23.30. Kyrrðar- og tónlistarstund við kertaljós. Dagskrá milli kl. 21-22.30. Strengjakvartettinn Anima leikur klassíska tónlist og Margrét Ama- dótth-, sellóleikari, leikur svítu nr. 2 í d-moll eftir Baeh. Leikhús Borgarleikhúsið stendur fyrir mið- nætursýningu á söngleiknum Gre- ase kl. 23.30. Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum sýnir leikritið Líf manns eftir Le- oníd Andrejev í uppsetningu Stef- aníu Thors og David Maj kl. 22. Kl. 23-23.45 leikur kvennaband Harm- ónikkufélags Reykjavíkur í Hlað- varpanum. Kl. 00.30 les Erlingur Gíslason leikari draugasögur. Lófalestur, sem er nýtt kaffi- húsaleikrit eftir Jónínu Leósdótt- ur, verður sýnt í Sölvasal, efri hæð veitingahússins Sólon Islandus kl. 22. Leikritið fjallar um tvær systur sem fara á fund spákonu. Leikend- ur era Saga Jónsdóttir, Soffía Jak- obsdóttir og Erla Rut Harðardótt- ir. Leikritið verður einnig sýnt í Ráðhúskaffi kl. 20.30. Annað Sundhöll Reykjavíkur verður op- in frá kl. 8-19.30. Létt Reykjavík- urlög verða leikin fyrir sundhallar- gesti. Einnig verður leikin létt tón- list fyrir gesti í sundlaugunum í Laugardal og í Árbæjarlaug. Icelandic experience, Saga Is- lands í 1000 ár, verður sýnd í Tjamarbíói. Heimildarmynd þessi fjallar um þróun og sögu íslensku þjóðarinnar frá Landnámi til okkar tíma. Myndin verður bæði sýnd með ensku og íslensku tali. Is- lenskt tal kl. 16, 18, 23 og 24.30 og enskt tal kl 17 og 19. Hitt húsið verður opið kl. 18-01. Opið hús og starfsemin kynnt með ýmsum uppákomum. VISA Island verður með myndasamkeppni fyrir böm á 2. hæð kl. 14-17. Hitt húsið í samvinnu við Hans Petersen býður líka upp á ljós- myndatöku í sérstakri umgjörð. Kl. 19.30 mun Listsmiðja Bahá’í ung- menna sýna Vímudans og Steppd- ans. Kl. 23-23.40 munu ungir höf- undar smásagna, prósa og ljóða lesa úr verkum sínum. Tónlistar- flutningur. Harmónikkufélag Reykjavíkur verður á ferðinni víðsvegar um miðborgina kl. 20-23.45 og leikur lög fyrir alla þá sem vaka af list. Að vanda tekur Hjálpræðisher- inn þátt í Menningamótt með tón- list og söng. Leikhópurinn Hugleikur tekur þátt í Menningarnótt og setur svip á bæinn og er aldrei að vita hvar hann mun skjóta upp kollinum. Landsbanki íslands býður gest- um og gangandi að skoða listaverk í Aðalbanka, Austurstræti 11, kl. 18-21 þar á meðal veggmyndir Jóns Stefánssonar og Jóhannesar Kjar- val, undir leiðsögn Aðalsteins Ing- ólfssonar, listfræðings. Lagt af stað kl. 18,19 og 20. Mókollur skemmtir bömunum á meðan foreldramir skoða ljstaverkin. I aðalsal verða sýnd nokkur verk eftir myndlistar- manninn Guðjón Ketilsson. Veitingastaðir og kaffihús Sólon Islandus: Kl. 13 leikur strengjakvartettinn Anima klass- íska tónlist. Kl. 15 segir Pétur Pét- ursson, fyrrverandi þulur, frá Reykjavík fyrr og nú. Kl. 18 leikur strengjakvartettinn Anima klass- íska tónlist. Kl. 22 Lófalestur, nýtt kaffihúsaleikrit eftir Jónínu Leós- dóttur. Ráðhúskaffi, Ráðhúsi Reykja- víkur, verður opið kl. 10-24. Kl. 16 verður leikþátturinn Frátekið borð eftir Jónínu Leósdóttur fluttur fyr- ir gesti. Leikendur em Saga Jóns- dóttir, Soffía Jakobsdóttir og Hildigunnur Þráinsdóttir. Kl. 20.30 verður leikþátturinn Lófalestur, einnig eftir Jónínu Leósdóttur, fluttur fyrir gesti. Gunnar Öm sýn- ir málverk. Grái kötturinn verður opinn kl. 9- 24. Ljóðaupplestur um kvöldið i tengslum við ljóðadagskrá í Iðnó. A næstu grösum verður opið kl. 10- 22. Kl. 20.30 kemur Zirkus Ziemsen í heimsókn. Lifandi tónlist verður leikin á Ara í Ögri frá kl. 22 og fram eftir nóttu. Sigfús E. Arnþórsson, pí- anóleikari, leikur og syngur líflega tónlist frá ýmsum heimshornum fyiúr gesti. Búast má við óvæntum uppákomum. Jazz verður leikinn á Jómfrúnni í tilefni dagsins. Ljóðskáld troða upp á Kaffi Frank. Við Tjörnina býður upp á fjöl- breytta listadagskrá um kvöldið. Hljómsveitin Sixties spilar frá kl. 23-03 á Kaffi Reykjavík. Verslanir og þjónusta Nælon og jarðarber verður opið kl. 20-24 en það er saumaverkstæði og verslun. Gestir og gjörningar. Skóverslunin 38 þrep verður op- in frá kl. 11.30. Um kvöldið leikur Lilja Valdimarsdóttir létt Reykja- víkurlög á horn. Gleraugnaverslunin Sjáðu verð- ur opin kl. 10-23. Málverk eftir Pétur Gaut. í Máli og menningu verður boðið upp á fjölbreytta menningardag- skrá frá kl. 17-01. Skemmtunin fer fram á kaffihúsinu Súfistanum á 2. hæð. Kl. 17-19: Kristján Eldjárn leikur á gítar. Rithöfundar Máls og menningar og Forlagsins lesa úr verkum sínum. Hljómsveit Súfist- ans leikur fyrir gesti. Hljómsveit- ina skipa Szymon Kuran á fiðlu, Steingrímur Guðmundsson á trommur, Ástvaldur Traustason á píanó og Birgir Bragason á bassa. Atriði úr Hellisbúanum; Bjami Haukur Þórsson leikur. 20-22: Hljómsveit Súfistans kemur aftur og leikur fyrir gesti. Rithöfundar Máls og menningar og Forlagsins lesa úr verkum sínum. Strengjatvf- leikur; Auður Hafsteinsdóttir fiðlu- leikari og Bryndís Halla Gylfadótt- ir sellóleikari. Teater sport leikatriði. Kl. 23-01: Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu og Havard Öieroset leikur á gítar. Rithöfund- ar Máls og menningar og Forlags- ins lesa úr verkum sínum. Strengjatvíleikur; Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Hljómsveitin Canada leikur fyrir gesti. Fóa Feykirófa verður opin kl. 10-24. Leikföng fyrir unga sem aldna. Ymislegt verður sér til gam- ans gert um kvöldið. Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar verður opin kl. 10-24. Harmónikkutónlist, hljómsveitin Hringir og hljómsveitin Canada leika og eins mun gítarleikarinn Kristján Eldjárn slá á strengi. María Lovísa, fatahönnuður hef- ur opið kl. 10-24. í tilefni af Menn- ingamótt verður haldin tískusýn- ing kl. 20 og er fyrirhugað að halda sýninguna utandyra. Spútnik verður opið kl. 10-24. Vakað af list og ýmislegt til skemmtunar. Flex verður opið kl. 10-23.30. Sérstæðir skartgripir eftir þekkta hönnuði. Kl. 16 og kl. 22.30 flytja Tena Palmer og Hilmar Jensson jazz. Kaffitár verður opið kl. 10-24. Boðið upp á kaffismökkun. Hans Petersen Bankastræti 4, verður opið kl. 20-24. Örvar Árdal Árnason sýnir málverk í verslun- inni. Upplýsingamiðstöð ferðamála verður opin kl. 8.30 - 20. Upplýs- ingar veittar um Reykjavík og Is- land almennt. íslenska handverkshúsið verður opið kl. 10-14 og 19.30-23.30. ís- lenskt handverk og listmunir. Eymundsson Austurstræti verð- ur opið kl. 10-24. Jazztríó Guð- mundar Steingrímssonar leikur í versluninni um kvöldið. TÓLFTU sumardjasstónleikar veit- ingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu verða laugardaginn 22. ágúst og hefjast þeir kl. 16. Að þessu sinni leika Jóel Pálsson saxafónleikari, Gunnlaugur Guð- mundsson kontrabassaleikari og Matthías Hemstock trommuleikari. Tónleikarnir fara fram á Jóm- frúrtorginu, milli Lækjargötu, Póst- p hússtrætis og Austurstrætis, ef veð- £ ur leyfir, annars inni á Jómfrúnni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.