Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 33 <- < i ( 1 i i i i i i i i i i i i i I i i i i i i i i i i GUNNAR HÖRÐUR VALDIMARSSON + Gunnar Hörður Valdimarsson fæddist á Völlum í Ytri-Njarðvík hinn 20. janúar 1925. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 16. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Valdi- mar Björnsson út- gerðarmaður og framkvæmdastjóri í Ytri-Njarðvík og Sigríður Árnadóttir húsfreyja. Systkini Harðar eru Árni Snær, f. 6. desember 1923, Mar- grét Katrín, f. 6. júní 1926, og Birna Fjóla, f. 19. mars 1932, og Iifa þau öll bróður sinn. Hinn 30. október 1949 gekk Hörður að eiga eftirlifandi eig- inkonu sína, Sigurrós Sigurðar- dóttur frá Hafnarfirði. Foreldr- ar hennar voru Sigurður Valdi- marsson trésmíðameistari í Hafnarfirði og kona hans, Sig- ríður Böðvarsdóttir húsfreyja. Hörður og Sigurrós bjuggu lengst af á Skólavegi 16 í Kefla- vík en síðustu árin í Reykjavík. Böm þeirra eru þrjú: 1) Sigríð- ur, ritstjóri í Reykjavík, f. 5. júní 1949, gift Páli V. Bjarnasyni arki- tekt og eiga þau þrjár dætur, Olöfu, Sigurrós og Þor- gerði. 2) Valdimar, arkitekt í Reykja- vík, f. 5. janúar 1951, kvæntur Guð- nýju Lindu Magnús- dóttur kennara og eiga þau tvær dæt- ur, Sóleyju og Hrafnhildi. 3) Auð- ur, viðskiptafræð- ingur í Reykjavík, f. 4. desember 1958, gift Bergi Haukssyni lögfræð- ingi og eiga þau tvær dætur, Ástu og Birnu. Systursonur Sig- urrósar, Birgir Olafsson, lög- reglumaður í Keflavík, bjó lengi hjá þeim hjónum og starfaði við fyrirtæki Harðar. Hann er kvæntur Stellu Olsen skrifstofu- stjóra og eiga þau tvö börn, Telmu og Snorra. Hörður vann á yngri árum sem atvinnubílstjóri en hóf eig- in atvinnurekstur árið 1962. títför Harðar fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag, og hefst athöfnin klukkan 15. Tengdafaðir minn, Hörður Valdi- marsson, er nú látinn 73 ára að aldri. Þegar ég kveð hann á þessum tímamótum verður mér orða vant, því andlát ástvina kemur alltaf í opna skjöldu. Kveðjustundin er því erfíðari, þar sem hann var ekki að- eins góður tengdafaðir, heldur einnig einstakur og traustur vinur sem alltaf mátti reiða sig á meðan hann hafði heilsu tíl. Hörður fæddist og ólst upp á mannmörgu myndarheimili foreldra sinna, Valdimars Bjömssonar út- vegsbónda á Völium í Ytri-Njarðvík og Sigríðar Árnadóttur konu hans, næstelstur fjögurra barna þeirra. Á heimili þeirra bjuggu oftast vertíð- armenn og vinnufólk og Hörður, sem var kraftmikill strákur, fór snemma að fylgjast með störfum fólksins og taka þátt í þeim. Hann lærði mikið af þessu fólki og hefur það eflaust verið honum drjúgt veganesti í lífinu. Börnin fóru snemma að hjálpa til við heyskap og önnur störf í landi sem til féllu, enda ekki vanþörf á þar sem margt var í heimili. Við þau störf trúi ég að Hörður hafí ekki verið nein lið- leskja, eins duglegur og þrautseigur og hann var allt sitt líf. Þetta var vinnusamt heimili enda komst faðir hans í nokkrar álnir. Þegar Hörður var tólf ára fluttist fjölskyldan til Keflavíkur, í eitt glæsilegasta hús bæjarins á þeim tíma, þar sem seinna var Apótek Keflavíkur. Fað- ir hans var einn af stofnendum Dráttarbrautar Keflavíkur og var framkvæmdastjóri þess fyrirtækis til margra ára. Hörður fór á síldar- bát 16 ára, var sjóveikur hvern dag, en lét sig samt hafa það. Snemma byrjaði hann að vinna fyrir sér sjálf- ur með einkaframtaki. Þegar hann var 17 ára keypti hann vörubíl með Árna bróður sínum og ók honum í tvö ár á vörubílastöðinni í Keflavík. Hörður fæddist í byrjun bílaaldar á Islandi og má segja að öll hans starfsævi hafi snúist um bíla á einn eða annan hátt. Hann vann lengi við akstur rútubíla, strætisvagna á Keflavíkurflugvelli og lengst af leigubíla í Keflavík og Reykjavík og var einn af stofnendum Aðalstöðv- arinnar hf. í Keflavík. Árið 1962 stofnaði Hörður bílaleigu í Keflavík og rak lengi vel 13 bíla og sá að öllu leyti um viðhald þeirra sjálfur. Það kostaði oft langan og strangan vinnudag og komu sér þá vel vinnu- semin og eljan sem honum voru í blóð borin. Hann var jafnframt með ýmsa þjónustu við bíla, svo sem hjólbarða- og rafgeymasölu og hjól- barða- og ljósastillingar. Sem barn og unglingur fór Hörð- ur sínar eigin leiðir og réð sér mikið sjálfur og einkenndi þessi lífsaf- staða hann alla tíð. Hann var mikið náttúrubarn og hafði af fáu jafn- gaman og að ferðast um landið. Hann fór ekki troðnar slóðir í sínu lífi og framkvæmdi margt sem eng- um öðrum hefði dottið í hug og var sannkallaður uppfinningamaður. Sem dæmi um uppfinningar Harðar var hjólhýsi sem hann smíðaði og er líklega fyrsta hjólhýsi sem til var hér á landi. Það var mikið notað af fjölskyldunni og stóð oft á Laugar- vatni heilu sumrin löngu áður en slíkt varð lenska hér á landi. Hann útbjó einnig og átti einu sérbúnu útilegubjölluna á landinu og hefði verið ástæða til að senda teikningar af henni til Volkswagenverksmiðj- anna til fjöldaframleiðslu. Þar var hægt að sofa á flatsæng, elda og borða. Á bílnum var einnig fortjald. Allt þetta var smíði hugar hans og handa. Seinna smíðaði hann full- komnari yfirbyggðan útilegupallbíl. Það er mér minnisstætt að hann varð að sjá um hönnun þeirrar yfir- byggingar, jafnvel þótt sonur hans og tengdasonur væru báðir orðnir arkitektar með „löggildan smekk“. Hörður kynntist konu sinni, Sig- urrós Sigurðardóttur, árið 1942. Hún bjó þá í foreldrahúsum á Vest- urhamri í Hafnarfirði. Þau byrjuðu síðan að búa í kjallaraíbúð í Drápu- hlíð 2, húsi sem faðir hans byggði er fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur árið 1946. Þar fæddist þeim frum- burðurinn, Sigríður, eiginkona mín, árið 1949. Það sama ár giftu þau sig. Árinu seinna hófu þau Hörður og Sigurrós, eða Gógó eins og hún er kölluð í daglegu tali, að byggja sér myndarlegt einbýlishús á Skólavegi 16 í Keflavík. Þar var ekkert slegið af og þau unnu bæði við húsbygg- inguna hörðum höndum og fluttu inn árið 1953. Það var með myndar- legri húsum í Keflavík á þeim tíma og stolt þeirra. Á Skólaveginum bjuggu þau rausnarbúi í 40 ár og þar var athvarf okkar og barna okk- ar. Alla tíð var mikill gestagangur ættingja, vina og nágranna og kom enginn að tómu kökuboxi hjá Gógó. Áfast húsinu byggði Hörður verk- stæði sitt og vann heima lengst af. Margir gamlir Keflvíkingar minn- ast þess að hafa komið í skúrinn hjá Herði og átt við hann líflegt spjall um lífið og tilveruna því Hörður var alla tíð forvitinn um fólkið sem hann ræddi við, líðan þess og hagi. Það var eitt af höfuðeinkennum hans að vera opinn og skemmtilegur í sam- ræðum. Árið 1951 fæddist þeim sonur, Valdimar, og síðan hreiðurböggull- inn, Auður, augasteinn föður síns, árið 1958. Allt eru þetta mannvæn- leg böm, sem hafa komið sér vel hvar sem þau fara og hafa erft dugnað og þrautseigju foreldra sinna. Eitt af því sem Hörður lagði mikla rækt við alla tíð var að sinna börnum sínum og barnabömum. Þó að mikið væri umleikis hjá honum lengst af og vinnudagurinn oft lang- ur gat hann alltaf fundið tíma til að sinna þeim. Ég er hræddur um að það hafi ekki margir feður á þeim tíma haft skoðun á því hvað pilsið sem Sigríður dóttir hans var að sauma ætti að vera sítt eða hvernig hún ætti að mála sig. Það var samt eðlilegur hluti heimilislífsins að systkinin spyrðu pabba álits á hverju sem var, sem þau tóku sér fyrir hendur. Þegar við Sign'ður fóram að basla í húsum og koma okkur fyrir, stóð heldur ekki á að- stoð hans og lét hann sig ekki muna um að keyra inn í Hafnarfjörð eða Reykjavík tii að hjálpa okkur með- an heilsan entist. Þegar kom að þætti barnabarnanna hófst nýr kafli í lífi tengdapabba. Þau voru ekki orðin gömul þegar hann var búinn að taka þau upp á sína arma, kenna þeim og sinna á allan hátt. Hjá þeim er skarð fyrir skildi í dag. Hann var einstaklega barngóður og laginn við börn. Hann kenndi barnabörnunum að hjóla, á skíðum, að sitja hest, fór með þau í endalausar útilegur um allt land, ýmist öll í einu eða í holl- um. Það mátti ekki skilja neinn út- undan. Barnabörnin búa ævilangt að því veganesti sem afi þeirra veitti þeim í æsku. Upp úr 1970 fór að bera á lasleika hjá Gógó og svo fór að hún greindist með MS-sjúkdóminn og hefur nú verið allmörg ár í hjólastól. Það stöðvaði ekki Hörð. Hann fór að upphugsa leiðir fyrir þau til að geta ferðast um landið og útbjó þess vegna útilegubílana þannig að hún gæti tekið þátt í ferðalögunum. Þannig ferðuðust þau lengi vel um landið, oftai- en ekki með barna- börnin með sér og var ekki óalgengt að Hörður væri á ferð með Gógó í hjólastól og 5-6 grislinga í ofanálag. Að ýmsu þurfti að hyggja heima fyrir þegar hjólastóllinn var kominn í spilið og var fátt sem Hörður lét ógert til að Gógó liði sem best og gæti gert sem flest. Meðal annars réðst hann í að gera litla sundlaug í skúmum svo hún gæti þjálfað sig. Síðust árin hefur Hörður barist við þunglyndi og dró hann þá saman seglin í atvinnustarfsemi sinni. Má segja að hann hafi nú fengið þá hvíld sem hann var farinn að þrá undir það síðasta. Hann dvaldi síð- asta eitt og hálfa árið á Hrafnistu i Hafnarfirði og vil ég fyrir hönd fjöl- skyldunnar bera starfsfólld sem annaðist hann þar okkar innilegustu þakkir. I dag kveðjum við einstakan mann, hugmyndaríkan dugnaðar- fork, náttúrubarn, góðan og hlýjan eiginmann, föður, tengdaföður og ekki síst afa. Ég kveð hann með söknuði og þakka honum fyrir allt sem hann kenndi mér, gaf mér og gerði fyrir mig. Blessuð sé minning þessa góða manns. Páll V. Bjarnason. Nú ert þú farinn, elsku afi, og við vitum að þér líður loks vel á ný. Það eru svo ótal margar fallegar minn- ingar sem við eigum um þig, þú gafst okkur svo mikið með þeim yndislegu stundum sem við áttum með þér og ömmu. 011 ferðalögin, skemmtilegu sögurnar þínar og allt það sem þú gerðir til að við hefðum eitthvað fyrir stafni þau ófáu skipti sem við dvöldum á Skólaveginum. Fyrir okkur var húsið á Skólavegi 16 líkast ævintýrahöll. Efri hæðin var okkar eigin heimur þar sem við höfðum öll völd. Þar gátum við dundað okkur tímunum saman við hina ýmsu leiki en ef okkur fór að leiðast fórum við til þín út í skúr og alltaf gast þú fundið eitthvað handa okkur að gera. Einnig kom hestur- inn Snjólfur oft við sögu fyrstu ævi- ár okkar þegar þú teymdir okkur um allt hvei-fið á honum, settir okk- ur jafnvel allar á bak í einu. Þú kenndir okkur margt. Flestum okk- ar kenndirðu að hjóla, synda, á skíði og að keyra. Þú varst mjög ákveð- inn þegar þú vildir að við lærðum eitthvað, þá tókst þú þér allan þann tíma sem til þurfti og varst þolin- mæðin uppmáluð. Aðferðirnar voru þá sjaldnast hefðbundnar. Eins og þegar þú ákvaðst að Hrafnhildur skyldi læra að hjóla. Þá hjólaðir þú á þínu hjóli og settir Hrafnhildi á sitt, hélst í hnakkann á henni og hjólaðir með henni upp og niður Skólaveginn allan daginn þangað til hún gat loks hjólað sjálf. Þegar þú kenndir okkur á skíði fórstu með okkur í Bláfjöll og þar sem þú fórst ekki á skíði sjálfur þá hljópstu við hlið okkar upp og niður bama- brekkuna og studdir við okkur. Þegar þreytan fór að segja til sín var alltaf hægt að fara inn í bfl til ömmu og fá heitt kakó og hlýjuna hennar. Þær voru margar heigarnar sem við eyddum saman á Skólaveginum, alltaf var tilhiökkunin til helganna með þér jafnmikil og alltaf héldum við geislandi af gleði til baka. Minn- ingarnar um ferðalögin okkar standa þó mest upp úr. Á hverju sumri ferðuðumst við um landið með ykkur ömmu. Alltaf gerðist eitthvað skemmtilegt og eitthvað nýtt. Við vorum stoltar af því að aka um þjóðvegina á bflunum þínum, fyrst Datsuninum með bjölluna í eftirdragi og síðan húsbílnum sem þú byggðir sjálfur enda vöktu þess- ir bflar jafnan gífurlega eftirtekt. Þú hafðir ávallt gaman af því að vekja athygli með uppátækjum þín- um og sérstaklega ef við frænkum- ar komum þar við sögu. Eitt sinn varstu ákveðinn í því að breyta gamla hjólhýsinu þínu í sundlaug á hjólum og keyra svo um með okkur á 17. júní. Okkur fannst þetta snið- ug hugmynd en foreldum okkar tókst að fá þig ofan af þessu. Eitt uppátæki þitt er okkur sérstaklega minnisstætt. I einni ferðinni okkar í Galtalækjarskóg hafðir þú með þér stafla af dekkjaslöngum, fórst með okkur niður að læknum og fékkst okkur til þess að busla með slöng- urnar í ísköldu vatninu. Þetta var einstök skemmtun fyrir okkur og einnig fyrir alla þá sem sátu í brekkunni og fylgdust með. Þú hafðir ávallt gaman af því að fíflast í okkur og var þá oftar en ekki velst um gólf í slagsmálum þar sem ekkert var gefið eftir. Eftir mikla baráttu var það eina sem gat losað mann úr prísundinni að segja töfraorðin: „Elsku afi, slepptu mér!“ og slagnum var lokið. Töfra- orðin voru þó aidrei notuð fyrr en í fulla hnefana og um leið og maður var laus var lagt aftur til atlögu. Þú sagðist líka alltaf eiga einhvem part í okkur, til dæmis áttir þú hægra lærið á Þorgerði og litlu tána á annami, og þessa hluta af okkur munt þú alla tíð eiga. Þú gast fengið okkur til þess að trúa öllu mögulegu. Eitt skipti þeg- ar þú varst að keyra okkur til Reykjavíkur sprakk á bílnum og til að halda okkur rólegum þóttist þú halda bílnum uppi með annarri hendi á meðan þú skiptir um dekk með hinni. Eftir það montuðum við okkur óspart af þér með þessum orðum: „Áfi minn getur haldið uppi bfl með annarri hendi og skipt um dekk með hinni með mér, ömmu og öllum frænkum mínum í,“ og oft bættum við við: „og svo á hann líka fulla tösku af peningum." Þú varst hetjan okkar í orðsins fyllstu merk- ingu og í okkar augum var þér ekk- ert ómögulegt. Við eigum svo marg- ar minningar saman, elsku afi, sem við munum geyma í hjarta okkar alla tíð. Við vottum þér virðingu okkar og vitum að Guð geymir þig vel. Stelpurnar hans afa, Ólöf, Sóley, Sigurrós, Hrafnhildur og Þorgerður. Elsku afi, efth- að þú fluttir á Hrafnistu hringdir þú á hverju kvöldi, eins og amma gerði líka og gerir enn, og lést okkur lesa bæn- irnar fyrir þig sem amma hafði kennt okkur. Nú munt þú ekki hringja framar en við munum þó halda áfram að lesa bænirnar. Viljum við nú kveðja þig með einni af þessum bænum: Góði faðir, gættu mín, gleddu litlu bömin þín. Gefðu pabba gæfu og traust, Guð, að mamma verði hraust. Góði Guð, að þessu sinni gættu vel að farsæld minni. Ásta og Birna. Við viljum minnast Harðar Valdi- marssonar með nokkram orðum. Kynni okkar hófust er ég fluttist til Keflavíkur fyrir 35 árum og settist að á heimili Gógóar móðursystur t minnar og Harðar. Varð ég strax einn af fjölskyldu þeirra og hóf störf hjá Herði. Á þessum árum rak hann bíla- leigu og gerði út leigubíla. Atorka hans naut sín vel á þessum árum. Ekki var kvartað þó vera þyrfti í bflaviðgerðum allan sólarhringinn. Eftir að hann hætti bflaleigunni starfaði hann við ljósastillingar o.fl. í bílskúmum við heimili sitt og kom það sér vel fyrir hann því Gógó veiktist á besta aldri af MS-sjúk- / dómnum en hann annaðist hana heima í um 20 ár. Eftir að við hófum búskap má segja að daglegt samband hafi verið við Skólaveg 16. Þangað var ætíð mjög gott að koma. Bömum okkar fannst allt í kringum afa Hörð mikið ævintýri. Þar var hægt að fara í reiðtúr á Snjólfi. Þar vora bflar gerðir að sumarbústöðum. Síðan fengu þau að fljóta með í miklar ævintýraferð- ir. Sundlaug var gerð inn af bfl- skúmum. Á sínum tíma var hún eitt ævintýralandið. Það var vinsælt að fara í pössun á Skólaveginn og ekki var verra að kökuboxin vora ætíð full hjá ömmu Gógó. Segja má að Hörður hafi verið * einn af þeim mönnum, sem allt lék í höndunum á, og aðdáun vakti hvernig hann gat breytt heimilinu á þann hátt að Gógó gæti komist um og starfað í hjólastólnum. Þau ferðuðust mikið um landið og oftast voru fjögur til fimm börn tek- in með í ferðirnar. Gaman var að hitta hann eftir slíkar ferðir. Hann sá margt sem við hefðum ekki tekið eftir og frásagnartæknin var sér- stök. Fyrir nokkram áram veiktist Hörður og slæmt hefur verið að horfa upp á þennan dugmikla mann missa allan þrótt og lífsvilja. Um leið og við ásamt fjölskyldu . okkar þökkum allar samverustund- ir, erum við þess fullviss að minn- ingin um þig lifir. Stella Olsen, Birgir Ólafsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. © ÚTFARARÞJÓNUSTAN Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.