Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 36
►36 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + 01ga Harðar- dóttir fæddist í Reykjavík 3. júní 1960. Hún lést á Landspitalanum 11. ágúst síðastliðinn. Olga var einka- barn foreldra sinna, Sigrúnar Lovísu Sig- urðardóttur, f. 28. apríl 1922 á Ísafírði og Harðar Bergþórs- sonar sjónianns, f. 30. nóvember 1922 á Akureyri, d. 10. nóv- ember 1986. Hinn 7. janúar 1995 giftist Olga George Alex- ander Serna Marchán, lækni frá Kolombíu, f. 16. maí 1954. Sonur þeirra er Róbert Alexander, f. 3. nóvember 1992. Olga lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík ár- ið 1980. Veturinn 1980 til 1981 nam hún frönsku í Strassborg í Frakklandi og 1981-1982 lagði hún stund á nám í frönsku við Háskóla Islands. Hún bjó í Helsinki í Finnlandi frá 1982 til 1987, þar sem hún lærði finnsku Þegar við Olga kvöddumst fyrr í sumar, hún á leið í hringferð um landið og ég til sólarstrandar, höfð- um við á orði að fjögurra vikna að- skilnaður væri langur fyrir okkur vinkonumar. Þá eins og jafnan hin seinni ár, var óhjákvæmilegt að sjúkdómur hennar skyggði á ánægjustundir okkar. Við heim- komu mína úr fríi varð mér ljóst að aðskilnaðurinn yrði lengri en áætlað var. Ég fékk þó að deila með henni, ^fjölskyldu hennar og vinum síðustu dögunum þar til lífsviljinn undra- sterki dugði ekki til og hún fékk sína hvíld. Olga var besta vinkona mín frá því við vorum sex eða sjö ára gaml- ar, saman í bekk í Isaksskóla. Þar var grundvöllur lagður að vináttu, hann treystur gegnum skólagöngu í Æfingadeild Kennaraskólans, Barnamúsíkskólann, Hagaskóla og Menntaskólann í Reykjavík. Ég er sannfærð um að þau órjúfanlegu tryggðabönd sem mynduðust á þessum árum hafi ekki verið okkur síðra veganesti út í lífið en fræðin sem numin voru á skólabekk. Eftir stúdentspróf tók við há- skóianám og vinna hér og erlendis og styrktust þá böndin þrátt fyrir sautján ára búsetu okkar hvorrar í sínu landinu. Olgu var lítið gefið um tilfinningasemi og mærð og höfðum við ekki síður gaman af því að draga dár hvor að annarri en að slá gull- hamra. En við deildum áhyggjum okkar, stórum og smáum og trúðum fyrir leyndarmálum og vissum að þannig myndi það alltaf verða. Allir sem kynntust Olgu á náms- árum vissu að hún skaraði fram úr í flestu því sem hún tók sér fyrir hendur, að því er virtist fyrirhafnar- laust. Málamanneskja með afbrigð- um, hún fór til Frakklands, talaði frönsku, síðar til Finnlands, talaði - 'finnsku og ekki vafðist sænskan fyrir henni í Svíþjóð. Hún gerði ekki mikið úr óvenjumiklu næmi og gáf- um, var lífsglöð, sterk og sjálfsör- ugg, hreykti sér aldrei af afrekum og veit ég að hún hefði ekki kært sig um að þau yrðu tíunduð sérlega hér. Hæfileika sína að nema fljótt og vel nýtti hún sér þó til hins ýtrasta, því samhliða góðum náms- árangri gafst henni nægur tími til að blanda geði við fólk, skemmta sér og njóta lífsins. Það var hennar gæfa, því hún uppskar sem hún sáði og var líf hennar ríkt af ánægju- stundum með fjölskyldu og vinum. Olga var vinsæl, átti fjölda góðra vina og ræktaði garðinn sinn. Vinir hennar urðu margir mínir vinir og mínir hennar. Þegar ég kynntist manninum mínum Árna, urðu þau fljótlega bestu vinir. Þegar hún kynnti mig fyrir manninum sínum jfcÁlexander, fannst mér eins og ég hefði þekkt hann alla tíð. og starfaði við menn- ingarmiðstöðina Sveaborg. I október 1988 lauk hún BA- prófi frá Háskóla Is- lands, með frönsku sem aðalgrein og finnsku sem auka- grein. Því næst lá leið hennar til Sví- þjóðar, þar sem hún lærði bókasafnsfræði í Borás og útskrifað- ist í árslok 1989. Olga starfaði í tæpt ár á háskóla- bókasafni og síðar sjúkrahúsbókasafni í Stokkhólmi, en hóf í september 1990 störf hjá Friðarrannsóknastofnuninni í Stokkhólmi, SIPRI. Þar starfaði hún þar til hún fluttist ásamt fjöl- skyldu sinni til íslands sumarið 1997. Síðasta haust hóf hún störf á mynda- og greinasafni Morgun- blaðsins og starfaði þar til dauða- dags. Olga verður jarðsungin frá Ás- kirkju í dag, föstudag, og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Örlögin leiddu Alexander langa leið frá heimalandi sínu Kólumbíu í Suður-Ameríku, um Rúmeníu þar sem hann lauk læknisnámi, til Sví- þjóðar. í Svíþjóð kynntist hann Olgu, varð hennar ástvinur og eign- aðist með henni Róbert litla Alex- ander. Þar annaðist hann Olgu síðar í veikindunum af meiri ást og hlýju en unnt er að gera sér grein fyrir. Síðasta ár Olgu bjuggu þau fjöl- skyldan hérlendis í faðmi ástríkrar móður, tengdamóður og ömmu, Sig- rúnar. Þá nutu þau nærveru hvert annars í erfiðleikunum. Saman áttu þær mæðgurnar minningu um Hörð, pabba Oigu, en hann lést fyr- ir tæpum tólf árum. Olga iíktist föð- ur sínum mjög í útliti og fasi og var hann henni ákaflega kær. Sigrún, AJexander og Róbert Alexander eiga allar mínu bestu hugsanir og samúð. Kristinn Möll- er, vinur Sigrúnar, hafi þakkir fyrir stuðning sinn við fjölskylduna. Tómarúminu við fráfall Olgu verður ekki lýst, en ég kveð vinkonu mína með þakklæti fyrir vináttu og tryggð í rúm þrjátíu ár. Þegar hún lést á sumarmorgni eftir hetjulega baráttu, fengum við nærstaddir vin- ir og fjölskylda bestu huggun frá Róbert Alexander, sem kom til að kveðja mömmu sína og sagði með brosið sitt fallega á vör: „Nú er mamma á himnum hjá Guði.“ Þá vissum við það. Megi minning Olgu lifa. Halldóra Bragadóttir. Við Olga vorum um tvítugsaldur þegar við kynntumst. Á þeim tíma ræddum við sjaldnast um árin framundan, okkur þóttu þau sjálf- gefin. Eftir að hún veiktist ræddum við aldrei um veikindi hennar en við vissum að það sem við áður töldum sjálfgefið var það ekki lengur. Hún var greind, kærleiksrík og heilsteypt persóna með mikla kímnigáfu og aðdáunarvert þol. Hún var lífsglöð og hláturmiid en um leið bar fas hennar vott um æðruleysi sem gerði það að verkum að manni fannst að henni myndi takast að sigrast á öllum þeim erfið- leikum sem á vegi hennar yrðu. Dauðinn hrifsaði hana til sín alltof unga og gerði okkur, sem þekktum hana, svo átakanlega ijóst að gæfan er ekki ætíð hliðholl þeim sem eiga skiiið allt það besta. Kolbrún Bergþórsdóttir. Ég man fyrst eftir Olgu í Haga- skóla. Há, grönn og falleg stúlka með áberandi kringlótt gleraugu, yfirleitt í Álafossúlpu, svolítið 68- kynslóðarleg, þótt við tilheyrðum ekki þeirri frægu kynslóð. Hún var ekki úr Vesturbænum en samlagað- ist fljótt öðrum nemendum skólans, vai- ein af þeim sem allir tóku eftir og vissu hver var. Svo komu menntaskólaárin, skemmtileg og áhyggjulaus. Vina- hópurinn var stór enda var Olga góður vinur, ræktarsöm, félagslynd og lífsglöð. Hún bjó á Bergþórugöt- unni ásamt foreldrum sínum. Faðir hennar var sjómaður og vann á þessum árum í Danmörku, en kom heim í löng frí á nokkurra mánaða fresti. Hún var mikil pabbastelpa og naut þess að fá hann heim. Árin liðu hratt við nám og leik. Olga var af- burða vel gefin, tók góð próf án þess þó að miklum tíma væri eytt í lest- ur. Hún átti sérlega auðvelt með að læra tungumál og hélst það í hend- ur við vaxandi útþrá. Útlöndin heill- uðu og hún var ákveðin í því að fara út um leið og hún gæti. Síðan komu háskólaárin. Þá duttu kynnin niður en ég frétti allaf öðru hverju af henni frá Frakklandi, Finnlandi og svo að hún var orðin bókasafnsfræðingur í Stokkhóimi. Eitt sinn þegar ég var stödd í Stokkhólmi ákvað ég að reyna að hafa upp á henni. Fann hana ekki í símaskránni og fór því upp í sendi- ráð en þar kannaðist enginn við hana. Á meðan ég var að tala við starfsmenn sendiráðsins kom símbréf að heiman þar sem Olga var að sækja um starf í sendiráðinu. Hún tók ekki starfið en ég fékk símanúmerið, hafði samband og það var eins og við hefðum síðast hist í gær. Eftir það var alla tíð mikið og gott samband milli okkar. Á þessum árum var ýmislegt að gerast í lífi Olgu. Eitt sinn er ég var stödd í Stokkhólmi hafði hún varla tíma til þess að kíkja á kráarlífið. Þá hafði hún hitt Alexander, lækni frá Kóiombíu sem starfaði í Svíþjóð. Kynni þeirra hófust eins og í lækna- róman. Hún að vinna á bókasafni á sjúkrahúsi og myndarlegi læknirinn sem þurfti alltaf að fá upplýsingar og aðstoð þegar hún var á vakt. En örlögin voru ráðin og fljótlega fóru þau að búa saman. Um svipað leyti hóf hún störf hjá SIPRI, alþjóðlegri friðarstofnun með aðsetur í Stokk- hólmi. Þar vann hún þar til þau fluttu heim, fyrst sem bókasafns- fræðingur en síðan tók hún meðal annars að sér að byggja upp gagna- grunn stofnunarinnar. Sonurinn Róbert Alexander fæddist 1992, yndislegur strákur og augasteinn foreldra sinna. Fyrir um ári fluttu þáu heim til íslands. Bjuggu þau í góðu sambýli með Sigrúnu móður Olgu. Alexand- er fór í háskólann í íslenskunám og Olga hóf störf hjá Morgunblaðinu. Um tíma gekk lífið sinn vanagang þar til veikindin tóku sig upp að nýju. Olga Harðardóttir varð aðeins 38 ára gömul. í tæp 6 ár barðist hún við krabbamein. Það komu góðir tímar þegar leit út fyrir að hún hefði haft betur, en svo komu bakslögin og þá hófst baráttan að nýju með erfiðum geisla- og lyfja- meðferðum. Hún sýndi alveg ótrú- legan dugnað þennan tíma og ætlaði sér að lifa. Sér til stuðnings hafði hún stóran hóp ættingja og vina. Auk þess fékk hún ómetanlegan stuðning frá starfsmönnum Krabbameinsdeildar Landspítalans. Þar lést hún 11. ágúst síðastiiðinn, umkringd þeim sem henni þótti vænst um. Aexander minn, þinn missir er mikill, þú reyndist Olgu sérlega vel, hlýja þín og elska í hennar garð var alveg einstök. Elsku Róbert, þú ert vonandi of ungur til þess að skilja hvað þú hefur misst, og Sigrún, sem hefur horft bæði á eftir eiginmanni og einkabarni deyja um aldur fram, ykkur og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína. Anna Guðrún Ivarsdóttir. Við viljum með örfáum orðum minnast Olgu frænku okkar sem lést ung að árum hinn 11. ágúst sl. Olga var alltaf einlæg og glaðlynd og manni leið vel í návist hennar. Þrátt fyrir að hún hafi búið erlendis lengi hefur sambandið við hana alltaf verið mjög gott. Hún var dug- leg að rækta fjölskylduna og koma í heimsókn og mundi eftir afmælis- dögum allra. Eftir að Hörður faðir Olgu lést voru Sigrún og Olga alltaf hjá okkur á aðfangadagskvöld okk- ur til mikillar ánægju. Þegar mamma lést kom Olga heim til að vera við dánarbeð hennar og veita fjölskyldunni stuðning. Olga var sjálfstæð, drífandi og óhrædd við að takast á við nýjung- ar. Hún var heimskona, félagslynd og hafði gaman af að víkka sjón- deildarhringinn og kynnast annarri menningu. Hún fór t.d. í nám til þriggja landa, Frakklands, Finn- lands og Svíþjóðar. Hún lærði öll þessi tungumál, enda var hún mikil tungumálamanneskja. Hún festi rætur í Svíþjóð og kynntist þar Alexander sem hún giftist svo í ársbyi-jun 1995. Olga og Alexander eignuðust soninn Róbert Alexander sem hefur verið sólar- geisli í lífi þeirra, enda hefur hann erft lífsgleði og kæti foreldra sinna og er eftirlæti allra. Olga var góð eiginkona og móðir, afslöppuð, en samt full af krafti og lífsgleði. Hún barðist af miklu hug- rekki við krabbameinið fram á síð- ustu stundu og virtist geta séð björtu hliðarnar á öllu. Þrátt fyrir það var hún raunsæ, enda hafði hún horft á föður sinn og báðar föður- systur deyja úr sama sjúkdómi. Elsku Sigrún, Alexander og Ró- bert, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð, þið hafið misst svo mikið. Megi allar þær góðu minn- ingar sem þið eigið um yndislega dóttur, eiginkonu og móður styrkja ykkur í sorginni og ylja ykkur um ókomin ár. Guðrún og Bergþóra. Olga Harðardóttir hóf störf hjá Morgunblaðinu síðastiiðið haust. Hún var góður starfsmaður og vinnufélagi, en kveður nú þetta líf langt um aldur fram eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Samvera okkar var stutt en góð. Hún gaf okkur svo ótrúlega margar ánægjustundir að minnast. Við vinnufélagarnir kveðjum Olgu með söknuði og biðjum Guð að varðveita hana, eftirlifandi eigin- mann, son hennar og móður. Tilveru alla og töfra hennar glæðir guðsandi. Lögmál hans kveikja lífsgneista vitund verðandi. Líkt og laukur lyftist úr moldu, fóstrar fræ og sáir, þannig er líf og þroski manna eillf upprisa. (Davíð Stef.) Við vottum ástvinum hennar okk- ar dýpstu samúð. Áslaug, Berglind, Ingunn, Ólöf (Olla) og Ragnheiður. Hvað kemur fyrst í hugann þegar setja á niður orð á blað í minningu góðrar vinkonu? Það er erfitt að lýsa því sem um hugann fer á slík- um stundum, enda eru minningar oft eins og leiftur; stutt staldur við atburði eða samtöl, minningaslitur sem þó gefa svo mikið. Þetta upplifi ég nú þegar ég hugsa um kynni okkar Olgu. Um huga minn fljúga ótal minningabrot, mörg án orða: Samveran í háskólanum, bíóferðir, kaffihús... Ég man þegar við sátum í Norræna húsinu og fengum okkur kaffi eftir frönskutíma í Háskólan- um og gengum síðan niður í miðbæ til að ná í strætisvagn heim. Ég stundaði það að biðja hana um að halda á töskunni fyrir mig eitt augnablik en segja henni svo frá einhverju skemmtilegu, svo hún gleymdi að rétta mér hana aftur og hélt á henni fyrir mig alla leið niður í bæ. Og átti svo ekki orð til að lýsa vandlætingu sinni á svona athæfi! Þetta var orðinn einkabrandarinn okkar og við hittumst varla án þess að kankast á um það hvemig ég plataði hana forðum daga. Þegar Olga fór utan til náms OLGA . HARÐARDÓTTIR fækkaði samverustundunum, en það brást ekki að við hittumst þegar hún kom heim til Islands í fríum en það gerði hún reglulega. Ég heim- sótti hana til Svíþjóðar vorið 1992. Þá blasti lífið við henni; hún var ófrísk, full tilhlökkunar. Það var skömmu eftir þá heimsókn sem hún greindist með sjúkdóminn sem dró hana til dauða. Hún barðist hetju- lega og ætlaði ekki að lúta í lægra haldi - og framundir það síðasta trúði ég að það tækist, enda kvart- aði hún aldrei og gerði lítið úr þján- ingum sínum. Þau Alexander og Róbert litli heimsóttu okkur hálfum mánuði áð- ur en hún dó og var hún þá hin hressasta, þótt hún bæri kvíðboga fyrir væntanlegri sjúkrahúsdvöl. Og enn trúði ég því að hún myndi hafa betur. En mér varð ekki að ósk minni og nú sit ég og rita þessar lín- ur, döpur í huga. Nú kveð ég góða vinkonu sem ætíð mun eiga sess í hjarta mínu. Blessuð sé minning hennar. Elsku Alexander, sem staðið hef- ur með henni eins og klettur í þess- ari erfiðu baráttu, Sigrún og litli Róbert; megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Kolbrún Þórisdóttir. Það er veisla í garðinum. Verið er að fagna skírn dóttur húsráðenda. Hún er látin heita Olga eftir föður- ömmu sinni. Olgu litlu hafði lengi verið beðið og því er gleðin mikil. Sviðið er Reykjavík, Esjan og sund- in blá. Það er vor í lofti og sumarið fer í hönd. Hljómarnir eru norræn- ir, bjartir og hreinir. En sjálf er hún suðræn á svip, hnátan litla, enda haft á orði að einhver forfeðra hennar hafi verið ættaður frá suð- rænum sólarströndum. Sjómanns- blóð var og í báðum ættum og út- þráin. Olga reyndist foreldrum sínum mikill gleðigjafi og augasteinn. Uppvaxtarárin liðu fljótt og áður en varði var hún orðin hin fönguleg- asta stúlka, meðalhá, grönn og fríð sýnum. Hún var prýðilega gefin og reyndist hinn mesti námshestur í skóla og minnisstætt er að í MR valdi hún að fara í fornmáladeild sem þótti nokkuð sérstakt. Hún var vinsæl og vinmörg alla tíð enda var hún glaðlynd og félagslynd og lagði alltaf gott til málanna. Eftir stúdentspróf stundaði hún um tíma nám í frönsku í Háskóla ís- lands. En útþráin kallaði þessa hug- Ijúfu, ungu stúlku og hún fór í fram- haldsnám erlendis, fyrst tungu- málanám í Frakklandi og Finnlandi, svo bókasafnsfræði í Svíþjóð. Alls staðar lauk hún prófum með láði. Hún var fæddur málamaður og tal- aði tungumál þessara þjóða eins og innfædd. Þegar faðir Olgu lést fyrir aldur fram kom í hlut hennar að vera stoð og stytta móður sinnar og því hlut- verki sinnti hún með miklum ágæt- um, hafði við hana stöðugt samband á meðan hún var erlendis og sýndi henni mikla umhyggju. En bráðlega breyttist sviðið á nýjan leik og við tóku léttari og lit- ríkari tónar, ættaðir úr heitari lönd- um. Það var er Olga kynntist eftir- lifandi eiginmanni sínum, Alexand- er Marchán, í Stokkhólmi þar sem þau unnu bæði á sjúkrahúsi, hún bókasafnsfræðingur og hann lækn- ir. Alexander er ljúfur maður og þau áttu afar vel saman. Síðar var Olga ráðin sem bókasafnsfræðingur hjá sænsk-alþjóðlegri rannsóknar- stofnun um friðar- og hermál í Stokkhólmi. Einnig þar var hún í miklum metum. En undarlegt er lífið. I sömu mund og hamingja þeirra var sem mest hrönnuðust upp óveðursský. Rétt áður en Róbert litli fæddist kom í ljós að Olga var með illvígan sjúkdóm sem erfitt mundi að eiga við. En það var tekist á við sjúk- dóminn af festu og öryggi. Hún þurfti oft að þola erfiða meðferð en allt til þess síðasta varðveitti hún bjartsýni sína, festu og kjark og þá ekki síður umhyggju fyrir fjöl- skyldu sinni og vinum. Olga og Alexander fluttust svo al- farið til Islands síðastliðið haust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.