Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
_______________AÐSENDAR GREINAR_
Frjálst markaðskerfi
byggist á virkum neytendum
í FRJÁLSU mark-
aðskerfi hefur hver að-
ili mikilvægt hlutverk.
Framleiðendur sjá um
framleiðsluna, vinnsl-
una og jafnvel dreif-
inguna á vörunni eða
þjónustunni og
ákvarða það verð sem
þeir telja sig þurfa að
fá. Seljendur, innflytj-
endur og smásöluaðil-
ar sjá um að koma vör-
unni og þjónustunni til
neytenda og ákvarða
einnig sjálfir hvað þeir
þurfa að taka fyrir við-
vikið. Loks eru það svo
neytendur sem kaupa
vöruna eða þjónustuna og verða
þeir að hafa allar forsendur í lagi
þegar kemur að valinu. Enginn get-
ur án hins verið og mikilvægt er að
allir geti gætt hagsmuna sinna að
fullu.
Staða neytandans er veikari,
sérstaklega á íslandi
Það er ljóst að staða neytandans
sem einstaklings er miklu veikari
en fyrirtækja, þó svo að fyrirtækin
séu missterk. Og lengi vel settu fyr-
irtækin einhliða skilmála sína. Með
æ margbrotnara neyslusamfélagi
og sem byggist á frjálsu markaðs-
kerfi er mikilvægt að löggjafarvald,
framkvæmdavald og öflug neyt-
endasamtök tryggi að neytendur
gegni því hlutverki á markaðnum
sem nauðsynlegt er. Þetta uppgötv-
uðu stjórnvöld í nágrannaríkjum
okkar fyrir langt
löngu. Erfiðara hefur
gengið að fá Alþingi og
íslensk stjómvöld til að
viðurkenna ábyrgð
sína á þessu sviði. Okk-
ur fleytti þó verulega
fram er varðar lög um
neytendavernd með
EES-samningnum, en
fyrirmyndin þurfti að
koma að utan.
I nágrannalöndum
okkar telja þjóðþing og
stjórnvöld sig þurfa að
tryggja margháttaða
neytendastarfsemi. Því
eru víðast reknar á
vegum stjórnvalda öfl-
ugar neytendastofnanir og á Norð-
urlöndunum öðrum en Islandi er
rekið sérstakt embætti umboðs-
manns neytenda. Víðast rekur hið
opinbera, ríkisvald eða sveitarfélög,
svo einnig sérstakar skrifstofur
sem aðstoða neytendur við að ná
fram rétti sínum í viðskiptum við
fyrirtæki. Til að staða neytenda á
markaðnum sé talin viðunandi í
samanburði við stöðu fyrirtækja, er
þó í fámennari löndum eins og hin-
um Norðurlöndunum talið nauð-
synlegt að styrkja frjáls neytenda-
samtök með myndarlegum fram-
lögum (70-90% af tekjum þeirra, en
hér er sama hlutfall 15%) og í vax-
andi mæli til afmarkaðra verkefna.
Og í löndum Evrópusambandsins
þar sem stjórnvöld standa sig ekki í
neytendamálum og eru fámenn eins
og Irland og Grikkland, fá neyt-
endasamtök 2/3 hluta tekna sinna
frá Brussel til að sinna nauðsyn-
legri og afmarkaðri þjónustu.
Stjórnvöld í nágrannalöndunum
vita að þetta er ekki bara nauðsyn-
legt til að tryggja sanngjarnar leik-
reglur og að neytendur geti betur
sinnt hlutverki sínu á markaðnum,
heldur er þetta einnig til að auka
almenna hagsæld, þar sem þessi
starfsemi eykur gæði og hag-
kvæmni í framleiðslu og sölu.
Áhugaleysi íslenskra
sljórnvalda
Hér á landi hefur hvorki löggjaf-
arvaldi né stjórnvöldum dottið
nokkru sinni í hug að þörf gæti ver-
ið á neytendastofnun. Þess má geta
að slík stofnun er ekki baráttumál
Neytendasamtakanna, enda hefur
neytendastarf hér á landi þróast á
annan hátt undir forystu Neyt-
endasamtakanna. Þetta sýnir hins
vegar vel áherslur stjórnvalda.
Enda hefur þeim heldur ekki dottið
í hug að starfrækja þurfi upplýs-
inga- og kvörtunarþjónustu fyrir
neytendur, heldur vísað á frjáls fé-
lagasamtök og styrkt þau í leiðinni
með því að gi'eiða innan við 30% af
kostnaði við rekstur þessarar þjón-
ustu. Þess ber þó að geta sem gert
er hér á landi, en innan Samkeppn-
isstofnunar er starfandi sérstök
deild, neytendamáladeild, og ann-
ast hún eftirlit með óréttmætum
viðskiptaháttum og auglýsingum,
en umboðsmenn sinna þeim verk-
efnum ásamt fleirum á öðrum
Norðurlöndum.
Stefnubreyting er nauðsynleg
Nú er verið að semja nýja tilskip-
un á vegum Evrópusambandsins um
aðgang neytenda að úrlausnarleið-
um í deilum við seljendur, Access to
justice, og mun hún einnig gOda hér
á landi. Þessi nýja tilskipun gerir
m.a. ráð fyrir að stjómvöld í hverju
landi sjái um að þar sé starfandi
skrifstofa sem taki við kvörtunum
frá neytendum sem þar em búsettir
og skiptir þá ekki máli hvar á EES-
svæðinu varan eða þjónustan er
Stjórnvöld og Neyt-
endasamtök þurfa að
samhæfa betur starf að
neytendamálum, segir
Jóhannes Gunnarsson,
ef frjálst hagkerfí á að
blómstra hér á landi.
keypt. Neytendasamtökin hafa rek-
ið slíka þjónustu frá því þau vom
stofnuð fyrir rúmum 45 árum og
sem í raun er félagsleg þjónusta,
enda geta allir leitað þangað í raun.
Með samningi við Neytendasamtök-
in um að þau sinni þessari þjónustu,
geta íslensk stjómvöld uppfyllt
þessa tilskipun. Þetta er ekki aðeins
ódýrasta leiðin fyrir stjómvöld,
heldur einnig sú besta, enda hafa
Neytendasamtökin á síðustu 45 ár-
um öðlast mikla reynslu og í raun
lagt gmnninn að þessu með því að
Jóhannes
Gunnarsson
Afmælisgjöf
Leifs Eiríkssonar
Með þessu einstæða
framtaki, segja Valdi-
mar Gunnarsson og
Benedikt Bragason,
hefur nú verið komið á
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
viltu af honum gott geta.
Gjöfúm skaltu við hann skipta
og geði blanda,
fara að finna oft.
ÁRIÐ 2000 er fyrirhuguð mikil
hátíð vestan hafs í minningu þess að
1000 ár em þá liðin frá því að Leifur
Eiríksson fann það land sem hann
nefndi Vínland. Það er að vísu al-
kunnugt að þetta afrek íslendingsins
dugði ekki til að stofna varanlega
byggð Evrópumanna í þessu nýja
landi - hún kom ekki til fyrr en
miklu síðar og þá var Leifur flestum
gleymdur. En landar Leifs höfðu
ekki gleymt honum, enda er frá hon-
um sagt í fomum sögum og ef til vill
var það meðfram þess vegna sem
margir urðu til þess að nema þar
land á síðustu öld. Þetta síðara land-
nám Islendinga í Vesturheimi varð
varanlegt; þeir hafa lengi síðan verið
kallaðir Vestur-Islendingai'. Því fer
fjarri að þessi hópur landnema í
Vesturheimi væri sérstakur meðal
Húsgögn, ljós
og gjafavörur
sa
cs
>
Munið
brúðargjafalistann
MÖRKINNI 3
SÍMI 588 0640 • FAX 588 0641
annarra landnema 19. aldar - nema
ef vera kynni vegna þess hversu vel
þeir héldu hópinn og töluðu í þennan
hóp þetta undarlega mál sem svo fáir
skilja.
Hvað skyldi hafa bundið þessa
Vestur-íslendinga svo mjög saman í
þessum nýja heimi og orðið til þess að
þeir héldu áfram að vera íslendingar?
Hvaða nesti höfðu þeir með sér sem
var eins og í ævintýrunum, þraut
aldrei og var þó alltaf nýtt? Ekki var
það magáll og skyr, ekki vom það
búsgögn, fót eða annað áþreifanlegt.
Það sem Islendingar vestra áttu einir
þjóða í því fjölbreytta
safni var menning sem
hafði fylgt þessari þjóð
frá því hún mundi fyrst
eftir sér. Kjölfestan í
þessari séríslensku
menningu var og er án
efa íslendinga sögum-
ar. Þótt allar þjóðir
eigi menningararf
verður varla nokktu’s
staðar fundið dæmis
þess að öll þjóðin eigi
þar svo jafnan hlut
sem raun er á hér.
Þess vegna voru líka
allir Islendingar
vestra að nokkru leyti
sveitungar, þeir áttu
þessa sömu forfeður,
þeir sögðu sömu sögumar af þeim,
þeir tóku þá til fordæmis og eftir-
breytni þegar við átti.
I Islandsklukkunni segir Halldór
Laxness frá þeim manni sem e.t.v. er
íslenskastur allra, Jóni Hreggviðs-
syni. Hvar sem hann kom bar hann
jafnan alla menn saman við forfóður
sinn, Gunnar á Hlíðarenda, og væri
vitnað til útlendra konunga svaraði
Jón: „Hann var einnegin frændi
minn.“ Þannig hafa þessar gömlu
sögur jafnan veitt íslendingum þraut-
seigju og reisn og þessa óbilandi vit-
und um að standa engum neðar.
framfæri við milljóna-
þjóðir því sem aðeins
fáir gátu áður notið.
Líklega er skýrasta dæmi þessa
einmitt frá Vesturheimi, skáldið
Stephan G. Stephanson sem fór ung-
ur af Islandi en var alla tíð íslenskt
skáld og skáldskapur hans var
sprottinn úr jarðvegi íslenskrar
menningar þótt langfórull höfundur-
inn byggi handan hafsins. það er
ábyggilega einnig að þakka þessum
sameiginlega arfi að íslenskt mál
hefh' haldist við meðal afkomenda
útflytjendanna svo vel að undrum
sætir.
Hinu er ekki að leyna að þar sem
Vestur-íslendingar skipa sér nú í
sveit Ameríkumanna, enda fæddir
þar og uppaldir, þá er enska þeirra
móðurmál. Þess vegna er hætta á því
að tengsl þau við fortíðina, sem þeim
eru annars svo dýrmæt, glatist..
Þessir menn kynnast ekki Gunnari á
Hlíðarenda nema af stopulli afspum.
Þessir menn hafa ekki getað lesið
um það þegar ungir menn sigldu af
Islandi, gengu fyrir erlenda höfð-
ingja, fluttu þeim kvæði og þáðu fyr-
ir ýmsar góðar gjafir.
Nú hefur það reyndar gerst sem
um margt minnir á þvílíkar frásagn-
ir. Úti á íslandi var maður sem vildi
reyndar ekki flytja kvæði heldur
segja umheiminum þær sögur sem
bestar hafa verið sagðar á Islandi,
sumir segja í öllum heiminum. Undir
merki bókaforlagsins Leifs Eiríks-
sonar hafa skipað sér margir fræði-
menn, hérlendir og erlendir og nú
eru Islendinga sögur í fyrsta sinn til í
einu safni á enskri tungu. Með þessu
einstæða framtaki hefur nú verið
komið á framfæri við milljónaþjóðir
því sem aðeins fáir gátu áður notið.
Því aðeins er um þetta fjallað hér
að öllum má ljóst vera að þegar
frændur vorir vestan hafs halda há-
Skólafatnaöur í miklu úrvali. Frábært verð.
Listinn fæst í öllum helstu bókaverslunum
Sími 565 3900
--------- Fax 565 2015
standa fyrir stofnun úrskurðar-
nefnda í slíkum málum.
Ef tryggja á að Island geti upp-
fyllt væntanlega tilskipun og um leið
sinnt eðlilegri þjónustu við neytend-
ur, er ekki nóg að láta Neytenda-
samtökin hafa hluta þeirrar upphæð-
ar sem kostar að reka þjónustuna.
Það er ekld hægt að ætlast til að
hluti þjóðarinnar, sem hefur valið að
vera félagsmenn í Neytendasamtök-
unum, sjái um samfélagslega þjón-
ustu sem þessa. Neytendasamtökin
hafa öðrum skyldum að gegna við fé-
lagsmenn, t.d. að senda þeim fleiri
Neytendablöð og upplýsingar margs
konar. Shk starfsemi hefur að sjálf-
sögðu um leið jákvæð áhrif á allt
þjóðlífið. En stjómvöld hafa þó ekki
þar með lokið skyldum sínum til að
tryggja að neytendastarf gangi eðh-
lega fyrir sig hér á landi. Minnt er á
að neytendamál samtvinnast fjöl-
mörgum málum og má þar nefna ör-
yggi og heilbrigði, umhverfi, samfé-
lagslega þjónustu og menntastefnu.
Minna má á að íslensk stjómvöld
skrifuðu fyiir nokkmm árum undir
steínuyfirlýsingu um neytenda-
fræðslu í skólakerfinu með stjóm-
völdum á öðrum Norðurlöndum.
Markmiðum stefnuyfirlýsingarinnar
á að vera náð á árinu 1999 og gengur
það vel á öllum Norðurlöndum nema
hér. Ástæðan; það vantar starf og
fjármagn til að koma henni í fram-
kvæmd. Neytendasamtökin lýsa sig
reiðubúin til samstarfs við stjómvöld
um að sinna verkefnum sem verður
að sinna í neytendamálum á mörgum
sviðum ef frjálst hagkerfi á að
blómstra hér á landi. Það er hlutverk
stjómvalda að tryggja að hagur ahs
almennings sé sem bestur og það
gera þau með því að tryggja að hér
sé til staðar öflugt neytendastarf á
ákveðnum sviðum.
Höfundur er formaður
Neytendasamtakanna.
tíðlegt 1000 ára afmæli landafunda
Leifs er mjög viðeigandi að senda
þeim svolitla vinarkveðju og gjöf frá
Islandi. Jafnan þykir eftirsóknarvert
að þvílík gjöf sé einstök; sérsmíðuð
og helst á einhvern hátt dæmigerð
fyrir gefanda. Ekki verður fundin
betri gjöf handa Vestur-íslendingum
en Islendinga sögur.
Nú hafa bókaforlagið Leifur Ei-
ríksson, Landafundanefnd og Þjóð-
ræknifélag Islendinga beitt sér fyrir
því að Islendingar, í stómm og smá-
um hópum, fyrirtæki og félög, gefi
Vestur-íslendingum eitt eintak þess-
arar nýju þýðingar fyrir hvert ár
sem liðið er frá ferð Leifs til Vín-
lands. Þetta er glæsileg gjöf því
bækurnar em afar vel gerðar en
kosta þó ekki meira en meðaldýr far-
sími. Þessi hugmynd hefur reyndar
fengið stuðning nokkurra þekktustu
fyrirtækja og stofnana hér á landi -
úr ýmsum greinum atvinnu- og
menningarlífs. Væm eitt þúsund ein-
tök af þessu ritsafni komin í skóla og
bókasöfn vestanhafs má treysta því
að það myndi efla áhuga þarlendra
manna á því landi og þjóð sem á slíka
gersemi. Ekki þarf að efast um að
áhugi Vestur-íslendinga myndi efl-
ast mjög - einkum yngri kynslóð-
anna sem eru lengst komnar frá ís-
lenskum upprana sínum.
Auk þessa má benda á að fleiri
hafa lengi haft áhuga og mætur á ís-
lendingasögum en þeir sem rekja
ætt sína til íslands. Víða um lönd er
til þeirra vitnað sem hinna merkustu
bókmennta þótt ákaflega fáir hafi
þar getað talað af persónulegri
reynslu. Nú er margfalt, margfalt
fleirum en áður kleift að lesa þessar
sögur og víst er að margur þættist
góðu bættur að eiga aðgang að þeim
þótt tengsl hans við Island væra af
öðram toga.
Það verður að segja að hvenær
sem íslendingar þurfa að gefa við-
skiptafélögum eða vinum sínum eitt-
hvað til minja, eitthvað sem færir
ánægju og er einstakt í sinni röð - þá
verða Islendingasögumar í útgáfu
Leifs Eiríkssonar nærtækar. Engir
eiga þær frekar skildar en frændur
okkar vestan hafs.
Höfundar eru íslenskufræðingar
og framhaldsskólakennarar á
Akureyri.