Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 ÚR VERINU Refsitollur á útflutning SH á laxi frá Noregi Hefur lítil áhrif á rekstur skrifstofunn- ar, seg-ir kynningarstjóri SH MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bill Clinton lætur Starr í té lífsvni Ráðgjafar forset- ans deila um hvað ráðlegast sé fyrir hann að gera næst; útskýra sambandið við Lewinsky frekar fyrir al- menningi eða virða að vettugi þá gagnrýni að hann hafi ekki sýnt næga iðrun er hann ávarpaði þjóðina síðastliðinn mánudag. Reuters FULLTRÚI bandarísku leyniþjdnustunnar stöðvar og ræðir við ferðamann við öryggiseftirlitsstöð við aðsetur forsetahjónanna á Martha’s Vineyard. AFURÐAKAUPASKRIFSTOFA SH í Noregi, Icelandic Freezing Plants Norway, er eitt þriggja út- flutningsfyrirtækja í Noregi, sem nú verða að greiða refsitoll á út- fluttan lax frá þeim til Evrópusam- bandsins. Fyrirtækin þrjú verða að taka á sig þennan toll, sem er 13 til 14%, vegna útflutnings á laxi til ESB á verði sem var lægra en um- samið lágmarksverð milli Noregs og ESB. Fyrst í stað mun tollurinn leggj- ast á útfluttan lax til ESB í fjóra mánuði, en í versta falli gæti refsi- tollurinn varað í fjögur ár. Vil- hjálmur Jens Ámason, kynningar- stjóri SH, segir að þetta mál hafi lítil áhrif á rekstur afurðakaupa- ski’ifstofunnar. Þarna sé um ákveð- in mistök að ræða og sé unnið að því að fara yfir gögn málsins. „Svo virðist sem þarna sé um að ræða útflutning á 8 tonnum af laxi til Frakklands á síðasta ári, skömmu eftir stofnun skrifstof- SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur veitt tveimur námsmönnum styrki til framhaldsnáms. Er þetta í fjórða sinn sem styrkurinn er veittur og bárust að þessu sinni fjórar styrkumsóknir. Dómnefnd skipuð þeim Ólafi Ástþórssyni, deildarstjóra á Hafrannsókna- stofnun, og Ragnari Árnasyni pró- fessor fjallaði um umsóknimar. Skoðar sérstaklega aðgreiningu kolmunnastofna Hærri styrkurinn, 750 þúsund krónur, var veittur Olöfu Yrr Atla- dóttur sem stundar meistaranám við East Anglia-háskólann í Norwich í Englandi. Rannsóknir hennar eru á sviði stofnerfðafræði og skoðar hún sérstaklega aðgrein- ingu kolmunna. Rannsóknir henn- ar eru hluti af stærra verkefni þar sem skoðaðar eru fjórar þorskfisk- tegundir í Norður-Átlantshafi. Ólöf rannsakar meðal annars breyti- leika í erfðaefnisbútum til að skoða hvort finna megi mismun í kolmunnastofnum í Norður-Atl- antshafi og greina þannig mismun- unnar. Laxinn var sendur á bráða- birgðaverði til Frakklands, en þar var hann seldur á verði yfir lág- marksverði ESB. Fyrir vikið kem- ur svo út að verið sé að selja undir lágmarksverði. Svo var ekki gert og reikningur vegna sölunnar sýn- ir það. ESB hefur fengið þessar upplýsingar og unnið er að málinu í samráði við útflutningsráð Nor- egs og norsku sendinefndina í Brussel, en niðurstaðan hefur dregizt á langinn," segir Vilhjálm- ur Jens. Hann bætir því við að þó tollur- inn leggist tímabundið á útflutning á laxi frá skrifstofunni, hafi það lítil áhrif, því umsvif hennar séu fyrst og fremst í útflutningi á bolfiski frá Noregi. Á því rúma ári sem hún hafi starfað sé stærsti hluti útflutn- ingsins bolfiskur til sölufyrirtækja SH víða um heim. Hin fyrirtækin tvö, sem refsitoll- urinn nær til, eru Incofood AS og Mavo Norge AS. andi hópa sem séu á einhvern hátt æxlunarlega einangraðir. „Það er skemmtileg tilviljun að nú er kolmunninn einmitt farinn að ganga inn í íslensku lögsöguna og verður mikilvægari nytjafiskur fyr- ir Islendinga. Þá er mikilvægt að vita hvemig kolmunninn skiptist í hópa til að sjá hvernig stofnsveiflur verða,“ segir Ólöf Ýrr. Æxlunarlíffræði hnísu Þá hlaut Sverrir Daníel Hall- dórsson styrk að upphæð 250 þús- und krónur til rannsókna á æxíun- arlíffræði hnísu. Megintilgangur verkefnisins er að geta staðfest kynþroskastig hnísu en það er gert með vefjasýnum úr legi, eistum og eggjastokkum. Upplýsingar rann- sóknarinnar eru gmnnupplýsingar sem notaðar eru til að geta betur fylgst með þróun stofnstærðar hnísu og eru rannsóknir Sverris í tengslum við fjölstofnarannsóknir Hafrannsóknastofnunar. Sverrir er í framhaldsnámi við háskólann í Bergen í Noregi. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur látið embætti sérstaks sak- sóknara í té lífsýni til þess að ganga megi úr skugga um hvort forsetinn sé ábyrgur fyrir blettum í dökkblá- um kvöldkjól Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta hús- inu. The Daily Telegraph greindi frá þessu í gær. Rannsókn saksóknarans, Kenn- eths Starrs, beinist að sambandi for- setans og Lewinskys, en í vitnis- burði frammi fyrir rannsóknarkvið- dómi Starrs sl. mánudag viður- kenndi forsetinn að hafa átt í „óvið- eigandi" sambandi við stúlkuna. Lewinsky kom fyrir kviðdóminn í gær, öðru sinni. Rannsakendur bandarísku alríkis- lögreglunnar, FBI, hafa rannsakað kjólinn, sem keyptur var í GAP- verslun, og segja heimildamenn Tel- egraph í Washington að fundist hafi blettir í honum. Forsetinn „var beð- inn um og veitti“ sýni af erfðaefni úr sér, að sögn heimildamanna. Sér- fræðingar segja að nægt hafi að for- setinn veitti munnvatnssýni eða hár. Með kynlíf á heilanum Fréttaskýrandi New York Times sagði í gær krafa Starrs um lífsýni taki af allan vafa um að saksóknar- inn sé staðráðinn í að komast að hinu sanna um líkamlegt samband Clintons og Lewinskys, væntanlega í þeim tilgangi að finna mótsagnir milli framburðar hvors fyrir sig. Með þeim hætti geti Starr gengið ur skugga um hvort forsetinn hafi gerst sekur um meinsæri í fram- þurði í máli Paulu Jones gegn hon- um. Bent er á að sumir ráðgjafa Clint- ons telji þessar tilraunir Starrs koma sér vel fyrir forsetann ef þing- ið þurfi að skera úr um hvort Clint- on skuli ákærður fyrir embættisaf- glöp og neyddur til að segja af sér. Segja ráðgjafarnir að þessar aðferð- ir Starrs sýni að saksóknarar séu með kynlíf á heilanum, en skoðana- kannanir hafi sýnt að almenningur í Bandaríkjunum telji sig vita meira en nóg um lygar, blekkingar og kyn- líf í Hvíta húsinu. Játaði ekki munnmök í framburði sínum á mánudag hélt Clinton því fram að sambandið sem hann átti við Lewinsky sam- ræmdist ekki skilgreiningu lög- manna Jones á kynferðislegu sam- bandi. Clinton neitaði að svara spurningum saksóknara um hvernig kynferðislegu sambandi sínu og Lewinsky hefði verið háttað, en svaraði spurningum um það hvers konar atferli hann teldi samræmast skilgreiningunni, að því er New York Times hafði eftir ónafngreind- um ráðgjafa forsetans í gær. Ráðgjafinn sagði að forsetinn hefði ekki viðurkennt að hafa átt munnmök eða nokkur önnur tiltekin mök við Lewinsky, en hefði þess í stað bent saksóknurum á upphaf- lega yfirlýsingu sína. „Hvað eftir annað sagði hann: Eg er búinn að segja að þetta hafi verið óviðeig- andi,“ sagði ráðgjafinn. Nielsen-fyrirtækið, sem mælir sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum, greindi frá því að alls hefðu 67,6 milljónir Bandaríkjamanna fylgst með sjónvarpsávarpi forsetans að loknum vitnisburði hans á mánudag. Um 53 milljónir fylgdust með stefnuræðunni sem Clinton flutti skömmu eftir að ásakanirnar um sambandið við Lewinsky komu fyrst upp á yfirborðið. Lewinsky og Clinton svöruðu spurningum saksóknara um hvernig gjöfum forsetans til hennar var skil- að hvort á sinn hátt, að því er Was- hington Post greindi frá í gær. Lewinsky sagði að einkaritari for- setans, Bettie Currie, hefði komið til sín og beðið sig um að skila gjöfun- um. Frásögn Clintons, við framburð- inn á mánudag, mun stangast á við frásögn bæði Lewinskys og Cun-ies, en að sögn Washington Post hefur ekki komið í Ijós í hverju mismunur- inn er fólginn. Lögspekingar tjáðu blaðinu að þetta misræmi í fram- burði væri sennilega alvarlegasti lögfræðilegi vandinn sem forsetinn stæði frammi fyiár. Lewinsky óánægð Nánir vinir Lewinskys tjáðu New York Times að hún væri ákaflega ósátt við ávarp Clintons. Henni hafí þótt slæmt að heyra forsetann af- greiða sem óviðeigandi daður það sem hún hafi talið hafa verið eins og hálfs árs náið tilfinningasamband, með gjöfum, ljóðum og hálsmenum. New York Times sagði í gær að frá því Clinton hafi játað óviðeigandi samband sitt við Lewinsky hafi ráð- gjafar forsetans og framámenn í Demókrataflokknum hver á fætur öðrum látið í ljósi vonbrigði sín með afhjúpanirnar undanfarna daga. Sumir hafi farið fram á samúð al- mennings. En aðrir hafi látið vaða á súðum. Þeirra á meðal sé Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður frá Kali- forníu. Hún sagði að verulega hefði dregið úr trausti sínu á forsetanum. New York Times segir að fljótlega eftir að Lewinsky-málið kom fyrst upp á yfirborðið hafi Clinton hringt sjálfur í Feinstein og útskýrt fyrir henni að orðið hefði að flytja Lewin- sky úr starfi í Hvíta húsinu því að hún hafi verið farin að ofsækja hann. Þetta sé ein ástæða þess hversu vonsvikin Feinstein sé nú. Ýmsir leiðarahöfundar í Banda- ríkjunum og þingmenn repúblíkana hafa krafist þess að forsetinn segi af sér. Ráðgjafar forsetans sögðust ekki taka mark á slíkum upphrópun- um valdaklíkunnar í Washington. Almenningur væri búinn að fá sig fullsaddan af Lewinsky-málinu. Innan og utan hringsins Annar fréttaskýrandi New York Times tekur undir: „Innan hring- brautarinnar [sem liggur umhverfis Washingtonborg] fara álitsgjafar og leiðarahöfundar mörgum orðum um fallandi forseta. [...] Utan við [hring- inn] segir almenningur við skoðana- kannara að hann sé þreyttur á að heyra um Monicu Lewinsky og vilji að þjóðin snúi sér að öðru.“ Fréttaskýrandinn heldur áfram og segir að það sé einmitt þessi gjá á milli raunveruleikans annars vegar og sjálfskipaðs stjórnmálaaðals í Washington hins vegar sem ráðgjaf- ar forsetans segi að muni hjálpa Clinton að standa af sér Lewinsky- fárviðrið. Þingmenn muni taka tillit til almenningsálitsins og ekki draga málið frekar á langinn með því að fara fram á yfirheyrslur vegna hugs- anlegrar ákæru á hendur forsetan- um fyrir embættisafglöp. „Þetta er greinilega svipað og stefnuræðan 1995,“ er haft eftir ráð- gjafa forsetans. Álitsgjafar hafi tætt í sig ræðuna en almenningur hrósað henni í hástert. „Viðbrögðin innan við hringbrautina eru allt önnur en í Bandaríkjunum." Fréttaskýrendur telja að þetta geti farið á hvort veginn sem er: „Annaðhvort mótar aðallinn viðhorf almennings á næstu vikum og fær hann á þá skoðun að forsetinn verði að víkja, eða þá að aðallinn áttar sig á þeim vísdómi er liggur að baki stuðnings almennings við forset- ann,“ hafði New York Times eftir Thomas Mann, stjórnmálafræðingi við Brookings-stofnunina í Was- hington. Beðið átekta Forsetinn dvelur nú með fjöl- skyldu sinni á Martha’s Vineyard, sem er eyja úti fyrir strönd Nýja Englands og vinsæll sumardvalar- staður, en fréttaskýrendur segja að á meðan séu ráðgjafar forsetans uppteknir af því að velta fyrir sér hvaða skref skuli taka næst til þess að vinna upp það sem tapaðist vegna ávarpsins á mánudagskvöldið. Ráðgjafarnir tjáðu Washington Post að ekkert yrði ákveðið alveg á næstunni. Sumir ráðgjafanna telja að forsetinn verði að útskýra sam- band sitt við Lewinsky betur, en aðrir segja að hann geti virt að vettugi þá gagnrýni að hann hafí ekki sýnt næga iðrun í ávarpinu. Morgunblaðið/Þorkell OLAFUR Ástþórsson, formaður dómnefndar, Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra, Björn Halldórsson, sem tók við styrknum fyrir hönd bróður síns, Sverris, og Ólöf Ýrr Atladóttir. Rannsaka hnísu og kolmunnastofna Sjávarútvegsráðherra úthlutar námsstyrkjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.