Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Afmælishátíð í Norræna húsinu SVEND Asmundssen fiðluleikari NORRÆNA húsið stendur fyrir 30 ára afmælishátíð frá kl. 14-22.30 í tengslum við Menningarnótt. I tilefni þessara tímamóta verður í boði fjölbreytt dagskrá. Fram koma Draupner, sænskur þjóðlagahópur, söngkonan og kantele-Ieik- arinn Sinikka Langeland frá Noregi, Jigme Drupka, afrískur tónlistarmaður sem kemur líka frá Nor- egi, og þjóðlagasöngvarinn Juakka Lyberth kemur frá Grænlandi. Kl. 16-17 taka gestir til máls og tekið verður á móti heillaóskum. Kl. 17-22.20 skemmta gestum Mikael Fagerholm, tenórsöngvari, Kjell Frisk, klarínettuleikari, og Marcus Boman, pianóleikari frá Álandseyjum, og kvartett Svend Asmussen frá Danmörku. í bókasafninu verður sýning frá Þjóðfræðisafninu í Eistlandi á prjónuðum vettlingum og sjölum með hefðbundu eistnesku mynstri. f anddyri verða sýndar ljós- myndir af listakonunum sem eiga frá Danmörku. verk á sumarsýningu Norræna hússius í sýningarsölum í kjallara, fslandsdætur í myndlist. í sýningarsölum er svo sfðasta sýningarvika á sýningunni: Þeirra mál ei talar tunga, íslandsdætur í myndlist. Sýnd eru verk eftir 11 íslenskar listakonur. Líf manns frumsýnt í Kaffíleikhúsinu Morgunblaðið/Kristinn DAVID Máj og Stefanía Thors í hlut- verkum sfnum í Lífi manns. í TILEFNI Menningamætur í Reykjavík frumsýnir Kaffi- leikhúsið í Hlaðvarpanum sýn- inguna Líf manns sem byggð er á leikriti eftir rússneska rit- höfundinn Leoníd Andrejev (1871-1919). Leikritið er um líf manns, frá fæðingu til dauða, um samskipti hans við sjálfan sig, fjölskyldu og æðri máttar- völd. í kynningu segir að í verkinu sé velt upp mörgum áleitnum spumingum, meðal annars hver stjómi lífi fólks? Það sjálft, ástin, dauðinn eða guð? Leikaramir Stefanía Thors og David Máj nota verk Andrejevs sem gmnn sem þau vinna út frá í spuna sem unn- inn er í samvinnu við leikstjóra þeirra í Listaháskólanum í Prag, Jönu Pilátová, og með hjálp Rebekku A. Ingimundar- dóttur hafa þau þróað sýning- una enn frekar. í sýningu Kaffíleikhússins á Lífi manns er notast við brúð- ur og mjög einfalda leikmuni. Jafn- framt er unnið út frá ævagömlum helgisiðum sem og sígildum barna- leikjum. Sýningin er bæði á tékk- nesku og íslensku en þýðing á tékk- neskum texta fylgir. Stefanía Thors er Reykvíkingur en stundar nú leiklistarnám við Listaháskólann í Prag. David Máj er fæddur í Pardubice í Tékklandi. Áð- ur en hann hóf nám við listaháskól- ann vann hann í þrjú ár við brúðu- leikhús í Most og hefur tekið þátt í yfir 1.200 sýningum. Lióðamaraþon í Iðnó NÓTT hinna löngu ljóða nefnist Ijóðamaraþon sem Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis býður borgarbúum til í Iðnó á Menning- amótt. Umsjón hafa skáldin Linda Vilhjálmsdóttir, Sjón og Andri Snær Magnason. Formleg dagskrá hefst kl. 19.30 og stendur til kl. 2. Kl. 15-20 munu skáldin skjóta upp kollinum hér og þar í bænum. Kl. 19.30 verður lesið ljóð í Tjamar- hólmanum og ljóðið síðan flutt í land. Kl. 20-20.45 munu Elísabet Jök- ulsdóttir, Gyrðir Elíasson, Vilborg Dagbjartsdóttir og Sveinbjörn I. Baldvinsson flytja ljóð. Snorri Sigfús Birgisson tónskáld frumflytur píanó- verkið Divertimento í sól tileinkað Þorkeli Sigurbjörnssyni tónskáldi. Kl. 21-21.45 munu Kristján Þórð- ur Hrafnsson, G. Eva Mínervudóttir, Helgi Hálfdanarson og Steinunn Sigurðardóttir flytja ljóð. Vigdís Hr- efna Pálsdóttir syngur og Karl 01- geirsson leikur á píanó. Kl. 22-22.45 munu Þorsteinn Gylfason skáld og þýðandi, Ásgerður Júníusdóttir mezzósópransöngkona og Iwona Jagla píanóleikari, flytja ljóð og lög. Kl. 23-23.40 munu Óh'na Þorvarð- ardóttir, Bragi Ólafsson, og Þórar- inn Eldjám flytja ljóð. Ragnhildur Gísladóttir syngur. Kl. 00.30-2 munu Ingibergur Sig- urðsson glímukóngur íslands og Sig- urður Nikulásson glíma. Andri Snær Magnason, Kristján Árnason, Har- aldur Jónsson, Hallgrímur Helga- son, Gerður Kristný, Sigtryggur Magnason og Berglind Ágústsdóttir flytja ljóð. Doktor Gunni og Heiða spila og syngja. Aðstandendur vekja athygli á því að klapp í salnum verður mælt með þar til gerðu tæki og niðurstöður kynntar jafnóðum. í lokin verða því skáldi veitt verðlaun sem bestar við- tökur hlýtur. Ingibjörg Þórisdóttir leikkona kynnir niðurstöður. Vökum af list í höfuðborgínni Á MENNINGARNÓTT í Reykja- vík munu söfn, gallerí, kirkjur, kaffihús, veitingahús, verslanir og fleiri þjónustuaðilar í miðborg Reykjavíkur hafa opið fram á nótt og bjóða upp á fjölbreyttar sýning- ar, tónleika, uppákomur, leiklist og aðra menningaratburði. Á mið- nætti verður skotið upp flugeldum við Tjömina í hjarta miðborgarinn- ar. Dagskráin miðast við alla fjöl- skylduna. Sumir viðburðir eru hefðbundinn þáttur í menningarlífi borgarinnar en til annarra er sér- staklega stofnað í tilefni Menning- amætur. Setning Menningarnætur fer fram við Hallgrímskirkju kl. 17. Við sama tækifæri verður torgið við kirkjuna opnað og því gefið nafn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri og séra Sigurður Páls- son sóknarprestur flytja ávörp. Þátttakendur í dagskrá í Hall- grímskirkju í framhaldi af setningu verða Ingveldur Yr Jónsdóttir söngkona, Matthías Johannessen ijóðskáld, Ragnhildur Gísladóttir söngkona, félagar úr málmblásara- hópnum Serpent, Hörður Áskels- son organisti, Douglas A. Brotchie organisti og Steinunn Birna Ragn- arsdóttir píanóleikari. Að auki taka börnin af leikskólanum Grænuborg þátt í setningu Menningamætur og Bréfdúfusamband Islands setur svip á dagskrána. Ýmsir viðburðir I Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 14 opnar formaður Menningarmála- nefndar sýningu á verkum Dieters Roth. Hluti sýningarinnar er myndir sem Dieter tók af húsunum á Seyðisfirði en Seyðisfjarðarkaup- stað er með þessum hætti sérstak- lega boðið til þátttöku í Menning- amótt í ár. „Sýningin er dæmi um það hvernig frumlegur og hug- myndaríkur listamaður af erlendu bergi brotinn sér landið okkar með öðmm og óvæntum hætti,“ segir í kynningu. Sýningin verður opin á Menningamótt til kl. 01 en annars kl. 08-19 virka daga og 10-18 um helgar. Kl. 14 verður gengið í fylgd með Auði Ólafsdóttur listfræðingi um sýningu Myndhöggvarafélagsins á strandlengjunni meðfram Ægisíðu og út að Óskjuhlíð. Lagt af stað frá höggmyndinni Áningu við Sörla- skjól. Reykjavík fyrr og nú nefnist dagskrá í Sölvasal á efri hæð veit- ingastaðarins Sólon Islandus sem Vökum af list er yfir- skrift Menningarnætur í miðborg Reykjavíkur sem haldin verður þriðja sinni á morgun, laugardaginn 22. ágúst. Hér á eftir verður stiklað á helstu dag- skrárliðum. SÝNING á verkum Dieters Roth verður opnuð í Ráðhúsinu kl. 14 á morgun. hefst kl. 15. Pétur Pétursson, fyrr- verandi þulur, segir frá Reykjavík fyrri tíma. Brúðubíllinn verður á ferð kl. 16 á Austurvelli við Landsímahúsið. Kl. 18.30 verður götuleikhúsið Zirkus Ziemsen á leikskólanum Grænuborg á Skólavörðuholti og flytur barnaleikritið Stjömuferð- ina. Leikritið er ekki síður fyrir fullorðna. Kl. 19 og kl. 20 verður sérstök leiðsögn um Höfða í tilefni Menn- ingarnætur. Takmarkaður fjöldi. Graffítí í góðu lagi er yfirskrift verkefnis sem efnt verður til kl. 20-23 við Laugaveg 24-26. Ungir úðabrúsalistamenn skreyta veggi og diskaþeytari spilar hressilega tónlist undir. Þá vekja aðstandend- ur Menningarnætur athygli á því að undanfarið hefur ungt fólk í Vinnuskóla Reykjavíkur unnið stórar veggmyndir í frítíma sínum við Austurbæjarskóla. Þá verður veggmynd, sem unnin hefur verið á húsi Máls og menningar við Vega- mótastíg, afhjúpuð á Menning- amótt kl. 22.30. Seglskipið Kerzones liggur við festar í gömlu höfninni. Gestir em velkomnir um borð frá kl. 20-22. Kl. 20 verður stiginn línudans við Miðbakka. Jóhann Örn dans- kennari ásamt hópi dansara sýnir. Kl. 22 verður efnt til tónhstar- flutnings í boði Reykjavíkurhafnar á sýningunni Konur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. VISA Island býður bömum að koma og taka þátt í myndasam- keppni á 2. hæð Hins hússins við Ingólfstorg kl. 14-17 í tilefni af 15 ára afmæli VISA. Zirkus Ziemsen verður með heita og eldfima sýningu við úti- taflið, Bernhöftstorfu kl. 23.30. Skyggnimyndalýsing fer fram við Klapparstíg 24 kl. 24. Inga Sól- veig Friðjónsdóttir Ijósmyndari sýnir skyggnur. Tónleikar Hitt húsið býður upp á útitón- leika á Ingólfstorgi frá kl. 20-23. Kl. 20-20.15: To Hell with love. Flytjendur Rosemary Kajioka á flautu, Guðrún Dalía Salomons- dóttir á trommur, Ólöf Helga Arn- alds á gítar, Erla Björk Þórisdóttir á bassa, Soffía Birgisdóttir á hljómborð og Hildur Loftsdóttir syngur. Kl. 20.30-21.00: Fortuna-kvar- tettinn leikur framsaminn jazz- bræðing, sem og lög eftir aðra. Fortuna-kvartettinn skipa þeir Gestur Pálsson á saxófón, Ludvig Forberg á víbrafón, Magnús Sig- urðarson á bassa og Ingvi Rafn Ingvason á trommur. Kl. 21.00-21.40: Flutt verður verkið Skammdegi 2 eftir Kjartan Ólafsson tónskáld. Elektrónískt verk. Flytjendur: Kjartan Ólafsson á tölvuhljómborð, Hilmar Jensson á gítar og Matthías Hemstock á trommur. 22.00-23.00 Magga Stína ásamt hljómsveit flytur lög af væntan- legri hljómplötu. Flytjendur: Magga Stína á fiðlu, Amar Geir Ómarsson á trommur, Pétur Hall- grímsson á gítara, Guðni Finnsson á bassa, Valgeir Sigurðsson á ví- brafón og hljómborð og Óskar Guðjónsson á blásturshljóðfæri. Önnur tónlistaratriði verða vítt Nýjar sýningar opnaðar í Nýlistasafninu FJÓRIR myndlistarmenn opna sýningar á Menningarnótt í Nýlistasafninu kl. 20. Það eru þeir Dani'el Þ. Magnússon, Hrafn- hildur Arnardóttir, Juan Geuer og Finnur Arnar. Við opnunina kl. 21 spilar pönkhljómsveitin PPPönk, hún er á vegum Finns Arnar en hann sýnir í gryfju. Verk hans Ijalla m.a. um þá drauma sem við eig- um um framtíðina. Hvað viljum við verða og hveijar eru hug- myndir okkar um framhaldið? Verkið er að hluta til unnið í samvinnu við PPPönk. Daníel Þ. Magnússon opnar að þessu sinni húsgagnasýningu í SUM sal. Sem uppfyllingu á sýn- ingunni notar Daniel Iandslags- málverk, svokölluð slembimál- verk sem hann hefur gert sjálfur. I forsal Nýlistasafnsins sýnir Hrafnhildur Arnardóttir yfir 300 andlitsmyndir af allri Laugar- vatnsættinni unnar með tússlitum á glanspappír. „Eg er að gera eins konar hópmynd af öllum sem eru mér blóðtengdir í móðurætt- ina frá langömmu og langafa," segir Hrafnhildur. Myndirnar vann hún upp úr ættfræðibók um Laugarvatnsættina sem hún fékk senda og mun verkið hafa þróast af söknuði og ást á því sem sérís- lenskt er. Hrafnhildur stundaði framhaldsnám í myndlist í New York og býr þar nú. Juan Gauer (fæddur í Hollandi 1917) sýnir í bjarta og svartasal safnsins. Hann kom til landsins að kenna á Seminar on Art 98, en setur upp tvær af innsetningum sínum á Nýlistasafninu. Ásamt því að hafa unnið í gler og málað hefur Geuer, síðan 1968, unnið þrívíðar innsetningar tengdar starfi hans við vísindarannsóknir en einnig tengdar pólitískri með- vitund hans. Verk hans verður hægt að skoða til sunnudagsins 30. ágúst. Sýningarnar standa til sunnu- dagsins 6. september. Nýlistasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá 14-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.