Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 25
Jennifer Jason Albert Ben Maggie
LEIGH FINNEY CHAPLIN SMITH
Washington Torg
Textilskúlptúrar
OLÍKUMÁLVERKIÐ Dögun
eftir Nönnu Dýrunni er meðal
verka á sýninguni í Perlunni.
Sýningu
í Perlunni
lýkur
MÁLVERKASÝNINGU Nönnu
Dýrunnar Björnsdóttur og Marks
Dickens í Perlunni lýkur nú á
sunnudag. Sýningin hefur staðið
frá því í byrjun ágúst.
Á sýningunni eru m.a. myndir
frá íslandi eða undir áhrifum frá
íslensku landslagi og hugmynda-
heimi.
Nanna Dýrunn lagði stund á högg-
myndalist í London en útskrifaðist
seinna í málaralist frá City and
Guild of London Art School.
Mark Dickens lauk prófí frá
Central School of Art and Design í
London í málalist og grafík og
stundaði framhaldsnám í Flórens á
Ítalíu.
Nanna Dýrunn og Mark hafa
bæði tekið þátt í mörgum samsýn-
ingum ytra undanfarin ár en þetta
er í fyrsta sinn sem þau sýna mál-
verk sín hér á landi. Sýning þeirra
er opin daglega kl. 10-22.
MYMPLIST
Listhns Ofeigs
MYNDVERK
ISA ÖHMAN
Opið alla daga á timum verslunarinn-
ar. Til 22. ágúst. Aðgangur ókeypis.
ÞAÐ gerist æ oftar, að listamenn
hagnýti sér hin aðskiljanlegustu
efni í myndverk sín, hvort tveggja
tví- og þrívíð. Þetta kemur afar vel
fram í skúlptúrum Isu Öhman sem
vinnur í blandaðri tækni, svo sem
rýa, línugarnsvafningar sem hún
vefur utan um bómullarefni. Notar
akrýlliti bæði á skúlptúrana og í tví-
víð verk, þannig eru klippimyndirn-
ar unnar í akryl, gvass, pappír og
taui. Vill flétta inn í þau fjölbreytni
og hraða samfélagsins í bland við
gáska, mjúka og græskulausa
kímni.
Hér er um lærðan textíllistamann
að ræða, sem stundaði nám við
Textílstofnunina í Borás, Vefskóla
velunnara listíða og Konstfack í
Stokkhólmi og útskrifaðist þaðan
^ (j\ J
. QvJQÁ'' r-'v
n P
....* '“*•* ' ^
Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson
HINN velviljaði, blönduð
efnistækni.
sem textílhönnuður 1979. Rekur
eigin vinnustofu í Stokkhólmi og
hefur haldið ýmsar sérsýningar í
heimalandi sínu.
Það er leikurinn við efnið sem
helst kveikir í sköpunargáfu lista-
konunnar, sem kemur sýnu best
fram í skúlptúrunum sem geta
ögrað fýrir undirfurðulega kímni og
óvenjulegt vinnulag. Ferlið er þó
ekki með öllu óþekkt og sér helst
stað í almennum íðum hvers konar,
svo og verkum núlistamanna sem
hafa tekið föndur og ódýr efni upp á
arma sína, jafnvel hnoð og glingur-
list, kitsch. Slíkir eru yfirburðir
skúlptúrverkanna að skoðandinn
tekur vart eftir klippimyndunum,
og þó njóta þeir sín naumast í rým-
inu, því þessi fjölbreyni kallar á
sveigjanleika og afmarkaða bása
fyrir einstök verk. Nokkrir skúlpt-
úranna myndu að mínu viti vafa-
laust vekja drjúga athygli í öðru
umhverfi, t.d. í listhúsum núlista,
þar sem þeir eiga kannski meira
heima, en aðrir sverja sig í ætt við
almennari textíl og íðir.
Rýnirinn hafði giska gaman af
þessum skúlptúrum sem léttu lund
og fylgdu honum drjúga stund eftir
að hann yfírgaf staðinn.
Bragi Ásgeirsson
Fiðlutón-
leikar í
Hveragerð-
iskirkju
MÆÐGURNAR Eva Mjöll Ing-
ólfsdóttirr og Andrea Kristins-
dóttir, níu ára, verða í Hvera-
gerðiskirkju sunnudaginn 23.
ágúst kl. 17. Undirleikari á pí-
anó er Peter Máté.
Á efnisskrá tónleikanna eru
vinsæl verk fyrir einsleiksfiðlu,
t.d. Partita eftir J.S. Bach í
d-moll, sem þykir eitt af meist-
arastykkjum fíðlubókmennt-
anna, sónata fyrir fíðlu og píanó
eftir Cesar Franck, auk smærri,
vinsælla verka eftir Fritz
Kreisler o.fl.
Heimsklúbbur Ingólfs styrkir
tónleikana en listasjóður Heims-
klúbbsins hefur á undanförnum
árum Iagt fram fé til styrktar
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
ANDREA Kristinsdóttir á tón-
leikum í Stykkishólmskirkju um
síðustu helgi. Einnig komu þar
fram móðir hennar Eva Mjöll
Ingólfsdóttirr og Peter Máté.
ungu listafólki. Styrkurinn nú
er til að örva foreldra til að
koma með börn sín á tónleika,
segir m.a. í fréttatilkynningu.
Þekking Reynsla Þjónusta
FALKINN
Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 540 7000
Fax: 540 7001 • Netfang: mm@falkinn.is
Hafnarborg
Píanótónleik-
ar Valgerðar
Andrésdóttur
PÍANÓTÓNLEIKAR Valgerðar
Andrésdóttur, sem haldnir verða
sunnudaginn 23. ágúst kl. 20.30,
eru fjórðu í röð-
inni „Tónleikar á
afmælisári". Fyr-
ir tónleikaröð
þessari stendur
Hafnarborg,
menningar- og
listastofnun
Hafnarfjarðar, í
tilefni af 90 ára
kaupstaðaraf-
mæli Hafnar-
fjarðar, og 15 ára afmæli Hafnar-
borgar.
A efnisskrá tónleikanna á sunnu-
dag eru Svíta op. 14 eftir Béla
Bartók, Sónata í As dúr, op. 110
eftir Ludwig van Beethoven og
Sónata í b moll, op. 35 eftir Fréder-
ic Francois Chopin.
Valgerður stundaði framhalds-
nám við Listaháskólann í Berlín,
þaðan sem hún lauk burtfararprófi
árið 1992. Hún bjó um tíma í Kaup-
mannahöfn og starfar nú sem pí-
anókennari og undirleikari við
Tónlistarskólana í Hafnarfirði og
Garðabæ.
Valgerður
Andrésdóttir
Tsurumi Pump
VATNS-
DÆLUR
SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500
www.ht.is
Umboösmenn um land allt
3“ með bensínmótor.
Afköst 1000 L/mín.
Frábært verð aðeins
kr. 67.550 m/vsk.
jjPjl '< 111II oj
Skútuvogi t2fl, s. 5681044
Verð frá
kr. 59.900 stgr.
Heimilistæki hf
tUIVICIVIM
Euronova þvottavél
• 3 kg af þvotti
• vinduhraði 600 snún./mfn.
eða 800 snún./mfn.
• mál 67 x 46 x 45 cm
EUMENIAX