Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 34
> 34 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HJALTIOLI EIRÍKSSON Hjalti ÓIi Ei- ríksson var fæddur í Reykjavík hinn 24. október 1980. Hann lést af slysförum 14. ágúst 1998. Foreldrar hans eru Eiríkur Hjaltason, f. í Reykjavík 12.5. 1947 og Jóhanna Sigríður Sigmunds- dóttir, f. á Bjarghóli V-Húnavatnssýslu 16.4. 1951. Þau eignuðust þrjú börn. Elstur er Kristinn Helgi, f. í Reykjavík 27.3. 1969, fyrrverandi sambýl- iskona Helga Ágústa Jónsdótt- ir, f. 8.5. 1971. Börn þeirra eru: Elvar Þór f. 29.5. 1991 og Agn- ar Freyr, f. 2.12. 1994. Næstelstur er Heiðar Sigmar, f. í Reykjavík 31.3. 1972, eiginkona Anja Maria Zillke fædd í Þýskalandi 12.12. 1963. Dóttir þeirra er Ólína Jó- hanna, f. 24.4. 1994 í Þýskalandi. Hjalti Óli var yngstur af þeim bræðrum hann stundaði nám við Fjölbrautaskól- ann í Garðabæ. Einnig vann hann við póstdreifingu siðustu tvö sumur. títför Hjalta Óla fer fram frá Garðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 16. Það er alltaf erfitt að horfa á eftir þeim sem manni þykir vænt um. Þér, sem fannst alltaf svo gott að koma og vera hjá mér, þar sem þér leið mjög vel. Og hvað þú varst fljótur að fara niður þegar þú komst að sofa hjá mér. Þú, sem varst alltaf svo dugleg- ur og fljótur til ef mig vantaði hjálp, það var svo mikill kraftur í þér. Það er erfitt að lýsa því með orðum hve sárt ég sakna þín, elsku Hjalti Óh minn. Guð geymi þig. Nú legg ég augun aftur ó, Guó, þinn náðarki'aftur nun veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku, dóttir, tengdasonur, Helgi, Heiðar, Anja og Lína, Guð gefi okk- ur styrk í sorginni. Þín amma í Hörgatúni. Nú er sumarið senn á enda og haust- ið og veturinn fara að skella á með myrkri og kulda. Það er erfítt að kveðja frænda sinn og vin sem var mér sem bróðir. Þú sem varst alltaf hjá ömmu í Hörgatúni, þar sem þér leið alltaf mjög vel. Hvað þú gast legið og horft á Nýtt líf aftur og aft- ur, enda kunnirðu alla frasana utan- bókar og spólan er ónýt eftir mikla horfun. Ekki fórstu niður nema með leyfi frá frænda. Snemma fórstu að fá áhuga á tölvum, fyrst til leikja og seinna til náms og afþreyingar. Við tölvuna gastu setið tímunum saman, tölvur voru þitt hugðarefni og þar varstu á heimavelli, ef t.d. tölvan bil- aði var ekki verið að setja hana í við- gerð heldur skrúfaðir þú hana í sundur og gerðir við hana sjálfur eða eins og þú sagðir, ef einhver annar getur gert við tölvur, get ég það líka. Ef keyptur var einhvers konar raf- magnshugbúnaður í fjölskyldunni var alltaf náð í þig til að tengja og kenna fólki á tækin því að þetta lék í höndunum á þér. Þú varst nú stoltur af því þegar þú varst valinn efnileg- asti blakmaðurinn í þínum flokki hjá Stjörnunni því að allt sem þú tókst þér fyrir hendur var gert af miklum metnaði, þú varðst og varst alltaf fremstur í flokki. I skóla gekk þér mjög vel, þú þurftir ekki mikið að hafa fyrir því að læra, þú settist nið- ur eina kvöldstund fyrir próf og last og alltaf fékkstu framúrskarandi ein- kunnir. Þú varst sjálfmenntaður í þýsku og tölvum, þar sést best hvaða gáfum þú varst gæddur. Þegar við hjónin heimsóttum ykkur bræður í Þýskalandi sumarið 1996 sást vel hvað þið bræður voruð samtaka og líkir. Þér leið vel þar, enda fórstu aftur í fyrravetur og kenndir mér ör- lítið á tölvuna áður en þú fórst og sagðir, að nú hefði ég góðan tíma tO að æfa mig þangað til að hann kæmi aftur, því að þá átti að keppa í fót- bolta en sá leikur verður víst að bíða betri tíma. Þú varst stoltur af bflnum þínum, hann átti að fara í gang eftir nokkra daga, vélin var fundin og allt var bjart framundan í þeim málum. Eftir að þú komst heim frá Þýska- landi í sumar barstu út póstinn í hverfínu okkar og alltaf gafstu þér tíma til að stoppa og spjalla um sjálf- an þig því að það var alltaf svo mikið að gerast í kringum þig. Elsku systir, mágur, mamma, Ólína, Helgi, Heiðar og Anja, megi Guð vera með ykkur og veita ykkur styrk á þessari erfíðu stundu. Þegar við horfum á eftir góðum dreng í blóma lífsins sem alltaf var svo bjartsýnn, jákvæður og hjálpfús. Kristján og María. Þegar okkur var tilkynnt að okkar besti vinur og félagi, Hjalti Óli, hefði látist í bílslysi 14. ágúst síðastliðinn var það sárara en orð fá lýst. Það var svo fjarlægt hugsun okkar, að einhver úr okkar hópi myndi hverfa svo skyndilega af vettvangi. Okkar sterku vináttubönd til margra ára verða ekki sýnileg lengur, en þú verður samt áfram í vinahópnum, minningin um þig mun varðveitast um ókomin ár. Það var svo ótal margt skemmtilegt sem við gerðum, við lékum saman körfu og fótbolta og alltaf var hægt að fara í smiðju til Hjalta þegar þurfti að leysa ýms flókin tæknileg tölvumál, enda hafði hann fengið sérstaka viðurkenningu í skólanum á því sviði. Allir vildu eiga Hjalta að vini, hann var greind- ur, hafði gott skopskyn, var skemmtilegur og viðræðugóður, hafði sterkan persónuleika. Sjálf- sagt hefði Hjalta fundist þessi lýsing alltof væmin og hátíðleg og í litlu samræmi við orð og athafnir í dag- legum samskiptum okkar, þar sem allir gátu sagt með opnum huga meiningu sína hispurslaust. Við fórum félagamir saman á Halló Akureyiá, þar var æðislega gaman, við nutum og nýttum timann vel, eigum við nokkuð að lýsa því ft’ekar, við áttum náttúrlega staðinn, hvað annað? I minningargi-einum er oft sagt að hinir látnu séu farnir yfii- móðuna miklu, vissulega ertu farinn frá okkur, en við erum samt svo ná- lægt þér, minningin um þig verður alltaf skýr og fersk. I þessari stuttu grein höfum við reynt að lýsa hug okkar tii þín, en þegar vinir kveðja vin sinn látinn þá skortir okkur orð að lýsa sorg okkar og söknuði. Að lokum viljum við þakka þér all- ar skemmtilegu samverustundirnar og einlægan vinskap. Við vottum foreldrum þínum, systkinum og öðrum ættingjum innilegustu samúð. Arnar, Sigurður, Gunnar, Þorgeir, Þór og Hannes. Þó ég sé látin, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þó látna mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót, til Ijóssins. Verið giöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefúr. Og ég, þó látin sé, tek þátt í gleði ykkar yfír lífinu. (Kahlil Gibran.) Sumri er tekið að halla, dagur að kveldi kominn og síðustu sólargeisl- arnir teygja sig yfir hafflötinn. Nú er komið að kveðjustund elsku Hjalti Óli. Ekki áttum við von á þvi að það yrði svona fljótt, en enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Hjalti Óli var vinur vina sinna. Hann lifði lífínu lifandi og var ávallt glaður og sá alltaf björtu hliðarnar á öllu. Þó hann væri oft á hraðferð gaf hann sér alltaf tíma til að spjalla. Tölvan og tæknin voru hans áhuga- mál og því var leitað til hans með öll tæknivandamál. Og auðvitað sá hann lausnina og gerði mikið grín af fáfróðum ættingjum. Eftirminnilegust eru jólaboðin og gamlárskvöldin hjá ömmu í Hörga- túni. I jólaboðunum fónim við syst- urnar og Hjalti Óli í tölvuna og við dáðumst alltaf að hve fær hann var í „Super Mario Bros“. Og á gamlárs- kvöld var hann alltaf með fullan poka af flugeldum og við stóðum og horfðum á hann sparka „kínverjun- um“ niður útitröppurnar. Framtíðin brosti við honum og hann stefndi á áframhaldandi nám í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í haust. Það er sárt að hugsa til þess að fá ekki að hitta hann aftur og eiga ánægjulegar stundir saman eins og við höfum átt. En við eigum margar góðar minn- ingar í hjörtum okkar og þær verð- um við að varðveita. Minningin um Hjalta Óla er eins og lítill gimsteinn; þó hann taki lítið pláss er hann óskaplega fagur og dýrmætur. Við þökkum fyrir allar þær sam- verustundir sem við áttum saman og biðjum Guð að varðveita minningu hans. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Elsku Jóhanna, Eiríkur, Helgi, Heiðar og fjölskyldur, amma í Hörgatúni og Lína. Við vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð og megi góð- ur guð blessa ykkur og gefa ykkur styrk. Kolbrún, Jón, Bryndís Ósk og Dagbjört Ásta. + Stella Gunnur Sigurðardóttir var fædd í Reykja- vík 21. janúar 1920. * Hún lést á Landa- koti 12. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sig- urður Hjálmarsson stýrimaður, ættað- ur frá Aðalvík, og Ingibjörg Gunnars- dóttir, ættuð frá Stóru-Mörk í Rang- árvallasýslu. Sig- urður átti þrjá bræður, Ólaf, Jón og Hermann. Ingibjörg átti sjö bræður, Jón í Hamri, Steindór í Steindórsprenti, Gunnar, Pétur, Berg, Óskar og Þorleif, sem átti Félagsbókbandið. Sigurður og Ingibjörg áttu saman tvær dætur, Stellu og Þorbjörgu (Bubbu). Hún giftist í Danmörku og átti þrjá syni: Björn, Thor og Leif. Ingibjörg dó 8. mars 1924. Stella var þá aðeins fjögurra ára og Bubba sex. Stella fór í fóstur til Her- manns föðurbróður síns og Bubba til Þorleifs móðurbróður síns. Þar ólust þær upp. Sigurð- ur giftist aftur danskri konu og átti með henni þijú börn: Aksel, Ástu og Bjarna, urðu þau Stellu systkin, þegar hún flutti út til J föður síns eftir Iát Dórotheu Högnadóttur konu Hermanns fóstra síns. Hún kallaði einnig börn hans systkini sín, þau Högna, Steinunni (Gógó), Guð- mund (Mugg), Halldór Jón og Jóhann Halldór. Stella giftist Kínveija í Dan- mörk, Sungting Yeh. Hún skildi við hann og flutti til íslands. Hinn 5. mars 1949 giftist hún Axel Norðfjörð og átti með honum þijú börn: Jóhannes Norðfjörð bflasmið, Hermann Norðfjörð kennara og Ingi- björgu Sigríði Norð- fjörð hjúkrunar- fræðing. Börn Jó- hannesar eru: Ragn- ar, Heiða Björk, Iris og Magnús Freyr. Dóttir Ragnars er Sólrún Lilja. Börn Hermanns eru: Stella Aðalrós, Lilja María, Skúli Þorsteinn, Ax- el Finnur, Rakel Dögg og Krist- ín Margrét. Sonur Lilju Maríu, Einar Sigurður Sigurðarson. Börn Ingibjargar eru: Jóhanna Rós, Sandra og Sylvía. Sambúð Stellu og Axels lauk og skildu þau í maí 1971. Hún giftist aftur 17. mars 1973 Zophóníasi Pét- urssyni og dó hann 27.12. 1984. Bjó hún ein eftir lát Zophónías- ar. Stella starfaði lengst af við verslunarrekstur, hóf verslun- arrekstur í Kaupmannhöfn og síðan á Islandi, hún starfaði hjá verslun NLFI og rak síðast verslun á Arnarstapa á Snæ- fellsnesi ásamt manni si'num Zophóníasi, þar héldu þau einnig yogaskóla nokkur sum- ur. Stella var virkur félagi í Guð- spekifélagi Islands og var í Co- frímúrarareglunni. títför Stellu fer fram frá Langholtskirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tengdamóðir mín var um margt óvenjuleg kona og gætu konur þær sem nú vilja láta að sér kveða lært margt af henni þó að hún hafi lifað á tímum sem ekki voru hliðhollir framtakssemi kvenna. Hún lét það ekki aftra sér að taka þátt í ýmsu sem karlmenn þess tíma lögðu ekki í hvað þá kynsystur hennar. Kynni mín af Stellu náðu til síð- asta áratugar eða rúmlega það. Mörgu sagði hún mér frá sem á daga hennar dreif fyrir þann tíma og svo hafa aðrir gert. Frá tímanum vestur í Aðalvík þar sem hún fædd- ist, frá móðurmissinum, frá upp- vaxtarárunum í Reykjavík, frá sín- um fyrstu skrefum á vinnumarkaði í Danmörku og stofnun fjölskyldu þar, frá heimkomunni til Reykjavík- ur þar sem nýr kafli hófst í Foss- voginum með nýrri fjölskyldu, manni og börnum. Stella átti heimili í Reykjavík það sem eftir var æv- innar og var umkringd stórum hópi vina og vandamanna fram á síðustu stundu. Ég mun minnast Stellu sem já- kvæðrar manneskju, sem kunni sig svo vel í samskiptum við annað fólk að af bar. Ég mun minnast Stellu sem móður sem allt vildi gera fyrir bömin sín og sem uppskar væntum- þykju þeirra á móti. Ég mun minn- ast Stellu vestur á Álfafelli, þar sem hún undi sér langtímum saman, ein eða í hópi vina sem heimsóttu hana þangað. Best mun ég þó muna ófár stund- ir Stellu heima hjá okkur Ingi- björgu, þar sem þær mæðgur sátu á rabbi um atburði líðandi stundar, en þó líklega frekar um liðnar stundir, en oft var orðið áliðið þegar því rabbi lauk. Dætrum okkar Ingibjargar þótti mjög vænt um ömmu sína og var hún umvafin þegar hún birtist í dyrunum og ósjaldan var hún heimsótt í Sólheimana og síðan í Foldabæinn. Ég hef trú á því að meðal fallegustu minninga þeirra verði þegar amma kom gagngert til að fara með þær í göngutúra fyrir svefninn, en það gerði hún iðulega þegar þær voru litlar og heilsan var í lagi. Aðrir munu lýsa öðrum hliðum Stellu, nú eða síðar, en ævi hennar væri efni í góða bók. Ég þakka fyrir að hafa kynnst Stellu, það hefur auðgað mitt líf og skilur hún eftir margar góðar minn- ingar. Sigurður Ingólfsson. Elsku besta amma Stella, ég veit að þér verður tekið opnum örmum á himnum, þar sem allt er fagurt og bjart rétt eins og þú ert. Þú munt alltaf búa í hjarta mínu, og ef ég gæti vildi ég líkjast þér, vera hugrökk, dugleg, gáfuð og geislandi, eins og þú, fær um að yf- irstíga hvað sem er, hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda. Og vera einnig ástrík móðir og eiginkona. Nú ertu loks farin aftur á vit ævin- týranna, þú hefur beðið þess lengi, ég veit að þú munt spjara þig þar sem annarstaðar, einhvern sólríkan dag, mun ég slást í för með þér og þá munum við ganga á vit ævintýr- anna saman ég og þú. Heiða Björk Norðfjörð. Stella - já, þú valdir rétt þegar þú valdir þér nafnið Stella, eða stjama. Þú varst sannkölluð stjarna sem geislaðir út frá þér. Ég hafði ekki tækifæri til að kveðja þig, Stella mín, og rita því þessar línur þess í stað. Þær eru svo margar minning- arnar um þig, svo ótal margar kvöldstundirnar sem við áttum saman, fjölskyida mín og þú, minn- ingar sem verða geymdar um aldur og ævi. Ég mun ætíð muna þig sem glæsilega, vel til hafða og dökka á brún og brá. Það var einkennilegt hvemig þér tókst að fylla allt um- hverfíð þitt með geislandi nærveru þinni, eins og stjarnan. Þú áttir gáf- ur sem fáum er gefíð, en gafst þó öllum er vildu fúslega af andlegum auðæfum þínum. Stella mín, ég er þér þakklát fyrir öll þín heillaráð sem gefín voru af hreinu hjarta og einskærri löngun til að hjálpa og aldrei brugðust mér. Ég veit að ég á eftir að súpa af þínum viskubrunni um ókomin ár - er ég hugsa um þig. Það en enginn vafí í mínum huga að það er hátíð í himnaríki í dag - þó að við mannfólkið séum haldin sámm söknuði. Ég og fjölskylda mín sendum börnum og barnabörnum þínum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ingibjörg Loftsdóttir. Far þú í friði, friður Gúðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þá er hún Stella okkar búin að fá hvíldina, er hún þráði undir það síð- asta. Mikili söknuður er í hjarta þegar kvödd er slík vinkona er Stella var mér og fjölskyldu minni. Stellu kynntist ég fyrir um 20 ár- um og urðum við strax góðar vin- konur þrátt fyrir þó nokkurn ald- ursmun, en aldur skipti ekki máli hjá okkur. Stella hafði sterkan per- sónuleika og einlægni til að bera og urðu allir betri við að kynnast henni. Ofá voru skiptin er við áttum saman í ró og næði, sérstaklega í sumarbústöðum okkar á Snæfells- nesi. Eftirminnileg er líka ferðin er ég og fjölskylda mín fórum með henni og eiginmanni hennar, Zóphóníasi Péturssyni, til ísraels og Egyptalands haustið 1984. Stella mín, hafðu þökk fyrir allt og allt og hvíl í friði. Ég og fjölskylda mín sendum börnum hennar, Ingibjörgu, Her- manni, Jóhannesi og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Þín vinkona, Ásta Hávarðardóttir. STELLA GUNNUR SIG URÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.