Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Arnaldur
FRAMKVÆMDUM við möstrin miðar vel áfram og eru 30 möstur nú komin upp
Uppsetning á Búrfellslínu 3a stendur yfír
Unnið hörðum hönd-
um við að ná áætlun
RÚSSNESKA fyrirtækið
Technopromexport vinnur nú að
uppsetningu Búrfellslínu 3a, milli
Búrfellsstöðvar og tengivirkis í ná-
grenni við Sandskeið.
Að sögn Þorsteins Hilmarssonar
upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar
er þetta fyrsta 400kV línan sem
reist er á Islandi og mun hún flytja
rúmlega þrisvar sinnum meiri orku
en stærstu háspennulínurnar á ís-
landi til þessa, sem eru 220 kV.
Fyrirtækið Technopromexport
sér um uppsetningu línunnar og hóf
fyrirtækið uppsetninguna u.þ.b.
mánuði síðar en gert var ráð fyrir.
Landsvirkjun leggur nú áherslu á
að hraða verkinu svo að það verði
tilbúið á þeim tíma sem gert var ráð
fyrir, eða 15. nóvember. „Það er
mikilvægt fyrir afhendingu raforku
í vetur að þessi lína verði komin
upp, en það kæmi niður á öryggi í
afhendingu orku á suðvesturhorn-
inu ef seinkun verður á,“ segir Þor-
steinn.
Línan er 94 km, möstrin verða
253 og í gær voru komin upp rúm-
lega 30 möstur. Þorsteinn segir að
framkvæmdunum miði hratt, sett
séu upp 2-4 möstur á dag og hafa
menn frá Landsvirkjun einnig unn-
ið tímabundið að verkinu.
Landsvirkjun fundar með
hagsmunaaðilum á Austurlandi
LANDSVIRKJUN heldur fund
með fulltrúum hinna ýmsu hags-
munaaðila á Austurlandi vegna
Fljótsdalsvirkjunar á morgun,
laugardag.
Fundurinn er haldinn á Fosshót-
eli, Hallormsstað og hefst klukkan
13 með fundi Landsvirkjunar og
fulltrúa sveitarfélaga og orku- og
stóriðjunefndar SSA. Milli 14.30 og
15.30 er kaffí og óformlegt spjall
með öllum fulltrúum heimamanna
og að því loknu tekur við fundur
Landsvirkjunar með fulltrúum
náttúruverndar, ferðamála, at-
vinnuþróunar og landbúnaðar.
Fundimir eru ekki opnir almenn-
ingi.
Markmið fundarins er að sögn
Þorsteins Hilmarssonar, upplýs-
ingafulltrúa Landsvirkjunar, að
gefa stjóm Landvirkjunar færi á að
leita eftir viðhorfum og upplýsing-
um frá hagsmunaaðilum á svæðinu
vegna þeirra ráðagerða sem em á
döfínni í virkjunarmálum. „Fundur-
inn sem slíkur er upplýsingafundur
og ekki kynningarfundur. Stjóm
Landsvirkjunar er að móta með sér
afstöðu til hvemig framhald þess-
ara mála verður, og þetta er ef svo
má segja vinnufundur og liður í
því,“ segir Þorsteinn.
Hyggjast kynna
áformin betur
Nokkur gagnrýni hefur komið
fram að undanfömu á Austurlandi
varðandi virkjunaráformin, og hef-
ur hún einna helst beinst að því að
kynningu Landsvirkjunar á
áformunum sé ábótavant. Við því
segir Þorsteinn: „Við komum til
með að kynna þessi mál, að sjálf-
sögðu, með ýmsu móti, en það ligg-
ur ekki alveg ljóst fyrir hvenær það
verður. Við erum að útbúa skýrslu
um mat á umhverfísáhrifum og er-
um að leita leiða til þess að geta
gefið almenningi kost á að kynna
sér það. Við munum kynna áformin
þegar hlutirnir liggja ljósar fyrir,“
segir Þorsteinn.
Fulltrúar Landsvirkjunar munu í
dag skoða nánasta umhverfi fyrir-
hugaðra virkjana, meðal annars við
Eyjabakka og Kárahnúka.
Brazzi appelsínusafi 11. Del Monte 1/2 dós
Aprikósur, Ferskjur og Perur
Campell’s
sveppasúpa
INNI HEIM • UM LAND ALLT
Þróun og nýbreytni í skólum
20 rannsóknar-
verkefni kynnt á
málþingi KHÍ
MALÞING um þróun
og nýbreytni í skól-
um verður haldið á
vegum Rannsóknarstofn-
unar Kennaraháskóla Is-
lands laugardaginn 22.
ágúst. Málþingið er haldið í
húsnæði Kennaraháskól-
ans við Stakkahlíð og hefst
með setningu klukkan níu
árdegis. Þá mun Sigurjón
Mýrdal dósent flytja fyrir-
lestur sem nefnist „Mennt-
un - skólaþekking - upp-
lýsingatækni". Á málþing-
inu verða kynnt um tutt-
ugu þróunar-, mats- og
rannsóknarverkefni sem
styrkt eru af Þróunarsjóði
grunnskóla, Þróunarsjóði
leikskóla og Verkefna- og
námsstyrkjasjóði Kennara-
sambands Islands. I kynn-
ingu verkefna eru ætlaðar
20-25 mínútur að viðbættum tíma
fyrir fyrirspumir. Málþingið er
öllum opið og lýkur dagskránni
klukkan 15.
- Hvers vegna stendur Rann-
sóknarstofnun Kennaraháskól-
ans fyrir þessu málþingi?
„Eitt af hlutverkum Rannsókn-
arstofnunar er að gangast fyrir
ráðstefnum, fyrirlestrum og mál-
þingum um uppeldis- og skólamál,
meðal annars til þess að efla
tengsl rannsókna og skólastarfs.
Frá upphafi hefur Rannsóknar-
stofnun gengist fyrir reglubundnu
fyrirlestra- og málstofuhaldi auk
nokkurra ráðstefna og málþinga."
- Hvert er markmið málþings-
ins?
„Helsta markmiðið er að efla
rannsóknar- og þróunarviðleitni
íslenskra kennara en þetta er í
annað skipti sem málþing af þessu
tagi er haldið á vegum Rannsókn-
arstofnunar Kennaraháskóla ís-
lands. Hliðstætt málþing var
haldið í fyrra og stefnt er að því
að það verði árviss viðburður í
starfsemi Kennaraháskólans. Þró-
unar- og rannsóknastarf er vax-
andi þáttur í skólastai'fi hér á
landi og því nauðsynlegt að skapa
vettvang þar sem koma má ár-
angri þessa starfs á framfæri við
hinn almenna kennara og þá sem
vinna að skólamálum og láta sig
slík málefni varða.“
- Hvers konar verkefni er ver-
ið að kynna á málþinginu?
,Ákveðið var að flokka verkefn-
in og skipta þeim í lotur efth' efni.
Yfirskriftir þeirra eru leikskólinn,
margmiðlun, nemendui' með sér-
þarfir, námsefni af ýmsu tagi,
skólar í dreifbýli og stærðfræði.
Leikskólalotan er viðamest og
vitnar um öfluga uppbyggingu í
leikskólunum en þar verða meðal
annars kynnt verkefni sem lúta að
gæðamati og því hvaða leiðir eru
færastar að því. í því sambandi
má nefna erindi Hrafnhildar Sig-
urðardóttur leikskóla-
stjóra um þróun að-
ferða við mat á gæð-
um leikskólastarfs.
Einnig verða kynnt
verkefni sem snerta
innra starf leikskól- ““’”"’™'"
anna og miða að því að auka
þroska barna og hæfni. Þar má
nefna erindi Jóhönnu Thorsteins-
son leikskólastjóra sem fjallar um
tónlistaruppeldi í leikskólum og
byggist á hugmyndafræði dr. Ed-
gars Willems, 1890-1978. Hann
setti fram kenningar sínar árið
1934 en þær byggjast á því að
taktur, laglína og samhljómur
tengist eðli manna líffræðilega,
tilfinningalega og vitsmunalega.
Jóhanna leggur áherslu á að efla
alhliða þroska barnanna og leggur
Heiðrún Kristjánsdóttir
► Heiðrún Kristjánsdóttir fædd-
ist í Tunguhreppi f Norður-Múla-
sýslu árið 1962 og ólst upp í
Fnjóskadal í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri árið
1983 og B.Ed.-prófi frá Kennara-
háskóla íslands árið 1988. Að því
búnu lagði hún stund á viðbótar-
nám í íslensku við skólann með
starfi og lauk því árið 1990.
Heiðrún kenndi við Álftanesskóla
í Bessastaðahreppi frá 1990 til
1993 þegar hún var ráðin verk-
efnisstjóri við Rannsóknarstofn-
un Kennaraháskóla íslands.
Lesefni fyrir
þroskahefta
unnið úr þjóð
sögum
sérstaka áherslu á tónlistarstarf
með börnum, að efla með þeim til-
finningu fyrir fagurfræði og
kenna þeim að tjá tilfinningar sín-
ar í tónlist.
Einnig má nefna verkefni Lauf-
eyjai' Erlendsdóttur íþróttakenn-
ara og Laufeyjar Óskar Kristó-
fersdóttur leikskólastjóra sem
fjallar um hreyfiuppeldi barna.
Sem dæmi um margmiðlunar-
verkefni er erindi Sólrúnar Harð-
ardóttur kennara, „Könnum sam-
an lóð og mó“, sem ætlað er nem-
endum á miðstigi grunnskóla og
fjallar um náttúruna í nánasta
umhverfí nemandans. Hvað mál-
efni nemenda með sérþarfir varð-
ar má til dæmis nefna erindi Árna
Einarssonar sérkennara sem
fjallar um gerð lesefnis fyrir
þroskahefta fullorðna einstak-
linga. Árni segir að lestrarefni
fyrir einstaklinga með lestrarörð-
ugleika sé af skornum skammti og
oftar en ekki hafi þurft að útbúa
efni hjá Fullorðinsfræðslu fatl-
aðra. Var lagt af stað með þá hug-
mynd að útbúa fyrir þá sérstök
lestrarhefti ætluð þeim sem geta
lesið einfaldan texta. Sem dæmi
hafa verið endurritaðar nokkrar
af þjóðsögum Islendinga með
lestrarfræðileg sjónarmið í huga.
I lotunni námsefni af ýmsu tagi
má nefna erindi Her-
dísar Egilsdóttur
kennara um samþætt
nám í ýmsum náms-
greinum þar sem
bömin nema nýtt land
0g skapa sitt eigið
samfélag með öllu sem því fylgh.
Að síðustu má nefna erindi
Flemmings Jessens skólastjóra
og Sigrúnar Einarsdóttur kenn-
ai'a um sérstöðu sveitaskóla en
markmið þeiiTa er að koma til
móts við þá gagnrýni dreifbýlis-
fólks að þróun skólahalds hér á
landi taki fyrst og fremst mið af
þörfum þéttbýlisbúa, til dæmis
með lengri árlegum skólatíma.“
Kynningarnar fara fram sam-
tímis tíma í þremur stofum bæði
fyrir og eftir hádegi.