Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
_____AFMÆLI___
MARGRÉT
ÁSGEIRSDÓTTIR
Hún, þessi kona að
vestan, er óvæmnasti
kvenmaður á íslandi,
sagði náungi henni
kunnugur. Undir þetta
er tekið af eiginmanni
hennar número duo.
Margrét Ásgeirs-
dóttir frá Skógum í
Amarfirði er í sér-
umslagi sem mann-
eskja og kona. Hún átti
því láni að fagna eða
eigum við ekki öllu
heldur að segja að það
var ég sem var svo lán-
samur að verða hennar
eiginmaður og stoð og stytta -
„skaffari", eins og vestfirzkar konur
nefna maka sína. Raunar bannaði
pápíska kirkjan mér að kvænast
henni. Kaþólskt brúðkaup hefur
jafnan verið gert með stíl og sýnir
virðingu gagnvart guði og hjóna-
bandinu. Margrét, sem er aðeins
sjötíu ára í dag og hefur ekkert
tímatal í venjulegum skilningi, er
forn í hugsun og minnir oft á skap-
ferli ýmissa kvenpersóna í Islend-
ingasögunum.
Árin með Margréti voru eins og
sjórinn. Þarf ekki að skýra slíkt
nánar. Hvort verndaði hvort í stór-
skotaorrustum og árásum, sem
fylgir lifandi lífi. Læt ég ósagt um
slíkt. Margrét er hreinræktuð alv-
estfirzk kona af „svörtu ættinni"
svokölluðu. En sjálf hefur hún sagt
að Amardalsættin skreyti sig með
hennar ætt. Svo ákveðin er Margrét
að hún lítur ekki á Isfirðinga og
Djúpverja sem dæmigert vestfirzkt
fólk. Að búa með Margréti var
mesta reynsla lífs míns og menntun
út af fyrir sig. ÁJíka mikil eins og að
hafa farið í gegnum Sorbonne og
Oxford. Sagt hefur verið að lífs-
reynsla sé fyllilega á við
akademíska menntun.
Á þessum áram var lífið stundum
eins og orrusta, rannsóknarblaða-
mennska á Vísi sem var gott íhalds-
blað, húsbygging á mettíma á Laug-
arvatni - þá fæddust þrjú böm með
stuttu millibili og þá jókst sólsldnið
að miklum mun og gaf
lífinu bæði tilgang og
mýkt. Margrét flutti
inn á heimili okkar
þennan sterka vest-
firzka blæ, sem er lit-
aður af suðrænu blóði
hennar og víkingalög-
um. Það var aldrei leið-
inlegt í slotinu okkar á
Laugarvatni - engin
lognmolla eða hvers-
dagsleiki. Enn þykir
mér fima vænt um
Margréti, enda þótt
mörg vötn hafi fallið til
sjávar síðan slit urðu
einhvern tímann undir 1970 - von-
andi með algjörum heiðarleik. Við
vomm of sjálfstæðar persónur bæði
tvö til að lúta borgaralegum lögum í
hjúskap. Ef til vill kunnum við bet-
ur en margir skil á réttu og röngu í
óskráðum lögum trússbindingar.
Margrét er af góðu fólki komin,
harðduglegu og mögnuðu og það er
eins og Dynjandisfoss, þessi óbeizl-
aða orka sé táknmynd þessa gens í
amfirzku ættinni hennar. Það er
ekki nema ár sáðan ég freistaði þess
að mála tröllvaxna mynd af þessu
náttúrufyrirbæri. Sjaldan hef ég
glaðzt meira en þegar Margrét
sagði, að mér hefði heppnazt þessi
mynd. Túristi, sem átti nýlega leið
um Arnarfjörð, sagði við mig að
Dynjandisfoss bæri af Niagara foss-
um í Bandaríkjunum. Stórfengleiki
amfirzka fossins væri slíkur.
Fyrstu kynni okkar Margrétar
byrjuðu þannig að hún var nemandi
minn í Menntaskólanum á Akureyri
næstsíðasta stríðsárið. Þá stóð ég
hana að því að skapa óróa í bekkn-
um og hastaði á hana margsinnis,
en allt kom fyrir ekki. Mér leiddist
þóf þetta og tók krítarmola - end-
ann á þykkri ferstrendri danskri
skólakrít og grýtti til hennar og
hitti hana beint í ennið - á þann
stað, þar sem sagt er að þriðja aug-
að sé. Hún leit upp og var greini-
lega hissa og horfði beint á mig.
Þetta var skot - það má nú segja.
Steingrímur St. Th. Sigurðsson.
INNLENT
Verkleg sjóvinna í
Sjóminjasafni Islands
VERKLEG sjóvinna verður
kynnt í Sjóminjasafni Islands,
Vesturgötu 8, Hafnarfirði, sunnu-
daginn 23. ágúst frá kl. 13-17.
Aldraðir sjómenn sýna ýmis
handbrögð við sjóvinnu og gest-
um gefst kostur á að þjálfa hand-
tökin. Meðal annars verður sýnd
vinna við lóðir, net, hnúta og
splæsingar.
I forsal safnsins stendur yfir
sumarsýning á ljósmyndum úr
Skaftafellssýslu eftir Helga Ara-
son. Boðið er upp á myndbanda-
sýningu á 3. hæð safnsins í sumar
og verður sýnd ensk útgáfa af
kvikmynd Erlendar Sveinssonar
Islands þúsund ár.
Frá því í júní sl. hefur verið
hægt að kaupa sameiginlegan af-
sláttarmiða að Sjóminjasafninu
og Byggðasafni Hafnarfjarðar.
Nú er unnið að viðhaldi og end-
urbótum á safnhúsinu, málun,
endurnýjun á þakrennum o.fl.
Fram til 30. september er
Sjóminjasafnið opið alla daga kl.
13-17.
Hátíðarfundur vegna
60 ára afmæli SÍBS
Á HÁTÍÐARFUNDI í Súlnasal
Hótel Sögu laugardaginn 22.
ágúst verður þess minnst að 60 ár
eru liðin frá stofnun SÍBS á Víf-
ilsstöðum 24. október 1938 og 50
ár frá stofnun Sambands nor-
rænná berklasjúklinga, en þau
samtök vom stofnuð á Reykja-
lundi dagana 15.-20. ágúst 1948.
Nafn þessara samtaka hefur nú
breyst í Norrænu hjarta- og
lungnasamtökin.
Á hátíðarfundinum, sem hefst
kl. 13.45 og er opinn öllum
velunnumm SIBS, flytur forseti
íslands, herra Ólafur Ragnar
Grímsson, ávarp. Sven Erik
Myrseth, formaður Samtaka
hjarta- og lungnasjúkra í Noregi,
flytur erindi um heilbrigðisþjón-
ustu fyrir lungnasjúklinga á
komandi öld. Þorsteinn Blöndal,
yfirlæknir lungna- og berkla-
varnardeildar á Heilsuvemdar-
stöðinni, ræðir um berklaveiki á
hverfandi hveli. Fleiri stutt ávörp
verða flutt, kaffiveitingar, söngur
og tónlistarflutningur.
I tilefni þessara tímamóta
koma um 30 erlendir gestir til
landsins.
I' DAG
VELVAKANPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Standi við það
sera auglýst er
í MORGUNBLAÐINU sl.
sunnudag var auglýsing
þar sem auglýst vom gef-
ins húsgögn írá Fjöl-
brautaskólanum í Garða-
bæ. I auglýsingunni sagði
að opið yrði frá kl. 13. Þeg-
ar undirrituð kom á stað-
inn rétt fyrir klukkan 13
vom flest húsgögnin farin,
því umsjónarmaður þess-
arar sölu hafði hleypt fólki
inn fyrirfram eða fyrir há-
degi. Það er mjög slæmt
að auglýsa svona og standa
ekki við það, fólk kemur
jafnvel langar leiðir og
treystir því sem auglýst
er. Betra hefði verið að
sleppa því að auglýsa held-
ur en að plata fólk til að
mæta þarna á vissum tíma.
Ester.
Þakkir
STEINUNN hafði sam-
band við Velvakanda og
vildi hún koma á framfæri
þakklæti til konunnar sem
vísaði henni á fjólu-
bláa/bleika hjólið sem dótt-
ir hennar hafði týnt í Hlíð-
unum.
Orðsending til
Braga Bergmann
HVERNIG væri að biðja
Arnór afsökunar þar sem
hann átti innkastið og mót-
mælti þessu ranglæti við
línuvörð?
Ingi St. Agnarsson.
Tapað/fundið
tílli úlfur
horfínn
Á ÞJÓÐHÁTÍÐ í Eyjum,
þar sem Brúðubíllinn var
að skemmta, hvarf úr bíln-
um stór og fallegur úlfs-
haus. Þetta er hann Úlli
úlfur og hann er organe-
brúnn með brúnu skinni,
stór augu, stór eyru og
stórt trýni. Er það mjög
bagalegt fyrir Brúðubílinn
að missa hausinn og er
hans sárt saknað. Þeir sem
vita um hausinn eru beðnir
að skila honum til Brúðu-
bílsins eða hafa samband
við Helgu í síma 552 5098.
Svartur bakpoki
týndist í strætó
SVARTUR bakpoki,
merktur Lotto, týndist í
strætó, leið 111, sl. mið-
vikudag, 12. ágúst. í bak-
pokanum era íþróttafót og
skór. Skilvis finnandi hafi
samband í síma 557 7155.
Monsi týndist á
Laugaveginum
MONSI, brúnn bangsi,
týndist á Laugaveginum
15. júh. Monsi var í bláum
heimasaumuðum galla.
Hans er sárt saknað þvi
hann var alveg nýr. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 551 5216.
Flöffí er týndur
FLÖFFI er 4-5 mánaða
fress, hálfur angóraköttur,
gulur með hvita bringu,
mjög gæfur. Hann er
ómerktur og ólarlaus.
Hann týndist sh sunnudag
frá Sólvallagötu 33. Þeir
sem hafa orðið hans varir
hafi samband í síma
899 5993.
Læða í óskilum
UNG, ómerkt, bhð og
heimavön bröndótt (brún,
hvit, svört) læða leitar
ákaft eigenda sinna. Upp-
lýsingar í síma 553 8985.
SKAK
Uinsjðn Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á alþjóð-
legu móti í Recklinghausen í
Þýskalandi í sumar.
Búlgarski stórmeistarinn
stigahái Kiril Georgicv
(2.675) hafði hvitt og átti
leik gegn Þjóðverjanum T.
Henrichs (2.445). Svartur
hafði átt ágætar bætur fyrir
skiptamun, en var að leika
33. - a7-a5?? Hann hefði átt
að láta duga að leika peðinu
einum reit skemmra fram.
34. axb5! og svartur gafst
upp, því hann stendur
skyndilega uppi með von-
laust endatafl. Eftir 34. -
axb4 35. b6 fær hvítur nýja
drottningu.
Helgarskákmót Taflfélags
Reykjavíkur hefst í kvöld
kl. 20 í félagsheimilinu
Faxafeni 12. I kvöld verða
tefldar þrjár umferðir með
hálftíma umhugsunartíma,
en laugardag og sunnudag
er teflt með lengri umhugs-
unartíma. Ollum er heimil
þátttaka.
HVÍTUR leikur og vinnur.
Með morgunkaffinu
Ást er...
... að vera bestu
vinir hvors annars.
HLÆÐU bara, en þú hefðir
sjálfur gott af að fara
í megrun.
svo gestirnir verði ekki
feimnir við að fá sér í glas.
Víkveiji skrifar...
EIR sem hafa lagt leið sína um
aðalverslunargötu Reykjavíkur,
Laugaveg, era ánægðir með hvað
vel hefur tekist til með umbætur frá
Frakkastíg að Vitastíg, sem kemur í
beinu framhaldi af breytingum sem
áður vom gerðar frá Skólavörðustíg
að Frakkastíg. Umferð gangandi
vegfarenda um Laugaveg hefur
aukist og það hefur myndast ákveð-
in stemmning um helgar á Lauga-
veginum, sem er eins og áður ein
aðalæðin að miðbæ Reykjavíkur.
Víkverji hefur oftar en áður lagt
leið sína niður í miðbæ eftir að
breytingarnar voru gerðar og hitt
þar íyrir gamla kunningja, sem
einnig em oftar á ferð í miðbænum.
Allir em sammála um að með breyt-
ingunum hafi verið opnuð ný göngu-
leið.
XXX
EITT er það sem Víkverja finnst
stinga í augu á „nýja Laugaveg-
inum“ - það er frágangur á hellum
upp við sum húsin. Greinilegt er að
þar hefur verið kastað til höndunum
í kapphlaupinu við að opna götuna á
fyrirfram ákveðnum tíma. Á
nokkrum stöðum era ójöfnur, þar
sem hellur hafa sigið og gengið til.
Ekki hefur verið gengið nægilega
vel frá undirlagi. Verslunareigend-
ur við Laugaveg ættu ekki að vera í
vandræðum með að hafa samband
við verktaka til að láta lagfæra
hellumisgengi.
Nokkur hús við Laugaveginn eru
farin að láta á sjá og hefðu mátt fá
andlitslyftingu eins og gatan. Einn
kunningi Víkverja, sem hann mætti
á göngu, sagðist vera undrandi á að
húsráðendur hefðu ekki nýtt tímann
þegar Laugavegurinn var lokaður,
til að lagfæra hús sín svo að öll um-
gjörð Laugavegarins mætti verða
enn glæsilegri.
XXX
AÐ ER alltaf verið að brýna
fyrir gangandi vegfarendum að
fara ekki yfir á rauðu ljósi, sem er
vel. Aftur á móti er það hvimleitt
fyrir vegfarendur hvað gönguljós
við gatnamót eru illa stillt, hvað
„grænu karlarnir“, eins og börnin
segja, eru örir til leiks og flýta sér
miklu meira en þeir rauðu. Gang-
andi vegfarendur eiga oft fótum fjör
að launa við að komast yfir götur og
oftar en ekki er það þeirra heppni
að eyja er úti á miðri götu, þar sem
þeir geta kastað mæðinni og búið
sig undir að hlaupa yfir hina akrein-
ina í kapphlaupi við þann græna.
Víkverji var á ferðinni niðri við Mið-
bakka á dögunum, eins og svo
margir sem leggja leið sína niður á
gömlu Reykjavíkurhöfnina, sem
laðar alltaf að. Þegar farið var yfir
Geirsgötu við Austurbakka átti Vík-
verji og aðrir menn í miklum ei*fið-
leikum með að komast yfir tvær
akreinar, því að sá græni var farinn
þegar menn voru úti á miðri götu -
sá rauði blasti við á siðustu metrun-
um. Það ætti ekki að vera neitt mál
fyrir gatnamálastjóra Reykjavíkur
og lögregluna að mæta á staðinn og
sjá til þess að „græni karlinn" hægi
á sér, svo að menn komist yfir göt-
una án þess að eiga á hættu að
verða fyrir bíl.