Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 43 Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska Ég sagði þér það ... þeir sem eru árrisulir ná strætó ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Gamall boðskapur en sígildur Frá Sveini Kristinssyni: FYRIR um það bil fjörutíu árum, las undirritaður ræðu í dagblaði eftir Pórarin Bjömsson, skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Hann var þar að ávarpa nemendur sína, ég held við skólaslit. - Minnisstæðust er mér sú áhersla, sem hann lagði á það, að þeir temdu sér ró og íhugun gagnvart hraða og skarkala heimsins. Orðalag- inu hefi ég nú gleymt, en þetta var einn helsti boðskapur ræðu hans. Hafi þessi boðskapur verið tíma- bær fyrir fjörutíu árum, þá er hann það víst ekki síður nú. Gefa menn sér, nú til dags, nógu oft tíma til að tylla sér niður og íhuga stöðu sína í heims- galleríinu? - Draga má slíkt í efa. Nútimaþjóðfélag, með öllum sínum fjölbreytileika, laðar marga til þátt> töku í hröðu lífsgæðakapphlaupi. Kannski er enginn ósnortinn af kapp- hlaupinu því - „Tækifærið gríptu greitt“. Sá boðskapur er auðskilinn og allvinsæll. Menn óttast að missa af góðum tækifærum, ef þeir eru ekki nógu handfijótir. Þess vegna telja menn gjaman ömggast að vera í við- bragðsstöðu, með hverja taug spennta, viðbúna til átaka. Ef við viljum slappa ærlega af, að loknu dagsverki, þá er margt, sem getur glapið þá fyrirætlun. Sjónvörp, útvörp, myndbandstæki, tölvur, dag- blöð og tímarit með æsifréttir, hrífa hugann gjarnan úr jafnvægisstöðu. - Við fréttum tíðum, að tugir eða hundruð manna hafi fallið í bardög- um úti í heimi. Kannski álíka margir af slysfórum eða hungri. Fangapyndingar eru oft ofarlega á blaði, dýr eru drepin án sýnilegs til- gangs. Ekki má gleyma kynferðisaf- brotum, fjárdrætti, misnotkun á op- inberum embættum og fíkniefna- glæpum, ef ekki í nágrenninu, þá nokkru fjær, en oft meðal meintra menningarþjóða. - Hörmunga“flór- an“ er oft býsna fjölskrúðug. Hvai' skal þá finna ró? Er bóklestur lausnin? Bóklestur sýnist verulega á undan- haldi, að minnsta kosti á Islandi, en hann mun oft áður hafa reynst mörg- um gott tæki til að viðhalda hugar- jafnvægi í hávaðasömum og glys- gjörnum heimi. Bækur virðast ekki eins eftirsóttai’ og áður hérlendis, hver sem staða þeirra kann að vera í öðrum löndum. Nú má fá notaðar og ágætisbækur á eitt til tvö hundruð krónur, til dæmis í Kolaportinu. Bók- in kostar þá, sem sagt, álíka og mola- kaffi fyrir tvo. Á því verði keypti und- irritaður t.d. bækurnar „Glæpur og refsins“ og „F ávitinn" eftii- Dostojevski í íslenskin þýðingu. Það er, að sjálfsögðu, „spottprís". Getur komið sér vel fyrir fátæka bókaorma, en segir sína sögu um veraldargengi fagurbókmennta hérlendis nú til dags. Bæta má því við, þessu til árétting- ar, sem Amór Hannibalsson prófess- or sagði frá hér í blaðinu nýlega, að engan útgefanda fékk hann til að gefa út fræga skáldsögu eftir Dostojevski, sem hann hafði nýlega þýtt. Ekki sýnist þó dvínandi bók- menntaáhugi bitna jafnt á öllum bók- um. Þótt Dostojevski og hans líkar séu ekki eftirsóttir á markaðnum, þá mundi vera erfitt fyrir fátækan mann að eignast nýjasta stórvirki Esra S. Péturssonar „Sálumessa syndara" á viðráðanlegu verði. - Það er gamla sagan: Ekki sama Jón og séra Jón. Bullurnar blómstra I gamla daga var stundum talað um, að Bretar væru allra þjóða ró- lyndastir. Þótti það, meðal annars, koma fram í heimsstyrjöldinni 1939-1945, þegar þeir urðu að þola þungbæra hemaðarósigra og loft- árásir. - Nú em það hins vegar breskar „fótboltabuilur", sem vekja einna verðskulduðustu athyglina. Þær ógna jafnvel lífi íbúa nágranna- landanna. Fleiri þjóðir eru raunar lið- tækar í þessum efnum. Þegar helstu „menningarþjóðir“ heims, framleiða í þúsunda tali fyrir- bæri á borð við „fótboltabullumar“, fer þá ekki að styttast í, að þær þrái að heyja, enn einu sinni, alvömstyrj- öld sín á milli? - Vonandi verður þó bið á því. Hins vegar bendir fyrirbærið, með fleim, til þess að hinn umgetni boð- skapur hins merka skólafrömuðar, Þórarins Björnssonar, um hugarró og íhugun, eigi erindi til fleiri en „norð- anstúdenta". SVEINN KRISTINSSON, Þórufelli 16, Reykjavík. Aldrei lagt illt til... Sigurbii-ni Einarssyni, biskupi: ÞORSTEINN kunningi minn Guð- jónsson mætti vita, að ég hef aldrei lagt illt til Helga Pjeturss, raunar sjaldan vikið máli að honum. En skoðunum hans er ég mótfallinn og hef leyfi til að láta það í ljós. Það finn ég og að full ástæða er til að biðja þess að Helgi megi varðveit- ast fyrir vinum sínum. Þá hef ég í huga eitt og annað, sem ég hef séð á prenti eftir Þorstein Guðjónsson. Það sem hann hefur skrifað um vík- ingadýrkun vissra manna þýskra sýnir að hann hefur sér til óbóta smitast af því í Nýal, sem helst ætti að varast og gleymast. Ennfremur er hann einn um það, svo mér sé kunnugt, að gerast opinber áróð- ursmaður fyrir þeim kenningum nýnasista, að mestallt sé lygi af því, sem þorri mannkyns telur sig vita um framferði hinna „arísku" ofur- menna Hitlers gegn júðum og öðr- um þeim, sem átti að útrýma. Það er ástæða til að vara við afturgöngum þeirra lánlausu manna, sem á þess- ari öld hafa valdið mannkyni mest- um áverkum. Þar með er ekki verið að níða góða menn, sem mótuðust af tilteknum forsendum í hugsun, sem urðu í meðförum vondra manna meinvaldar aldarinnar. Friður sé með Helga Pjeturss og öðrum, sem vildu vel, þótt þeh’ færu villt. SIGURBJÖRN EINARSSON, Reynigrand 67, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur. sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.