Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gefur Grundar- fjarðarkirkju ljósakrón- una dýru GRUNDFIRÐINGAR fá á næstunni að njóta gxillhúðuðu ljdsakrónunnar, sera Gísli Holgersson flutti inn frá Ítalíu og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu. Það er Þorkell Jóhann Sigurðsson sem er kaupandi ljósakrónunnar og hyggst hann færa Grundarfjarðarkirkju hana að gjöf til minningar um eiginkonu sína Kristínu Kristjánsdóttur og foreldra, þau Sigurð Eggertsson skipstjóra og Ingibjörgu Pétursdóttur og fjölmörg ættmenni sem hvfla í kirkjugarðinum á Grundarfirði. Þorkell er fæddur í Ólafsvík en fluttist til Grundarfjarðar tíu ára að aldri með foreldrum sínum. Þar dvaldi hann mest- an sinn starfsaldur, var m.a. útibússtjóri kaupfélagsins á Stykkishólmi og síðar kaupfélagsstjóri þegar kaupfélag var sett á laggirnar á Grundarfirði. Þorkell segist hafa sterkar taugar til Grundfirð- inga og viljað sýna hug sinn í verki með því að gefa bæjarbúum gjöf og hafði hann samband við sóknarprestinn, Karl Matthíasson, sem benti honum á að kirkjuna vantaði Ijósakrónu. Kaupverðið er ein milljón Þorkell réðst ekki á garðinn þar sem hann var Iægstur heldur keypti gullhúð- uðu Ijósakrónuna en söluverð hennar var um ein milljón króna. Þorkell lætur ekki þar við sitja heldur hefur hann einnig veitt tveimur milljónum króna í líknar- og mannúðarsjóð á Grundarfirði sem hann setti á laggimar. Þorkell segir að þrátt fyrir að flestir ættingjar hans séu fluttir á brott frá Grundarfirði eigi hann þar góða kunningja. Sá tími er þó liðinn þegar hann þekkti alla á staðnum eins og var raunin á þeim tíma þegar hann var kaupfélagsstjóri. Séra Karl segir ætlunina að kveikja fyrst á ljósakrónunni á afmæli Þorkels, 18. september næstkomandi, en þá verð- ur hann níræður. ÞORKELL við nýju ljósakrónuna. Morgunblaðið/Kristinn Utanríkisráðherra ræddi við starfsbróður sinn í Suður-Afríku Aformað að Siglfirðingur fari til veiða við S-Afríku Höfðaborg. Morgunblaðið. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðhen-a óskaði í gær eftir því á fundi í Höfðaborg með Alfred Nzo, utanríkisráðherra Suður-Afríku, að íslenzkum skipstjórnarmönnum yrði auð- veldað að fá atvinnuleyfi í landinu. Ástæðan er meðal annars sú að áformað er að íslenzki tog- arinn Siglfirðingur, sem verið hefur við veiðar í Namibíu, fari fljótlega til veiða í suður- afrískri lögsögu. „Það er nánast ákveðið að Siglfirðingur verði gerður út héðan frá Suður-Afríku,“ sagði Halldór í samtali við blaðamann Morgunblaðs- ins. Hann segir að treglega hafi gengið fyrir islenzka skipstjómarmenn að fá atvinnuleyfi í Suður-Afríku, en þar starfar nú einn íslend- ingur á togara útgerðaríyrirtækisins Irvin og Johnson, sem er það umsvifamesta í landinu. „Við tókum upp að mikilvægt væri að hægt yrði að stíga þetta skref og að íslenzkir yfir- menn fengju að starfa hér um einhvern tíma. Því var vel tekið,“ segir Halldór. Fundi Halldórs með Nzo seinkaði nokkuð, þar sem sá síðarnefndi þurfti að sitja skyndi- fund Nelsons Mandela, forseta Suður-Afríku, og Sams Nujoma, forseta Namibíu, vegna átakanna í Kongó. Utanríkisráðherra ræddi við Nzo um stjórn- málaástandið í Suður-Afriku og um þróunar- aðstoð íslands við þrjú nágrannaríki, Malaví, Mósambík og Namibíu. „Það er Suður-Afríku- mönnum mikilvægt að samstarf við þessar þjóðir sé gott, því ástandið þar skiptir máli hér,“ segir Halldór. Ráðherra fer á fund utanríkisráðherra Norðurlanda í Svíþjóð síðar í mánuðinum og fóru suður-afrísk stjómvöld meðal annars fram á að hann bæri þar upp bón um aðstoð við friðargæsluæfingu ríkja í sunnanverðri Af- ríku, sem haldin verður á næstunni. Halldór segir þó ólíklegt að ísland muni eiga hlut að þeirri aðstoð, enda verði það einkum hermenn sem taka þátt í henni. Utanríkisráðherra skoðaði í gær starfsemi Irvin og Johnson. Fyrirtækið á mikil viðskipti við ísland og hefur meðal annars keypt fisk- vinnsluvélar frá Marel. Halldór segir áhuga fyrir því hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins að kaupa fleiri vörur frá Islandi, meðal annars veiðarfæri, en þar standi tollar suður-afrískra stjórnvalda í vegi. Hafi hann tekið það mál upp við Nzo og embættismenn hans. I I 1 I » I I i I Veiddi 26 punda lax 84 ára gamall SÖREN Einarsson frá Húsavík er lýsandi dæmi um að margt er mögulegt þótt árin færist yfir. Hann er 84 ára að aldri, en lætur sig ekki muna um að veiða á hverju sumri í einni erfiðustu lax- veiðiá landsins, Laxá í Aðaldal. Hefur hann gert svo í nær 30 ár, eða síðan að hann tók við af föður sínum Einari Sörenssyni. í vikunni var hann í ánni með veiðifélaga sínum Magnúsi Þor- vatdssyni og gerði sér lítið fyrir og veiddi m.a. tvo af stærstu löxum sumarsins, 26 punda og 21 punds. Sá stærri er stærsti lax hans fyrr og síðar og stærsti lax sem veiðst hefur á svæðum Laxárfélagsins um árabil. Hann er einnig annar tveggja stærsta laxa sumarsins yf- ir allt landið. 26 punda laxinn veiddi Sören á sunnudaginn í Hrúthólma í landi Hólmavaðs. „Ég setti í laxinn á maðk. Ég er aðallega með maðk, kasta þó stundum spæni. Laxinn var dálítið erfiður og lét illa. Viður- eignin tók 45 mínútur og fylgdum við Magnús laxinum niður með Hrúthólmanum og náðum honum neðst í honum. Það var hætta á því þarna neðst í hólmanum, að missa hann niður eftir, niður á Nessvæð- in, þá hefði þurft að fylgja honum eftir með tilheyrandi erfiðleikum. Það varð því ofan á að taka vel á honum og það gekk eftir að okkur tókst að landa honum án þess að út í vandræði færi. Það er meiningin að stoppa þennan lax upp, Laxár- félagið ætlar að gera það og hafa hann uppi á vegg í Vökuholti," sagði Sören í samtali við Morgun- blaðið í gær. Ekki hættur veiðum Sören fylgdi þessu eftir með því að setja í annað tröll á Mjósundi á miðvikudagsmorguninn. Enn var hann með maðk á önglinum. „Þessi lax var smærri, en hann var þung- ur og fastur fyrir og þarna er dálít- Morgunblaðið/Atli Vigfússon SÖREN t.h. með 26 punda boltann, en veiðifélagi hans Magnús Þorvaldsson heldur á þeim „litla“, 21 punds. ið mikill straumur og ég var hræddur um að missa hann fram af Æðarfossum sem eru þama rétt fyrir neðan. Ég varð því að taka á honum, vatt línuna upp á höndina og gekk upp eftir. Laxinn tók á móti, en ég lét mig ekki og þá var gott að geta treyst tækjum sínum. Eg leiddi hann vel upp fyrir og fór að kljást við hann þar. Hann var þægur og góður eftir þetta og það gekk vel að landa honum. Þetta var 21 punds hængur," sagði Sören. Fer hann kannski líka upp á vegg? „Nei, hann var merktur og haus- inn með örmerkinu var sendur suður. Hann fór því bara í reyk,“ I í i I I í I í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.