Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 32
♦ 32 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 .**■________________________ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ y* \ Fótbolta- fullnæging / Otrúlegasta fólk hefur gaman afknatt- spyrnu. Hérlendis eru því engin tak- mörk sett hverjir fylgjast með, hvers vegna eða hvernig - ekki frekar en annars staðar í veröldinni. Mannskepnan er líklega ein- hver sú undar- legasta í dýrarík- inu. Sumir hafa furðað sig á því við mig gegnum tíðina að ég hafí gaman af því að fylgjast með tuttugu og tveimur mönnum í stuttbuxum eltast við leðurknött á grasbala. Sannleikurinn er sá að ótrú- legasta fólk hefur gaman af knattspyrnu. Hérlendis eru því engin takmörk sett hverjir fylgjast með þessari fögru íþrótt, hvers vegna eða hvemig - ekki frekar en annars staðar í veröldinni. Stuðningur við íþróttafélög er VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson svolítið sér- stakur. Það virðist hitta ótrúlegasta fólk beint í hjartastað þegar þeirra liði gengur vel; þá kemur í ljós að fólk, sem alls ekki er talið hafa gaman af íþróttum, á sér leynda von um að ákveðnu félagi farn- ist vel. Og þegar það .gerist brýst út taumlaus, barnsleg gleði sem í raun er ógerningur að skýra. Sælutilfinningin sem hríslast um líkamann er fáu lík og tryggðin við íþróttafélögin meiri en flest annað - jafnvel ekkert nema hjónabandið, sem virðist þó í einstaka tilfellum meira að segja skipa annað sæt- ið(!). Mér er það reyndar í fersku minni að tveir af kunn- ustu leikmönnum heims, Brasil- íumaðurinn Ronaldo og Djorka- eff hinn franski, höfðu orð á því í kynningarinnskotum sem RUV sýndi meðan á heims- meistarakeppninni í Frakklandi stóð í sumar, að það að skora mark í kappleik jafnaðist á við kynferðislega fullnægingu. Guð- jón Þórðarson, núverandi lands- liðsþjálfari, hafði gjaman á orði þegar hann var við stjórnvölinn hjá ÍA og KR að sigurtilfinning- in væri engu lík - nema e.t.v. þessu sama fyrirbæri, kynferð- islegri fullnægingu. Því er lík- lega best að vera annaðhvort framlínumaður (því þá eru mestar líkur á að skora) eða í sigursælu liði... Heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu í Frakklandi í sumar var um margt athyglisvert. Mér fannst mótið virkilega skemmti- legt, fjöldi leikja bráðfjörugur og Frakkar verðskuldaðir heimsmeistarar. Ég átti bágt með að skilja ummæli heims- frægra knattspyrnukappa eins og Þjóðverjans Franz Becken- bauers og Diego Maradona hins argentínska sem sáu keppninni, og þeim leikmönnum sem þar fóru um velli, flest til foráttu. Þessir herramenn virðast hafa gleymt keppninni fyrir átta ár- um, á Ítalíu sumarið 1990, þar sem báðir voru við störf, en hún var að margra mati svo leiðinleg að kvöl var á að horfa. Mara- dona lék reyndar afbragðsvel, þó yfirferðin væri ekki mikil en ástæða þess hve keppnin var leiðinleg var hve flest liðanna lögðu mikla áherslu á varnar- leik. Annað var hins vegar upp á teningnum nú. Auðvitað stilltu þau upp sterkum vörnum, þar á meðal Frakkar, en sóttu þegar við átti og þá af snilld. Þjóðverj- ar, undir stjórn Beckenbauers, urðu heimsmeistarar á Italíu fyrir átta árum og sá sigur var auðvitað rós í hnappagat hans, en sannleikurinn er sá að það er ekki honum í hag að bera saman þá keppni í heild og þá sem fram fór í sumar. Reyndar má segja að þegar litið er á lið Þýskalands sé samanburðurinn Beckenbauer í hag því hans menn léku afar vel á Italíu á sínum tíma og sigur þeirra á mótinu var mjög sanngjarn. Frakkar mæta á Laugardals- völlinn 5. september, þar sem fram fer fyrsti „alvöru" lands- leikur þeirra eftir að þeir fögn- uðu heimsmeistaratitlinum í París 12. júlí. Þetta verður í fyrsta skipti sem heimsmeistar- ar í knattspyrnu mæta til leiks á Islandi og sannarlega fróðlegt að sjá hvernig Islendingum reiðir af gegn þeim. Landslið Is- lands hefur ekki fagnað mörg- um glæstum sigrum síðustu ár- in en staðreyndin er sú að oft hefur bestur árangur náðst þeg- ar minnst er vænst. Því vonast knattspyrnuáhugamenn auðvit- að til þess að Islendingar geti veitt heimsmeisturum Frakka skráveifu í Laugardalnum þó fyrirfram verði vitaskuld að vara við mikilli bjartsýni. Frönsku heimsmeistararnir eiga frábæru liði á að skipa, það sýndu þeir í sumar, þó ýmsir hafi haft á orði að framlínu- mennirnir hafi ekki verið sér- lega góðir. Liðið varð þó heims- meistari, og það gerist ekki með slaka leikmenn innanborðs. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Því verður við ramman reip að draga fyrir Guðjón Þórðarson landsliðs- þjálfara og leikmenn hans á Laugardalsvelli 5. september. Upphitun íslendinga, viður- eignin gegn Lettum á Laugar- dalsvelli í fyrrakvöld, lofaði að mörgu leyti góðu; strákarnir sýndu virkilega góða takta á köflum, boltinn gekk vel manna á milli og sóknirnar buldu á gestunum. Hafa ber í huga að lið þeirra er ekki sérlega sterkt, mörgum gæðaflokkum neðar en hið franska, en sannleikurinn er samt sá að gegn andstæðingum eins og Lettum hafa Islendingar oft verið í vandræðum, þegar þeir hafa átt að vera miklu betri. Þess vegna ber sérstaklega að fagna því hve yfirvegaðir og öruggir íslensku leikmennimir vom og hve sigur þeirra var sanngjam. Slegist var um miða á leikinn við Frakka og skyldi engan undra. Besta lið heims á leið- inni! Fólk bíður spennt eftir viðureigninni og vonandi ná ís- lensku landsliðsmennimir að fullnægja kröfum þess. En ekki verður síst athyglisvert að fylgj- ast með því hvor brosir meira af vellíðan á þessari örlagastundu, franski leikmaðurinn Djorkaeff eða íslenski þjálfarinn Guðjón Þórðarson... + Aðalsteinn Hall- dórsson fæddist á Krossi í Mjóafirði 10. apríl 1921. Hann lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru: Halldór Jóhanns- son, f. 2.4. 1900, d. 26.1. 1976, og Lilja Víglundsdóttir, f. 28.12. 1903, en hún dvelst í hárri elli á Hrafnistu í Hafnar- firði. Systkini Aðal- steins eru: Gunnur Nikolína, f. 1926, Inga Jóhanna, f. 1925, og Víglundur Svavar, f. 1939. Hinn 28. október 1946 kvænt- ist Aðalsteinn Auði Bjarnadótt- ur frá Neskaupstað. Þau eign- uðust fimm börn. Þau eru: 1) Hlín, meinatæknir, f. 1946, son- ur hennar Jón Benjamín Ein- arsson, f. 1969. 2) Hákon, líf- fræðingur, f. 1947, maki: Signý Gestsdóttir hjúkrunarfræðing- ur, þeirra börn: Aðalsteinn, f. 1981, Halla, f. 1986. Signý átti áður soninn Egil Darra Brynj- ólfsson, f. 1973. 3) María, f. 1948, maki: Brynjar Júlíusson, Þegar pabbi hringdi í okkur systumar til þess að láta okkur vita að Alli, bróðir mömmu, væri dáinn létti okkur að vissu leyti. Við höfðum vitað í þó nokkum tíma að hverju stefndi og vissum að síð- ustu dagar og vikur höfðu verið frænda okkar sérstaklega erfið. Við eigum góðar minningar um þennan hlýja og ljúfa frænda, sem alltaf tók á móti okkur opnum örmum, og með fallega brosið sitt. Alli hafði létta lund, og var sér- staklega skemmtilegur. Það var alltaf jafn gaman að koma til þeirra hjóna, Auðar og Alla. Minn- þeirra börn: Auður Ingibjörg, f. 1969, maki Danjal West, þeirra börn: Jóhann Pétur, f. 1994, og María, f. 1996. Smári, f. 1972, maki Vigdís Viggósdótt- ir, þeirra barn: Brynjar Örn, f. 1994. Júlíus, f. 1976, unnusta Ingibjörg Jónsdóttir. Hanna Guðrún, f. 1982. 4) Lilja, f. 1951, maki: Einar Þórarinsson, þeirra börn: Þórar- inn, f. 1974, Katrín, f. 1975, hennar unnusti Jón Egill Sveinsson. Karólína, f. 1980. Þorvaldur, f. 1981. 5) Bjarni, f. 1957, maki Svanbjörg Hákonar- dóttir, synir þeirra: Hákon Árni, f. 1983, og Hrafn, f. 1989. Aðalsteinn og Auður bjuggu allan sinn búskap á Norðfirði. Aðalsteinn vann lengst við verslunarstörf. Hann tók virkan þátt í félagsmálum og var sein- ustu árin formaður Skógrækt- arfélags Norðfjarðar. Útför Aðalsteins fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kiukkan 14. ist ég þess, að sem bam fékk ég oft að vera á sumrin hjá ömmu og afa, og var þá oft farið bæði til Línu, systur mömmu, og Alla frænda og þar var glatt á hjalla, því nóg var af frændsystkinum til þess að leika sér við. Eftir því sem árin liðu urðu ferðirnar austur á firði færri. En alltaf var heOsað upp á frændfólkið, og vel tekið á móti okkur. Fyrir allt þetta viljum við þakka. Elsku Auður mín, Hlín, Hákon, Maja, Lilja, Bjarni, tengdabörn og barnabörn. Ykkar er missirinn mestur. Hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Við biðjum Guð um styrk handa ykkur öllum. Aldraðri ömmu okkar, sem nú dvelur á Hrafnistu í Hafnarfirði, biðjum við Guðs blessunar. Élsku mamma, Lína frænka og Víglundur. Ykkur systkinunum sendum við innilegar samúðar- kveðjur frá okkur öllum hér í Sví- þjóð. Nú er komið að kveðjustund. Því miður getum við ekki fylgt frænda okkar síðasta spölinn, en sendum kveðjur til ykkar. Elsku Alli minn, hafðu þökk fyr- ir allt. Guðmunda Hjörleifsdóttir og Jónfna Björk Hjörleifsdóttir. Kveðja frá Rotaryklúbbi Neskaupstaðar Aðalsteinn Halldórsson, heið- ursfélagi í Rotaryklúbbi Neskaup- staðar og Paul Harris félagi er lát- inn. Sæti hans í félagsskap okkar er vandfyllt. Enginn þekkti betur sögu Rotaryhreyfingarinnar og enginn skildi betur hlutverk henn- ar í þjóðfélaginu. Á það minnti hann okkur oft á tíðum. Skýr í hugsun og máli. Aðalsteinn var maður fagurra hugsjóna og ein- lægur talsmaður þess sem hann taldi leiða til framfara og fegurra mannlífs. Hans hjartans mál var skóg- ræktin. Á mikilvægi þess að klæða landið skógi minnti hann okkur Rotarymenn oft á tíðum á og stöku sinnum liðsinntum við honum ofur- lítið í þeim efnum. I fjöldamörg ár var Aðalsteinn formaður Skógræktarfélags Nes- kaupstaðar. Þar liggur eftir hann einstaklega árangursríkt starf, byggt á þekkingu og þeirri hug- sjón að skila landinu betra og feg- urra til komandi kynslóða. í einlægri þökk og trega kveðj- um við félaga okkar Aðalstein Halldórsson. Eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum sendir Rotaryklúbbur Neskaup- staðar innilegar samúðarkveðjur. AÐALS TEINN HALLDÓRSSON MARTEINN KRISTJAN EINARSSON + Marteinn Krist- ján Einarsson fæddist 31. október 1952 á Akranesi og lést 14. ágúst á heimili sínu. For- eldrar hans voru Einar Kristjánsson og Ingileif Eyleifs- dóttir. Bræður hans eru Eyleifur Haf- steinsson, f. 31.5. 1947, Eymar Ein- arsson, f. 26.12. 1950, Kristján, f. 31.5. 1955, Einar Vignir, f. 13.12. 1958, og Viggó Jón, f. 12.2. 1965. Eiginkona Marteins er Ragnheiður Þorsteinsdóttir. Útför Marteins Kristjáns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það var föstudaginn 14. ágúst sem konan mín hringdi í mig út á sjó og tilkynnti mér að Matti bróð- ir hefði dáið á heimili sínu aðfara- nótt föstudagsins. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan hann hringdi til okkar frá Siglufirði þar sem þeir voru að landa loðnu. Matti var þriðji elstur af okkur bræðrum og stundaði sjó mestalla sína tíð. Hann byrjaði 11 ára að vinna í niðursuðunni hjá Ingi- mundi heitnum og vann með skól- anum og á sumrin en fór til sjós 15 ára gamall á bátum héðan frá Akranesi og síðar frá fleiri stöðum víða um landið. Matti byrjaði snemma að færa björg í bú, og ég minnist þess þeg- ar mamma sagði mér frá því þegar þeir Eymar og hann komu kjag- andi upp túnið fyrir neðan Háteig með hrosshaus sem þeir fengu gefins í slátur- húsinu niðri á Breið og sögðu stoltir: „Mamma, við erum að koma með svið í mat- inn.“ í annað skipti var það að þegar ég fæddist fór Matti upp í apótek, þá ekki nema rúmlega 6 ára, með eina krónu og bað um litla systur, en af- greiðslukonan sagði honum að stelpurnar væru allar búnar og hann kom með tárin í augunum vonsvikinn vegna þess að hann langaði svo í litla systur. Svona eru margar sögur sem koma í hugann um athafnasaman ungan dreng. Matti byrjaði ungur að drekka áfengi og reyndist það honum mik- ið böl í gegnum lífið, en alltaf mundi hann eftir öllum börnum og afmælisdögum þeirra og okkar bræðranna og hringdi eða kom þegar hann gat, hann var einstak- lega barngóður maður. En alltaf reif hann sig upp og fór til sjós og var hann manna duglegastur til allra verka enda mjög mikið hraustmenni. Hann reri með mér í nokkra mánuði og var til húsa hjá okkur hjónunum. Á sjónum var hann bæði útsjónarsamur og dug- legur, og heima var gaman að setj- ast með honum með kaffi og hlusta á sögur sem fáir gætu sagt eins skemmtilega. Hann hafði einstak- lega skemmtilegt skopskyn, en þrátt fyrir mikla óreglu var minnið alltaf í góðu lagi. Eitt var það áhugamál sem átti hug hans og hjarta, það var að fara á knatt- spyrnuleiki með Skagamönnum, og reyndi hann að fara á sem flesta leiki. Elsku bróðir, við fjölskyldan eigum eftir að sakna þeirra góðu stunda sem við áttum saman, og biðjum góðan guð að vernda þig. Ennfremur vottum við eiginkonu þinni, föður okkar og bræðrum og fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Einar, Sigríður, Margrét, Iris Dögg og Magnús Máni. Við viljum með fáum orðum minnast vinar okkar. Þú varst okk- ur alltaf sem bróðir. Uppáhald þitt var sjómennska. Þú varst nýkom- inn af sjó þegar kallið kom óvænt og fyrirvaralaust. Við vorum búin að ákveða svo margt að gera en allt fer öðruvísi en ætlað er. Okkur langar að kveðja þig með þessu sálmaversi. Núleggégaugunaftur ó guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. Takk fyrir allt og allt. Þínar vinkonur Alda og Bára. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.