Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 23 GRAFFÍTÍLISTAMENN munu setja svip sinn á Menningarnótt í miðbænum. Meðal þess sem aðstandendur dagskrárinnar vekja athygli á er að und- anfarið hefur ungt fólk í Vinnuskóla Reykjavíkur unnið stórar veggmyndir í frítíma sínum við Austurbæjarskóla. og breitt um miðborgina; m.a. í Listasafni íslands, Bókabúð Máls og menningar, bókabúð Eymunds- son, Norræna húsinu, Iðnó, Lista- safni Reykjavíkur Hafnarhúsi, Hallgi-ímskirkju, Dómkirkju, Frí- kirkju, Listasafni Einars Jónsson- ar, Fataverslun Kormáks og Skjaldar, Spútnik, hjá Sævai’i Karli, 38 þrepum, Sólon Islandus, Jómfrúnni og víðar. Söfn Listasafn Reykjavíkur Kjarvals- stöðum verður opið kl. 10-18. Kl. 16 verður sérstök leiðsögn um sýn- inguna Stiklað í straumnum sem er sumarsýning safnsins á verkum ís- lenskra myndlistarmanna frá Kjar- val til dagsins í dag. Kl. 15.30 verður farið í göngu- ferð frá Hallgrímskirkju um Skóla- vörðuholt á vegum byggingarlist- ardeildar safnsins. Skoðaðar verða byggingar Guðjóns Samúelssonar en jafnframt hefur byggingarlist- ardeildin sett upp sýningu á nokkrum teikningum Guðjóns í suðursal Hallgrímskirkju og lýkur göngunni með því að þær verða skoðaðar. Umsjón Pétur H. Ár- mannsson, arkitekt. Errósýningin Konur í Hafnar- húsinu verður opin kl. 10-24. Kl. 20 býður Listasafn Reykja- víkur upp á sérstaka umfjöllun um konurnar í verkum Errós. Kolbnin Bergþórsdóttir og Rósa Ingólfs- dóttir mæta hvor annarri og kvení- myndum Eirós. Kl. 22 verður tónlistarflutningur í boði Reykjavíkurhafnar: Andrea Gylfadóttir syngur nokkur lög. Konur eru líka menn - allir menn eru hinsegin er yfirskrift gjörnings sem hefst kl. 23. Sara Björnsdóttir myndlistarmaður flytur. Listasafn íslands verður opið kl. 11-17 og kl. 20-24. Kl. 20 og 22 verður leiðsögn undir yfirskriftinni Inn í sumarnóttina um sumarsýn- ingu safnsins Islensk myndlist á 20. öld. Á sýningunni er úrval verka úr eigu safnsins, er veitir innsýn í þróun íslenskrar myndlist- ar á þessari öld. Leiðsögnin er jafnt fyrir börn og fullorðna. Um- sjón Rakel Pétursdóttir. Ástin og sumarið, tónleikar Da- víðs Olafssonar, bassbarítonsöngv- ara, við undirleik Ólafs Vignis Al- bertssonar, píanóleikara hefjast kl. 21. Blönduð dagskrá; ópei’uaríur, íslensk sönglög o.fl. Listasafn Einars Jónssonar verður opið frá kl. 13.30-23. Sýning á höggmyndum og málverkum Einars Jónssonar og einnig verður heimili hans í turni safnsins opið. Kl. 18.30 leikur Kristinn H. Árna- son á klassískan gítar í safninu og kl. 21.00 leikur Guðmundur Haf- steinsson á trompet í garðinum með sérstakri þátttöku Zirkus Ziemsen. Listasafn ASI, Ásmundarsal, verður opið frá kl. 14-24. Heima- hagar, ljósmyndasýning Wayne Guðmundsson og Guðmundar Ing- ólfssonar. Kl. 20.30 leikm- Margrét Ámadóttir, sellóleikari, 3 kafla úr svítu nr. 6 í D-dúr eftir Bach. Kl. 22.30 leika félagar úr Harmónikku- félagi Reykjavíkur nokkur lög. Nýlistasafnið verður opið frá kl. 20 og fram á nótt. Kl. 20 verða opn- aðar þrjár sýningar með myndlist- arverkum eftir Daníel Magnússon, Hrafnhildi Amardóttur og Finn Arnar Arnarson. Kl. 21 treður hljómsveitin P.P.Pönk upp. Borgarbókasafn Reykjavíkur Þingholtsstræti 29 a, verður opið frá kl 17-22. KI. 17.30, 19.30 og 21 verður boðið upp á dagskrána Draugagangur í bókasafninu! Guð- rún Þ. Stephensen, leikkona, segir sögur í draugahomi safnsins. Kl. 19 og 21 verður kynning á safninu. Þá geta gestir bætt ljóðlínu við ljóð sem endast á allt kvöldið. Einnig geta þeir skoðað Netið, spilað, litið á margmiðlunarefni, tekið þátt í getraun sem dregið verður í á klukkutíma fresti og skoðað safnið og allt það efni sem þar er til. Ái’bæjarsafn verður opið frá kl. 10 og fram eftir kvöldi. Dagskrá er miðuð við fjölskyldufólk. Leik- fangasýning í Kornhúsinu verður opin og þar fyrir utan verða leik- tæki, m.a. kassabílar, sippubönd, húlahringir, stultur, þeytispjöld og kassi með leggjum og skeljum og gefst þar tækifæri á að fara í al- vöra búleik með bömum sinum. Árbæjarsafn býður upp á sérstaka leiðsögn um leikfangasýninguna og börnin geta útbúið sitt eigið þeyti- spjald og skreytt það að vild. Gallerí Gallerí Fold verður opið kl. 17-01. Sýndar verða nokkrar nýjar olíumyndir eftir Harald Bilson í baksalnum. Sýnir er nýtt tölvu- kerfi sem veitir upplýsingar um listamenn og listaverk sem era til sölu í Gallerí Fold. Hægt er að kalla fram myndir og texta á skjá Sýnis og fá þannig upplýsingar um listafólkið og verk þeirra. Sem fyrr verða ýmsir listamenn við vinnu í galleríinu á Menningamótt. Má þar kynnast hinum ýmsu vinnslu- aðferðum myndlistar, hitta lista- fólkið og spjalla við það. Þrykkt verður á grafíkpressu Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, sem hann flutti til landsins árið 1925. Guð- mundur var framherji á sviði graf- íklistar á Islandi og grafíkpressan er sú fyrsta sem flutt var til lands- ins, en hún er nú í eigu Gallerís Foldar. Listamenn munu sýna notkun pressunnar á Menning- arnótt. Haldin verður teiknisam- keppni fyrir börn, 12 ára og yngri. Verðlaun verða veitt fyrir skemmtilegustu teikninguna í hverjum aldurshópi. Auk þessa eru að venju mörg hundrað myndverk til sýnis og sölu í galleríinu. Gallerí Listakot verður opið frá kl. 10-24. Listakot er gallerí og sýningarsalur rekið af 15 listakon- um. Munu nokkrar þeirra verða á staðnum og gera grein fyrir vinnu- ferli sinnar listgreinar. Boðið verð- ur upp á tónlistaratriði um kvöldið. Enska listakonan Elenor Symms sýnir verk sín. Fiskurinn verður opinn kl. 14-24. Sýnd verður heimildarmynd um Elvis Presley; Elvis, The Great Performances eftir Andrew Solt og Greg Vines. Myndin verður sýnd 5 sinnum frá kl. 14-24. Kl. 22 munu Sólrún Trausta Auðunsdóttir og Annu Wilenius flytja orður. Gallerí Ófeigs verður opið kl. 10-23. Síðasti sýningardagur á verkum sænsku listakonunnar Isa Öhman. Hún sýnir skúlptúrverk unnin með blandaðri tækni. Gallerí Mokka vei'ður opið kl. 12-23.30. Sýning Valgerðar Guð- laugsdóttur. Gallerí Ingólfsstræti 8 verður opið kl. 14-24. Ragna Róbertsdótt- ir sýnir nýtt verk sem ber heitið Strönd, Bryndís Snæbjörnsdóttir sýnir ljósmyndir og Sólveig Aðal- steinsdóttir sýnir verk í glugga gallerísins. Gallerí Sævars Kai'ls verður opið kl. 10-24. I verslun Sævars Karls verður kynnt ný vetrai’lína. í gall- eríi á neðri hæð er sýningin End- ui'sköpun þar sem myndlistarmað- urinn Rristján Steingi'ímur Jóns- son sýnir sandblásin verk eftir sjálfan sig og listamennina Krist- ján Davíðsson og Berad Koberling. Um kvöldið verður ný heimildar- mynd um hljómsveitina Ótukt sýnd á neðri hæð. Kl. 22.30 flytur strengjakvartettinn Anima klass- íska tónlist. ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.