Morgunblaðið - 21.08.1998, Page 23

Morgunblaðið - 21.08.1998, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 23 GRAFFÍTÍLISTAMENN munu setja svip sinn á Menningarnótt í miðbænum. Meðal þess sem aðstandendur dagskrárinnar vekja athygli á er að und- anfarið hefur ungt fólk í Vinnuskóla Reykjavíkur unnið stórar veggmyndir í frítíma sínum við Austurbæjarskóla. og breitt um miðborgina; m.a. í Listasafni íslands, Bókabúð Máls og menningar, bókabúð Eymunds- son, Norræna húsinu, Iðnó, Lista- safni Reykjavíkur Hafnarhúsi, Hallgi-ímskirkju, Dómkirkju, Frí- kirkju, Listasafni Einars Jónsson- ar, Fataverslun Kormáks og Skjaldar, Spútnik, hjá Sævai’i Karli, 38 þrepum, Sólon Islandus, Jómfrúnni og víðar. Söfn Listasafn Reykjavíkur Kjarvals- stöðum verður opið kl. 10-18. Kl. 16 verður sérstök leiðsögn um sýn- inguna Stiklað í straumnum sem er sumarsýning safnsins á verkum ís- lenskra myndlistarmanna frá Kjar- val til dagsins í dag. Kl. 15.30 verður farið í göngu- ferð frá Hallgrímskirkju um Skóla- vörðuholt á vegum byggingarlist- ardeildar safnsins. Skoðaðar verða byggingar Guðjóns Samúelssonar en jafnframt hefur byggingarlist- ardeildin sett upp sýningu á nokkrum teikningum Guðjóns í suðursal Hallgrímskirkju og lýkur göngunni með því að þær verða skoðaðar. Umsjón Pétur H. Ár- mannsson, arkitekt. Errósýningin Konur í Hafnar- húsinu verður opin kl. 10-24. Kl. 20 býður Listasafn Reykja- víkur upp á sérstaka umfjöllun um konurnar í verkum Errós. Kolbnin Bergþórsdóttir og Rósa Ingólfs- dóttir mæta hvor annarri og kvení- myndum Eirós. Kl. 22 verður tónlistarflutningur í boði Reykjavíkurhafnar: Andrea Gylfadóttir syngur nokkur lög. Konur eru líka menn - allir menn eru hinsegin er yfirskrift gjörnings sem hefst kl. 23. Sara Björnsdóttir myndlistarmaður flytur. Listasafn íslands verður opið kl. 11-17 og kl. 20-24. Kl. 20 og 22 verður leiðsögn undir yfirskriftinni Inn í sumarnóttina um sumarsýn- ingu safnsins Islensk myndlist á 20. öld. Á sýningunni er úrval verka úr eigu safnsins, er veitir innsýn í þróun íslenskrar myndlist- ar á þessari öld. Leiðsögnin er jafnt fyrir börn og fullorðna. Um- sjón Rakel Pétursdóttir. Ástin og sumarið, tónleikar Da- víðs Olafssonar, bassbarítonsöngv- ara, við undirleik Ólafs Vignis Al- bertssonar, píanóleikara hefjast kl. 21. Blönduð dagskrá; ópei’uaríur, íslensk sönglög o.fl. Listasafn Einars Jónssonar verður opið frá kl. 13.30-23. Sýning á höggmyndum og málverkum Einars Jónssonar og einnig verður heimili hans í turni safnsins opið. Kl. 18.30 leikur Kristinn H. Árna- son á klassískan gítar í safninu og kl. 21.00 leikur Guðmundur Haf- steinsson á trompet í garðinum með sérstakri þátttöku Zirkus Ziemsen. Listasafn ASI, Ásmundarsal, verður opið frá kl. 14-24. Heima- hagar, ljósmyndasýning Wayne Guðmundsson og Guðmundar Ing- ólfssonar. Kl. 20.30 leikm- Margrét Ámadóttir, sellóleikari, 3 kafla úr svítu nr. 6 í D-dúr eftir Bach. Kl. 22.30 leika félagar úr Harmónikku- félagi Reykjavíkur nokkur lög. Nýlistasafnið verður opið frá kl. 20 og fram á nótt. Kl. 20 verða opn- aðar þrjár sýningar með myndlist- arverkum eftir Daníel Magnússon, Hrafnhildi Amardóttur og Finn Arnar Arnarson. Kl. 21 treður hljómsveitin P.P.Pönk upp. Borgarbókasafn Reykjavíkur Þingholtsstræti 29 a, verður opið frá kl 17-22. KI. 17.30, 19.30 og 21 verður boðið upp á dagskrána Draugagangur í bókasafninu! Guð- rún Þ. Stephensen, leikkona, segir sögur í draugahomi safnsins. Kl. 19 og 21 verður kynning á safninu. Þá geta gestir bætt ljóðlínu við ljóð sem endast á allt kvöldið. Einnig geta þeir skoðað Netið, spilað, litið á margmiðlunarefni, tekið þátt í getraun sem dregið verður í á klukkutíma fresti og skoðað safnið og allt það efni sem þar er til. Ái’bæjarsafn verður opið frá kl. 10 og fram eftir kvöldi. Dagskrá er miðuð við fjölskyldufólk. Leik- fangasýning í Kornhúsinu verður opin og þar fyrir utan verða leik- tæki, m.a. kassabílar, sippubönd, húlahringir, stultur, þeytispjöld og kassi með leggjum og skeljum og gefst þar tækifæri á að fara í al- vöra búleik með bömum sinum. Árbæjarsafn býður upp á sérstaka leiðsögn um leikfangasýninguna og börnin geta útbúið sitt eigið þeyti- spjald og skreytt það að vild. Gallerí Gallerí Fold verður opið kl. 17-01. Sýndar verða nokkrar nýjar olíumyndir eftir Harald Bilson í baksalnum. Sýnir er nýtt tölvu- kerfi sem veitir upplýsingar um listamenn og listaverk sem era til sölu í Gallerí Fold. Hægt er að kalla fram myndir og texta á skjá Sýnis og fá þannig upplýsingar um listafólkið og verk þeirra. Sem fyrr verða ýmsir listamenn við vinnu í galleríinu á Menningamótt. Má þar kynnast hinum ýmsu vinnslu- aðferðum myndlistar, hitta lista- fólkið og spjalla við það. Þrykkt verður á grafíkpressu Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, sem hann flutti til landsins árið 1925. Guð- mundur var framherji á sviði graf- íklistar á Islandi og grafíkpressan er sú fyrsta sem flutt var til lands- ins, en hún er nú í eigu Gallerís Foldar. Listamenn munu sýna notkun pressunnar á Menning- arnótt. Haldin verður teiknisam- keppni fyrir börn, 12 ára og yngri. Verðlaun verða veitt fyrir skemmtilegustu teikninguna í hverjum aldurshópi. Auk þessa eru að venju mörg hundrað myndverk til sýnis og sölu í galleríinu. Gallerí Listakot verður opið frá kl. 10-24. Listakot er gallerí og sýningarsalur rekið af 15 listakon- um. Munu nokkrar þeirra verða á staðnum og gera grein fyrir vinnu- ferli sinnar listgreinar. Boðið verð- ur upp á tónlistaratriði um kvöldið. Enska listakonan Elenor Symms sýnir verk sín. Fiskurinn verður opinn kl. 14-24. Sýnd verður heimildarmynd um Elvis Presley; Elvis, The Great Performances eftir Andrew Solt og Greg Vines. Myndin verður sýnd 5 sinnum frá kl. 14-24. Kl. 22 munu Sólrún Trausta Auðunsdóttir og Annu Wilenius flytja orður. Gallerí Ófeigs verður opið kl. 10-23. Síðasti sýningardagur á verkum sænsku listakonunnar Isa Öhman. Hún sýnir skúlptúrverk unnin með blandaðri tækni. Gallerí Mokka vei'ður opið kl. 12-23.30. Sýning Valgerðar Guð- laugsdóttur. Gallerí Ingólfsstræti 8 verður opið kl. 14-24. Ragna Róbertsdótt- ir sýnir nýtt verk sem ber heitið Strönd, Bryndís Snæbjörnsdóttir sýnir ljósmyndir og Sólveig Aðal- steinsdóttir sýnir verk í glugga gallerísins. Gallerí Sævars Kai'ls verður opið kl. 10-24. I verslun Sævars Karls verður kynnt ný vetrai’lína. í gall- eríi á neðri hæð er sýningin End- ui'sköpun þar sem myndlistarmað- urinn Rristján Steingi'ímur Jóns- son sýnir sandblásin verk eftir sjálfan sig og listamennina Krist- ján Davíðsson og Berad Koberling. Um kvöldið verður ný heimildar- mynd um hljómsveitina Ótukt sýnd á neðri hæð. Kl. 22.30 flytur strengjakvartettinn Anima klass- íska tónlist. ►

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.