Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 29
28 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998
JMtYigmÞliiMfe
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VERÐBÓLGA OG
KAUPMÁTTUR
VERÐHJÖÐNUN hefur verið í landinu tvo mánuði í röð
og verðlagshækkanir hafa aðeins verið 0,2% frá ára-
mótum. Hagstofan segir engin merki um annað en að verð-
bólga eigi að geta verið lág næstu mánuði.
Innfluttar mat- og drykkjarvörur hafa lækkað um 4% frá
áramótum og aðrar innfluttar neyzluvörur um 5%. Bílar og
bílavarahlutir hafa lækkað um 0,7% og benzín og olíur um
2,5%. Meiri sveiflur hafa verið á verði innlendra vara.
Grænmeti hefur hækkað um 5,8%, aðrar vörur um 1,8%.
Búvörur hafa hins vegar lækkað um 0,2% og aðrar innlend-
ar matvörur um 0,5%. Opinber þjónusta hefur lækkað um
0,3%, en önnur þjónusta hækkað um 2,9%. Áfengi og tóbak
hafa hækkað um 0,8%
Þegar samanburður er gerður á verðbólgu á Evrópska
efnahagssvæðinu kemur í ljós, að síðustu tólf mánuði hefur
verðbólgan hér á landi verið 0,7% en 1,6% að meðaltali ann-
ars staðar miðað við útreikninga samkvæmt samræmdri
neyzluverðsvísitölu E E S-landanna.
Þennan mikla árangur í verðbólguslagnum má fyrst og
fremst þakka mikilli samkeppni á innanlandsmarkaði, sér-
staklega matvörumarkaði, svo og nokkurri hækkun á gengi
krónunnar. Athyglisvert er, að svo lítil verðbólga skuli vera
í landinu í kjölfar þeirra miklu launahækkana, sem orðið
hafa síðustu misseri. Kaupmáttur landsmanna hefur því
stóraukizt og fyrir heimilin almennt munar einna mest um
miklar verðlækkanir á neyzluvörum. Ekki var búizt við
þessu, þegar heildarkjarasamningarnir voru gerðir. I marz
sl. spáði Þjóðhagsstofnun 2,7% verðbólgu í ár og viðvaranir
voru gefnar út sl. vor um aukna verðbólguhættu vegna
þenslu í efnahagslífinu, sem mikill viðskiptahalli væri
gleggsta dæmið um.
Þennan mikla árangur má þakka því efnahagsumhverfi,
sem ríkisstjórnin hefur búið einstaklingum og fyrirtækj-
um. Sigurinn yfir verðbólgunni má þó rekja til skilnings
forustumanna á vinnumarkaði á því, að hóflegar launa-
hækkanir tryggi bezt lífskjörin. Þjóðarsáttarsamningarnir
í febrúar 1990 hafa reynzt grunnurinn að stórfelldri lífs-
kjarasókn þjóðarinnar. Fórnirnar, sem launþegar færðu í
upphafi til að sigrast á verðbólgunni, hafa skilað sér marg-
falt aftur.
LÍFRÍKI ELLIÐAÁA
ÞAÐ ER sitt hvað sem prýðir Reykjavík, en meðal þess
sem hæst ber eru Elliðaár og Elliðaárdalur. Það eru
ekki margar höfuðborgir sem státa af laxveiðiám innan
borgarmarka. Það á að vera Reykvíkingum metnaðarmál að
vernda sem mögulegt er þessar náttúruperlur. Áreiti, sem
hugsanlega spillir Elliðaám, er trúlega af ýmsum toga: raf-
stöð við árnar, hafnarmannvirki við árósana, iðnaðarsvæði
beggja vegna ósanna, vegir og afrennsli af götum.
Laxagengd í Elliðaám hefur verið um 2.700 laxar að með-
altali á ári, frá árinu 1933 talið. Síðustu árin er laxagengd
talsvert minni, 1.100 laxar í fyrra og útlit er fyrir svipaða
gengd í ár. Það er því tímabært að staldra við og kanna á
faglegan hátt, hvað veldur. Orsakir geta verið ýmsar, sam-
anber fyrrnefnda áreitiþætti.
Morgunblaðið greinir frá því í gær að þriggja ára rann-
sókn á lífríki Elliðaáa, sem yfir stendur, Ijúki á komandi
vori. Vonandi svarar hún þeim spurningum, sem nú brenna
á vörum Reykvíkinga varðandi þessa náttúruperlu. Mikils-
vert er að fá úr því skorið hvort virkjun ánna [1921] hafi
raskað vatnasvæði þeirra til tjóns fyrir lífríkið. Sem og
hver áhrif hafnarmannvirki, uppfyllingar við ströndina, iðn-
aðarsvæði beggja vegna ósanna, vegamannvirki og af-
rennsli af götum hafa á árnar. Viðbrögð verður síðan að
byggja á niðurstöðum áreiðanlegra fagrannsókna.
Þórólfur Antonsson hjá Veiðimálastofnun segir í grein
hér í blaðinu 12. ágúst sl. að það geti ekki „talizt viðunandi
að ætla sér að halda uppi laxastofni Elliðaánna né nokkurr-
ar annarrar ár sem hefur náttúrulegan fiskistofn með sí-
felldum sleppingum seiða“... Meira er um vert, ef laxastofn
Elliðaánna á að fá vöxt og viðgang, að gera ráðstafanir til
að hann verði sjálfbær. Lokun rafstöðvar við Elliðaár er
ekki frágangssök, ef ítarleg rannsókn leiðir í ljós að það sé
nauðsynlegt til að ná því marki.
TAP á reglulegri starfsemi
Flugleiða varð 1.577 milljónir
króna á fyrri helmingi ársins,
eins og fram kemur á með-
fylgjandi töflu, en á sama tíma
á síðasta ári var tapið 921 milljón. Á síð-
asta ári höfðu Flugleiðir hins vegar hagn-
að af sölu flugvélar, um 396 milljónir kr.,
þannig að tap tímabilsins varð 526 milljón-
ir á móti 1.578 milljónum á sama tíma í ár.
Tap innanlands og á fraktflugi
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða,
leggur á það áherslu að vegna árstíða-
sveiflu í rekstri félagsins sé að jafnaði tap á
fyrri hluta ársins. Sem skýringar á meira
tapi nú en í fyrra nefnir hann nokkur at-
riði. Vegna kjarasamninga á síðasta ári
hefur launakostnaður Flugleiða aukist um
10% eða ríflega 600 milljónh' kr. Sigurður
segir að þetta sé mun meiri launahækkun
en almennt á markaði erlendis og þótt gert
hafi verið ráð fyrir þessu í rekstraráætlun
sé Ijóst að launahækkunin hafí skert sam-
keppnisstöðu félagsins.
Rekstrarafkoma Flugfélags íslands hf.
og fraktstarfsemi Flugleiða er lakari en á
síðasta ári. I báðum tilvikum er ástæðan
sögð harðnandi samkeppni. Sigurður segir
að framlegð í fraktflutningum sé minni en
gert var ráð fyrir. Hins vegar séu teikn á
loft um bætta stöðu í þeirri grein.
Flugfélag íslands hf. var rekið með 216
milljóna ki'óna tapi á fyrri árshelmingi.
Flugleiðir eiga 65% hlutefjár og er hlut-
deild félagsins í tapinu því 140 milljónir.
Að auki gjaldfæra endurskoðendur félags-
ins 46 milljónir kr. í þessum reikningum,
vegna hlutdeildar minnihluta í neikvæðri
eiginfjárstöðu, en þetta er eingöngu reikn-
uð tala og standa vonir til að hún gangi til
baka þegar dregur úr tapinu á síðari hluta
ársins og eiginfjárstaðan lagast. Þótt
reiknað sé með betri afkomu Flugfélags
Islands á síðari hluta ársins telja stjórn-
endur Flugleiða að tap verði af rekstri árs-
ins í heild. Sigurður segir mikilvægt að
halda áfram að lækka kostnað til þess að
draga sem mest úr tapinu. Einnig sé óum-
flýjanlegt að hækka fargjöldin, annars sé
ekki unnt að halda úti þessum rekstri.
Einnig varð tap á Flugfélagi íslands
þann tíma sem það var rekið á síðasta ári
og var hlutur Flugleiða í því um 100 millj-
ónir kr. Þrátt fyrir þetta hefur stjórn Flug-
leiða ákveðið að halda þessum rekstri
áfram, að sögn Sigurðar Helgasonar.
Afkoma af alþjóða farþegaflugi Flug-
leiða varð lakari en áætlanir gerðu ráð fyr-
ir, meðal annars vegna harðnandi sam-
keppni á Norður-Atlantshafsflugleiðum
sem var félaginu þung í skauti á fyrstu
mánuðum ársins, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu sem Flugleiðir sendu frá
sér í gær. Einnig er nefnt að harkalegt
verkfall á Kaupmannahafnarflugvelli, lang-
veigamesta viðkomustað Flugleiða erlend-
is, hafi jafnframt haft neikvæð áhrif á af-
komuna. Auk þessa nefnir Sigurður Helga-
son að sjómannaverkfall og hitasótt í hest-
um hafi haft áhrif á afkomuna á þessu
tímabili vegna minnkandi flutninga. A síð-
asta ári var óhagstæð gengisþróun nefnd
sem helsta skýringin á tapi Flugleiða. Sp-
m-ður um þann þátt nú segir Sigurður að
gengi gjaldmiðla sé félaginu óhagstætt,
þótt ekki sé óhagræðið í ár hliðstætt því
sem gerðist á síðasta ári.
Stefnt að hagnaði á næsta ári
Rekstrarafkoman yfir sumarið skiptir
miklu fyrir heiidarniðurstöðu ái'sins. Sig-
urður segir að reksturinn hafi gengið vel í
júní og júlí og útlitið sé gott fyi-ii' ágúst. í
gær var kynnt bráðabirgðauppgjör fyrir
júlímánuð. Þar kemur fram að félagið skil-
aði 850 milljóna króna hagnaði í mánuðin-
um sem er um 370 milljónum króna betri
afkoma en í sama mánuði í fyrra. I frétta-
tilkynningu kemur fram að sala hafi gengið
vel. „Endurskoðuð rekstraráætlun, sem
kynnt var fyrir stjórn félagsins í dag,
bendir til þess að afkoman seinni hluta árs-
ins verði betri en í fyrra þótt ekki takist að
vinna upp þau áföll sem félagið varð fyrir á
fyrri hluta árs. Félagið leggur nú kapp á
að styrkja forsendur rekstraráætlunar út
árið og tryggja að afkomubati skili sér í
hagnaði á næsta ári,“ segir í tilkynning-
unni.
Sigurður Helgason segir, spurður um
þennan viðsnúning, að búið sé að byggja
upp flutningakerfi af lágmarksstærð og
rekstur þess gangi nú vel. Félagið njóti
hagkvæmni stærðarinnar. „Til að ná góð-
um tökum á rekstrinum hefur verið ákveð-
ið að staldra við og áformum um aukningu
á næsta ári frestað. Við erum sannfærð
um að hægt er að ná betri árangri út úr
því flutningakerfi sem við höfum byggt
upp. Það verður meginviðfangsefni næstu
missera," segir Sigui'ður Helgason.
+
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST1998 29 ^
Flugleiðir hætta flugi til og frá Lúxemborg og fresta áformaðri aukningu umsvifa
enda félagsins tekst því að halda uppsögn-
um vegna sparnaðaraðgerða í algeru lág-
marki. Uppsagnirnar verða fyrst og fremst
í erlendum starfsstöðvum en eins og áður
hefur komið fram fækkar starfsfólki í Lúx-
emborg og á Kennedyflugvelli samtals um
28 manns.
I framhaldi af fjölgun dótturfélaga hefur
verið ákveðið að halda áfram skipulags-
breytingum sem miða að því að skýra
rekstrarábyrgð stjórnenda í einstökum lið-
um starfseminnai'. Verið er að leggja loka-
hönd á skipulag svokallaðra afkomueininga
sem verða reknar innan móðurfélagsins en
með mjög skýr rekstrar- og afkomumark-
mið, að því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu. Meðal þeirra eininga sem verið er að
skipuleggja með þessum hætti er stöðvar-
rekstur á Keflavíkurflugvelli, frakfrekstur,
viðhaldsþjónusta, verslanarekstur, vildar-
kortakerfi og bílaleiga.
Eigið fé minnkar
Heildareignir samstæðu Flugleiða sam-
kvæmt efnahagsreikningi nema nú 23,5
milljörðum ki'. Félagið skuldaði 18,8 millj-
ai-ða 30. júní síðastliðinn. Eigið fé nam 4,7
milljörðum en var tæpir 6 milljarðar á
sama tíma á síðasta ári. Þessi minnkun
stafar einkum af hallarekstri á þessu tíma-
bili.
1.578 milljóna króna
tap á fyrri árshelmingi
Tæplega 1.578 milljóna króna tap varð á rekstri Flugleiða
fyrstu sex mánuði ársins. Er þetta mun verri afkoma en á
sama tíma á síðasta ári en stjórnendur félagsins segja að útlit
sé fyrir bætta afkomu á síðari hluti ársins, þó þannig að reikn-
að er með að tap verði á rekstrinum þegar árið verður gert
upp. Hins vegar er vonast eftir hagnaði á næsta ári. Stjórn
Flugleiða ákvað í gær að fresta aukningu umsvifa og grípa til
margvíslegra sparnaðaraðgerða. Meðal annars verður hætt að
fljúga til Lúxemborgar en þar hafa Flugleiðir og Loftleiðir
verið með starfsemi í 43 ár.
Fresta áformum um aukningu
Stjórn Flugleiða samþykkti í gær tillögu
forstjóra um að fresta áformum um aukin
umsvif á næsta ári, að hætta flugi til Lúx-
emborgar, að selja eina flugvél, hætta eigin
afgreiðslustarfsemi á Kennedyflugvelli, að
lækka kostnað um 400 milljónir kr., um að-
gerðir í reksfri Flugfélags Islands og
áframhaldandi skipulagsbreytingai'.
Félagið hafði áform um áframhaldandi
aukningu í millilandaflugi á næsta ári.
Þeim áformum hefur nú verið frestað og fé-
lagið einbeitir sér að því að bæta afkomu
og árangur þess leiðakerfis sem byggt hef-
ur verið upp í alþjóðafluginu undanfarin ár.
„Vegna þeirrar uppbyggingar á félagið
þess kost að breyta söluáherslum milli
tímabila eftir því hvai' vænta má meiri
ábata. Undanfarna mánuði hefur söluá-
herslum til dæmis verið breytt með það í
huga að auka sölu í Bandaríkjunum og
Bretlandi vegna styrks sterlingspundsins
og Bandaríkjadollarans. Þarna er að nást
verulegur árangur. Sala í Bandaríkjunum
það sem af er árinu hefur aukist um 33% og
svipaða sögu er að segja af sölu í Bret-
landi,“ segir í fréttatilkynningu.
Hætt að fljúga til Lúxemborgar
Ákveðið hefur verið að hætta flugi milli
Lúxemborgar og íslands 9. janúar næst-
komandi. Lúxemborg hefur verið viðkomu-
staður Flugleiða og áðm' Loftleiða ft-á ár-
inu 1955 og var að heita mátti eini við-
komustaður í Evrópu íyrir Norður-Atlants-
hafsflug félaganna. Fyrh' rúmum tíu árum
þurfti félagið að taka ákvörðun um fram-
hald starfseminnar í Lúxemborg en af-
koma þess rekstrar hafði versnað vegna
þess að markaðssvæði Lúxemborgarflug-
vallar í Evrópu minnkaði stöðugt með auk-
inni samkeppni í Norður-Atlantshafsflugi
frá öðrum flugfélögum og öðrum evrópsk-
um flugvöllum.
„Viðbrögð félagsins þá voru stóraukin
áhersla á erlenda ferðamenn til Islands frá
öllum áfangastöðum og til að styrkja þann
þátt starfseminnar voru öll flug til og frá
landinu tengd þannig að hægt var að þjóna
Norður-Atlantshafsmarkaðnum með flug-
vélum sem fyrst og fremst er ætlað að
flytja farþega til og frá landinu. Þessi
stefnubreyting hefur styrkt mjög flugið
milli íslands og ákvörðunarstaða í Evrópu.
Markaðsstöðu Lúxemborgar hefur hins
vegar haldið áfram að hraka, einkum yfir
hafið og flutningar milli Lúxemborgar og
Islands hafa ekki náð að fylla í skarðið.
Aðrir staðir á meginlandi Evrópu gefa
mun meiri vonir um ferðamenn til Islands,
sem eru verðmætustu alþjóðafarþegar fé-
lagsins, og að auki stærri markað yfir
Norður-Atlantshaf. Félagið mun því
styrkja uppbyggingu á flugi til Frankfurt
og Parísar," segir í fréttatilkynningu Flug-
leiða.
Sigurður Helgason segir að það hafi ver-
ið erfið ákvörðun að hætta flugi til Lúxem-
borgar. Félagið hafi flogið þangað í 43 ár
og það hafi skapað mikil tengsl milli land-
anna. „En aðstæður hafa breyst. Þessi
staður passar ekki lengur inn í flutninga-
kerfi okkar. Þetta er því köld viðskiptaleg
ákvörðun sem óhjákvæmilegt vai' að taka,“
segir forstjórinn. Vegna lokunar söluskrif-
stofu, bókhaldsþjónustu og flugvallaraf-
greiðslu Flugleiða í Lúxemborg fækkar
starfsfólki félagsins um 13. Á næstu dögum
verður lokið viðræðum við starfsfólkið um
þann viðskilnað.
Flug til Parísar og Frankfurt verðm'
aukið í vor og eftir það flogið þangað allt
árið, daglega á sumrin en allt að fjórum
sinnum í viku að vetrinum.
Áhersla á Boeing 757
Ekki verður af fjölgun flugvéla Flugleiða
á næsta ári, eins og áformað hafði verið.
Ný Boeing 757-200 flugvél kemur inn í
reksturinn í apríl
en það er sams
konar vél og kom
til landsins í janúar
síðastliðnum. I
staðinn verður ein
Boeing 737-400 vél
seld í tengslum við
niðurfellingu Lúx-
emborgarflugsins.
Þessi breyting á
flugflota er jafn-
framt skref í þá átt að Flugleiðir verði með
eina gerð flugvéla í millilandaflugi, það er
að segja Boeing 757 sem er stærri gerð
Boeing-vélanna sem félagið hefur rekið.
Það mun að sögn stjórnenda félagsins skila
verulegum fjárhagslegum ávinningi vegna
sparnaðar í varahlutahaldi, betri nýtingar
tækja og mikillar lækkunar þjálfunar-
kostnaðai' flugmanna.
Hætta eigin afgreiðslu
á Kennedyflugvelli
Flugleiðir hætta eigin afgreiðslustarf-
semi á Kennedyflugvelli í New York um
miðjan næsta mánuð. Samið hefur verið við
British Airways um að taka við afgreiðslu
Flugleiðavéla.
Félagið og áður Loftleiðir hafa haft eigin
flugstöðvaiTekstur og farþegaþjónustu á
Kennedyflugvelli í 35 ár. Flugleiðir hafa
þjónað öðrum flugfélögum á vellinum og
haft af því góðan ábata en úr þeirri starf-
semi hefur dregið vegna breytinga á mark-
aðsaðstæðum á vellinum og þeim hefur nú
alveg verið hætt. Á sama tíma liggur það
fyrir að Flugleiðir þurfa að taka afstöðu til
þess hvort félagið vill halda áfram starf-
semi á sama stað í flugstöðinni þar sem
verið er að hefja algera endurbyggingu
húsnæðis. Það myndi leiða til mun hærri
leigu og meiri rekstraráhættu vegna verk-
efna fyrir önnur flugfélög. Niðurstaða
Flugleiða var að kaupa flugvéla- og far-
Flugleiðir hf. OA i/.MÍ 4 AAO w
KBBiI 'J
ui diðinuiaiciiviiiiiyi uu. juiii 1990 f Samstæða Janúar-júní
Rekstrarreikningur MMjónir króna 1998 1997 Breyting
Rekstrartekjur 11.693 10.740 +9%
Rekstrarqjöld 13.003 11.691 +11%
Rekstrartap án fjármagnsliða (1.310) (950) +38%
Hrein fjármagnsgjöld (318) (141) +125%
Tap fyrir tekju- og eignarskatt (1.627) (1.091) +49%
Tap af reglui. starfsemi eftir skatta (1.577) (922) +71%
Hagnaður (tap) af sölu eigna (D 395 -
Hagnaður (tap) tfmabilsins (1.578) (526) +200%
Efnahagsreikningur 30. júní: 1998 1997 Breyling
\ Eignir: j Milljónir króna
Fastafjármunir 16.082 12.996 +14%
Veltufjármunir 7.401 7.261 +2%
Eignir samtals 23.483 20.257 +16%
| Skuldir og eigid fé: \
Eigið fé 4.676 5.966 ■22%
Skuldbindingar 207 196 +5%
Langtímaskuldir 9.484 6.589 +44%
Skammtímaskuldir 9.116 7.506 +21%
Skuldir og eigið fé samtals 23.483 20.257 +16%
Kennitölur og sjóðstreymi 1998 1997 Breyting
Veltufjárhlutfall 0,81 0,97
Eiginfjárhlutfall 0,20 0,32
Veltufé til rekstrar Milljónir króna LaÁ (335) +124%
þegaþjónustu hjá öðru fyrirtæki og hefur
verið gengið frá samningi við British
Airways um að taka við afgreiðslunni frá
og með 15. september. Talið er að sparnað-
ur félagsins vegna þessa nemi allt að 70
milljónum kr. á ári.
Flugleiðir munu áfram hafa 4 starfs-
menn á Kennedy-flugvelli en þurfa að
segja upp starfsmönnum í 15 stöðugildum.
Hafa þeir flestir fengið aðra vinnu, meðal
annai's hjá British Airways.
Kostnaður lækkaður
um 400 milljónir
Stefnt er að því að ná 400 milljóna króna
kostnaðarlækkun á ári í framhaldi af ítar-
legri skoðun um 20 vinnuhópa á öllum þátt-
um starfseminnar í vetur og vor. Samsvar-
ar þetta um 2% af útgjöldum félagsins.
Reiknað er með að með þessum aðgerðum
verði unnt að lækka kostnað það sem eftir
er af þessu ári um 200 milljónir. Meðal
spai'naðai'atriða má nefna verulega lækkun
fjarskiptakostnaðar, liðlega 20 milljóna kr.
sparnað í eldsneytiskostnaði, 10 milljóna
lu'. lækkun veitingakostnaðar og lækkun
markaðskostnaðar um 40 milljónir.
Auk þess hefur félagið verið með strang-
ar hömlur á nýráðningum og endurráðn-
ingum vegna starfsfólks sem lætur af störf-
um. Félagið er nú mannað töluvert undir
því sem gert var ráð fyrir í rekstraráætlun-
um, eða um 59 manns, og að mati stjórn-
Ráðherra áhyggjufullur
Halldór Blöndal samgönguráðherra seg-
ist vera mjög áhyggjufullur vegna afkomu
Flugleiða enda skili fyrirtækið drjúgum
hluta gjaldeyristekna Islendinga og sé for-
sendan fyrir þeim vexti í ferðaþjónustu
sem stefnt sé að og menn þykist sjá að geti
orðið á næstu árum.
Halldór segist þó vilja tnía því að Flug-
leiðum muni takast að snúa dæminu við
með ráðstöfunum sínum. „Flugleiðir hafa
náð mjög góðum árangri í sætanýtingu í
fluginu milli Evrópu og Ameríku en þeim
hefur ekki tekist að hækka meðalverðið
nóg,“ segir hann.
Varðandi þá ákvörðun félagsins að hætta
flugi til Lúxemborgar segir samgönguráð-
heira að viss ljómi sé yfir því flugi í huga
Islendinga. „Breyttar samkeppnisaðstæð-
ur valda því hins vegar að ekki eru for-
sendur fyrir því að halda áfram og við
verðum að sætta okkur við það. Flugleiðir
eru að byggja upp nýjar leiðir til Glasgow
og Halifax og því fela þessai' ráðstafanh-
sem betur fer ekki í sér að fyrirtækið sé að
draga saman í rekstrinum."
Gengi hlutabréfa lækkar
Fjárfestar vh'ðast hafa gert sér vonir
um betri afkomu Flugleiða því gengi hluta-
bréfa félagsins lækkaði í gær úr 2,94 í 2,68,
eða um 8,8%. í spám verðbréfafyrirtækj-
anna sem birtar voru hér í blaðinu í lok
júlí, um afkomu Flugleiða á fyrri árshelm-
ingi, birtist nokkuð misvísandi mat. Flest
fyrirtækin gerðu þó ráð fyrir að tapið yrði
á bilinu 1,0 til 1,4 milljarðar. Eitt fyrirtæk-
ið, Viðskiptastofa Islandsbanka, spáði
reyndar 900 milljóna króna tapi. Raun-
verulegt tap Flugleiða, 1.578 milljónir,
rúmaðist aðeins innan spár Kaupþings sem
reiknaði með 1,3 til 1,7 milljarða króna
tapi.
„Þetta kemur á óvart,“ segir Heiðar
Guðjónsson, verðbréfamiðlari hjá Við-
skiptastofu Islandsbanka, þegar leitað er
álits hans á afkomu Flugleiða. „Við sáum
að ytri aðstæður voru félaginu frekar hag-
stæðar á fyrri hluta ársins. Gríðarleg olíu-
verðslækkun ætti að vega upp á móti
launahækkunum. Sveiflur hafa verið litlar
á erlendum gjaldmiðlum. Þá er aðeins eftir
kjarninn í starfseminni sem virðist ekki
vera nógu góður,“ segir Heiðar.
Hann vekur athygli á því að hótelrekstur
Flugleiða gengur mun ver en fyrir ári síð-
an auk þess sem Flugfélag Islands skilar
verri afkomu. Því megi hugleiða hvort fé-
lagið eigi að halda áfram þessum reksfri.
Heiðar telur að Flugleiðir séu svo lítið
félag á markaðnum að það eigi erfítt með
að standast samkeppnina. Því verði erfitt
að auka tekjurnar. „Við verðum að bíða og
sjá hvernig til tekst með áformaða kostn-
aðarlækkun. Annars kemur það á óvart að
kostnaðurinn skuli ekki hafa verið lækkað-
ur fytr, fyrst það er talið hægt nú.“
Telur Heiðar að þær aðstæður sem ríktu
á fyn-i hluta ái-sins verði viðvai'andi og það
taki því nokkurn tíma að koma rekstrinum
í gott horf. Hann metur það svo að þrátt
fyrir verðlækkunina í gær hafi gengi hluta-
bréfa Flugleiða ekki náð botni, það gæti
lækkað enn frekar. „Verðbréfamarkaður-
inn bjóst við betri afkomu. Nú hefur þetta
gerst í þrígang að gengið hefur lækkað eft-
h’ bh'tingu afkomutalna. Þegar áætlanir
bregðast sífellt má búast við að fjárfestar
leiti annað við ákvöxtun fjármuna sinna,“
segir Heiðar Guðjónsson.
Flugfélag Islands hættir
Húsavikurílugi
Islandsflug
kannar mögu-
leika sína
HALLDÓR Blöndal
samgönguráðherra
segir þá ákvörðun Flug-
félags íslands hf. að
hætta áætlunarflugi til
Húsavíkur í lok mánað-
arins vera sér mikil von-
brigði og bæjarstjórinn
á Húsavík segir að
ákvörðunin hafi komið
sér í opna skjöldu.
Áhugi er á því á Húsa-
vík að kanna vilja ann-
arra aðila til að taka upp
reglubundið áætlunar-
flug til staðarins. ís-
landsflug hyggst athuga
möguleika sína.
Páll Halldórsson,
framkvæmdastjóri
Flugfélags Islands, seg-
ir að stjórnendur og
starfsfólk félagsins hafi
orðið fyrir miklum von-
brigðum með taprekst-
ur fyri'i helming ársins
og í sumar. Lækkun
flugfargjalda á síðasta
ári væri meginástæðan
fyrir tapinu, sem nemur
216 milljónum kr. Ekki
hafi tekist að auka tekj-
urnar. Ráðist hafi verið
í hagræðingastarfsfólks,
sem þýtt hafi mikið álag
á starfsfólk félagsins en
nú komi í ljós að það
hafi ekki dugað til.
Hann segir að stærsti
einstaki kostnaðarliður-
inn í rekstri félagsins sé
rekstur flugvéla og við-
hald. Ekki sé hægt að
minnka hann frekar
nema með því að fækka
flugvélum í rekstri og
þar með flugleiðum. Það
hafi verið gert með því
að leigja eina Metro-vél
félagsins til Bretlands
og unnið sé að sams
konar samningum fyrir
aðra vél. Þegar dæmið
hafi síðan verið gert upp
hafi ekki reynst unnt að
þjóna Húsavík með
þeim flugvélaflota sem
eftir vai’, nema þá að
skerða þjónustu við
aðra staði, en það vildi
félagið síður gera.
Líkur eru taldar á að
breytingar í rekstri
Flugfélags íslands leiði
til fækkunar flugmanna
hjá félaginu í vetur, lík-
lega sem nemur 2-3
áhöfnum. Páll segir það
þó ekki ljóst á þessari
stundu hvernig að þeim
málum verði staðið.
Flugleiðir hafa á síð-
ustu mánuðum hætt
flugi til þriggja annarra
staða, Patreksfjarðar,
Þingeyrar og Sauðár-
ki'óks, en Páll segir eng-
in áform um að leggja
niður flug til fleiri staða,
eins og til dæmis Hafn-
ar í Hornafirði. Segir að
lögð verði áhersla á að
þjóna stærri stöðunum,
hér eftir sem hingað til.
Kom öllum á óvart
„Þetta flug hefur ver-
ið vaxandi á þessu ári og
því kom þessi ákvörðun
Flugfélagsins mér mjög
á óvart,“ segir Halldór
Blöndal samgönguráð-
herra. „Það er ekki flug-
leiðin sjálf sem veldur
þessu heldur staða inn-
anlandsflugsins í heild
sinni og ég vona auðvit-
að að aðrir verði til þess
að taka upp beint flug
til Húsavíkur. Eg tel
reyndar víst að Islands-
flug og jafnvel aðrir
flugrekendur muni at-
huga hvaða forsendur
þeir hafi til þess að
koma inn í það.“
Reinhard Reynisson,
bæjarstjóri á Húsavík,
segir að ákvörðun Flug-
félags íslands hafi kom-
ið sér í opna skjöldu.
„Það eru veruleg von-
brigði með sjálfa
ákvörðunina og ekki síð- —
ur hvemig hana bar að.
Á þessum tíu dögum
sem eru til stefnu eigum
við litla möguleika á að
bregðast við. Við mun-
um ekki sætta okkur við
að hér verði ekki reglu-
bundið áætlunarflug og
munum leita til annarra
aðila um það hvort þeir
sjái ekki grundvöll fyrir
flugi hingað,“ segir
Reinhard. Á fundi bæj-
arráðs Húsavíkur í gær
vai' rætt um að athuga
möguleikana á því að fá
Flugfélagið til að fresta
því að hætta flugi til
Húsavíkur. Páll Hall-
dórsson segir að vissu-
lega hefði verið betra ef
fyi'irvarinn hefði verið
lengri en ákvörðunina
hafi ekki verið hægt að
taka fyrr en allar upp-
lýsingar lágu fyrir.
Farþegafjöldi á þess-
ari leið hefur verið um
16 þúsund á ári, að sögn
bæjarstjórans. Rein-
hard segir að með því að »
hætta fluginu sé verið
að rýi-a þjónustustig
svæðisins og það hafi
áhrif á búsetuskilyrðin.
Þá segir hann að það
hafi slæm áhrif á ferða-
þjónustuna sem hefur
verið í uppbyggingu,
meðal annars með
hvalaskoðunarferðum.
íslandsflug
skoðar málið
íslandsflug mun
kanna möguleika á því
að hefja áætlunarflug til
Húsavíkur eftir að
Flugfélag Islands hætt-
ir flugi þangað, að sögn
Ómars Benediktssonar
framkvæmdastjóra.
„Við vomm nú bara að
heyra þetta og því er of
snemmt að segja nokk-
uð til um framhaldið
enn sem komið er. Við
erum fyrirtæki í sókn
og skoðum vandlega þá
valkosti sem upp koma.
Teljum við þetta væn-
legan kost munum við
eflaust drífa í þessu en *
ef ekki geram við það
ekki. Við höfum aldrei
talið að þessi mai'kaður
gæti borið tvo aðila og
þurfum nú að setjast
niður og reikna hvort
það sé grundvöllur fyrir
einn aðila á þessari.
leið,“ segir Ómar.