Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
í DAG
verður áttræð Margrét
Hallgrímsdóttir frá Skála-
nesi við Seyðisfjörð, Suður-
götu 14, Keflavík. Eigin-
maður hennar var Einar
Sveinn Pálsson, vélstjóri,
sem lést árið 1984. Margrét
verður að heiman í dag.
BRIDS
Pinsjón (luðmiiiulur
Páll Arnarson
EFTIR nokkra rannsókn á
blindum, hugsar sagnhafi
með sér að ef til vill hefði
verið rétt að segja sjö, en
ekki sex spaða.
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
* 8642
V ÁK106
* 7543
* 10
Suður
* ÁKD5
VDG9
♦ ÁK8
*Á83
Vestur Norður Austur Suður
- - _ 2lauf
Pass 2tíglar Pass 2grönd
Pass 3lauf Pass 3spaðar
Pass 5spaðar Pass 6spaðar
Allirpass
En það er of seint að
gráta glötuð tækifæri í
sögnum. Nú er viðfangs-
efnið að ti-yggja tólf slagi í
sex spöðum með lauf-
drottningu út. Hvernig
myndi lesandinn spila?
Það er einfalt að spila sjö
spaða, því þá verður tromp-
ið að falla 3-2. Sagnhafi
myndi stinga lauf í öðrum
slag, fara heim á tromp og
stinga aftur lauf. Taka svo
trompin.
En ef þessi leið er farin
gætu sex tapast í slæmri
tromplegu:
Norður ♦ 8642 V ÁK106 ♦ 7543 ♦ 10
Vestur Austur
♦ 10 ♦ G973
V 8743 V 52
♦ D92 ♦ G106
* DG975 * K642
Suður ♦ ÁKD5 VDG9 ♦ ÁK8 *Á83
Þegar legan í trompinu
kemur í ljós, getur sagnhafi
reynt að spila hjörtunum,
en þá trompar austur í
þriðju umferð og vörnin
fær síðan slag á tígul. Ann-
ar möguleiki væri að gefa
austri trompslaginn í þeirri
von að hann ætti ekki
frílauf eftir, en eins og sést,
tekst það ekki heldur.
Leiðin til að verjast 4-1-
legunni er að spila smáu
trompi undan ÁKD í öðrum
slag! Hvað svo sem vörnin
gerir, nær sagnhafi að
stinga iauf tvisvar,
aftrompa austur og taka
svo slagina sína íjóra á
hjarta.
Árnað heilla
nAÁIlA afmæli. Á morg-
I \/un, laugardaginn 22.
ágúst, verðm- sjötug Guð-
björg Guðjónsdóttir, Ból-
staðarhlíð 45. Eiginmaður
hennar vai' Einar H. Hjart-
arson, rannsóknarfulltníi,
en hann lést árið 1995. Guð-
björg tekur á móti gestum í
sal Félagsmiðstöðvar aldr-
aðra, Bólstaðarhlíð 43, af-
mælisdaginn milli 17 og 19.
r\ÁRA afmæli. í dag,
Ovffóstudaginn 21. ágúst,
verður sextug Sesselja Olaf-
ía Einarsdóttir, sjúkraliði,
Miðhúsum 6, Reykjavík.
Eiginmaður hennar er Jón
Grétar Guðmundsson, raf-
fræðingur.
50;
ágús
Olaf
ur fimmtugur Ölafur G.
Emilsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn, Breiðvangi 77,
Hafnarfirði. Hann og eigin-
kona hans, Margrét Sesselja
Magnúsdóttir, taka á móti
gestum í Oddfellowsalnum,
Staðarbergi 2-4, Hafnar-
firði, á afmælisdaginn frá kl.
16-19.
/?/\ÁRA afmæli. Næst-
OOkomandi mánudag 24.
ágúst verður sextugur Hall-
dór Blöndal samgönguráð-
herra. Hann tekur á móti
ættingjum og vinum í and-
dyri íþróttahallarinnai' á
Ákureyri kl. 18-22.
fT /\ÁRA afmæli. í dag,
OOfóstudaginn 21. ágúst,
verður fimmtug Þórdís Elín
Jóelsdóttir, myndlistarmað-
ur, Brekkuseli 10, Reykja-
vík. Eiginmaður hennar er
Gunnar Gunnarsson, lög-
fræðingur. Þau hjónin taka
á móti gestum á heimili sínu
í dag milli kl. 17 og 19.
O /\ÁRA afmæli. Á morg-
OOun, laugardaginn 22.
ágúst, verður áttræð Anna
Albertsdóttir, Teigagerði
15, Reykjavík. Anna tekur á
móti ættingjum og vinum í
safnaðarheimili Bústaða-
kirkju á afmælisdaginn milli
kl. 15 og 18.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til-
kynningar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að kostnaðai'-
lausu. Tilkynningar þurfa að
berast með tveggja daga fyr-
irvara virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki afmæl-
isbarns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getm-
hringt í síma 569-1100, Sent
í bréfsíma 569-1329, sent á
netfangið ritslj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla, Morgunblað-
inu, Kringlunni 1, 103
Reykjavík.
GULLBRÚÐKAUP. Gullbrúðkaup eiga í dag, fóstudaginn
21. ágúst, hjónin Svava Berg Þorsteinsdóttir og Ágúst Val-
ur Guðmundsson. Þau hjónin verða að heiman í dag.
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 45 ‘
STJ ÖRIVUSPA
eftir Franecs Drake
*
LJÓN
Afmæliabarn dagsins: Pú
ert glaðvær og geðþekkur
oggæddur góðum skipu-
lagshæfíleikum en þér
hættir til að hafa of
miklar áhyggjur.
Hrútur _
(21. mars -19. apríl)
Það er í svo mörg horn að
líta að þér finnst verkefna-
ski'áin yfirþyi-mandi. Láttu
ekki hugfallast heldur
gakktu æðrulaus til verks.
Naut
(20. aprfl - 20. maí) P+t
Sjálfsöryggi þitt hjálpar þér
til að vinna fólk á þitt band.
Svo er bara að halda fylgis-
mönnunum ánægðum.
Tvíburar , .
(21. maí-20. júní) M
Sum mál eru þannig vaxin
að ekkert eitt svar er rétt
eða rangt. Nálgastu málið
opnum huga og þá mun
lausnin renna upp fyrir þér.
Krdbbi
(21. júní - 22. júlí)
Haltu vöku þinni svo ekkert
fari úrskeiðis fyrir sofanda-
hátt eða kæruleysi. Sinntu
máli sem leitar sterkt á þig.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú gengur með miklar
áhyggjur af ýmsum hlutum.
Láttu þær ekki ná tökum á
þér heldur deildu þeim með
öðrum.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) <S$L
Vináttan er ekki bara að
þiggja af öðrum heldur líka
að gefa af sjálfum sér.
Mundu það síðarnefnda og
þá kemur hitt af sjálfu sér.
(23. sept. - 22. október) m
Brýnustu verkefnin bíða nú
heima við. Gefðu þér tíma til
að sinna þeim og þá muntu
fyllast þreki til að glíma við
verkefni vinnunnar.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Það er sóst eftir vináttu
þinni og er það vel en
mundu að ekki eru allir við-
hlæjendur vinir.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember)
Það er ekki víst að aðrir séu
sammála þér þó þér finnist
mikið til um röksemda-
færslu þína.Þú þarft heldur
ekki að sannfæra alla.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Þér finnst of mikið slúðrað í
kringum þig. Láttu það
samt ekki fara í taugarnar á
þér heldur haltu þínu striki.
Vatnsberi
(2.0. janúar -18. febrúar) Q&Pi
Akveðni þín vekur aðdáun
vinnufélaga og yfirmanna
þinna. Hugsaðu hvert skref
vel því nú ríður á að þér mis-
takist ekki.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Fæst orð hafa minnsta
ábyrgð svo þú skalt fara þér
hægt í umræðum um við-
kvæm mál.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár a f þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegi'a staðreynda.
íkki luvct,
Fákafeni 9
sími 5682866
Einnig sokkar og belti
WARNEKS
Fiott
undirföt
Kringlunni
s. 553 7355
DOMUS MEDICA - KRINGLUNNI
Kr. 12.990
CHA*CHA
. ■
Kringlunni 8-12
(bak við gosbrum
Hringbraut 121 (JL
LLOY»
Skór fyrir karlmenn
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Kárastígur
3ja herb. efri hæð í tvíbýli í mikið endumýjuðu
steinhúsi. Garðurog sameign nýlega endur-
nýjuð. Getur losnað fljótlega. Verð 6,5 millj.
«_ MIÐBORGehf
fasteignasala
® 533 4800