Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 35* RAKEL LINDA LOFTSDÓTTIR + Rakel Loftsdóttir fæddist að Gröf í Miðdölum þaiin 22. mars 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur þann 12. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar vom Jó- hanna Guðný Guðna- dóttir og Loftur Magnússon. Þau eignuðust tólf börn og var Rakel yngst þeirra. Systkini hennar voru: Herdís, Málfríður, Magnús, Guðni, Ingvi, Hrefna, Hildiþór, Unnur, Ragnheiður, Þorsteinn Bergmann og Hörður, sem er einn eftirlifandi úr systk- inahópnum. Við andlát föður síns, þegar hún var barnung, var Rakel sett í fóstur hjá hjónunum Klemens Samúelssyni og Sesselju Daða- dóttur, sem bjuggn áfram í Gröf. Þar ólst hún upp með tveimur öðrum uppeldisbörnum þeirra hjóna, þeim Aðalheiði Stefáns- dóttur og Gunnari Friðleifssyni, sem nú er látinn. Fyrri maður Rakelar var Ingólf- ur Jóhannesson, f.14.9. 1907, d.13.5. 1975. Börn þeirra eru: 1) Öm, f. 16.8. 1937, maki Margrét Halldórsdóttir. 2) Auður, f.16.11. 1938. 3) Sesselja Kolbrún, f. 23.2. 1941, sam- býlismaður Samúel Bjarnason. 4) Klem- ens Rafn, f. 16.3. 1942. Seinni maður Rak- elar var Guðmar Ingiber Guðmunds- son, f. 4.8. 1908, d. 26.3. 1993. Barn þeirra er: Sveinbjörg, f. 15.9. 1951, maki Kristján Þ. Jónsson. Afkomendur Rakelar eru á sjötta tuginn. Innan við tvítugt fluttist Rakel til Reykjavíkur og starfaði við veitingastörf, lengst af sem mat- ráðskona, en hóf síðan sjálfstæð- an verslunarrekstur sem hún stundaði um áratuga skeið. Útför hennar fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. M mannsins hjarta er eins og umsetin borg, sem ár og dagar í vöku og svefiii herja. Og jörðin á sér enga þá gleði og sorg sem ást og minningum tekst til lengdar að veija. En hversu langt sem lífið haslar sér völl, í lokasókninni miklu þess viðnám bilar. Og dauðinn mun finna djásn okkar heil og öU þann dag, sem Ufið herfangi sínu skilar. (Tómas Guðmundsson.) Mikið óskaplega er sárt að kveðja þig, elsku amma mín. Þú hefur verið hluti af mínu lífi í nær þrjá áratugi og finnst mér erfitt að ímynda mér tilveruna án þín. Öll þurfum við ein- hvern tímann að skila herfangi okk- ar og öðlast þá hvíld sem drottinn mun veita okkur. Ég veit það amma mín að þú þurftir á hvfldinni að halda og góðar móttökur hefur þú fengið þar sem þú ert nú. Ég þakka guði fyrir þau spor sem við gengum saman og munu minningarnar sem ég á um þig verma hjarta mitt um ókomna tíð. Ekki truflaði kynslóða- bilið okkur og oft ræddum við sam- an um ljóð Tómasar Guðmundsson- ar, sem við höfðum báðar gaman af. Það var gaman að spjalla við þig, því þú varst skarpgreind, fróð og hafðir góðan húmor. Minningarnar um þig eru margar. Manstu þegar ég skrifaði nafnið mitt innan á hurð- ina á skápnum þínum, eða þegar ég var að æfa mig á hausnum á þér því að ég ætlaði að verða hárgreiðslu- kona og þú lést þig hafa það þó að útkoman yrði oft skondin, eða stundimar sem þú og Hvellur dísar- Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyitr hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fímmtudags-, fóstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. páfagaukurinn minn áttuð saman, hann var svo hændur að þér. Kveðj- urnar sem ég bar á milli þín og Laugu ömmu voru ófáar, þið voruð svo nánar, og spjallstundimar þeg- ar þið Inga hittust vom eftirminni- legar, þá var glatt á hjalla. Inga hef- ur misst kæra vinkonu. Manstu kjúklingaveislurnar ykkar mömmu, þið brölluðuð margt saman sem kom mér skemmtilega á óvart. Og þegar þú leyfðir mér að leika með skartgripakassann þinn, fannst mér hann vera sem gullkista og ég hlyti að eiga ríkustu ömmu í heimi. í dag veit ég að þú varst auðug kona, en það var annað sem gerði þig auðuga og það er sá stóri hópur afkomenda sem eftir stendur og syrgir þig. Og því varð allt svo hfjótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. (Tómas Guðmundsson.) Guð blessi þig, amma mín, og minningu þína. Hvíl þú í friði. Rakel Linda Kristjánsdóttir. Hin þúfa minning lýsir mér sem fyrr er lítil stúlka barði á þínar dyr. Þær ætíð síðan opnar henni stóðu þótt árin liðu hratt í tímans móðu. (R.E.) Elsku amma mín, ég kveð þig með söknuð í hjarta, og um leið langar mig að kveðja þig með nokkrum fábrotnum orðum. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hérna hjá mér, en eitt er víst að minningarnar geymi ég í hjarta mínu. Það var alltaf svo gott að koma til þín. Þú komst mér alltaf til að brosa. Það var alveg sama hvernig mér leið, alltaf gafstu mér eitthvað til að brosa út af, þú þekkt- ir mig betur en ég sjálf. Þú vissir allt um mitt líf. Það var alltaf svo gott að tala við þig. Þú varst mér góð vinkona og um leið besta amma sem nokkur getur hugsað sér. Ég man hvað ég var stolt þegar það var sagt við mig að ég væri alveg eins og þú og við hlógum og hlógum að því saman. Við hlógum mjög mikið saman, sérstaklega þegar þú sagðir mér sögur frá því þú varst ung. Þú sagðir svo skemmtilega frá að það er engin furða að við gátum hlegið. Eg á eftir að sakna þín mjög mikið. Þú sem varst svo stór partur af mínu lífi, en eitt veit ég, að þú ert hér hjá mér enn og þú passar upp á mig eins og þú hefur ævin- lega gert. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér gegnum tíðina. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Takk fyrir að elska mig svona heitt eins og þú hefur gert. Það er erfitt að missa svona ástríka manneskju úr lífi sínu, og þín verður sárt saknað, elsku amma mín, nú ert þú í góðum höndum. Nú er tími til kominn að kveðja þig, en leiðir okkar liggja saman á endanum. Takk fyrir vin- áttu þína, faðmlögin þín, allar góðu stundirnar. Stuðningin þinn, ein- lægni þína, skilningin þinn, um- burðarlyndið, fallegu orðin þín og fallega brosið þitt. Lífið þitt var einskær ást allra sár þú vildir græða. Hjartað rótt með þreki ei brást á þymum vegi lífs að þræða fljótt það þroska fékk á láði frækomið sem guð það sáði. (Kristmundur Jónsson.) Guð blessi þig og geymi í faðmi sínum. Þín Helena. Okkur mæðgumar langar til þess að minnast vinkonu okkar, Rakelar Loftsdóttur, sem lést 12. ágúst síð- astliðinn. Við kynntumst henni fyrir hartnær 30 árum þegar eldri sonur okkar Jóns og bróðir minn, Krist- ján, giftist Sveinbjörgu dóttur henn- ar. Það er margt sem kemur upp í hugann, en upp úr stendur hversu dugmikil hún var þrátt fyrir veikindi og ýmsa erfiðleika í gegnum árin. Við áframhaldandi kynni fann mað- ur hversu vel gefin hún var, hlý og góð manneskja. Hefði hún haft tæki- færi til mennta, hefði hún örugglega náð langt. Eftir að börn hennar voru upp komin og hún hætt að vinna, þá hafði hún nokkur ár fyrir sjálfa sig og á meðan Rakel gat, naut hún þess að lesa góðar bækur. Afskap- lega gaman var að kíkja inn til henn- ar í kaffi, tala um daginn og veginn og ræða um bækur sem hún hafði lesið, þá fann maður hversu vel gef- in hún var. Ennfremur hafði hún mjög góðan húmor þegar hún vildi við hafa og gat oft verið skemmti- legt að hlusta á hana segja frá. Við vottum fjölskyldu hennar og ætt- ingjum öllum innilega samúð okkar. Elsku Rakel, hafðu þökk fyrir allt, Guð blessi þig. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fógru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyr. (Matthías Jochumsson.) Inga Jónsdóttir, Sigurlaug Krisljánsdóttir. Það var fyrir rúmum fjörutíu ár- um, að dóttir Rakelar kynnti mig óupplitsdjarfan fyrir móður sinni. Mér varð strax Ijóst, að Rakel var ekki nein venjuleg kona. Það geisl- aði af henni dugnaður og kraftur, sem ég ungur og áhugalítill fyrir þeim eldri gat ekki komist hjá að taka eftir og reyndar dást að. Á þessum árum bjó Rakel á Njálsgötu 12 í Reykjavík. Þetta var þá nýbyggt hús og ég veit, að það er ekki of sterkt að orði komist, þó að sagt sé, að hún hafi átt mjög stóran þátt í að þetta hús var reist. Á þess- um árum vann hún sem matráðs- kona bæði á Veitingahúsinu á Laugavegi 28 og á Miðgarði á Þórs- götu 1 í Reykjavík. Þarna stjórnaði hún af röggsemi á báðum stöðunum en hélt um leið uppi góðum starfsanda og oft var glatt á hjalla, enda Rakel sérlega glaðsinna. Oft hlýtur hún að hafa verið þreytt, þegar hún kom heim að vinnudegi loknum, en það var ekki neina mæðu á henni að sjá, þar sem hún var venjulega með spaugsyrði á vörum, sem kom okkur, sem vorum í kringum hana, til að kætast. Þá átti hún það jafnvel til að kveikja sér í „stórsígar" og þó að ég væri á móti reykingum, þá fannst mér það bara allt í lagi, Rakel átti í hlut. Á þessum tíma var „poppsöngvarinn" Tommy Steel nokkuð vinsæll á öld- um Ijósvakans, sem varð til þess að saminn var íslenskur texti við vin- sælasta lagið hans. Rakel söng text- ann þannig: Allt á floti alls staðar, ekkert nema skuldirnar. Létt skap Rakelar hefur sjálfsagt fleytt henni yfir erfiðleikana í lífinu. Sem lífs- reynd kona gat hún gefið öðrum heilræði. Eitt sinn sagði hún ungum manni: „Ég veit, að ég er ekki fal- legasta kona í heimi, en þegar mað- urinn minn segir, að ég sé það, þá finnst mér ég vera fallegasta kona í heimi, taktu það til greina ungi maður.“ Rakel ólst upp í Gröf í Miðdölum í Dalasýslu. Þá jörð höfðu foreldrar hennar átt. Við jörðinni tóku svo Klemens Samúelsson og Sesselja Daðadóttir. Það mátti segja sem svo, að Ra- kel, sem var yngsta barn foreldra sinna, hafi fylgt með jörðinni, því hún var frá frumbernsku hjá Sesselju og Klemens, þar til hún hleypti heimdraganum. Til Reykja- víkur fór hún og vann m.a. á veit- ingastofu á horni Veltusunds og Hafnarstrætis. Þangað komu margir þekktir einstaklingar og minntist hún borgarskáldsins og Steins Steinars. Það kom fyrir, að hún og borgarskáldið urðu sam- ferða eftir vinnu. „Nújá,“ sagði ég, „þú hefur verið sú sem gekkst með honum suður Laufásveginn.“ „Onei, við þrömmuðum upp Skóla- vörðustíginn," sagði Rakel. Hún fór fyrir lítið mín sagn- fræðilega uppgötvun. Sumarið 1957 tók Rakel ásamt eiginmanni og Sveinu dóttur sinni sér sumarfrí og flaug til Siglufjarð- ar, þar sem elsta dóttir hennar bjó. Þau voru varla lent, þegar Rakel var komin í samband við Óskar Gari- baldason og Anneyju konu hans til að tala við þau um stofnun mötu- neytis á vegum verkalýðsfélagsins á staðnum. Snemma morguninn eftir var hún komin á fullt skrið með und- irbúninginn í stóru sem smáu. Fáum dögum seinna var mötuneytið opnað og auðvitað vann hún þar á meðan hún var á Siglufirði. Á kvöldin, þeg-^ ar hún kom heim, þá sá hún alltaf um, að það væri kátt í kotinu. Á þessum tíma var næg sfld og allir unnu, sem vettlingi gátu valdið. Ingiber, maður Rakelar, réð sig á bát. Sjóferðin varð ekki löng, þar sem þetta var afleysing. Þessi fjöl- skylda hennar Rakelar lenti bara í jákvæðum þrældómi, þegar þau komu í heimsókn til Sigló. Öm og Bóbó komu árið áður og það var sama sagan, sfldarvinna. Svo var fríið á enda og kveðju- stundin mnnin upp og allir kvaddir, þar á meðal tvö barnabömin. Kol- ~~ brún (Lilla), miðdóttir Rakelar, kom svo nokkram dögum seinna í heim- sókn. í hvert sinn er ég hitti Óskar Garibaldason eftir þetta sumar bað hann alltaf fyrir kveðju til Rakelar frá þeim hjónum. Rakel hafði svo sannarlega ekki bara hjálpað þeim að koma mötuneytinu á laggimar, heldur hafði hún líka heillað þau. Þær ylja þessar minningar. Síðustu árin gekk Rakel ekki heil til skógar, en eftir sem áður gat hún komið manni til að hlæja, það er ekki öllum gefið. Nú get ég séð Rakel fyrir mér lausa við alla kvilla að velta fyrir sér, hvort hún eigi ekki að fara að leggja á uppáhaldshestinn sinn, sem 41 hún átti sem unglingur, og fá sér sprett á völlunum hinum megin, sem ættu ekki að standa að baki þeim á Nesoddanum. Ég votta börnum, öðrum niðjum og vinum Rakelar samúð mína. Guðmundur Arason. ÞURÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR * + Þuríður Hall- dórsdóttir var fædd á Eyrarbakka 2. nóvember 1914. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Garð- vangi 15. ágúst síð- astliðinn. Foreldr- ar: Halldór Þor- valdsson, f. 1.6. 1861, d. 1922, og Guðrún Ársæl Guð- mundsdóttir, f. 1.1. 1875, d. 21.12.1956. Hinn 11.12. 1937 giftist Þuríður Jens Beryamín Þórðarsyni, lög- regluvarðsljóra í Keflavfk, f. 25.4. 1906 í Gerðahreppi, d. 6.4. 1975. Börn þeirra: 1) Álda Steinunn, f. 16.9. 1939, kennari við Fjölbrautaskóla Suður- nesja, Keflavík. 2) Halldór Ár- sæll, f. 31.7. 1943, lögreglu- varðsfjóri í Keflavík, maki María Valdimarsdóttir, f. 26.5. 1947. Börn þeirra: Þórey, f. 6.9. 1969, maki Vilhjálmur Birgisson, f. 24.9. 1963. Sonur þeirra Halldór Jens, f. 29.11. 1996, Jenný, f. 29.5.1977. 3) Krist- inn Þ., f. 28.4.1946, verkstjóri á Akra- nesi, maki Elsa Halldórsdóttir, f. 27.8. 1949. Þau skildu. Böm þeirra: Vilborg Helga, f. 18.4. 1971, maki Steinar Berg Sævarsson, f. 27.4. 1973. Sonur þeirra Mikael Máni, f. 10.10. 1997, Kristinn Jens, f. 8.11. 1973, maki Sopja J* Ingigerðardóttir, f. 14.12. 1980. Sonur þeirra Aron Ingi, f. 17.6.1998. Hrannar Freyr, f. 10.1. 1980. 4) Sævar Þorkell, f. 28.2. 1955, maki Julie Maree Price, f. 14.6. 1958. Synir hans Hans Sævar og Jens Elvar, f. 26.5. 1980. Þuríður átti þrjú systkini, Láru, Önnu og Berg- stein, sem öll eru látin. Utför Þuríðar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. Elsku amma, nú ertu komin til himna og þið afi loksins saman á ný. Mig langar að skrifa til þín nokkur orð, þar sem ég get ekki verið viðstödd útför þína. Þegar ég lít til baka og hugsa um þig er það fyrsta sem kemur upp í huga minn hvað þú varst alltaf kát og glöð og mikið líf í kringum þig. Þú varst svo virk í öllu félagslífi að maður horfði stoltur á þig. Við átt- um saman svo margar yndislegar samverustundir í öllum þeim ferðalögum sem við fórum saman hér áður fyrr. Sú ferð sem stendur upp úr er Glasgow ferðin sem við fórum með foreldrum mínum fyrir nokkrum árum. Og það var síðasta ferð þín utan og vonandi hefur þér fundist hún jafn ánægjuleg og mér. Og þar sem þú gerðir miklar kröfur til hreinlætis var ég svo stolt að þú skyldir treysta mér fyrir því að sjá um heimili þitt þegar þú gast ekki lengur séð um það sjálf. Áttum við þá margar yndislega góðar stundir í þessum heimsóknum mínum til þín. Það verður mikið tómarúm sem mun myndast á næstkomandi jólum þegar þú verður ekki með okkur að spila og taka þátt í leikjunum eins og þú varst vön að vera svo virk í. Mig langar til að enda þessa kveðju mína, elsku amma, með lít- illi bæn. Vertu nú yfir og allt í kring með eilífðri blessun þinni sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Jenný Halldórsdóttir. r Blómabúðin^V öarðskom k v/ Possvo0skii‘kiuv)ap3 j V Sími: 554 0500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.