Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkeppni um stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar auglýst á næstunni MIKIL örtröð myndast í flugstöðinní á álagstímum og langar biðraðir myndast. Brýnt að stækka og fjölga landgöngubrúm ÖRTRÖÐ verður á stundum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem far- þegafjöldi eykst hröðum skrefum og ferðum fjölgar. Pétur Guð- mundsson flugvallarstjóri segir stækkun brýna þar sem stöðin sé í raun sprungin og eigi það bæði við innan sem utan dyra. Á næstu dög- um verður stækkun á flughlöðum boðin út og auglýst samkeppni meðal arkitekta um stækkun stöðvarinnar. Hulda Hauksdóttir, aðstoðar- stöðvarstjóri Flugleiða, segir oft mikið púsl að koma flugvélum að hliðum og landgöngubrúm og stundum þurfi ein og ein vél að leggja spölkoim frá flugstöðinni og farþegar að ganga frá borði og inn í stöð. Sex ranar eru nú í flugstöð- inni og einn raninn getur einnig þjónað stæði við enda flugstöðvar- innar. Flugleiðir sjá um afgreiðslu véla en auk Flugleiðavéla eru þot- ur Atlanta og leiguþotur með reglulegar ferðir frá Keflavíkur- flugvelli. Þotur komast ekki að rönum I fyrrakvöld varð þota að bíða um stund eftir lendingu eftir því að komast að rana meðan lokið var við að undirbúa brottfór þotu sem þar var. Þá sagði Hulda að farþegar hafi þurft að ganga um borð í eina þotu Flugleiða við brottför síðdegis í gær. Hún segir að reynt sé að láta það koma jafnt niður á öllum flug- félögum þegar leggja þarf vélum án þess að tengjast rana en oft sé einnig farþegafjöldi um borð látinn ráða. Hulda segir að þetta hafi bjargast sæmilega í sumar þar sem tíð hafi verið góð en ekki sé heppi- legt að þurfa að láta farþega fara upp og niður stiga og ganga eftir flugstæðunum, ekki síst þá sem í hjólastólum eru. Hún segir að á sumrin þegar ferðir eru svo margar sé það nán- ast daglegt brauð að ein vél komist ekki að rana en telur að svo verði ekki í vetur þegar ferðum fækkar. Ástandið gæti hins vegar orðið enn verra næsta sumar ef ferðum fjölg- ar enn. Flestar brottfarir eru milli sjö og átta árdegis og síðdegis eru þær flestar milli klukkan 16 og 16.40. Hulda segir ógerlegt að breyta brottfarartímum vegna samhengis við tengiflug á áfanga- stöðum austan hafs og vestan. Fjölgað í 13 rana árið 2000 Ríkisstjórnin hefur samþykkt 1.900 milljóna króna fjárveitingu til næsta áfanga við uppbyggingu flugstöðvarinnar. Er það annars vegar bygging nýrra flughlaða eða stæða sem vænst er að taka megi í notkun á næsta sumri. Hins vegar er um að ræða nýja byggingu með sjö hliðum og eru verklok áætluð árið 2000. Verða ranar þá orðnir 13 samtals og segir Pétur flugvall- arstjóri ekki veita af því. Pétur Guðmundsson segir mikil þrengsli innan dyra á háannatíma, flugstöðin sé hönnuð fyrir um eina milljón farþega en þeir verði trú- lega 1.200 þúsund í ár. Fjölgað var innritunarborðum en Pétur segir það ekki nóg og þrengsli séu í bið- sölum þegar fólk er þar flest. Tekið var rými af mötuneyti starfsmanna og eldhúsi og biðsalur stækkaður með því. Hægt er að hafa þrjú toll- hlið opin eftir að farþegar hafa skráð sig til flugs en sjaldnast nema tvö notuð. Eins verður stundum biðröð þegar farþegar koma úr flugi og eru á leið í land en þar hafa biðrað- ir við vegabréfaskoðun og Lands- bankann stundum blandast. Segir Pétur að því mætti eflaust stýra betur. Flugvallarstjórinn segir að vel hafi tekist til með breytingu á verslunarháttum í flugstöðinni og að það hafi gefið mjög auknar tekj- ur sem hafi verið brýnt. Utanríkis- ráðherra fordæmir hryðjuverk HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra fordæmdi í gær hryðju- verkin, sem framin hafa verið í Kenýa, Tansaníu og Norður-írlandi undanfarið. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér eftirfarandi jdirlýs- ingu: „Utanríkisráðherra fordæmir þá illvirkja sem standa að baki hryðju- verkum er heimsbyggðin hefur orð- ið vitni að í Kenýa, Tansaníu og nú síðast á Norður-Irlandi. Utanríkisráðherra sendir þeim fjölmörgu, sem eiga um sárt að binda, innilegustu samúðarkveðjur. Þótt aðstæður í Naíróbí, Dar es Salaam og Omagh séu mismunandi eiga hryðjuverkin það sameiginlegt að þau bitnuðu á saklausum borgur- um sem áttu sér einskis ills von. Hér er því um að ræða glæpsamlegt athæfi, fjöldamorð, sem aldrei er hægt að réttlæta. Island mun styðja hertar alþjóð- legar aðgerðir gegn hryðjuverka- mönnum sem miða að því að koma í veg fyrir hryðjuverk, en jafnframt að því að þeir sem að þessum morð- um stóðu verði látnir sæta ábyrgð." ----------------- Vatnið á Selfossi hreint á ný Óhrein- indi komust í tank KARL Bjömsson bæjarstjóri á Sel- fossi segir að fullmikið hafi verið gert úr því að of mikið gerlainnihald hafi verið í neysluvatni á Selfossi. Hann segir að orsökin hafi legið í lagnakerfinu og of mikið gerlainni- hald hafi aðeins komið fram í einni mælingu. Hann segir að lagnakerfið hafi verið hreinsað strax og neysluvatn sé gott á Selfossi. Hann segir að umfjöllunin hafi leitt til þess að margir Selfyssingar hafi ekki talið sér óhætt að drekka vatnið. Margir hafi einnig soðið vatn til neyslu. „Þetta mældist í einni lögn og að- eins í einn dag í einu hverfi hér á Selfossi. Orsökin var sú að óhrein- indi komust inn í kerfið vegna þess að miðlunartankur tæmdist," segir Karl. Varðskipsmenn í könnunarleiðangur til Kolbeinseyjar Stórt stykki féll úr eyjunni í vetur KOLBEINSEY hefur talsvert lát- ið á sjá eftir síðasta vetur og hefur stórt stykki fallið úr milli klettsins sem er austast á eynni og þyrlu- pallsins. Kletturinn sjálfur er einnig að hverfa í sæ og þá hefur nokkuð kvamast úr pallinum. Að sögn Sigurðar Steinars Ket- ilssonar skipherra á Tý, en hann ásamt áhöfn sinni var þar um miðj- an júlí, hafa ísjakar átt þar stærst- an hlut að máli en einnig hefur brimrof haft sín áhrif. Hann segir að frá því að pallurinn var byggður, árið 1989, hafi mátt sjá nær árlegar breytingar og að innan fárra ára muni Kolbeinsey hverfa alveg. Við það skapist hætta fyrir sjófarendur þar sem sker á opnu hafi geta verið stórvarasöm, sérstaklega þeim sem EKKI gátu varðskipsmenn tekið land í eynni sökum sjógangs en þó mátti sjá að mikið fuglalíf er þar enn. em ókunnugir á þessum slóðum. Eftir að ísland, Danmörk og Grænland náðu samkomulagi um afmörkun hafsvæðisins norður af Kolbeinsey sumarið 1996 gegnir hún ekki lengur hlutverki sem grannlínupunktur. Því era engin áform um frekari styrkingu hennar og þá þykir nær ógerlegt að koma fyrir siglingamerki sem staðist gæti veður og brim á þessum slóð- um. Sigfús Johnsen hlýtur æðstu viðurkenningTi á sviði jöklarannsókna Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SIGFÚS Johnsen pró- fessor, sem hefur í mörg ár tekið þátt í umfangs- miklum rannsóknum á Grænlandsjökii, hlaut í vikunni viðurkenningu Alþjóðajöklarannsóknar- félagsins. Viðurkenningin er sú æðsta sem veitt er á sviði jöklarannsókna og er kennd við G. Seligman, sem stofnaði félagið 1936. Félagið er til húsa í Scott- heimskautastofnuninni við Cambridge-háskóla. Sigfús var einn af drif- kröftunum í Grænlands- jöklarannsóknunum og hefur farið í yfir tuttugu leiðangra upp á jökulinn. Framlag hans fólst meðal annars í að hanna bor, sem notaður var til að bora í gegnum þriggja kílómetra þykka jökulhettuna. Það var ekki síst að þakka snjöllum hugmyndum Sigfús- ar og lausnum að borunin tókst eins vel og raun ber vitni. Niðurstöðurnar hafa varpað nýju ljósi á veð- urfarssögu jarðar og enn er verið að vinna úr þeim. Sigfús og borinn hans hafa einnig komið við sögu í borunum víð- ar. Sigfús hefur ekki aðeins lagt sitt af mörk- um til tilrauna og bor- ana, heldur einnig verið afkastamikill á fræði- lega sviðinu og hefur í rúma þrjá áratugi lagý mikið af mörkum til kenninga- og módela- smíðar um hreyfingar jökulmöttulsins á Grænlandi og Suðurskautinu, segir í áliti dómnefndar. Sigfúsi var veitt Seligman-viður- kenningin við hátíðlega athöfn á ráð- stefnu Alþjóðajöklarannsóknarfé- lagsins í Kiruna í Norður-Svíþjóð, sem staðið hefur þessa vikuna. Sigfús Johnsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.