Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 13 Flautu- og gítarleikur í Deiglunni KRISTJANA Helgadóttir flautuleikari og Dario Macaluso, gítarleikari frá Sikiley, halda tónleika í Deiglunni á Akureyri laugardagskvöldið 22. ágúst kl. 20.30. Þau Kristjana og Dario leika m.a. verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, svítu eftir J.S. Bach, gítartónlist eftir 19. aldar skáldið Mauro Giuliani, sem talinn er vera fyrsta tónskáldið sem samdi konsert fyrir gítar og hljómsveit og Ástor Piazzolla sem er einna þekktastur fyrir framlag sitt til tangó-tónlistar. Söngkonur í Deiglunni SÖNGKONURNAR Sigríður Aðalsteinsdóttir messo-sopr- an og Hulda Björk Garðars- dóttir sopran halda tónleika í Deiglunni á Akureyri í kvöld, föstudaginn 21. ágúst kl. 20.30. Meðleikari á tónleikun- um er Kristinn Öm Kristins- son píanóleikari. Á tónleikunum verður flutt blönduð dagskrá með þekkt- um íslenskum og erlendum sönglögum, óperuaríum og fleira, m.a. eftir Pál Isólfsson, Sigvalda Kaldalóns, Schubert, Schumann, Brahms, Mozart og Rossini. Þetta eru þriðju tónleikar listafólksins í vikunni en áður höfðu þau haldið tónleika í Gerðarsafni í Kópavogi og Reykholtskirkju í Borgarfirði. Síðasta sýn- ingarhelgi í Listasafni Akureyrar SÝNINGUNNI GROUND í Listasafninu á Akureyri lýkur sunnudaginn 23. ágúst. GROUND er samsýning lista- mannanna Kristjáns Guð- mundssonar, Aian Johnston frá Skotlandi og Franz Graf frá Austurríki. Þessir listamenn, sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar, leggja áherslu á að nýta form og eiginleika teikningar sem grunn jafnt og endanlega tjáningu sköpunar sinnar. Sýningin á Listasafninu er samstarfsverkefni með skoska listasafninu Pier Art Centre og Galerie Stadtspark í Krems í Austurríki. Síðasta sýningarhelgi í Friðbjarnar- húsi NÚ UM helgina er síðasta tækifærið í sumar til að skoða Friðbjarnarhús, Aðalstræti 46 á Akureyri. Allir sem áhuga hafa á sögu Akureyrar og minjum henni tengdri, eiga erindi í húsið. Það verður opið laugardag og sunnudag milli kl. 14 og 17. Heitt verður á könnunni fyrir þá sem koma í heimsókn. AKSJÓN Föstudagur 21. ágúst 21.00Þ-Sumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Ákureyringa í ferðahug. Framkvæmdir við nýjan veg yfír Fljótsheiði nokkuð á eftir áætlun Slitlag lagt í lok september FRAMKVÆMDIR við lagningu nýs vegar yfir Fljótsheiði í S-Þingeyjarsýslu eru nokkuð á eftir áætlun. Samkvæmt útboði átti verkinu að ljúka 1. ágúst sl. en nú er stefnt að því að verktakinn, Há- fell, ljúki við að leggja bundið slitlag á veginn í iok september nk. Sigurður Oddsson, deildarstjóri framkvæmda hjá Vegagerðinni á Norðurlandi eystra, sagði að til að það gengi eftir yrði veðrið að vera þurrt og skikkanlegt. Þá er frágangur flága og snyrtingar við veginn eftir og sagði Sigurður að þeirri vinnu yrði lokið næsta sumar. Hann sagði að komið hafi upp aukaverk sem eftir væri að taka tillit til og að það mál yrði skoðað í verklok. Sigurður sagði að tíðarfarið hafi einnig verið að angra verktakann í sumar og að ástandið hafi verið sérlega erfitt í mikilli bleytu. Nú er unnið við verkið frá kl. 8-21,11 daga í senn. Eftir helg- ina kemur annað úthald til að keyra út efra burð- arlag vegarins. Þá er annar verktaki, Arnarfell, að sprengja og mala klöpp í efra burðarlag og klæðingu úr námu á háheiðinni. Miklar tafír á Grenivíkurvegi Framkvæmdin á Fljótsheiði er sú stærsta sem Vegagerðin hefur boðið út frá því að unnið var við göngin í Ólafsfjarðarmúla. Vegurinn, sem er um 10 km langur, liggur um 30-40 metrum neðar en gamli vegurinn og er mesti bratti um 7% en er um og yfir 14% á þeim gamla. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á tæpar 188 millj- ónir króna en Háfell bauðst til að vinna verkið fyrir 133 milljónir króna, sem er um 71% af kostnaðaráætlun. Miklar tafir hafa einnig orðið við framkvæmdir á Grenivíkurvegi en verktakinn, Jarðverk á Dal- vík, átti að skila því fullbúnu frá sér í gær. Að sögn Sigurðar er verkið aðeins hálfnað en að verktakinn stefni að því að ljúka því upp úr miðj- um september nk. Á Grenivíkurvegi er um að ræða framkvæmdir við 3,9 km vegarkafla, frá Syðri-Grund að Gljúfurá. Jarðverk átti lægsta tilboð í verkið, bauð 23,7 milljónir króna eða um 75% af kostnað- aráætlun Vegagerðarinnar. Morgunblaðið/Björn Gíslason STEFNT er að því að lokið verði við að leggja bundið slitlag á nýja veginn yfir Fljótsheiði fyrir lok næsta mánaðar. I gær voru framkvæmdir þar í fullum gangi. Samnorrænu jazznámskeiði Sum- arháskólans á Akureyri að ljúka SAMNORRÆNT jazznámskeið hefur staðið yfir síðustu daga á veg- um Sumarháskólans á Akureyri. Þátttakendur eru 30 frá Færeyjum, Grænlandi, Norður-Noregi og Is- landi og eru þeir flestir á aidrinum 18-20 ára. Sumarháskólinn stendur fyrir námskeiðiðinu í samvinnu við Sigurð Flosason, yfirkennara jazz- deildar Tónlistarskóla FIH og saxó- fónleikara og Tónlistarskólann á Akureyri, þar sem námskeiðið er haldið. Sigurður sagðist í samtali við Morgunblaðið vera mjög ánægður með námskeiðið, enda væri hann með góðan hóp. Hann sagðist þó vilja sjá fleiri Islendinga taka þátt en námskeiðið væri jafnt fyrir ungt fólk og eldri tónlistarmenn, sem væru að spila sér til gamans. Vonandi komið til að vera „Námskeið sem þetta er vonandi komið til vera en það veltur m.a. á því að við fáum styrki. Við fengum norrænan styrk í ár til að standa straum af kostnaði við komu er- lendu tónlistarmannanna. Hér á Akureyri er búið vel að okkur og það eru margir sem koma að þessu námskeiði og samvinnan hefur verið mjög jákvæð." Námskeiðinu lýkur með nem- endatónleikum í Deiglunni í kvöld, föstudag kl. 22.30. Sigurður sagði að Morgunblaðið/Björn Gíslason SIGURÐUR Flosason saxófónleikari uppfræðir nokkra þátttakendur námskeiðsins. þar kæmu fram fjórar hljóm- sveitir og gæfist fólki kostur á að heyra afrakstur námskeiðsins. „Þátttakendur eru á nokkuð ólíku getustigi en í þessum hópi eru mjög flinkir tón- listarmenn og þessi blanda getur rúmast skemmtilega saman.“ Trommuleikari frá Færeyjum Halgir Arge, 19 ára trommuleikari írá Færeyjum, er á meðal þátttak- enda á námskeiðinu. Hann hefur spilað á trommur í 7 ár og leikur popp og jazz með hljómsveit í heima- landi sínu en sagðist trúlega snúa sér enn frekar að jazzinum eftir námskeiðið. „Eg hef átt góðan tíma á íslandi og lært mikið á námskeiðinu hjá góðum kennui-um,“ sagði Halgir, sem sagðist bíða spenntur eftir tón- leikunum í Deiglunni. Hjálmar Stefán Brynjólfsson, bassaleikari úr Eyjafjarðarsveit og Ólafur Haukur Sverrisson, saxófón- leikari úr Reykjavík voru einnig ánægðir með námskeiðið. Þeir sögðu að þótt þetta væri ekki lang- ur tími, hefði margt forvitnilegt komið fram og þeir lært mikið. Báð- ir sögðust þeir vera að þreifa fyrir sér í jazzinum og finnst hann áhugaverður. „Málmur í Atómstöð“ • • Orn Þor- steinsson í Ketilhúsinu ÖRN Þorsteinsson opnar sýningu í Ketilhúsinu á Akureyri laugardag- inn 22. ágúst kl. 16.00, sem hann kallar „Málmur í Atómstöð". Örn á að baki litríkan feril sem mynd- höggvari, listmálari og grafíklista- maður. Hann hefur haldið tug einkasýn- inga auk fjölmargi-a samsýninga heima og erlendis. Verk hans er m.a. að finna á öllum helstu lista- söfnum landsins og við ýmsar opin- berar byggingar. Á sýningu Amar í Ketilhúsinu eru flest verkanna frá sl. 2-3 árum og úr málmi, auk nokkun-a eldri formynda úr vaxi. Sýningin er opin frá kl. 14-18 alla vikuna og lýkur þriðjudaginn 8. september. Nemendatón- leikar í Deigl- unni í kvöld F0RRÉTTIR Hrár hvalur mei soijasósu oq uiasabi # Smjörsleihlur smohhjishur í sœtu chillq # Kóhosrisluö hörpushel mei eplum oq harrq # Oéushel i hrqddjurtum mei ostatoppi AÐALRÉTTIR Hunanqsristaiur steinbitur mcó soqa oq enqifer # Sharholi mei banönum, rœhjum oq qrábosli # Rósarsteihtur lambavöbvi mei qrœnpiparsósu # Glóiub hrefna mei sítrónu oq pipar # Hvítvínsso&in hrœhlinqur EFTIRRÉTTIR Heimalaqa&ur is # Ofnböhui epli meb hanil # Súhhulabihaha Buóa Sírai: 435-6700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.