Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 21 ERLENT Þjóðarat- kvæði í Lettlandi TEKIST hefur að safna nægi- lega mörgum atkvæðum til að krefjast þjóðaratkvæðis í Lett- landi um ríkisborgararétt. Mál- ið varðar 650.000 Rússa sem búa í landinu, flestir ríkisfangs- lausir. Hart hefur verið deilt um fyrirhugaðar breytingar lett- nesku stjórnarinnar á ríkis- fangsreglum, sem eiga að auð- velda Rússum að fá ríkisborg- ararétt. Þrettán farast í Alsír ÞRETTÁN manns fórust í sprengingu í bænum E1 Khemis í Alsír í gær og 39 manns særð- ust. Yfíivöld segja múslimska skæruliða hafa verið að verki. Alsírsk dagblöð greindu einnig frá því í gær að 33 skæruliðar hefðu verið drepnir í bardögum við stjórnarhermenn. Hyggst hætta loftbelgsflugi STEVE Fossett segist líklega munu hætta tilraunum til þess að verða fyrstur manna til að fljúga á loft- belg hring- inn í kring- um jörðina. Fossett slapp lifandi þegar loft- belgur hans hrapaði með ógnarhraða í Kóralhaf á mánudag. Hann segist ekki tilbúinn að hætta lífi sínu með sama hætti á ný. Þing N-Kóreu kallað saman ÞING Norður-Kóreu verður kallað saman til fundar í fyrsta sinn eftir átta ára hlé 5. septem- ber nk. Talið er að Kim Jong-il, leiðtogi landsins, verði þá foi-m- lega kosinn forseti, auk þess sem þingið muni afgreiða fjár- lög. 50 deyja úr hungri á dag EMBÆTTISMAÐUR í stjórn Súdans segir fímmtíu manns deyja úr hungri dag hvern í bænum Wau í Bahr el Ghazal- héraði í Suður-Súdan. Hann sagði ennfremur að tæplega 80 þúsund flóttamanna, sem halda til í Wau, biði lítið annað en hungurdauði. Áfengi minnk- ar líkur á getnaði NIÐURSTÖÐUR danskrar rannsóknar sýna að áfengis- neysla kvenna getur haft áhrif á líkur þess að þær verði þung- aðar. Þess er getið að konur sem drekki sem nemur fimm léttvínsglösum á viku séu helm- ingi líklegri til þess að verða þungaðar innan sex mánaða, ef þær eru á annað borð að reyna það, en kynsystur þeiina sem drekki tíu léttvínsglös eða fleiri á viku. Fossett Rannsókn á framferði hollenskra hermanna í Bosníustríðinu Friðargæsluliðar sakaðir um morð HOLLENSKA ríkisstjórnin hefur fyrirskipað formlega rannsókn á fullyrðingum um að hollenskir her- menn hafí orðið um þrjátíu múslimum að bana í Bosníu árið 1995, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Hermenn- imir, sem sinntu friðargæslu fyi-ir Sameinuðu þjóðirnar, eru sakaðir um að hafa vísvitandi ekið bryn- varðri bifreið inn í hóp flóttafólks. Málið hefur vakið mikla athygli í Hollandi en hollensku hermenn- irnir hafa lengi legið undir ámæli fyrir að koma ekki í veg fyrir fjöldamorð á múslimum í stríðinu. Málið tengist einum hroðaleg- asta atburði Bosníustríðsins, töku Bosníu-Serba á borginni Srebren- ica í júlí 1995, sem mannréttinda- samtök hafa giskað á að hafi kost- að um 7.000 manns lífið. Samein- uðu þjóðirnar höfðu lýst borgina gi-iðasvæði og voru þúsundir múslimskra flóttamanna komnir þangað er Serbar réðust til atlögu og náðu henni á sitt vald. Hollensku friðargæsluliðarnir hafa verið sakaðir um að hafa setið að- gerðarlausir hjá er Bosníu-Serbar tóku borgina, en Hollendingamir voru illa vopnum búnir og gátu lít- ið að gert. Ollu alvarlegii eru ásak- anir um að hollenskir hermenn hafi aðstoðað Bosníu-Serba við að skilja karla frá konum og börnum úr flóttamannahópnum eftir fall borgarinnar. Asakanirnar um að heiTnennirn- ir hafi vísvitandi orðið þrjátíu mönnum að bana komu fram í hol- lenskum sjónvarpsþætti fyrir skemmstu. Þar er fullyrt að hópur vopnaðra múslimskra flóttamanna hafi reynt að stöðva hermennina við þorpið Jaglici, norður af Srebr- enica. Er fólkið hafi neitað að víkja fyrir brynvörðum bfl hollensku hermannanna hafi yfirmaður þeirra fyrirskipað að ekið yrði inn í þvöguna. Yfirmenn hollenska hersins hafa vísað öllum þessu ásökunum á bug. da v&nfar Opnunarhatið a a fjölSkpjld nr v/Kia v\? ttolfagarZa, gegfl't \KfaA, bf?w ^jfafajr a7 faoma ftggj3 ajómSazfar v'e-ífmgsr og_ <;fa)7a bílana a píaniKU/ Jhja ofafajrfrá fal. 15~-18 j>ar <Zom á bo^tólm Vor7a pyfeyir frá SS, Cooa Co\at Sval'i frá Sól Vífamg^ og_ {<; frá fammo^ mo2aY\ b'trg^'ir ov\da^t. ttljómwoif'm Cand $ Cpila frá 17-18 og_ CnvlW? vor7w \ bo'im'i frá P/anínv \kxi? velfaaníu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.