Morgunblaðið - 21.08.1998, Síða 21

Morgunblaðið - 21.08.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 21 ERLENT Þjóðarat- kvæði í Lettlandi TEKIST hefur að safna nægi- lega mörgum atkvæðum til að krefjast þjóðaratkvæðis í Lett- landi um ríkisborgararétt. Mál- ið varðar 650.000 Rússa sem búa í landinu, flestir ríkisfangs- lausir. Hart hefur verið deilt um fyrirhugaðar breytingar lett- nesku stjórnarinnar á ríkis- fangsreglum, sem eiga að auð- velda Rússum að fá ríkisborg- ararétt. Þrettán farast í Alsír ÞRETTÁN manns fórust í sprengingu í bænum E1 Khemis í Alsír í gær og 39 manns særð- ust. Yfíivöld segja múslimska skæruliða hafa verið að verki. Alsírsk dagblöð greindu einnig frá því í gær að 33 skæruliðar hefðu verið drepnir í bardögum við stjórnarhermenn. Hyggst hætta loftbelgsflugi STEVE Fossett segist líklega munu hætta tilraunum til þess að verða fyrstur manna til að fljúga á loft- belg hring- inn í kring- um jörðina. Fossett slapp lifandi þegar loft- belgur hans hrapaði með ógnarhraða í Kóralhaf á mánudag. Hann segist ekki tilbúinn að hætta lífi sínu með sama hætti á ný. Þing N-Kóreu kallað saman ÞING Norður-Kóreu verður kallað saman til fundar í fyrsta sinn eftir átta ára hlé 5. septem- ber nk. Talið er að Kim Jong-il, leiðtogi landsins, verði þá foi-m- lega kosinn forseti, auk þess sem þingið muni afgreiða fjár- lög. 50 deyja úr hungri á dag EMBÆTTISMAÐUR í stjórn Súdans segir fímmtíu manns deyja úr hungri dag hvern í bænum Wau í Bahr el Ghazal- héraði í Suður-Súdan. Hann sagði ennfremur að tæplega 80 þúsund flóttamanna, sem halda til í Wau, biði lítið annað en hungurdauði. Áfengi minnk- ar líkur á getnaði NIÐURSTÖÐUR danskrar rannsóknar sýna að áfengis- neysla kvenna getur haft áhrif á líkur þess að þær verði þung- aðar. Þess er getið að konur sem drekki sem nemur fimm léttvínsglösum á viku séu helm- ingi líklegri til þess að verða þungaðar innan sex mánaða, ef þær eru á annað borð að reyna það, en kynsystur þeiina sem drekki tíu léttvínsglös eða fleiri á viku. Fossett Rannsókn á framferði hollenskra hermanna í Bosníustríðinu Friðargæsluliðar sakaðir um morð HOLLENSKA ríkisstjórnin hefur fyrirskipað formlega rannsókn á fullyrðingum um að hollenskir her- menn hafí orðið um þrjátíu múslimum að bana í Bosníu árið 1995, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Hermenn- imir, sem sinntu friðargæslu fyi-ir Sameinuðu þjóðirnar, eru sakaðir um að hafa vísvitandi ekið bryn- varðri bifreið inn í hóp flóttafólks. Málið hefur vakið mikla athygli í Hollandi en hollensku hermenn- irnir hafa lengi legið undir ámæli fyrir að koma ekki í veg fyrir fjöldamorð á múslimum í stríðinu. Málið tengist einum hroðaleg- asta atburði Bosníustríðsins, töku Bosníu-Serba á borginni Srebren- ica í júlí 1995, sem mannréttinda- samtök hafa giskað á að hafi kost- að um 7.000 manns lífið. Samein- uðu þjóðirnar höfðu lýst borgina gi-iðasvæði og voru þúsundir múslimskra flóttamanna komnir þangað er Serbar réðust til atlögu og náðu henni á sitt vald. Hollensku friðargæsluliðarnir hafa verið sakaðir um að hafa setið að- gerðarlausir hjá er Bosníu-Serbar tóku borgina, en Hollendingamir voru illa vopnum búnir og gátu lít- ið að gert. Ollu alvarlegii eru ásak- anir um að hollenskir hermenn hafi aðstoðað Bosníu-Serba við að skilja karla frá konum og börnum úr flóttamannahópnum eftir fall borgarinnar. Asakanirnar um að heiTnennirn- ir hafi vísvitandi orðið þrjátíu mönnum að bana komu fram í hol- lenskum sjónvarpsþætti fyrir skemmstu. Þar er fullyrt að hópur vopnaðra múslimskra flóttamanna hafi reynt að stöðva hermennina við þorpið Jaglici, norður af Srebr- enica. Er fólkið hafi neitað að víkja fyrir brynvörðum bfl hollensku hermannanna hafi yfirmaður þeirra fyrirskipað að ekið yrði inn í þvöguna. Yfirmenn hollenska hersins hafa vísað öllum þessu ásökunum á bug. da v&nfar Opnunarhatið a a fjölSkpjld nr v/Kia v\? ttolfagarZa, gegfl't \KfaA, bf?w ^jfafajr a7 faoma ftggj3 ajómSazfar v'e-ífmgsr og_ <;fa)7a bílana a píaniKU/ Jhja ofafajrfrá fal. 15~-18 j>ar <Zom á bo^tólm Vor7a pyfeyir frá SS, Cooa Co\at Sval'i frá Sól Vífamg^ og_ {<; frá fammo^ mo2aY\ b'trg^'ir ov\da^t. ttljómwoif'm Cand $ Cpila frá 17-18 og_ CnvlW? vor7w \ bo'im'i frá P/anínv \kxi? velfaaníu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.