Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 11 FRÉTTIR Urður Verðandi Skuld undirbýr rannsóknir á erfðafræðilegum forsendum krabbameina Áhersla á krabba- mein í brjóstum og1 blöðruhálskirtli STOFNAÐ hefur verið rannsókn- arfyrirtækið Urður Verðandi Skuld og verður megináhersla í upphafi lögð á að finna erfðafræði- legar forsendur fyrir tvenns konar krabbameini, í blöðruhálskirtli og í brjóstum. Tryggð hefur verið þriggja milljóna dollara fjármögn- un, um 216 milljónir íslenskra króna, og þar með rekstrargrund- völlur í hálft annað ár. Gert er ráð fyrir að starfið hefjist 1. október næstkomandi og að starfsmenn verði 18 eftir ár. Nokkrir forsvarsmenn Urðar Verðandi Skuldar, UVS, kynntu fyrirtækið á blaðamannafundi í gær. Þeir ena Bernharð Pálsson lífefnaverkfræðingur, Snon-i Þor- geirsson, sérfræðingur í krabba- meinsrannsóknum, en þeir starfa báðir í Bandaríkjunum, Tryggvi Pétursson vélaverkfræðingur og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson lögfræðingur. Tilgangur fyrirtæk- isins er í upphafi að finna erfða- fræðilegar forsendur fyrir krabba- meini í blöðruhálskirtli og í brjóst- um, tveimur algengustu krabba- meinum sem herja á karla og kon- ur. Síðan verður lögð áhersla á að nota aðferðir til að skilgreina mis- munandi áhrif lyfja á heilbrigðar og sjúkar frumur sem hafa verið erfðafræðilega greindar. Forsvarsmenn UVS vildu ekki greina hverjir væru helstu fjár- festar í fyiirtækinu né heldur hvort þeh- væru innlendir eða er- lendir. UVS er hins vegar með heimili og varnarþing á Islandi og er ekki dótturfyrirtæki annars. Með þremur milljónum dollara er starfsemin tiyggð í hálft annað ár. Fyrsta verkefnið er að koma starf- seminni á laggirnar og koma á fót rannsóknarsamvinnu við leiðandi rannsóknarstofur á Islandi. Nefndu þeir í því sambandi rann- sóknarstofur Háskólans, Krabba- meinsfélagsins og Landspítalans. Næsta skref er að koma upp að- stöðu til rannsókna og ættfræði- iðkana í húsnæði UVS, sýna fram á árangur fyrirtækisins og þróa sambönd við alþjóðleg lyfjafyrir- tæki. Þriðja stigið er síðan að treysta þessi sambönd og koma af stað sameiginlegri starfsemi um rannsóknir á ákveðnum sjúkdóm- um. Áður en svo langt er komið þarf jafnframt að tryggja fram- haldsfjármögnun sem gæti orðið allt að 10 milljónum dollara til næstu þriggja ára. Kjöraðstæður hérlendis Bernharð Pálsson segir kjörað- stæður hérlendis til erfðafræði- legra rannsókna. Hann sagði skiln- ing á tengslum milli sjúkdóms og erfðaeiginleika hafa aukist mjög Morgunblaðið/Þorkell ÍSLAND býður upp á einstök tækifæri til genaleitar, segir Bernharð Pálsson, formaður stjórnar Urðar Verðandi Skuldar. síðustu ár vegna framfara í grein- ingu á DNA-mólikúlinu. Vandi við slíkar rannsóknir væri mjög blandað mannkyn og að gríðarleg- an fjölda erfðamengja þyrfti til að ákvarða lítinn genamismun. Hér á landi væru hins vegar kjöraðstæð- ur fyrir hendi, einsleit þjóð, ættar- skrár nákvæmar og aðgangur að lífsýnum auðveldur. Til að nýta þessa sérstöðu þarf að fá færustu vísindamenn sem völ væri á, nýta bestu tækni og hraða framkvæmd. Snorri Þorgeirsson segir fyrir- hugaða starfsemi ekki skarast við aðra slíka sem fyrir er hér á landi. Segir hann vilja til samstarfs við UVS af hálfu þeirra rannsóknar- stofa sem nefndar voru að framan, hér hafi verið unnið merkt starf á þessum sviðum af íslenskum lækn- um og vísindamönnum. Forráða- menn UVS kváðust hafa orðið var- ir við mikinn áhuga hérlendis sem erlendis á fyrirtækinu og greini- legt væri að utan úr heimi væri fylgst með því sem gerðist hér- lendis á þessum sviðum. Tal kvartar til Póst- og fjarskiptastofnunar Segir Landssím- ann brjóta gegn rekstrarleyfí TAL hf. hefur sent Póst- og fjar- skiptastofnun kvörtun þar sem fé- lagið fer fram á tafarlaus afskipti stofnunarinnar vegna neitunar Landssíma Islands hf. á staðfest- ingu leigusamnings vegna fyrir- hugaðrar uppsetningar Tals á fjarskiptamannvirkjum á fjallinu Þorbirni í nági-enni Grindavíkur. Málavextir eru þeir að forsvars- menn Tals höfðu samið við land- eigendur Þorbjarnar og bæjaryf- irvöld í Grindavík um uppsetningu sendibúnaðar á fjallinu sem taka átti í notkun í haust og er verkefn- ið liður í stækkun þjónustusvæðis Tals samkvæmt þeim skilyrðum sem kveðið er á um í rekstrarleyfi félagsins. Leigusamningurinn var undimtaður 21. júlí sl. með fyrir- vara um samþykki Landssímans, en Landssíminn (og Póstur og sími áður) hefur haft afnot af fell- inu frá 1951. Nýtanlegt landsvæði takmarkað Tals-menn fóru þess á leit við samkeppnisaðilann 22. júlí, að leigusamningurinn yrði sam- þykktur en í svarbréfi 7. ágúst var því hafnað. I svarinu er m.a. bent á það að nýtanlegt landsvæði sé mjög takmarkað á Þorbirni og að þær hugmyndir sem Landssíminn hafi um nýtingu á því takmarkaða landsvæði leyfi ekki þá skerðingu sem búnaður Tals hefði í för með sér og því sjái fyrirtækið sér ekki fært annað en að hafna beiðninni. Tal fór þá fram á það 17. ágúst að Landssíminn samþykkti aðra staðsetningu fjarskiptabúnaðar félagsins á fjallinu og óskaði skrif- legs svars frá Landssímanum í síðasta lagi á hádegi 19. ágúst. í ljósi þess að formlegt svar hafði ekki enn borist í gær, sendi Tal fyiTgreinda kvörtun til Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem fai-ið er fram á að stofnunin beiti sér þegar í málinu. Augljós viðskiptahindrun Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hér væri um augljósa viðskiptahindnm að ræða og að sínu mati skýlaust brot á nýlegu rekstrarleyfi Landssímans: „Þar segir orðrétt í 19. gr., að ef það er mögulegt tæknilega skal leyfishafi leyfa öðrum rekstrarleyfishöfum afnot af rörum sínum og möstrum, svo og vegum sínum fyrir eðlilegt leigugjald enda eigi aðrir rekstr- arleyfishafar ekki kost á að byggja upp eigin aðstöðu sem þjónar sama tilgangi. Fjallið Þor- björn er eini staðurinn á þessu svæði sem gerir okkur kleift að uppfylla þær kröfur sem notendur gera til GSM þjónustu. Hér er því að okkar mati um augljóst brot að ræða og þ.a.l. hljótum við að gera kröfu um að sá aðili sem gefur út leyfið, þ.e. Póst- og fjarskipta- stofnun, sjái til þess að því sé framfylgt. Til viðbótar má benda á að byggingamefnd Grindavíkur leggur áherslu á að ekki komi til greina að reisa möstur á öðrum stöðum í nágrenni bæjarins en Þorbjarnarfjalli og að eitt fjall skuli nægja undir þessi loftnet,“ segir Þórólfur. Ekki um samkeppnis- brot að ræða Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafull- trúi Landssímans hf., segist hissa á ásökunum Tals. Hún bendir á að sú staðsetning sem Tal óskaði upp- Á MYNDINNI má sjá nýtt mastur lengst t.v., sem Landssíminn hefur reist á þeim stað sem Tal óskaði eftir að fá afnot af á Þorbirni. haflega eftir undir búnað sinn á fjallinu hafi legið mitt á milli loft- neta Landssímans sem gerði þann möguleika óframkvæmanlegan m.a. vegna þrengsla: „Landssím- inn hafði gert ráðstafanir um að nota svæðið undir eigin búnað sem tengist sjálfvirkri tilkynninga- skyldu skipa og tekinn verður í gagnið um næstu áramót. Auk þess er svæðið viðkvæmt vegna þeirrar starfsemi sem við innum af hendi í tengslum við flug yfir Norður-Atlantshafi. Málið er ein- faldlega þannig að Landssíminn er með fjallið á leigu og við höfðum þegar ráðstafað þvi svæði sem Tal leitaði upphaflega eftir undir bún- að sinn. Þar hefur nýlega verið reist 17 metra trémastur sem mun í framtíðinni bera tækjabúnað sem þjóna á sjálfvirku tilkynninga- skyldunni og er liður í að bæta ör- yggismál skipa. Við vísum því al- farið á bug að við séum að brjóta í bága við 19. gr. rekstrarleyfísins, því þrátt fyrir að við getum ekki orðið við upphaflegri beiðni Tals, þá höfum við verið tilbúin að ræða alla aðra möguleika í stöðunni um hvar hægt er að setja upp aðstöðu félagsins á Þorbimi. Seinni beiðni Tals kom ekki fram íyrr en á mánudag og við höfum skoðað hana með jákvæðum augum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.