Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.08.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 27 HESTAR Stórmótið á Gaddstaðaflötum hafíð Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson GOÐ stígandi hefur verið í Oturssyninum unga, Ofsa frá Viðborðsseli, sem heimsmeistarinn í tölti, Vignir Siggeirsson, hefur sýnt með mikl- um ágætum í sumar. Þeir tróna nú á toppnum á Hellu en vísast verður við ramman reip að draga í úrslitunum á laugardag. Oturssynir atkvæða- miklir í B-flokki Jóhann R. Skúlason undrandi á niðurstöðu dýralæknis mótsins Hafði Náttþrym til sýnis á mótsstað , Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson JÓHANN var að vonum undrandi og svekktur yfir því að Náttþrymur frá Arnþórsholti var dæmdur úr leik vegna megurðar á Norðurlanda- mótinu. Jóhann ákvað að hafa hestinn á mótssvæðinu svo fólk gæti skoðað hann og myndað sér skoðanir á málinu, sem að því er best varð skilið voru á eina lund. STÓRMÓT sunnlenskra hesta- manna hófst á miðvikudag með keppni B-flokksgæðinga og standa þar efstir Ofsi frá Viðborðsseli og Vignir Siggeirsson með 8,66 í ein- kunn. Næst er Duld frá Víðivöllum fremri sem Þórður Þorgeirsson sit- ur með 8,64 og Ás frá Hofsstaðaseli og Sigrún Erlingsdóttir koma næst með 8,62. Hasar frá Þykkvabæ og Hall- grímur Birkisson era í fjórða sæti með 8,49 og Verðandi frá Hjálmholti og Sigurður Óli Kristinsson eru fimmtu með 8,47. Þessir fimm keppa í úrslitum á laugardag en komið hafa fram óskir um að átta efstu keppi í úrslitum í stað fimm en ákvörðun hafði ekki verið tekin í gær hvort orðið verður við þeiiri beiðni. I þessum fimm hesta hópi eru tveir synir Oturs frá Sauðár- króki, Ofsi og Hasar. í ungmennaflokki eru efst Glanni frá Vindási og Kristín Þórðardóttir með 8,49. Höldur frá Undirfelli og Guðmar Þór Pétursson koma næstir með 8,34. í þriðja sæti eru Ögri frá Vindási og Hrafnhildur Guðmunds- dóttir með 8,14 og Hrefna frá Búð og Unnur Olga Ingvarsdóttir fjórðu með 8,07. I fimmta sæti eru Örn frá Grundarfirði og Davíð Matthíasson með 7,99. I unglingaflokki eru efstir Seiður frá Sigmundarstöðum og Daníel I. Smárason með 8,79. Næst koma Djákni frá Litla-Dunhaga og Sylvía Sigurbjörnsdóttir með 8,53 og Staka frá Ytri-Skógum og Rakel Róbertsdóttir með 8,48. Léttingur frá Berustöðum og Andri Léo Egilsson eru í fjórða sæti með 8,46 en Hrafnar frá Hrafnhólum og Hr- efna M. Ómarsdóttir eru í fimmta sæti með 8,41. HESTAR Hedeland f Danmörku NORÐURLANDAMÓT í HESTAÍÞRÓTTUM ATHYGLI vakti frétt Morgun- blaðsins þess efnis að Jóhann R. Skúlason, sem hugðist keppa á Norðurlandamótinu í hestaíþrótt- um fyrir hönd Danmerkur, hefði verið dæmdur úr leik sökum þess hversu magur hestur hans, Nátt- þrymur frá Ai-nþórsholti, var. Það hefur löngum þótt hverjum manni til skammar að fóðra skepnur sínar illa og því lék blaðamanni forvitni á að sjá þennan meinta horaða grip. Jóhann brást vel við beiðni blaða- manns, enda tók hann þá ákvörðun að hafa hestinn á mótsstað meðan á mótinu stæði svo fólk gæti séð með eigin augum fóðurástand Náttþiyms. „Það hefði ekki litið vel út ef ég hefði rokið með hestinn strax í burtu án þess að gefa nokkrum kost á að sjá hann. Ætla má að fólk hefði stimplað mig alræmdan dýra- kvalara," segir Jóhann og bætir við að þessi úrskurður dýi-alæknisms hafi komið sér mjög á óvart. „Eg hef verið að keppa á hestinum í sumar með góðum árangri og ekki séð nein teikn um að hann væri eitthvað slappur eða grennri en gerist og gengur með stóðhesta á þessum árstíma. Dýralæknir móts- ins skoðaði hann á laugardegi fyrir mótið og gerir þá engar athuga- semdir. Á sunnudeginum ríð ég hestinum hér á mótsstað og hún sér hestinn hjá mér í reið. Á mánu- dag er hann aftur skoðaður klukk- an níu og klukkan ellefu fæ ég bréf þar sem sagt er að hann sé ekki hæfur til keppni sökum megurðar. Eg er búinn að ræða við aðra dýra- lækna og ber þeim saman um að ef dæma hefði átt hestinn úr leik hefði verið eðlilegt að mæla hann og vigta og jafnvel taka blóðsýni, sem ekki var gert. Ef eitthvað væri að hestinum væri ég að sjálfsögðu ekki með hann í keppni,“ segir Jó- hann, súr í bragði yfir lyktum mála. Hann sagði að fjöldi manns hefði komið að skoða klárinn og væru allir mjög undrandi yfir þessu uppátæki dýralæknisins. Athygli vakti, eins og blaða- manni var bent á, að finna mátti hesta á mótinu í svipuðu holdafari og Náttþrymur og sá blaðamaður einn stóðhest sem var óumdeilan- lega grennri, en engin athugasemd var gerð við holdafar hans í dýra- læknisskoðun. Gömul hálfgróin sár vegna sumarexems mátti greina á makka Náttþryms en ekki var gerð athugasemd vegna þeirra af hálfu dýralæknisins, enda ekki ástæða til. Oft er það notað til viðmiðunar um holdafar hrossa hvort greina megi rifbeinin á síðunni. Ef Nátt- þrymur var sveigður til hliðar mátti greina rifbeinin á þeirri hlið sem strekkt var á. Stæði hann hins vegar eðlilega voru öftustu rifbein- in vart gi-einanleg. Er vart annað hægt en taka undir undrun vegna niðurstöðu dýralæknisins. Því mið- ur náðist ekki í dýralækninn til að fá hans hlið á málinu. Valdimar Kristinsson Tvo milljarða króna kostar að halda íslenska hrossastofninn á ári Kostnaðarverð á tömdum 6 vetra hesti er 277.000 KOSTNAÐUR við að ala upp hross að tamningaraldri er 115.592 krón- ur samkvæmt útreikningum Hag- þjónustu landbúnaðarins. Kostnað- arverð á tömdum hesti, 6 vetra, sem tilbúinn er til útflutnings eða sölu innanlands er hins vegar komið upp í 276.788 krónur. Þetta kemur með- al annars fram í skýrslu Hagþjón- ustu landbúnaðarins um úttekt og stöðumat á hrossabúskap og hrossaeign á Islandi til landbúnað- arráðherra sem kynnt var í vikunni. Samkvæmt þessum útreikningum er ljóst að hrossaræktendur selja stóran hluta hrossa sinna undir kostnaðaiverði. Hér er einungis reiknað með fjöguiTa mánaða tamningu og auk þess er annar kostnaður, svo sem dýralækna- kostnaður, oi-malyfsgjöf, járningar og fleira svo sem fóðrun og hirðing, ekki reiknaður inn í dæmið. Kostnaður á ári við að halda hross Árlegur kostnaður Graðhestar 35.568 Reiðhestar/hryssur á húsi 25.598 Hryssur, útigangur 22.966 Foíald/tryppi 23.834 Kostnaður við uppeldi og tamningu hrossa: Krónur Kostnaður og afskrift á hryssu 29.090 Folatollur 15.000 Uppeldiskostnaður að 4. vetri 71.502 Samtals að 4. v.: 115.592 Kostnaður við tamningu (4 mán.) 60.000 Uppeldiskostnaður (2 ár) í húsi 51.196 Annað 50.000 Samtals 276.788 Tekið er fram að kostnaður við uppeldi og eign hrossa getur verið mismunandi eftir því hvaða aðstæð- ur eru fyrir hendi, svo sem land- gæði, veðurfarsskilyrði, samnýting á föstum kostnaði og fleira. Reiknað er með kostnaði við hús, girðingar og fóður í útreikningun- um. Gert ráð fyrir að verð á hvern fermetra í hesthúsi sé 23.685 krón- ur, afskriftartími 30 ár og vextir 5,5%. Hver graðhestur þarf 3 fer- metra, hryssur og reiðhestar 1,81 fermeti-a og ti-yppi 2 fermetra. Miðað er við rafgirðingu með 20 ára endingartíma. Stofnverð á hvern metra er 52,63 krónur. Grað- hestur er talinn þurfa 2,3 ha á ári en tryppi um 2 ha. Þá er miðað við að graðhestur sé hýstur í 6-7 mán- uði og tryppi í 7 mánuði á ári. Reiknað er með að hryssur sem ganga úti allan ársins hring þurfi 4 ha af góðu beitilandi auk heygjafar að vetri í um 6 mánuði. Miðað er við að dagleg fóðurþörf tryppa og folalda á gjöf, hvort sem er úti eða inni, sé 5 fóðureiningar (FE), graðhesta 5,5 FE og reið- hesta, fylfullra og mjólkandi hiyssna 4,6 FE. Miðað er við bund- ið þurrhey með 85% þurrefni og að kostnaður á hverja FE sé 19,43 krónur. Kostar 2 milljarða að halda íslenska hrossastofninn Nú tíðkast að gefa öllum hross- um fóður yfir vetrartímann, hvort sem þau era á húsi eða á útigangi og er reiknað með því í úttekt Hag- þjónustunnar. Miðað við þær for- sendur sem gefnar eru í úttektinni og að um 20.000 hross séu á húsi um vetur er árlegur kostnaður við að halda íslenska hrossastofninn um 1.900 milljónir króna. í töflu 1 kemur fram kostnaður við að halda hross á hverju ári á bújörð. Þéttbýlisbúar kaupa hey fyrir 225 milljónir... Kostnaður við að halda hross í þéttbýli er ekki að öllu leyti sam- bærilegur við hrossahald á bújörð- um þar sem kaupa þarf hagagöngu og hey fyi-ir hrossin. í úttektinni er heysala til þétt- býlisins áætluð út frá gjöf í fimm mánuði, frá janúar til maí. Miðað er við að hver reiðhestur þurfi að jafn- aði 4,2 FE á dag og að í hverri FE sé 1,8 kg. Hverju hrossi séu því gef- in um 7 kg af heyi á dag. Sam- kvæmt því getur árleg heysala til þéttbýlisins verið um 15.750 tonn. Áætlaður framleiðslukostnaður á hvert kg af heyi miðað við 85% þurrefni er um 14 krónur. Fram- leiðslukostnaður á heyi sem selt er til þéttbýlisins er því reiknaður 220 milljónir króna. Hvert hross á fóðr- um þarf um það bil 5 heyrúllur yfir veturinn og ekki er óalgengt að rúllan sé seld á 3.000 krónur. Miðað við 15.000 hross reiknast heysala til þéttbýlisins vera 225 milljónir króna og samkvæmt skýrslunni virðist hey vera selt nánast á fram- leiðslukostnaðarverði. Hey ofan í hvert hross í þéttbýli kostar því 15.000 krónur á ári samkvæmt þessu. ... og hagagöngu fyrir 115 milljónir Kostnaðm’ vegna hagagöngu miðar við sama fjölda hrossa í sjö mánuði, frá júlí til desember. Á tímabilinu frá júní til og með nóv- ember, er viðmiðunarverð fyrir hagagöngu 850 krónur á mánuði. Eftir það og til maíloka kostar hagaganga 2.550 ki’ónur á mánuði. Hagaganga fyrir hvert hross í sjö mánuði kostar því 7.650 krónur og kostnaður vegna hagagöngu þétt- býlishrossa nemur alls um 115 milljónum króna. Samtals kostar því hagaganga og hey fyrir hvert hross í eigu þéttbýlisbúa 22.320 krónur á ári. Ásdís Haraldsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.