Morgunblaðið - 21.08.1998, Side 24

Morgunblaðið - 21.08.1998, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ I rífandi framför TÓIVLIST Listasafn Kópavogs EINSÖNGSTÓNLEIKAR Sönglög eftir innlenda og erlenda höfunda. Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzosópran, Hulda Björk Garð- arsdóttir sópran og Kristinn Örn Kristinsson, píanó. Listasafni Kópavogs, þriðjudaginn 18. ágúst kl. 20.30. SÖNGÁHUGA landsmanna ætlar seint að linna, eins og sást af góðri aðsókn á tónleika þeirra Huldu Bjarkar Garðarsdóttur og Sigríðar Aðalsteinsdóttur í Gerð- arsafni á þriðjudagskvöldið var, þrátt fyrir rigningarsudda. Verð- ugt rannsóknarefni félagsfræð- ingum, sem láta sig fádæma tón- listargrósku þessa lands furðu- litlu varða. Hér var fylgt tvímenningsfor- dæmi frá tónleikaröð íslenzku óp- erunnar, sem hefur ýmsa kosti, ekki bara fyrir unga söngvara á uppleið sem geta þannig einbeitt sér að smærri dagskrá, heldur veitir það líka áheyrendum meiri tilbreytingu. Að aukalagi frátöldu (bátsöngnum úr Ævintýri Hoff- manns) sungu stöllurnar aðeins einn dúett, Ave María eftir Eyþór Stefánsson, og hefðu að ósekju mátt syngja fleiri, því að raddirn- ar pössuðu auðheyrilega vel sam- an. í Sigríði heyrði undirritaður síðast nokkru fyrir jól, þar sem hún m.a. söng þjóðlagaútsetning- ar eftir Snorra Sigfús Birgisson. Nú virtist röddin - eða a.m.k. meðferðin á henni - hafa dökknað nokkuð, enda kom ekki á óvart að lesa að hún hefði verið undir handleiðslu Helenu Karusso í Vín. Fylgifiskur dvalarstaðarins virtist svolítið þýzkuskotinn aft- urstæður framburður, sem hent- aði íslenzku lögunum miður en öðru efni, eins og heyrðist þegar í fyrsta laginu, perlu Páls Isólfs- sonar, í dag skein sól. Túlkun Sigríðar á Minningu Markúsar Kristjánssonar var hlýleg og við- eigandi dökkleit í Betlikerlingu Kaldalóns, þó að maður saknaði meiri fjölbreytni og dulúðar með t.d. beitingu á sléttum söng, sem var svo til alfjarverandi í litareg- istri Sigríðar þetta kvöld að und- anskilinni Maínótt Brahms, enda kom hann einkar fallega út þar. I heild var raddbeiting Sigríðar nokkru einsleitari en hjá Huldu Björk, sem hafði t.a.m. mjög gott vald á víbratótemprun, en von- andi á fjölbreytnin eftir að færast í aukana, því mezzo-rödd Sigríðar er afar falleg og hlý. í þótt form þín hjúpi eftir Jón Ásgeirssson brá fyrir smá radd- gliðnun á einum háum stað, en annars var fátt að finna að tækni Sigríðar, sem til allrar lukku birti yfir í glaðlegri úttekt á Það kom söngfugl að sunnan (AHS) og Med en primula veris eftir Ed- ward [sic] Grieg. Þýzku ljóða- sönglögin síðar um kvöldið komu ljómandi vel út hjá Sigríði með yndislegri kjTrð í andstæðu við dramatískt lokaris í Du bist die Ruh (þrátt fyrir vott af afturreig- ingi og óþarfa radddekkingu) og bjartri kankvísi í Heidenröslein Schuberts. Brahmslögin - Heimweh II og sérstaklega áður- nefnt Die Mainacht - voru sér- lega fallega sungin. Nokkru síðar söng Sigríður Cherubino-aríuna úr Figaro, Voi che sapete, sem var full-“blómleg“ fyrir sakleysis- legt buxnahlutverkið, og aríu Angelinu úr Öskubusku Rossinis, Naqui all’affanno, sem hreif áheyrendur með kraftmikilli út- færslu á kverkbrjótandi radda- króbatík, þar sem litaandstæð- urnar milli málmklingjandi hæð- ar og „chalumeau“-fyllingar neðsta sviðs gátu minnt á Maríu Callas, þó að tæknileg útfærsla væri ekki með öllu lýtalaus. Hulda Björk Garðarsdóttir virtist í rífandi framför frá því er undirr. heyrði hana í vargefnu hlutverki Ado-Anniear í Okla- homal-uppfærslu Söngskólans fyrir hálfu öðru ári. Fyllingin á neðra sviði hafði aukizt, hæðin var enn glæsilegri en áður, og textaskýrleiki með því albezta sem maður heyrir hjá björtum sópran á höfuðtónum; ugglaust m.a. að þakka norðlenzkum upp- vexti. Eftir fínlega Vögguvísu Páls ísólfssonar söng hún Eg lít í anda liðna tíð Kaldalóns með fal- lega veikum söng, einnig á hæm nótum sem er fágætt hjá m.a.s. sjóaðri sóprönum hérlendis. Im- pressjónísk rómantík Árna Björnssonar í Horfinn dagur skil- aði sér aðallega í glæsilegum pí- anóleik Kristins Amar, sem aftur brilleraði í Fuglinn í fjörunni e. Jón Þórarinsson, þar sem Hulda söng með laufléttum lýrískum spintó, þó að bæri á smá-lafi í tón- hæð í næsta lagi Jóns, Jeg elsker dig, þar sem dökku dönsku sér- hljóðin voru ögn of framstæð að hætti flestra íslenzkra söngvara. En Svane eftir Edward [aftur sic; dæmi um enskulap?] Grieg tókst hins vegar framúrskarandi vel, með áhrifamiklum misterioso sléttum söng í inngangi, gegn- músíkalskri mótun og hnitmiðuð- um styrkbreytingum. Dove sono, aríu greifynjunnar úr Figaro í seinni hálfleik, söng Hulda að undangengnu resitatífi af öryggi með tilheyrandi göfug- lyndi, og dapurleg aría Juliettu úr I Capuleti e i Montecchi eftir Bellini var flutt með sannkölluð- um glæsibrag, sem gaf vísbend- ingu um að hér færi ein af björt- ustu vonum okkar á sópransviði á síðustu árum. Líkt og Sigríður í einu gamanlagi Atla Heimis sló Hulda á léttari strengi í aukalög- um með Síðasta dansinn Jórunn- ar Viðar af lipurð og heillandi sviðsframkomu. Kristinn Öm Kristinsson sá um píanósamleik af þeim kalíber að fátt var að skotspæni nöldur- gjörnum umfjallanda. Leikur hans var í tveimur orðum sagt til fyrirmyndar, stuðningur og sam- stilling við söngvarána eins og bezt verður á kosið, og fer greini- lega að hraðskerpást samkeppnin milli íslenzkra undirleikara í úr- valsflokki. Ríkarður Ö. Pálsson Tríó Jóels Páls- sonar á Jómfrúnni e; i i t & i . f » i L » ! ! I f D I L » » Stöðlakot verður opið frá kl. 14 og eins lengi og gesti ber að garði. Ásdís Guðjónsdóttir, myndlistar- maður, sýnir verk sin. Gallerí Hornið verður opið kl. 15-03. Opnun ljósmyndasýningar með myndum Einars Sebastians Ólafssonar. Gallerí 20 fermetrar verður opið frá kl. 15-23. Síðasta sýningarhelgi síðustu sýningarinnar í þessu gall- eríi. Myndlistarmaðurinn Helgi Hjaltalín Eyjólfsson sýnir, en hann er jafnframt stofnandi og rekandi gallerísins. Vinnustofur, listmunasölur og listhandverk Snegla - listhús verður opið kl. 11-15 og kl. 18-24. Lifandi list- handverk. Unnið í leir og textil á staðnum. Kl. 19-20 málar Ingunn Ema Stefánsdóttir á leirskálar. Kl. 20-21 málar Erna Guðmarsdóttir á silkislæður. Kl. 21-22 mótar Am- fríður Lára Guðnadóttir engla í leir. Kl. 22-23 mótar Auðbjörg Bergsveinsdóttir álfakirkjur í leir. Grafíkverkstæðið Áfram veginn verður opið kl. 17-24. Grafíklista- menn þrykkja stafrófið og fólk get- ur eignast sinn eigin bókstaf og sjálft skreytt hann litum. Gallerí Hnoss verður opið kl. 10-02. Bjarni Þór Kristjánsson, eldsmiður, sýnir jámsmíði og Páll Kristjánsson smíðar hnífskaft og slíður. Inga Elín-gallerí verður opið kl. 10-23. Listakonan Inga Elín sýnir leir- og glermuni í versluninni. Ríkey-gallerí verður opið frá kl. 12 og fram eftir kvöldi. Listakonan Ríkey Ingimundardóttir verður á vinnustofu sinni. African Gallery verður opið kl. 10-01. Nýtt gallerí með handunna afríska listmuni, vefnað og skart- gripi. Trumbusláttur og dans um kvöldið. Smíðar og skart verður opið kl. 18-01. Leirlistakonan Hrafnhildur Eiðsdóttir er listamaður mánaðar- ins. Gallerí List verður opið kl. 10-23. Krít-leirgallerí Hlaðvarpanum verður opið kl. 14-24. Leirlista- menn við vinnu og renna leirmuni á verkstæðinu. Kogga - listhús verður opið frá kl. 10 og fram á nótt. Leirlistarkon- an Kogga verður á verkstæði sínu og tekur á móti gestum. Kirsuberjatréð hefur opið frá kl. 10.00 og fram á nótt. Listhandverk í fjölbreyttu úrvali. Spáð í sauðarvölu og ýmislegt fleira til skemmtunar. Kirkjur Á léttum nótum, helgistund með léttri tónlist, verður í Dómkirkj- unni frá 23-23.40. Biskup kaþólska safnaðarins á íslandi, Jóhannes Gijsen, les messu á þýsku í Dómkirkju Krists konungs kl. 18. Dagskrá verður í Hallgríms- kirkju frá kl. 17-24. Fjölbreytt dagskrá allt kvöldið, sem hefst með setningu Menningamætur kl. 17. Kl. 18.30-19.50 verður orgeltónlist leikin af Douglas A. Brotchie og Herði Áskelssyni. Kl. 20-20.45 verða kórtónleikar, Schola cantor- um, undir stjóm Harðar Áskels- sonar. Kl. 21-21.50 verður dag- skráin Pallíettur og píanó. Þrjár söngkonur og undirleikari við nýja Bösendörfer-flygilinn og Viri cantates karlakvartett. Báðir hóp- amir em skipaðir liðsmönnum úr Mótettukór Hallgrímskirkju og flytja létta efnisskrá í suðursal kirkjunnar. Kl. 22-22.50 verða kór- -tónleikar Mótettukórs Hallgríms- kirkju undir stjórn Harðar Askels- sonar. 23.00-23.45 verður miðnæt- urguðþjónusta í umsjá presta Hall- grímskirkju. Mótettukórinn tekur þátt í guðþjónustunni. Dagskráin er í umsjón Harðar Áskelssonar, kantors Hallgrímskirkju. Sýningar í Hallgrímskirkju em eftirfarandi: Heilög ritning: Prent- aðar biblíur úr safni séra Ragnars Fjalars Lámssonar í norðursal. Teikningar eftir Guðjón Samúels- son í suðursal. Málverk eftir Tryggva Ólafsson í anddyri. Stúlk- an í tuminum, Berglind Ágústs- dóttir tekur sér bólsetu í tumher- bergi og tekur þar á móti gestum milli kl. 17-21 og á sunnudaginn 23. ágúst kl. 13-18. Fríkirkjan í Reykjavík verður opin milli kl. 20 og 23.30. Kyrrðar- og tónlistarstund við kertaljós. Dagskrá milli kl. 21-22.30. Strengjakvartettinn Anima leikur klassíska tónlist og Margrét Ama- dótth-, sellóleikari, leikur svítu nr. 2 í d-moll eftir Baeh. Leikhús Borgarleikhúsið stendur fyrir mið- nætursýningu á söngleiknum Gre- ase kl. 23.30. Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum sýnir leikritið Líf manns eftir Le- oníd Andrejev í uppsetningu Stef- aníu Thors og David Maj kl. 22. Kl. 23-23.45 leikur kvennaband Harm- ónikkufélags Reykjavíkur í Hlað- varpanum. Kl. 00.30 les Erlingur Gíslason leikari draugasögur. Lófalestur, sem er nýtt kaffi- húsaleikrit eftir Jónínu Leósdótt- ur, verður sýnt í Sölvasal, efri hæð veitingahússins Sólon Islandus kl. 22. Leikritið fjallar um tvær systur sem fara á fund spákonu. Leikend- ur era Saga Jónsdóttir, Soffía Jak- obsdóttir og Erla Rut Harðardótt- ir. Leikritið verður einnig sýnt í Ráðhúskaffi kl. 20.30. Annað Sundhöll Reykjavíkur verður op- in frá kl. 8-19.30. Létt Reykjavík- urlög verða leikin fyrir sundhallar- gesti. Einnig verður leikin létt tón- list fyrir gesti í sundlaugunum í Laugardal og í Árbæjarlaug. Icelandic experience, Saga Is- lands í 1000 ár, verður sýnd í Tjamarbíói. Heimildarmynd þessi fjallar um þróun og sögu íslensku þjóðarinnar frá Landnámi til okkar tíma. Myndin verður bæði sýnd með ensku og íslensku tali. Is- lenskt tal kl. 16, 18, 23 og 24.30 og enskt tal kl 17 og 19. Hitt húsið verður opið kl. 18-01. Opið hús og starfsemin kynnt með ýmsum uppákomum. VISA Island verður með myndasamkeppni fyrir böm á 2. hæð kl. 14-17. Hitt húsið í samvinnu við Hans Petersen býður líka upp á ljós- myndatöku í sérstakri umgjörð. Kl. 19.30 mun Listsmiðja Bahá’í ung- menna sýna Vímudans og Steppd- ans. Kl. 23-23.40 munu ungir höf- undar smásagna, prósa og ljóða lesa úr verkum sínum. Tónlistar- flutningur. Harmónikkufélag Reykjavíkur verður á ferðinni víðsvegar um miðborgina kl. 20-23.45 og leikur lög fyrir alla þá sem vaka af list. Að vanda tekur Hjálpræðisher- inn þátt í Menningamótt með tón- list og söng. Leikhópurinn Hugleikur tekur þátt í Menningarnótt og setur svip á bæinn og er aldrei að vita hvar hann mun skjóta upp kollinum. Landsbanki íslands býður gest- um og gangandi að skoða listaverk í Aðalbanka, Austurstræti 11, kl. 18-21 þar á meðal veggmyndir Jóns Stefánssonar og Jóhannesar Kjar- val, undir leiðsögn Aðalsteins Ing- ólfssonar, listfræðings. Lagt af stað kl. 18,19 og 20. Mókollur skemmtir bömunum á meðan foreldramir skoða ljstaverkin. I aðalsal verða sýnd nokkur verk eftir myndlistar- manninn Guðjón Ketilsson. Veitingastaðir og kaffihús Sólon Islandus: Kl. 13 leikur strengjakvartettinn Anima klass- íska tónlist. Kl. 15 segir Pétur Pét- ursson, fyrrverandi þulur, frá Reykjavík fyrr og nú. Kl. 18 leikur strengjakvartettinn Anima klass- íska tónlist. Kl. 22 Lófalestur, nýtt kaffihúsaleikrit eftir Jónínu Leós- dóttur. Ráðhúskaffi, Ráðhúsi Reykja- víkur, verður opið kl. 10-24. Kl. 16 verður leikþátturinn Frátekið borð eftir Jónínu Leósdóttur fluttur fyr- ir gesti. Leikendur em Saga Jóns- dóttir, Soffía Jakobsdóttir og Hildigunnur Þráinsdóttir. Kl. 20.30 verður leikþátturinn Lófalestur, einnig eftir Jónínu Leósdóttur, fluttur fyrir gesti. Gunnar Öm sýn- ir málverk. Grái kötturinn verður opinn kl. 9- 24. Ljóðaupplestur um kvöldið i tengslum við ljóðadagskrá í Iðnó. A næstu grösum verður opið kl. 10- 22. Kl. 20.30 kemur Zirkus Ziemsen í heimsókn. Lifandi tónlist verður leikin á Ara í Ögri frá kl. 22 og fram eftir nóttu. Sigfús E. Arnþórsson, pí- anóleikari, leikur og syngur líflega tónlist frá ýmsum heimshornum fyiúr gesti. Búast má við óvæntum uppákomum. Jazz verður leikinn á Jómfrúnni í tilefni dagsins. Ljóðskáld troða upp á Kaffi Frank. Við Tjörnina býður upp á fjöl- breytta listadagskrá um kvöldið. Hljómsveitin Sixties spilar frá kl. 23-03 á Kaffi Reykjavík. Verslanir og þjónusta Nælon og jarðarber verður opið kl. 20-24 en það er saumaverkstæði og verslun. Gestir og gjörningar. Skóverslunin 38 þrep verður op- in frá kl. 11.30. Um kvöldið leikur Lilja Valdimarsdóttir létt Reykja- víkurlög á horn. Gleraugnaverslunin Sjáðu verð- ur opin kl. 10-23. Málverk eftir Pétur Gaut. í Máli og menningu verður boðið upp á fjölbreytta menningardag- skrá frá kl. 17-01. Skemmtunin fer fram á kaffihúsinu Súfistanum á 2. hæð. Kl. 17-19: Kristján Eldjárn leikur á gítar. Rithöfundar Máls og menningar og Forlagsins lesa úr verkum sínum. Hljómsveit Súfist- ans leikur fyrir gesti. Hljómsveit- ina skipa Szymon Kuran á fiðlu, Steingrímur Guðmundsson á trommur, Ástvaldur Traustason á píanó og Birgir Bragason á bassa. Atriði úr Hellisbúanum; Bjami Haukur Þórsson leikur. 20-22: Hljómsveit Súfistans kemur aftur og leikur fyrir gesti. Rithöfundar Máls og menningar og Forlagsins lesa úr verkum sínum. Strengjatvf- leikur; Auður Hafsteinsdóttir fiðlu- leikari og Bryndís Halla Gylfadótt- ir sellóleikari. Teater sport leikatriði. Kl. 23-01: Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu og Havard Öieroset leikur á gítar. Rithöfund- ar Máls og menningar og Forlags- ins lesa úr verkum sínum. Strengjatvíleikur; Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Hljómsveitin Canada leikur fyrir gesti. Fóa Feykirófa verður opin kl. 10-24. Leikföng fyrir unga sem aldna. Ymislegt verður sér til gam- ans gert um kvöldið. Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar verður opin kl. 10-24. Harmónikkutónlist, hljómsveitin Hringir og hljómsveitin Canada leika og eins mun gítarleikarinn Kristján Eldjárn slá á strengi. María Lovísa, fatahönnuður hef- ur opið kl. 10-24. í tilefni af Menn- ingamótt verður haldin tískusýn- ing kl. 20 og er fyrirhugað að halda sýninguna utandyra. Spútnik verður opið kl. 10-24. Vakað af list og ýmislegt til skemmtunar. Flex verður opið kl. 10-23.30. Sérstæðir skartgripir eftir þekkta hönnuði. Kl. 16 og kl. 22.30 flytja Tena Palmer og Hilmar Jensson jazz. Kaffitár verður opið kl. 10-24. Boðið upp á kaffismökkun. Hans Petersen Bankastræti 4, verður opið kl. 20-24. Örvar Árdal Árnason sýnir málverk í verslun- inni. Upplýsingamiðstöð ferðamála verður opin kl. 8.30 - 20. Upplýs- ingar veittar um Reykjavík og Is- land almennt. íslenska handverkshúsið verður opið kl. 10-14 og 19.30-23.30. ís- lenskt handverk og listmunir. Eymundsson Austurstræti verð- ur opið kl. 10-24. Jazztríó Guð- mundar Steingrímssonar leikur í versluninni um kvöldið. TÓLFTU sumardjasstónleikar veit- ingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu verða laugardaginn 22. ágúst og hefjast þeir kl. 16. Að þessu sinni leika Jóel Pálsson saxafónleikari, Gunnlaugur Guð- mundsson kontrabassaleikari og Matthías Hemstock trommuleikari. Tónleikarnir fara fram á Jóm- frúrtorginu, milli Lækjargötu, Póst- p hússtrætis og Austurstrætis, ef veð- £ ur leyfir, annars inni á Jómfrúnni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.