Morgunblaðið - 04.09.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.09.1998, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 199. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Svissnesk MD-ll-farþegaþota fórst við Nova Scotia með 229 manns innanborðs Var að koma inn til nauð- lendingar er Peggy’s Cove, New York, Ziirich. Reuters. ENGINN komst lífs af er farþegaþota í eigu svissneska flugfélagsins Swissair hrapaði í sjó skammt undan strönd Nova Scotia eða Nýja- Skotlands í Kanada í fyrrinótt. Með vélinni, sem var af gerðinni McDonn- ell Douglas MD-11, fórust 229 manns, 215 farþegar og 14 manna áhöfn. hún hrapaði Reuters KOMIÐ með brak úr MD-ll-þotunni á land í Peggy’s Cove. í gær var búið að finna stélhluta vélarinnar þar sem hann lá á 40 metra dýpi. í gær hafði tekist að finna lík um 40 manna en leitað var með fjölda skipa og flugvéla í slæmu veðri, rigningu og nokkrum sjó. Talsmaður Swissair sagði í gær, að ekkert benti enn til, að um hermdarverk hefði verið að ræða. Flugvélin fór í loftið klukkan 20.17 að staðartíma, 00.17 í fyrrinótt að ísl. tíma, í New York og var á leið til Genfar í Sviss. Tæplega klukkustund síðar tilkynnti flugstjórinn, að reyk- ur væri í farþegarýminu og vildi fá að reyna nauðlendingu í Halifax á Nýja-Skotlandi en innan nokkurra mínútna hvarf vélin af ratsjárskjám. Hrapaði hún í sjóinn skammt undan smábænum Peggy’s Cove á Nýja- Skotlandi. Ibúar í næsta bæ, Blandford, segja, að flugvélin hafi rétt skriðið yfir bæinn með miklum drunum og hljóðið ekki verið líkt venjulegum flugvélargný. Skömmu síðar kvað við mikill hvellur. Umfangsmikil leit Leit hófst strax eftir slysið á fjölda skipa, herskipum, sti'andgæsluskip- um og fiskiskipum, og kanadíski flugherinn sendi á annan tug flug- véla og þyrlna á vettvang. Voru í fyrstu veikar vonir um, að einhver fyndist á lífi en er birti var orðið ljóst, að svo var ekki. Þegar fréttist af slysinu söfnuðust óttaslegnir og grátandi ástvinir farþeganna og áhafnarinnar saman í Cointrin-flug- höfninni í Genf og John F. Kennedy- flughöfninni í New York en Roland Breitler, talsmaður Swissair, hafði ekki aðra frétt að færa þeim en að engin von væri um að nokkur hefði komist lífs af. A leitarstaðnum var ömurlegt um að litast. Lík og líkamshlutar flutu í sjónum innan um sundurtætta björgunarbáta, björgunarbelti og brak úr fiugvélinni. Voru mörg lík- anna tekin um borð í fiskibáta. Flestir farþeganna bandarískir Bandaríkjamenn voru fjölmenn- astir meðal farþeganna og þá Frakk- ar og Svisslendingar. Með vélinni fórust átta starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal þau hjónin dr. Jonathan Mann og Mary Lou Clem- ents-Mann. Var hann heimskunnur fyrir baráttu sína gegn alnæmi og var einn af stofnendum og forstöðu- maður þeirrar stofnunar SÞ, sem berst gegn sjúkdómnum. Kona hans var sérfræðingur í gerð bóluefna og prófessor við John Hopkins-háskól- ann í Baltimore. Ætluðu þau að sitja alnæmisráðstefnu í Genf. Svissneskir fjölmiðlar sögðu í gær, að svissneska tennisstjarnan Marc Rosset hefði ætlað að fara með vél- inni en hætt við á síðustu stundu af einhverjum ástæðum. Talsmaður Swissair gat þó ekki staðfest það í gær. Flugmálayfirvöld í Kanada og Bandaríkjunum hafa hafið rannsókn á slysinu en eins og jafnan er beðið eftir því, að flugritinn eða „svarti kassinn” finnist. Eru engar getgátur um hvað slysinu olli en flugvélin var í fullkomnu lagi þegar hún fór frá Genf til New York. Hefur þessi flug- vélategund, MD-11, reynst vera mjög áreiðanleg og Swissair er þekkt fyrir miklar öryggiskröfur. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, Jean Chretien, forsætisráð- herra Kanada, og Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, vottuðu í gær aðstandendum hinna látnu sína dýpstu samúð. ■ Mesta slys/24 Rússland Dúman greiöir atkvæði öðru sinni Moskvu. Reuters. DÚMAN, neðri deild rússneska þingsins, mun að öllum líkindum gi-eiða atkvæði um skipan Viktors Tsjemómyrdíns í embætti forsætis- ráðherra Rússlands í dag, öðru sinni, en honum var hafnað í at- kvæðagreiðslu á mánudag. Vladímir Zjírinovskí lýsti því yfir í gær að flokkur sinn hefði snúið við blaðinu og hygðist styðja tilnefn- ingu Tsjernómyrdíns að þessu sinni. Forseti Dúmunnar tilkynnti í gær að sérstök nefnd væri að undirbúa kæru á hendur Borís Jeltsín, for- seta, fyrir embættisafglöp. Slík kæra gæti komið á dagskrá dúmunnar í næstu viku. ■ Zjírínovski/23 --------------- Fjöldamorð í Afg-anistan Islamabad. Reuters. TALSMAÐUR mannréttindasam- takanna Amnesty International sagði í gær, að liðsmenn Talebana í Afganistan hefðu myrt þúsundir manna í bæ í norðurhluta landsins. Samtökin hafa það eftir vitnum, að morðin hafi hafist er Talebanar, sem fara með stjórn í höfuðborg- inni, Kabúl, náðu bænum Mazar-i- Sharif á sitt vald en þar býr fólk af Hazara-ættbálknum, sem barist hefur gegn Talebönum. Reuters BILL Clinton, forseta Bandaríkjanna, var vel fagnað er hann kom til bæjarins Omagh á N-írlandi í gær en þar týndu 28 manns lífi í sprengjutilræði hryðjuverkamanna fyrir þremur vikum. Hér er hann innan um fólk- ið ásamt Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Gekk forsetinn svo langt að segja að næsta víst væri að fleiri sprengjur myndu springa á N-írlandi áður en friður væri í höfn. Hann hét hins vegar áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna, bæði efnahagsleg- um og í leitinni að varanlegum friði. „Við íbúa N-írlands vil ég segja að það er viljastyrkur ykkar sem veld- ur því að þið standið nú á mótum nýrra tíma. Glatið ekki þessu tæki- færi því annað mun ekki gefast á meðan við lifum.“ ■ Framlag Clintons/23 * Clinton heimsótti Norður-Irland í gær Hvetur N-Ira til að glata ekki ein- stæðu tækifæri Armagh, Omagh, Belfast. Reuters. BILL Clinton; Bandaríkjaforseti, hvatti íbúa N-írlands í gær til að glata ekki því tækifæri sem þeim gæfist nú til að tryggja varanlegan frið í héraðinu. A fjölmennum úti- fundi sem haldinn var í bænum Armagh, nærri landamærunum við írland, í gærkvöld sagði Clinton N- Irland sönnun þess að friður væri mögulegur alls staðar. „Héðan í frá get ég sagt við leiðtoga Israels og Palestínu, og við leiðtoga stríðandi fylkinga í Kosovo, og við leiðtoga alls staðar þar sem deilt er, að ekk- ert þýði að segja mér að samkomu- lag sé útilokað. Lítið bara á Norður- írland, segi ég við þessa menn, nýtt upphaf er mögulegt!" Clinton heimsótti einnig bæinn Omagh í gær, þar sem 28 fórust í sprengjutilræði fimmtánda ágúst síðastliðinn, áður en hann hélt yfir landamærin en hann dvaldi í Duþlin í nótt. Tók múgur og margmenni á móti honum og Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands. Clinton sagði ódæðismenn hafa reynt að eyði- leggja friðarferlið með sprengjunni en að bragð þeirra hefði misheppn- ast og að íbúar N-írlands væru staðráðnari nú en áður að tryggja frið. Þetta er önnur heimsókn Clintons til N-írlands en andrúmsloftið ein- kenndist í fyrstu af meiri varkárni en þegar hann hélt ræðu í miðbæ Belfast í desember 1995. Er á leið daginn var Clinton hins vegar fagn- að mjög af almenningi, bæði í Omagh og Armagh. Sagði Blair við móttöku í Waterfront-tónleikahöll- inni í Belfast að enginn forseta Bandaríkjanna hefði gert jafn mikið til að stuðla a_ð friði á N-írlandi. „íbúar N-írlands eru þér skuld- bundnir fyrfr framlag þitt,“ sagði Blair við Clinton. „Og ef við á end- anum náum þeim árangri sem við vonumst eftir, og varanlegur friður kemst í höfn á N-írlandi, er öruggt að þitt nafn verður skráð í sögubæk- ur framtíðarinnar.” Clinton, eins og Blair, ítrekaði að mörg Ijón væru enn á veginum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.