Morgunblaðið - 04.09.1998, Page 8

Morgunblaðið - 04.09.1998, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNB LAÐIÐ KEA færir út kvíarnar og boðar aiikin umsvif v V m ■ • v .n - / /iv jjM m; ■ ysm M YA f'\ Morgunblaðið/Porkell INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri var fengin til að klippa á borðann og þar með var ný verslun Nettó í Mjódd formlega tekin til starfa. Nettó-versl- un opnuð í Mjóddinni NETTÓ, ný matvöruverslun KEA, var opnuð með viðhöfn í Mjóddinni í Reykjavík á hádegi í gær. Fjöldi fólks var mættur í anddyri verslunarinnar skömmu fyrir hádegið og beið þess að borgarstjórinn í Reykjavík, Ingi- björg Sóinín Gísladóttir, kæmi með skærin og klippti á þar til gerðan borða. Að því loknu þustu fyrstu viðskiptavinirnir inn í verslunina, þar sem gat að lfta ýmis freistandi tilboð og kaupauka, auk þess sem færi gafst á að smakka á ýmsum mat- vörum. Þetta er í fyrsta sinn sem KEA haslar sér völl í verslunarrekstri utan Eyjafjarðar og hafa for- ráðamenn fyrirtækisins gefið yf- irlýsingar um að fleiri KEA- FJÖLDINN allur af viðskiptavinum var mættur tímanlega og lét ekki segja sér það tvisvar að ganga inn í búðina eftir að klippt hafði verið á borðann. verslanir muni hugsanlega fylgja í kjölfarið á höfuðborgarsvæð- inu. Verslunin í Mjóddinni er svokölluð lágvöruverðsverslun og verðlagningin svipuð og í verslunum Bónuss. Gert er ráð fyrir að vöruval verði svipað og annars staðar á höfuðborgar- svæðinu, auk þess sem þær vörur sem framleiddar séu undir vöru- merki KEA verði á boðstólum. Fjölmargar vörukynningar verða í nýju Nettó-versluninni á næstu dögum, m.a. á framleiðslu- vörum KEA og innlendu og er- lendu sælgæti. Fáir læknar fara í sérnám í heilsugæslulækningum 15% stöðugilda ómönnuð STÖÐUGILDI heilsugæslulækna á landinu eru í 30% tilvika mönnuð með lausráðningum og 15% stöðu- gilda ómönnuð, samkvæmt upplýs- ingum frá landlæknisembættinu sem teknar voru saman í sumar. í sumum tilvikum er um að ræða að lækni vantar í stöðu þar sem aðrir læknar eru fyrir en í öðrum tilvik- um vantar lækni þar sem einungis ein læknisstaða er og er ástandið þar verst. Þykir ástandið sums stað- ar orðið það slæmt að öryggisþjón- usta sé ekki viðunandi. Hefur t.d. stjórn heilsugæslunnar í N-Þingeyj- arsýslu sent landlækni og heilbrigð- isráðuneyti bréf vegna alvarlegs skorts á læknum í sýslunni. Ólafur Ólafsson landlæknir segir það vandamál hversu fáir læknar fari í sérnám í heilsugæslulækning- um. Hann segir það skjóta skökku við þar sem mikil uppbygging hafi átt sér stað í heilsugæslu síðustu ár. Hann segir að áfram verði reynt að bregðast við með lausráðningum til að tryggja öryggi en einnig verði reynt að leita langtímalausna. Hann segir heilbrigðisráðuneytið hafa unnið að stækkun vaktsvæða svo læknar geti sldpst á um að standa bakvaktir. Ólafur segir að greinileg breyting hafi átt sér stað á lífsstíl ungs fólks og það sé síður reiðubúið til þess að vinna á nóttunni og vera á bakvöktum en áður var. Ólafur segir erfitt að snúa þessari þróun við en vinna þurfi að því að kynna mjög rækilega þá uppbygg- ingu sem orðið hafi á aðstæðum fyrir heilsugæslulækningar og svo að kjör heimilislækna, einkum þeirra sem starfa úti á landi hafi verið bætt mjög í síðustu samningum. Þannig verði vonandi hægt að vekja áhuga heilsu- gæslulækjia á því að ráða sig í stöður úti á landi og svo að hvetja lækna til sémáms í heilsugæslulækningum. SunQuick Appelsínu og Sólberja 850 ml. Ajax hreingerningarlögur Frutibix, 420 g 750 mlam’É jmgPk, m (2£J Humarsúp^ UM LAND ALLT Skotveiðifélag Islands á 20 ára afmæli Skotveiðar ógna engri íslenskri dýrategund Sigmar B. Hauksson SKOTVEIÐIFÉLAG ís- lands, Skotvís, verður 20 ára hinn 23. september næstkomandi og verðm- af- mælisins minnst með opnu húsi á sérstökum skotveiðidegi þegar tækifæri gefst. Ekki er búið að velja dagsetningu þar sem aðalvertíð skotveiðimanna er á haustin en afmælisins verður minnst einhvem tím- ann fyrir jól. Stjóm Skotveiðifélagsins opnaði skrifstofu fyrir tveimm' áram og segir Sigmar B. Hauksson formaður að fræðsla og útgáfustarf sé þýð- ingarmikill þáttur í starfi fé- lagsins. Gefur það meðal ann- ars út tímaritið Skotvís á hverju ári og nokkur frétta- bréf. Einnig stendur það fyrir opnu fræðslukvöldi fyrsta mið- vikudag hvers mánaðar í Ráð- húskaffi við Tjömina og starf- rækir skotveiðiskóla. Félagsmenn eru orðnir um 2.500 talsins en vora 100-200 á fyrstu árum félagsins. Segir Sig- mar að áherslum í starfsemi fé- lagsins hafi verið breytt nokkuð á undanfórnum áram. „Akv'eðið var að félagið tæki meiri ábyrgð og yrði jafnframt útivistarfélag og náttúravemdarsamtök, sem mörgum finnst nú einkennilegt. Það er okkur hins vegar mikið hagsmunamál að íslenski dýra- stofninn og náttúran séu í sem bestu ásigkomulagi." -Hver eru helstu baráttumál félagsins? „Mestur tími félagsins fer um þessai- mundir í landréttarmálin, það er réttinn til þess að fá að stunda veiðar í tilteknu landi. Einnig er ágreiningur milli skot- veiðimanna og stjómvalda um þann fjölda dýra sem veiða má úr hverjum stofni fyrir sig. Veiði- bönn og stytting veiðitímabilsins ganga jafnan fljótt fyrir sig en hins vegar er ávallt á brattann að sækja þegar veiðar á nýjum stofnum ber á góma, þótt gild líf- fræðileg rök séu fyrir hendi.“ Umhverfisráðherra tekur ákvarðanir þar að lútandi og segir Sigmar að Náttúrafræðistofnun hafi líka hönd í bagga. Þá er villi- dýranefnd til ráðgjafar. „Stór hluti tíma okkar stjórnarmanna hefur farið í samskipti við stjórn- völd, því gripið hefur verið til að- gerða í gegnum tíðina án þess að skotveiðimenn væra hafðir með í ráðum. Búið er að stytta veiðitíma 22 fuglategunda og jafnvel bann- að að veiða sumar. Óígrundaðar takmarkanir og bönn sem stjóm- völd ákveða af tilfinningalegum ástæðum en ekki vísindalegum era að okkar mati al- ger óhæfa. Samvinna við stjómvöld hefur þó batnað til mikilla muna á síðari árum. Við er- um fylgjandi því að friða fuglategundir ef þörf er á.“ Sigmar leggui- áherslu á að þótt skotveiðimenn eigi í landréttar- baráttu sé ekki þar með sagt að þeir eigi í stríði við bændur. „Nán- ast allir skotveiðimenn fá að veiða í eignarlöndum bænda þannig að almennt séð er samvinna okkar við þá eins góð og hægt er að bú- ast við. Við eigum einkum í úti- stöðum við sveitarstjómarmenn og fulltrúa stofnana og félaga sem þykjast ráða yfir landi. fslenskir veiðistofnar era afar hraustir og engri dýrategund stendur ógn af skotveiðum á íslandi." - Eru margar konur í Skot- veiðifélagi íslands? ► Sigmar B. Hauksson, formað- ur Skotveiðifélags Islands, fædd- ist í Reykjavík árið 1950. Hann nam blaðamennsku við Nordiska Folkhögskolan í Kungalv í Sví- þjóð 1968-69, þjóðfélags-, sálar- og félagsmannfræði við Háskól- ann í Gautaborg 1972-76 og var í skóla sænska ríkisútvarpsins og -sjónvarpsins árið 1974. Sig- mar starfaði hjá ríkisfjölmiölun- um, bæði útvarpi og sjónvarpi, í ein 16 ár, var dálkahöfundur á Vísi og síðar DV og hefur verið fararstjóri erlendis. Hann hefur rekið fyrirtækið Miðlun og menning frá 1984. Sigmar er kvæntur Helgu Thorberg, leikkonu og blómakaupmanni, og eiga þau einn son. Þá á hann son af fyrra hjónabandi. „Konur í félaginu era um 40 talsins. Áhugi kvenna á skotveið- um hefur aukist og ein ástæðan fyrir því er framboð á hentugum og léttari veiðibyssum fyrir kon- ur. Margar stúlkur hafa vanist veiðum feðra sinna og jafnvel gengið til veiða með þeim. Aðrar hafa kynnst skotveiðum gegnum unnusta eða kærasta og áhuginn kviknað í framhaldi af því. Skot- veiðikonum hefur fjölgað vera- lega í nágrannalöndunum, til dæmis í Noregi og Svíþjóð. Sömu sögu er að segja í Bretlandi." -Hvers konar manngerð er það sem stundar skotveiðar? „Glöggur maður sagði mér að fram til 1960-70 hefðu skotveiði- menn iðulega verið fæddir í sveit. Nú hefur þetta breyst og ég efast um að nokkur hópur samfélagsins sé jafnblandaður og skotveiði- menn. I Bretlandi er nánast ein- göngu um hástéttarfólk að ræða. Skotveiðimenn á Is- landi era almennt úti- vistarmenn og því hef- ur verið haldið fram að sjö af hveijum tíu séu stangveiðimenn líka. Stór hluti þeirra er líka jeppaeig- endur og mjög margir úr þeiiTa röðum eiga sumarbústaði." - Hvaða eiginleikum þurfa skotveiðimenn að vera gæddir? „Veiðimaðurinn þarf að temja sér mikla þolinmæði og hann þarf að þekkja náttúruna mjög vel; kunna að lesa veður og þekkja at- ferli dýranna svo eitthvað sé nefnt. Ég hef stundum sagt að við veiðar sé maður þátttakandi í náttúranni. Skotveiðimenn hafa sett sér 12 af- ar strangar siðareglur sem allir fé- lagsmenn verða að kynna sér og ég veit ekki um nokkurt útivistar- félag sem gerh- slíkar kröfur til fé- lagsmanna sinna.“ 40 konur í Skotveiðifélagi íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.