Morgunblaðið - 04.09.1998, Page 21

Morgunblaðið - 04.09.1998, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 21 VIÐSKIPTI / ' Fundur Utflutningsráðs um þróun efnahagsmála Allar forsendur fyrir áframhaldandi hagsæld VÆNTANLEGT farartæki Rogers í næstu ferð er sérsmíðaður fjór- hjóladrifinn sportbfll af Mercedes Benz gerð. ÍSLENDINGAR eiga að gæta þess að við- halda þeim efnahags- lega stöðugleika sem náðst hefur hér á landi og tryggja áframhald- andi þróun á fjármála- mörkuðum. Framtíðar- horfur íslenska efna- hagskerfisins eru bjartar svo framarlega sem menn átta sig á styrkleikum íslensks efnahagslífs og leggja rækt við þá. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðum fram- sögumannanna Geirs H. Haarde, fjármála- ráðherra og bandaríska fjárfestisins og ævintýramannsins Jim Rogers á hádegisverðarfundi sem Utflutn- ingsráð stóð fyrir í gær. Fundurinn var hluti af Fjárfestingarþinginu Venture Iceland 98 sem fram fer á Hótel Sögu í dag. Fundurinn í gær var haldinn und- ir yfirskriftinni „Ástand^ efnahags- mála í heiminum og á íslandi um aldamótin. Geir H. Ha- arde, fjármálaráðherra, tók fyrstur til máls og hann rakti stuttlega þróun efnahagsmála á Islandi undanfarin ár. Hann sagði hagkerfið hér standa á sterkari grunni en áður og mik- ilvægt væri að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur. Menn þyrftu þó að halda árvekni sinni og leggja áherslu á að laða að erlenda fjár- festa til landsins. Geir undirstrikaði m.a. mik- ilvægi þess að skapa hér samkeppnishæft atvinnuumhvei’fi því heimurinn væri alltaf að verða minni og fái fólk ekki viðunandi störf hér á landi, leiti það einfaldlega annað. Jim Rogers sagðist í ræðu sinni eiga von á því að efnahags- og hern- aðarlegum yfirburðum Bandaríkj- anna í heiminum mundi hnigna. Hann benti á að landið væri það skuldugasta í veröldinni, sem væri m.a. ástæða þess að hernaðarmátt- ur þess færi dvínandi. Hann sagði ljóst að veröldin væri nú í ákveðnu tómarúmi eftir fall Sovétríkjanna sem Kínverjar væru líklegastir til að fylla í framtíðinni. Hann sagði íslenska hagkerfið augljóslega hafa tekið miklum breytingum síðastliðin 15 ár. Hér væri nú tiltölulega opið hagkerfi. Fjármálamarkaðir væru að þróast og sumir atvinnuvegir ekki vernd- aðir eins og í eina tíð: „Það sem Is- lendingar eiga að leggja áherslu á er að gera sér grein fyrir á hvaða sviðum styrkleikar þeirra liggja og einbeita sér að því að rækta þá at- vinnuvegi. Þið hafið t.a.m. yfir að ráða miklum möguleikum í að fram- leiða ódýra raforku, þið eruð fram- arlega í fiskiðnaði, menntastig í landinu er hátt og ferðamanna- möguleikai- hér eru miklir. Svo framarlega sem menn halda sér innan ákveðins grundvallarramma, þá ætti íslenskt hagkerfi að við- halda bæði stöðugleika og vexti.“ Rogers sagðist persónulega ekki hafa trú á því að sá efnahagssam- runi sem stefnt er að í Evrópu verði farsæll en á hvorn veginn sem málin þróast þá muni það valda vanda. Gangi samruninn upp, þá muni evr- an leysa bandai-íkjadollar af hólmi sem aðalgjaldmiðill heimsins og þar af leiðandi valda efnahagskrísu í Bandaríkjunum en komi upp vanda- mál í þróun Myntbandalagsins, þá muni það skapa vandamál í Evrópu. Rogers, sem nú er 56 ára, settist í helgan stein fyrir 19 árum eftir að hafa hagnast gífurlega á verðbréfa- viðskiptum. Hann sinnir þó frétta- skýringum um fjármál og efnahags- mál á CNBC sjónvarpsstöðinni, auk þess að vera gestaprófessor við við- skiptadeild Columbia háskólans í New York. í upphafi þessa áratugar fór Rogers á mótorhjóli umhverfis jörð- ina, nærri 105 þúsund kílómetra leið um sex heimsálfur. Ferðalagið er skráð í heimsmetabók Guinness, sem lengsta mótorhjólaferð sögunn- ar. Ferðin tók þrjú ár en á leiðinni kynnti hann sér hagkerfi þeiiTa landa sem hann fór um og skrifaði í framhaldi metsölubókina „Invest- ment biker: On the road with Jim Rogers". Hann hyggst nú endurtaka leik- inn en að þessu sinni er ætlunin að fara akandi á sérbyggðri Mercedes Benz bifreið. Ferðin hefst á íslandi, nánar tiltekið á Þingvöllum, hinn 1. janúar á næsta ári, þar sem hann hyggst byrja á að aka yfir misgeng- ið sem skilur að Ameríku og Evrópu og á ferðinni að ljúka í New York á gamlársdag 2001. Að sögn Rogers er ætlunin að skrá það sem fyrir augu ber í veröldinni á síðustu augnablikum þessa árþúsunds. JIM Rogers VIDIIUUHESTURIHini RISAVILBOB MULHIINGSVÉLM 200 Mhz 300 Mhz 266 Mhæ m 4MB skjákort AMDP KM ENTERPRIZE 56K PCI módald Windows 98 fylgir öllum vélum ■ Enterprize turn ■ AMD K6 MMX 200 Mhz örgjörvi ■ 32 MB SDRAM innra minni ■ 2,1 GB Ultra DMA harður diskur ■ 15" skjár með aðgerðum á skjá ■ 32 hraða geisladrif ■ 4MB Grafixstar 450 pro skjákort ■ 16 bita 3D hljóðkort ■ 50W hátalarar ■ 4 mánaða Internetáskrift hjá Margmiðlun eða Islandia ■ Windows lyklaborð og mús ■ Windows 98 uppsett og á CD ■ Enterprize turn ■ Intel Pll 300 Mhz Celeron örgjörvi ■ 64 MB SDRAM innra minni ■ 4,3 GB harður diskur ■ 15“ skjár með aðgerðum á skjá ■ 32 hraða geisladrif ■ 4MB Grafixstar 450 PRO skjákort ■ Soundblaster 16 hljóðkort ■ 280W hátalarar m/ heyrnart.úttaki ■ 56K PCI mótald m/ faxi & símsvara ■ 4 mánaða Internetáskrift hjá Margmiðlun eða Islandia ■ Windows lyklaborð og mús ■ Windows 98 uppsett og á CD BT • Skeifunni 11 108 Reykjavík Sími 550-4444 Póstkröfusími 550-4400 ■ Enterprize turn ■ Intel Pll 266 Mhz örgjörvi ■ 64 MB SDRAM innra minni ■ 4,3 GB harður diskur ■ 17" skjár með aðgerðum á skjá ■ 32 hraða geisladrif ■ 8MB Matrox Productiva skjákort ■ Soundblaster 16 hljóðkort ■ 280W hátalarar m/ heyrnart.úttaki ■ 33.6 bás mótald m/ faxi & símsvara ■ 4 mánaða Internetáskrift hjá Margmiðlun eða Islandia ■ Windows lyklaborð og mús ■ Windows 98 uppsett

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.