Morgunblaðið - 04.09.1998, Page 28

Morgunblaðið - 04.09.1998, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sig. Fannar ÁRNI Guðmundsson með eitt verka sinna fyrir utan Miðgarð á Selfossi. Selfoss Gallerí Garður opnað í Miðgarði Selfossi. Moi'gunblaðið. VERSLUNAR- og fyrirtækjaeig- endur í Miðgarði á Selfossi opna formlega nýtt gallerí á Selfossi föstudaginn 2. september. Galleríið nefnist Gallerí Garður og er til húsa í nýju þjónustu- og verslunarhús- næði við Austurveg 4. Listamaðurinn sem ríður á vaðið í Gallerí Garði er myndlistamaðurinn Árni Guðmundsson sem er vel kunnur á Selfossi og nágrenni fyrir verk sín. Árni hefur stundað mynd- list frá barnaskólaaldri og er þetta sjöunda einkasýning hans. Aðstandendur gallerísins vonast til þess að fleirí listamenn fylgi í kjölfarið og er það sérstök ánægja aðstandenda að ungir myndlistar- menn sýni verk sín í Gallerí Garði. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér sýningaraðstöðuna geta sett sig í samband við eigendur fyrirtækj- anna í Miðgarði. Fyrirhugað er að hafa galleríið opið á almennum verslunartíma. LISTIR Listasafn Kópavogs Austræn þoka og íslensk náttúra í LISTASAFNI Kópavogs, Gerð- arsafni, verða opnaðar þrjár mynd- listarsýningar á morgun, laugar- daginn 5. september, kl. 15. Þar sýna Sigrún Eldjám og Margrét Sveinsdóttir olíumálverk og Bridget Woods sýnir vatnslita- myndir. Sigrún Eldjárn I Austursal sýnir Sigrún Eldjárn málverk sem hún hefur málað á síð- ustu tveimur árum. I þeim spila saman landslag og mannverur eins og oft áður í verkum Sigrúnar, seg- ir í fréttatilkynningu. Jafnramt segir að þetta séu ekki frásagnarlegar myndir en lýsa frekar andblæ eða stemningu. Þær fjalla um þoku, mistur og raka, speglanir í vatni, mannverur og kjnrð. Litir verkanna og landslag eru í flestum tilfellum mjög svo ís- lensk en þó er eins og eitthvað austrænt hafí slæðst þar inn, en haustið 1997 dvaldi Sigrún einn og hálfan mánuð í Mino, sem er lítill bær í Japan, og var hún þar í boði bæjarstjórnar staðarins ásamt fimm öðrum myndlistarmönnum hvaðanæva úr heiminum til að vinna með japanskan handgerðan pappír. Margrét Sveinsdóttir I Vestursal sýnir - Margrét Sveinsdóttir óhlutbundin verk unn- in með olíu á striga á þessu ári. „Viðfangsefni málarans er ekki aðeins litir og form. Málverk er ekki aðeins búið til úr afstrakt hug- tökum og hreinum flötum, heldur er það líka efnislegt, þykkt og þungt eins og náttúran sjálf og er þannig ekki aðeins eftirmynd nátt- úrunnar eða umfjöllun um hana, heldur hluti hennar, hlutur meðal hluta,“ segir í kynningu. Margrét hefur áður haldið einka- sýningar í Svfþjóð og á Islandi, síð- ast í Nýlistasafninu fyrir tveimur árum. Bridget Woods I Neðri sal sýnir Bridget Woods 50 vatnslitamyndir. Meðal verk- anna em íslenskar landslagsmyndir en hér hefur listakonan dvalið síð- astliðin tvö sumur. Hún lagði stund á myndlistar- nám í Bournemouth and Poole Col- lege of Art. Árið 1980 varði hún heilu ári í Aix-en Provence í Frakk- landi við að fullmóta landslags- og portrett stíl sinn, bæði í olíu og vatnslit. Hún hélt að því loknu sína fyrstu einkasýningu. Síðan hefur hún sérhæft sig í vatnslitamálun, sem mikil hefð er fyrir í Englandi, og haldið 26 einkasýningar þar og í Frakklandi. Bridget er ensk myndlistarkona og -kennari og kennir einkum teikningu og vatnslitamálun, aðal- lega módel og portrett, við Chichester College. Hún kennir einnig á námskeiðum við The Earnley Concourse og West Dean College í Suður-Englandi, og stendur fyrir námskeiðum í Frakk- landi. Hún kom fyrst til Islands 1997, eftir kynni af íslenskum nem- endum sínum í Englandi, og hélt þá vatnslitanámskeið í tengslum við Myndlistarskólann í Kópavogi. Nýlega lauk þriðja námskeiði hennar hér á landi. I júlí í fyrra hélt hún sýningu í Ráðhúsi Reykja- víkur. I list sinni reynir Bridget að end- urspegla tilfinningar, andrúmsloft og þau áhrif sem hún verður fyrir af veðri, landslagi og fólki. List hennar felst ekki síst í þvi að nýta hina einstöku, gagnsæju eiginleika vatnslitanna, segir í fréttatilkynn- ingu. Sýningamar standa til 27. sept- ember. Þær verða opnar frá kl. 12-18 alla daga nema mánudaga. Morgunblaðið/Kristinn Sigrún Eldjárn Morgunblaðið/RAX Margrét Sveinsdóttir MYND úr serfunni Leitað að heitu vatni í landi Gunnars eftir Ólaf Elí- asson. Er seríu þessa að finna á sýningunni í Galleríi Kambi, ásamt fleiri verkum. Olafur Elíasson í Galleríi Kambi SÝNING á verkum Ólafs Elíasson- ar myndlistarmanns verður opnuð í Galleríi Kambi á morgun, laugar- dag, kl. 15. Olafur er fæddur í Kaupmanna- höfn 19.67 og hlaut myndlistar- menntun sína í Konunglegu Lista- akademfunni þar í borg, 1989-95. Þrátt fyrir ungan aldur er hann orðinn einn kunnasti íslenski myndlistarmaðurinn á alþjóðavett- vangi og á þessu ári eru haldnar tíu einkasýningar á verkum hans víða um heim. Þar fyrir utan tekur Ólafur þátt í fjölda samsýninga. Um verk listamannsins hefur verið sagt að áhorfandinn standi sem þátttakandi frammi fyrir heillandi sjónfyrirbrigði, nýrri skynjun á höfuðskepnunum ijór- um. I höndum Ólafs verði fyrir- brigðafræði að skáldlegu innsæi. Sýningin stendur til 4. október. Lokað miðvikudaga. Mats Wibe Lund opnar sýningu í Listaskálanum Loftmyndir með sérstöku kryddi „ÞUNGAMIÐJAN í minni ljós- myndun eru loftmyndimar og ég verð með landslagsmyndir og átt- hagamyndir. Svo sýni ég líka stemmningsmyndir, en ég hef af- skaplega gaman af að taka þær, svona sem sérstakt krydd til að gleðja augað. Allt í allt eru þetta fimmtíu myndir, sem ég sýni,“ sagði ljósmyndarinn Mats Wibe Lund, en á morgun, laugardag, klukkan 15 opnar hann einkasýningu á 50 ljós- myndum í Listaskálanum í Hvera- gerði. I sýningarskrá segir Mats m.a.: „Hvað er ljósmynd? Ljósmynd er einstök. Hún sýnir áhorfandanum hvemig viðfangsefnið leit út þegar myndin var tekin. Starf mitt sem ljósmyndari hefur gert mér kleift að taka þátt í að skrá söguna. Ljós- myndarar eru nefnilega sögumenn. Um leið og ég festi landið á filmu, er ég að skrá heimildir - skrifa sögu. Eg legg því áherslu á að myndirnar mínar segi sannleikann." Mats Wibe Lund fæddist í Ósló í Noregi 28. febrúar 1937. Áhuga hans á íslandi má rekja til þess tíma er faðir hans rak fyrirtæki sem var staðsett í sama húsi og sendiráð Is- lands í Ósló. Framan af starfaði hann jöfnum höndum sem blaðamað- ur og Ijósmyndari. Hann hefur skrif- að á annað þúsund blaðagreinar um margvísleg íslensk málefni fyrir blöð og tímarit í Evrópu og Bandaríkjun- um. Um tíma rak Mats Ijósmynda- vöruverslun og portrett-stúdíó í Reykjavík, en hin seinni ár hefur hann helgað sig átthagamyndatök- um úr lofti. Hann á nú mikið safn mynda, jafnt af þéttbýlisstöðum sem og af flestöllum sveitabýlum og eyði- býlum á íslandi. Úr tölvuvæddu ljós- myndasafni sínu dreifir hann land- kynningar- og skreytingarmyndum um allan heim. Mats hefur áður haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Sýningarskráin hefur verið gefin út á CD-ROM diski bæði fyrir Macintosh- og PC-tölvur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.