Morgunblaðið - 04.09.1998, Page 30

Morgunblaðið - 04.09.1998, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Jim Smart WELLER (Erlingur Gíslason) stingur upp á því að þau Fonsía (Guðrún Ásmundsdóttir) spili rommí. Hún hefur ekki gripið í spil svo árum skiptir, þannig að hann rifjar upp með henni reglurnar. Fyrr en varir er eggið farið að kenna hænunni. Spilað inn í kviku ✓ Leikfélag Islands frumsýnir leikritið Rommí eftir D.L. Coburn í Iðnó í kvöld. Er hér á ferð „átakanlegt gamanleikrit“ sem sýnt var við fádæma vinsældir á sama stað fyrir um tuttugu árum. Orri Páll Ormarsson kom að máli við leikendurna tvo, gömlu s bekkjarsystkinin Guðrúnu Asmundsdóttur og Erling Gíslason, sem stíga nú saman á svið eftir 25 ára hlé. AU ERU gömul, þau eru einmana, þau eru bitur. Leiðii- þeirra liggja saman á elliheimili þar sem þeim er ætlað að eyða ævikvöldinu. Þau grípa í spil, rommí, og skemmta sér í fyrstu konunglega - neisti kviknar. En ekki er allt sem sýnist! Lífið hefur ekki far- ið mjúkum höndum um þau Fonsíu og Weller og eftir því sem spilin verða fleiri vandast málið. Fortíðin skýtur upp kollinum, slæm, sársaukafull. Uppgjörið verður ekki umflúið. „Það er einhver leyndardómur í þessu verki - eitthvað sem fangar mann,“ segir Guðrún Asmundsdótt- ir, sem leikur Fonsíu i leikriti D.L. Coburns, Rommí, og Erlingur Gísla- son, sem fer með hlutverk Wellers, tekur í sama sti'eng. „Verkið er mjög vel samið og það vekur athygli að Rommí er sennilega eina verk höf- undar - í það minnsta höfum við ekki fundið önnur verk eftir hann.“ Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson leikstjóri - Coburn skrifaði ekki fleiri leikrit. Leikararnir segja að höfundurinn hafi verið kominn til ára sinna þegar hann sendi Rommí frá sér á áttunda áratugnum en verkið mun hafa legið árum, ef ekki áratugum, saman ofan í skúffu. „Sagan segir að hann hafi lesið leikritið fyrir bömin sín, þegar þau voru ung, en það voru síðan þau sem hvöttu hann til að gefa það út,“ segir Erlingur en Coburn tileinkaði Rommí börnum sínum. „Ég gæti best trúað því að hann hafi verið frá- skilinn „bisnessmaður“ eins og Well- er í leikritinu," segir Guðrún. í kynningu frá Leikfélagi Islands er Rommí kallað átakanlegt gamanleik- rit. Hvemig útskýra leikararnir það? „Eins og í öllum góðum verkum skiptast á hlátur og grátur í Rommí. Það er stutt í kvikuna - eins og í líf- inu sjálfu. Lífið er í eðli sínu dapur- legt, þótt það sé skondið inn á milli,“ segii- Erlingur en bætir við að eigi að síður sé aldrei langt í hláturinn. „Sagði ekki Bei’told Breeht að leik- hús sem ekki væri hægt að hlæja í væri hlægilegt leikhús?" Kynni Erlings og Guðrúnar eru löng - hófust í Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins á sínum tíma, þai- sem þau voru bekkjarfélagar. Fljótlega eftir brautskráningu fóm þau aftur á móti hvort í sína áttina. Síðast voru þau saman á sviði í Brúðuheimili Ib- sens hjá Þjóðleikhúsinu fyrir 25 ár- um. Fyrir Erling og Guðrúnu er Rommí því sannkallaður endurfund- ur! „Við höfum alltof lítið unnið saman á ævi okkai- sem er að verða eitthvað áliðin,“ segir Erlingur og Guðrún talar í sama anda. „Okkur hefur lengi langað að sameina krafta okkar á ný og það er virkilega skemmtilegt að það skyldi gerast í jafngóðu verki og Rommí.“ Betri en bíómyndin Af þeim fáu sýningum sem Erl- ingur og Guðrún léku saman í fyrr á árum muna þau sérstaklega eftir Ævintýri á gönguför og ekki síður bandaríska gamanleiknum Sunnu- degi í New York, þar sem þau voru í aðalhlutverkum í Iðnó, „umlukt flestum helstu leikurum landsins". „Þetta var ákaflega skemmtileg sýning,“ segir Erlingur og minnist þess að leikritið hafi verið kvik- myndað í Hollívúdd um líkt leyti. „Við fórum auðvitað í bíó að sjá myndina með Jane Fonda og... hver lék aftur á móti henni?“ spyr hann og beinfr orðum sínum til Guðrúnar. „Var það ekki Jack Lernmon?" „Jú, ætli það ekki! Allavega ein- hver svoleiðis strákur! Okkur fannst þau að minnsta kosti ekki gera þetta nærri því eins vel og við!“ Þegar hér er komið sögu hlæja leikaramir óskaplega og þykir sem þetta hafi gerst í gær. En hvenær var þetta? „Ætli það séu ekki svona hundrað ár síðan,“ segir Erlingur og ekki dvínar hláturinn. Ekki er hægt að segja annað en kynslóðabilið sé brúað við uppfærsl- una á Rommí að þessu sinni, því Magnús Geir leikstjóri og flestir aðr- ir aðstandendur sýningarinnar voru ýmist ófæddfr eða nýfæddir þegar Guðrún og Erlingur léku saman síð- ast. Segja leikararnir þetta skemmtilega samsetningu enda gildi einu hve gamlir menn eru kunni þeir sitt fag. Guðrún vinnur nú öðru sinni með Magnúsi Geir en hann setti upp leik- rit hennar Heilagir syndarar í Graf- arvogskirkju á síðasta vetri. „Ég var virkilega hrifin af því sem hann gerði þar og hikaði því ekki við að ganga aftur til samstarfs þegar hlutverk Fonsíu stóð mér til boða. Það er mjög örvandi að vinna með svona ungum leikstjóra - eiginlega eins og vítamínsprauta. Magnús Geir er líka duglegur, vinnur vel og, umfram allt, veit hvað hann vill. Þannig eiga leik- stjórar að vera!“ Og það er ekki bara leikstjórinn, heldur Leikfélag Islands sem heild, sem heillar Guðrúnu. „Það leika ferskir vindar um þetta litla leikfé- lag. Þetta unga og metnaðargjarna fólk hefur mikinn skilning á leikhúsi og ekki spillir logandi áhuginn fyrir. Metnaðurinn kemur skýrt fram í þessari sýningu, Leikfélag Islands sparar ekkert til hennar, þótt það hafi eflaust ekki úr miklum pening- um að spila. Hér skipta gæðin öllu máli! Það er aðdáunarvert." Frábær tónlist Sem dæmi um þetta nefnir Guð- rún þá ákvörðun að fá hljómsveitina Skárren ekkert til að sjá um tónlist- ina í sýningunni. „Tónlistin sem þessir strákar leggja til er alveg frá- bær og algjörlega í anda verksins - hún hvetur mann til dáða á sviðinu, sem því miður verður ekki sagt um alla leikhústónlist." Og ekki spillir leikhúsið sjálft fyrir en Guðrún lék um langt árabil í Iðnó, þegar Leikfélag Reykjavíkur réð þar húsum. „Það er ákaflega ánægjulegt að Iðnó sé komið í notkun á nýjan leik. Mér líður eiginlega eins og ég hafi sent almættinu óskalista - það er eins og draumur að fá að leika gott hlutverk í sínu gamla leikhúsi!" Rommí er nú fært öðru sinni upp í íslensku atvinnuleikhúsi - fyrri sýn- ingin var sýnd í Iðnó við fádæma vin- sældir fyrfr um tveimur áratugum. Þá fóru Gísli Halldórsson og Sigríð- ur Hagalín með aðalhlutverkin. Erl- ingur sá ekki þá sýningu en kveðst hafa heyrt mikið um hana - allt gott. Guðrún sá hins vegar sýninguna: „Ég man að ég var óskaplega hi-ifin af Rommí á sínum tíma, ekki síst leiknum hjá Siggu og Gísla. Þetta vai- vh'kilega ánægjuleg upplifun í leikhúsi.“ En hefur þessi rómaða sýning þvælst fyrir þeim við æfingarnar nú? „Nei, því fer víðsfjarri," segir Guð- rún, „Við vörumst í lengstu lög að keppa við hana - höfum okkar stíl á þessu.“ Og Erlingur bætir við að samanburður af þessu tagi sé ekki til neins - tíminn sé svo fljótur að breytast í leikhúsi! Rommí fjallar um fólk sem komið er af léttasta skeiði. Eigi að síður eru Guðrún og Erlingur sannfærð um að sýningin eigi eftir að hafa víða skírskotun - höfða til leikhúsunn- enda í öllum aldurshópum. „Fólk getur orðið „skotið“ á öllum aldri og í mínum huga er Rommí eins og hver önnur „strákur hittir stelpu-saga“,“ segir Guðrún. „Þar fyrir utan er óvíða meira líf í tuskunum en á elli- heimilum. Því fékk ég að kynnast þegar ég kenndi fólkinu á Vestm- götu 7 Ijóðalestur um árið. Ég hef ekki upplifað skemmtilegri partí!“ Þá benda þau Erlingui- á að sýn- ingin fyrir tuttugu árum hafi notið vinsælda í öllum aldurshópum. „Við megum hundar heita ef við klúðrum þessu þannig að verkið missi sinn ljóma!“ Þýðandi Rommís er Tómas Zoega, leikmyndar- og búningahönnuður er Snorri Freyr Hilmarsson og ljósa- hönnun hefur Lárus Björnsson með höndum. Tæknistjóri sýningarinnar er Geir Magnússon og sviðsstjóri Þórunn Geirsdóttir. BÆKUR Smásögur HUNDARNIR í ÞESSALÓNÍKU eftir Kjell Askildsen. Einar Kárason þýddi. Grafík hf. Prentvinnsla Graf- ík. Mál og menning 1998 - 83 síður. NORSKI rithöfundurinn Kjell Askildsen er íslenskum lesendum að góðu kunnur fyrir smásagnasafnið Síðustu minnisblöð Tómasar F. fyrir almennings sjónir. Hann er mjög sér- stæður höfundur og reyndar er sagnastíll hans með þannig sniði að erfitt er að benda á hans líka. Sameiginlegt sögum Askildsens er að í þeim gerist eiginlega ekki neitt, en bak við hið kyrra yfirborð sagn- anna er heilmikið að gerast. Hvers- dagslegar samræður sögupersónanna búa alltaf yfir einhverju sem leynist mili línanna og er áberandi áleitið. Kannski eru til lesendur sem finna ekkert, en sé vel lesið fær lesandinn margt að hugsa um og velta fyrir sér. I Hundunum í Þessalóníku eru sex smásögur og þrátt fyrir ýmis tilbrigði allar líkar. Efhið er firring og sam- bandsleysi fólks, einkum sambýlisfólks sem kannski hefur ekki enn áttað sig á hvað sameinar það, en er sí og æ minnt á það sem sundrar. Fáfengilegt tal, hellt í vínglas, kveikt í sígar- ettu, afhjúpar oft þann vanda sem sögurnar lýsa eða öllu heldur spegla. Með endurtekn- ingum er tómleikinn dreginn fram. Stutt samtal, eitt orð, ein setning, hegðun sem virðist eðlileg en er það ekki færir lesandanum söguna bak við orðin: „Manstu eftfr hundunum í Þessa- lóníku sem voru fastir saman eftir að þeir höfðu eðlað sig, sagði hún. í Ka- vala, sagði ég. Allir gömlu karlamir fyrir framan kaffihúsið sem æptu og veinuðu, sagði hún, og hundamir vældu og fálmuðust við að að losna hvor ft-á öðrum. Og þegar við komum út úr bænum þá var svona Iítið nýtt tungl sem lá á bak- inu, og okkur langaði í hvort annað, manstu? Já, sagði ég. Beate hellti meira víni í glösin. Svo sátum við þögul um hríð, nokkuð lengi. Það sem hún sagði hafði gert mig órólegan, og þögnin sem fylgdi jók á óróann. Eg reyndi að hugsa upp eitthvað til að segja, eitt- hvað hversdagslegt og afvegaleiðandi. Beate stóð upp. Hun gekk kringum garðborðið og stoppaði fyrir aftan mig. Ég varð hræddur, ég hugsaði: nú gerir hún mér eitthvað...“ Þetta atriði úr fyrstu sögunni, samnefndri bókinni, er kannski með þeim dramatískustu, en önnur eru áhrifamikil sé vel að gáð. Maður hef- ur á tilfinningunni að í augum Kjells Askildsens sé ekkert einfalt eða sjálfsagt í samskiptum fólks. Undir niðri búi margt. í sögunni Elisabet er þetta strax leitt í ljós með því að láta mann sem er gestkomandi hjá bróður sínum og mágkonu sitja úti í garði á sunnu- dagsmorgni og lesa Esch eða stjórn- leysið eftir Hermann Broch en þar segir frá flekun, hálfgerðri nauðgun. Þetta æsir upp hvatir mannsins sem lesandinn á eftir að kynnast að snú- ast um mágkonuna. í Indæll staður eru það hin smá- vægilegu umhugsunarefni, skyldu- hjalið sem gæða söguna vissum óhugnaði, en raunverulegan hrylling er að fmna í sögunum Hinir ósýni- legu og Andlit systur minnar. Eðlilegt málfar sagnanna kemst vel til skila í þýðingu Einai’s Kái-asonar. Jóhann Hjálmarsson Sýningar í gallerflkeðj- unni Sýnirými SÝNINGAR hefjast í þremur sýni- rýmum galleríkeðjunnar Sýnirýmis laugardaginn 5. september. I Galleríi Sýniboxi við Vatnsstíg sýnir Amee Simmons verk sitt sem heitir „Það sem hent getur ungai’ stúlkur i dag“. Gunnai’ Magnús Andrésson sýnir nýtt verk sitt, „Sam- sýningu", í Galleríi Barmi. Gallerí Barmur er smátt í sniðum og ferðast á milli staða á tilteknum beranda hverju sinni. Berandi sýningarinnar er Ólafur Ingi Jónsson forvörður ásamt fleirum. Símsvaragalleríið Hlust hefui- hafið störf að nýju eftir örlítil skakkafóll og flytur nú verkið „Storý* eftir Janet Passehl. Verk Janet er unnið á árun- um 1995 til 1998. Síminn í Galleríi Hlust er 551 4348 og bíður hringinga hlustenda, segir í fréttatilkynningu. Sýningar í galleríkeðjunni standa í mánuð í senn. Bak við yfírborðið Kjell Askildsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.