Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 39 -f AÐSENDAR GREINAR Bandaríkiii eiga ekki í stríði við íslam BANDARIKIN gerðu eldflaugaárásir á stöðvar hryðjuverka- manna í Afganistan og Súdan fyrir um tveim- ur vikum. Þessar árás- ir trufluðu áætlanir hi-yðjuverkaleiðtogans Usama bin Ladens um að myrða græskulausa Bandaríkjamenn og annað saklaust fólk. Margir hafa gagnrýnt árásimar og sagt að þær séu hluti af sam- felldri herferð Banda-__ ríkjanna gegn mú- Walter hameðstrúarmönnum. Douglas Þetta er vitleysa. Stríð Bandaríkjamanna gegn hi-yðjuverkum er einmitt það sem í orðunum felst. Skotmörk okkar era hryðjuverkamenn. Við ráðumst ein- göngu gegn þeim sem ráðast á okk- ur eða hafa uppi ráðagerðir um að ráðast gegn okkur. Það hefur ekk- ert með íslam að gera. íslam er eitt af hinum miklu trú- arbrögðum heimsins. Milljarður fólks aðhyllist þessa trú. Lönd þar Óvinirnir eru hryðjuverkamenn, segir Walter Douglas, sem vanhelga íslam með því að fela morð og grimmdarverk bak við trúarlega köllun. sem múhameðstrú er rikjandi spanna jörðina frá Marokkó til Indónesíu og í mínu landi einu búa fimm milljónir múslima. Það er engin tilviljun að íslömsk trú hefur orðið svo útbreidd. Hún veitir upp- hafna sýn á guðdóminn og mann- legt eðli. Því miður hafa hi-yðjuverkamenn skákað í skjóli íslams til að breiða yfir pólitískar aðgerðii- sínar. Sjáið til dæmis hið afkáralega nafn á samtökum Usama bin Ladens - „íslömsk alþjóðaíylking um heilagt stríð gegn Gyðingum og krossför- um.“ Orðið íslam þjónar hér þeim eina tilgangi að hægt sé að nota þessi miklu trúarbrögð sem skálka- skjól fyrir ofbeldi og ógnanir. Lítum á hvað hryðjuverkamenn Usama bin Ladens hafa gert. Þeir myrtu bandaríska og pakistanska friðargæslumenn 1 Sómalíu, þeir lögðu á ráðin um að myrða páfann og forseta Egyptalands, þeir Bamaskór SMÁSKÓR í bláu húsi við Fákafen, sími 568 3919 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaíi Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími S51 4050 reyndu að sprengja í loft upp sex bandarísk- ar farþegaflugvélar yf- ir Kyrrahafi, þeir réð- ust á egypska sendi- ráðið í Pakistan, þeir skutu þýska ferða- menn með vélbyssum í Egyptalandi og núna síðast myrtu þeir tólf Bandaríkjamenn og yf- h’ 300 Kenýabúa og Tansaníubúa með sprengjuárásum á sendiráð okkar. Eg þekkti persónulega einn bandaríska sendi- ráðsstarfsmanninn sem myrtur var í Nairobi, og dauði hans hafði ekkert með ís- lam að gera. Né neitt hinna óhæfu- verkanna. Okkur ber skylda til að hafna til- raunum til að tengja Usama bin Laden við íslam. Eins og Madeleine Albright sagði, „Hryðjuverk og morð eru ekki trúarleg tjáning." Milljónir múslima úti um allan heim, þar á meðal fjölskyldur margi-a Kenýabúa sem voru myrtir við sendiráð okkar, eru sama sinnis. Um hvað snúast þá þessi hryðju- verk? Þau snúast um áralanga bar- áttu milli frelsis og ofstækis, milli valds laganna og valds byssunnar. Sem Bandaríkjamaður horfi ég á landið mitt sem skotmark. Við er- um fulltrúar alls þess sem þessir hryðjuverkmenn berjast gegn - lýðræðis, grundvallar manngildis og trúarinnar á að leysa ágreining á friðsamlegan hátt. Sem betur fer eru fleiri í-íki sem hafa þessi ein- kenni. Því miður gerir þetta það að verkum að þau era einnig skot- mörk. Bandaríkjamenn áskilja sér alltaf rétt til sjálfsvamar þegar ráðist er á þá eða bandamenn þeirra. En við megum aldrei gera þau mistök að ruglast á skilmálum þessarar baráttu. Óvinur okkar er ekki íslam eða fylgismenn þeirrar miklu trúar. Óvinirnir eru þeir hryðjuverkamenn sem vanhelga ís- lam með því að fela morð og eyði- leggingu vísvitandi á bakvið trúar- lega köllun. Höfundur er blaðafulltrúi banda- ríska sendiráðsins og forstöðumað- ur Willard Fiske-stofnunarinnar. Súrefiiisvörur Karin Herzog • vinna gegn öldrunareinkennum • enduruppbyggja húðina • vinna á appelsínuhúð og sliti • vinna á nnglingabólum • viðhalda ferskleika húðarinnar Ferskir vindar í umhirðu húðar Ráðgjöf og kynning í Hringbrautarapóteki í dag kl. 14-18 Kynningarafsláttur KFUM og KFUK - sumarstarfinu lokið SUMARSTARFI KFUM og KFUK í Reykjavík í sumarbúð- um félaganna í Vatna- skógi og Vindáshlíð er nú lokið enda skólastarf að komast í gang. Vindáshlíð KFUK í Reykjavík hafa rekið sumarbúðir í Vindáshlíð sem er í Kjósinni í yfh’ 50 ár. í sumar dvöldu yfir 700 stúlkur í Vindáshlíð auk stúlkna 17 ára og eldri sem komu saman á kvennadögum í lok sumars. Formaður stjórnar Vindáshlíðar er Sigurbjört Kristjánsdóttir og fer hún fyrir vaskra stúlkna sveit sem lagt hefur ómælda vinnu á sig í sjálf- boðavinnu við uppbyggingu, viðhald og drög að áframhaldandi starfi KFUK í Vindáshlíð. Vatnaskógur KFUM í Reykjavík hafa rekið sumarbúðir fyrir drengi í Vatnaskógi í 75 ár. Vatnaskógur er í Svínadal á Hvalfjarðarströnd. í sumar dvöldu um 1.200 drengir í Vatnaskógi í 12 dvalarflokkum, tæplega 100 í hverj- um flokki. Auk þess er nú í septem- ber boðið upp á tvær feðgahelgar sem era ætlaðar feðgum eins og nafnið gefur til kynna og gefst þannig tveimur til þremur ættliðum tækifæri á þvi að dvelja saman í Vatnaskógi. Feðgahelgarnar vora yf- irfullar og komust færri að en vildu. Þá er nú í september einnig boðið upp á hinn sívinsæla karlaflokk, ætl- aðan drengjum 17 til 100 ára. Um verslunarmannahelgina héldu Skógarmenn upp á 75 ára afmæli sumarbúðanna í Vatnaskógi. Náðu hátiðarhöld hámarki með guðsþjón- ustu sem sr. Sigurður Pálsson, f.v. formaður KFUM í Reykjavík, ann- aðist að viðstöddum menntamálaráð- herrahjónunum og hátíðarkvöldvöku þar sem sr. Ólafur Jóhannsson, nú- verandi formaður KFUM í Reykja- vík, flutti hugvekju. Formaður stjórnar sumarbúða KFUM í Vatna- skógi er Arsæll Aðalbergsson. Starf sem tekur á mörgum þáttum Starf KFUM og KFUK í Reykjavík með sumarbúðarekstri í Vatnaskógi og Vindás- hlíð hefur í marga ára- tugi miðast að því að byggja drengi og stúlk- ur upp bæði andlega og líkamlega. Það er ljóst að margir hafa herst upp og þroskast á ýms- um sviðum við að dvelja í Vatnaskógi og Vindás- hlíð. Þótt hver flokkur dvelji að jafnaði ekki nema en í eina viku komast börnin í kynni við margt. Þeim gefst kostur á að glíma við leiki og þrauth’ af margvíslegum toga. Þeim gefst kostur á því að taka þátt i og kynnast íþróttum bæði bolta íþróttum sem og frjálsum íþróttum. Margur afreksmaðurinn hefur kynnst íþrótt sinni í sumarbúðunum á meðan aðrir hafa jafnvel aldrei stundað t.d. frjálsar íþróttir nema þá Sumarbúðir fyrir drengi hafa verið reknar í Vatnaskógi í 75 ár, segir Sigur- björn Þorkelsson, og sumarbúðir stúlkna í Vindáshlíð í rúm- lega 50 ár. aðeins þessa einu viku í Vatnaskógi eða Vindáshlíð. Börnunum er kennt að bera virð- ingu fyrir sjálfum sér og umgangast náungann af nærgætni og virðingi. Þeim er kennt að umgangast náttúr- una, sköpun Guðs og hjálpað að njóta hennar í fallegu umhverfi. Þá eru menning og listir í hávegum hafðar. Síðast en ekki síst þá er börnunum kynntur boðskapur Biblíunnar. Þeim er kennt að virða og elska Guð sem elskaði okkur svo mikið að hann sendi okkur son sinn Jesú Krist til þess að hver sem á hann tráir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Þau eru frædd um veginn, sannleikann og líf- ið sjálft og þeim kennt að þakka fyrir allar góðar gjafu- Guðs. Þau læra að finna texta í Nýja testamentinu sínu svo þau geti notað það þegar heim er komið og síðar í lífinu. Einnig eru börnin frædd um bæn- . ina og með þeim beðið bæði á morgnana og á kvöldin, þeim sem það vilja. Kennd era gömul og nýrri bænavers eftir ýmsa höfunda og einnig gefst þeim kostur á að þjálfa sig í því að mynda bænir með eigin orðum. Að lokum I Vatnaskógi og Vindáshlíð hafa yf- ir tuttugu þúsund drengir og stúlkur dvalið í gegnum áratugina. Flestir hafa unað sér vel sem betui’ fer og eiga góðar minningar frá dvölinni stuttu. Margir búa einnig að því sem í sumarbúðunum var kennt og þau kynntust. Þar hafa menn hlotið þroska og veganesti til lífsins. Sjóð minninga sem gott hefur verið að láta móta sig og þroska. Sjóð sem gott er að ganga í og jafnvel eignast lífsföru- naut sem elskar okkur meira en orð fá tjáð. Lífsförunaut sem skilur mann svo vel og vill manni svo vel. Lífsfóra- naut sem hefur heitið því að vera með okkur alla daga, allt til enda veraldai’, frelsarann sjálfan Jesú Krist. F.h. KFUK og KFUM í Reykja- vík og stjórna sumarbúðanna i Vindáshlíð og Vatnaskógi leyfi ég mér að þakka þeim u.þ.b. tvö þús- und börnum sem í sumarbúðunum dvöldu í sumar og einnig foreldrum þeirra sem treystu okkur fyi’ir börnunum. Einnig vil ég nota tæki- færið og þakka þeim tugum þús- unda barna sem dvalið hafa í Vatna- skógi sl. 75 ár og í Vindáshlíð á liðn- um 50 árum, sem og öllum foreldr- um þeirra fyrr og síðar um leið og ég óska eftir og hvet menn til að minnast áframhaldandi starfsemi - sumarstarfs í Vatnaskógi og Vind- áshlíð í bænum sínum og velvilja. Guð blessi ykkur öil. Höfundur er framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. Sigurbjörn Þorkelsson Líttu við og LEGGÐU ÞIG! Hágæða heilsurúm á hagstæðu verði Hægt er að taka verin utan af rúmunum, bæði yfir- og aðaldýnum, og þvo í þvottavél við 60°c. Lífstíðarábyrgð gegn fjaðrabroti. epal Skeifunni 6 sími 568 7733
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.