Morgunblaðið - 08.10.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.10.1998, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 228. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fulltrúadeildin greiðir atkvæði í dag um rannsókn Clinton stapp- ar stálinu í demókrata Washington. Reuters. Reuters í MOSKVU báru sumir útkrotaða mynd af Jeltsín til að leggja áherslu á kröfuna um afsögn hans. Hundruð þúsunda Rússa mótmæltu upplausn og allsleysi „Viljum hvorki kommún- isma né stefnu Jeltsíns“ Moskvu. Reuters. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í gær, að þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings yrðu að fylgja samvisku sinni er þeir greiddu í dag atkvæði um hvort hefja ætti rannsókn sem leitt gæti til málshöfðunar með það fyrir aug- um að svipta hann embætti. Kvaðst hann ekki hafa þrýst á þingmenn Demókrataflokksins um að þeir greiddu atkvæði gegn tillögunni en Joe Lockhart, talsmaður Hvíta hússins, staðfesti í gær að bæði for- setinn og kona hans, Hillary, auk Als Gores varaforseta hefðu á síð- ustu dögum hringt í þingmenn flokksins til að stappa í þá stálinu og reyna að tryggja að sem fæstir þeirra gi'eiddu atkvæði með tillög- unni. Repúblikanar hafa meirihluta í fulltrúadeildinni og því er talið ör- uggt að tillaga um rannsókn verði samþykkt, einungis er eftir að sjá hversu margir demókratar greiða atkvæði með tillögunni. Þetta gæti skipt miklu máli því forsetanum mun reynast erfítt að halda því fram að afstaða repúblikana ráðist einungis af vilja þeÚTa til að sverta mannorð hans og þvinga fram af- sögn ef mikill fjöldi demókrata Rafræn bók vænt- anleg Frankfurt. Reuters. BANDARÍSKA fyrirtækið NuvoMedia kynnti í gær raf- ræna bók á bókasýningunni í Frankfurt, stærstu bókasýn- ingu í heimi. Telja sumir, að þessi nýjung geti valdið bylt- ingu í bókaútgáfu og prentiðn- aði og jafnvel dæmt hina venju- legu bók úr leik þegar fram líða stundir. Um er að ræða rafhlöðudrif- ið tæki, álíka stórt og meðalbók og í því er unnt að geyma allt að 4.000 blaðsíður af texta og myndum. Verður tækið, Rocket eBook eins og það er kallað, sett á markað í Banda- ríkjunum í nóvember og verðið á fyrstu útgáfunni verður um 35.000 ísl. kr. í vor fer það á markað í Þýskalandi og Bret- landi og í Frakklandi síðar á næsta ári. Textann eða „bækurnar", sem fólk vill lesa, er hægt að nálgast á alnetinu og færa yfir í tækið og hugsanlega einnig dagblöðin síðar meir. Fram- leiðslukostnaðurinn við þessa útgáfu yrði að sjálfsögðu miklu minni en nú gerist með prentað mál. greiðir einnig atkvæði með rann- sókn. Óttast kosningarnar Ókyrrð ríkir þó meðal þingmanna demóki-ata og óttast þeir að vand- ræði forsetans eigi eftir að bitna á þeim í þingkosningum sem verða í næsta mánuði. Eni því margir þeirra líklegir til að greiða atkvæði með til- lögunni en talið er að demókratar muni fyrst reyna að fá samþykkt í þinginu að rannsóknin verði öllu minni í sniðum en nú er ráðgert. Víst er hins vegar að repúblikanar munu ekki samþykkja slíkt úrræði. Þótt þannig þyki ljóst að nokkur fjöldi demóki-ata muni greiða at- kvæði með tillögu um rannsókn hef- ur þessi fjöldi þó farið minnkandi og sagðist Marty Meehan, þingmaður flokksins frá Massachusetts, í gær halda að fjöldi þeirra demókrata sem hygðust greiða atkvæði yrði einungis um fímmtíu af þeim 206 sem sæti ættu í fulltrúadeildinni. Á sínum tíma spáði Meehan því hins vegar að allt að 120 demókratar myndu styðja rannsókn á hendur forsetanum. Lítill fylgismunur Skoðanakönnun, sem birt var í gær, bendir til, að þeim þingmönn- um demókrata, sem munu styðja ótímabundna rannsókn á máli Clint- ons, muni vegna illa í kosningunum í næsta mánuði og verr en þeim, sem vilja binda hana við 30 daga. Þá kemur fram, að lítill munur sé á fylgi flokkanna. FLEST bendir til, að enginn árang- ur hafí orðið af fundi Richard Hol- brookes, sérlegs sendimanns Bandaríkjastjórnai-, með Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, um Kosovo-deiluna. Ónefndur embætt- ismaður NATO í Brussel sagði í gær, að bandalagsríkin væru reiðu- búin til að skerast í leikinn í Kosovo en óvíst er hvort utanríkisráðherrar Tengslahópsins svokallaða koma saman til fundar í London í dag eins og fyrirhugað var. Þá hafa jafnt breskir sem bandarískir embættis- menn dregið úr fyrri yfírlýsingum um yfirvofandi árásir á Serba. Holbrooke og Milosevic ræddust við í fjórar klukkustundir en haft er HUNDRUÐ þúsunda manna flykkt- ust út á stræti og torg í Rússlandi í gær til að krefjast ógreiddra launa og afsagnar Borís Jeltsíns, forseta landsins. Þátttakan var þó miklu minni en talsmenn verkalýðsfélag- anna og kommúnista höfðu búist við. „Borís, komdu þér burt“ stóð á borða, sem borinn var í mótmælun- um á Rauða torginu í Moskvu en þar komu tugþúsundir manna sam- an. Bar alls staðar mikið á rauðum fánum kommúnista, allt frá Vladívostok á Kyrrahafsströnd til Pétursborgar í vestri, en frétta- skýrendur segja, að reiðin hafí verið eftir heimildum, að þær hafi engan árangur borið. Var það meðal ann- ars gefið í skyn í yfirlýsingu frá skrifstofu Milosevics en þar voru vestræn ríki sökuð um að standa „í vegi fyrir pólitískri lausn“ með hót- unum um loftárásir. Ekki samstaða um fund Holbrooke hélt til Brussel í gær og í dag ætlaði hann að eiga þar fund með Madeleine Albright, utan- ríkisráðheiTa Bandaríkjanna. Hugðist hún fara þaðan til London til að sitja fund utanríkisráðherra Tengslahópsins, samstarfshóps sex ríkja um ástandið á Balkanskaga, en í gærkvöld var óvíst, að af hon- efst í huga fólksins en ekki krafa um afturhvarf til gamla skipulags- ins. Þó mátti sjá nokkra, aðallega aldrað fólk, með myndir af Jósef Stalín og jafnvel Pol Pot. „Við viljum hvorki kommúnisma né stefnu Jeltsíns,“ sagði Vladímír Porútsjíkov, verkalýðsforingi í Moskvu, og aðalkrafan var, að fólkið fengi launin sín. Almenningur rændur I sumum sjálfstjórnarlýðveld- anna tóku héraðsstjórarnir þátt í mótmælunum, meðal annars Alex- ander Lebed, héraðsstjóri í Krasn- um yrði í dag. Breska utanríkis- ráðuneytið tilkynnti fyrst, að hon- um hefði verið frestað en vegna yf- irlýsinga Albrights um, að hún ætl- aði að fara til fundarins sagði tals- maður ráðuneytisins, að reynt yrði að ná utanríkisráðherrunum saman en óvíst væri, að það tækist. Þykir þetta benda til, að ekki sé samstaða um fundarhaldið. Dregið í land Stjómvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa gengið harðast fram í því, að NATO-ríkin taki ákvörðun um loftárásir á liðsafnað Serba í Kosovo og Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gær, að ojarsk í Síberíu, en hann ætlar að bjóða sig fram í forsetakosningun- um í Rússlandi árið 2000. Sagði hann í gær, að í sjö ár hefði almenn- ingur látið alls konar tilraunastarf- semi yfir sig ganga án þess að mögla og samtímis verið rændur öllu, jafnvel laununum. Jevgení Prímakov, forsætisráðherra Rúss- lands, skoraði á landa sína í fyrra- kvöld að sýna stillingu og virðist honum hafa orðið að ósk sinni því mótmælin fóru friðsamlega fram. ■ Minni þátttaka/22 Milosevic gæti ekki komið í veg fyr- ir loftárásir nema með því einu að fara að samþykktum Sameinuðu þjóðanna og binda enda á ofbeldið í Kosovo. í gær drógu þó embættis- menn beggja ríkjanna verulega úr yfirlýsingum af þessu tagi og lögðu áherslu á, að engin tímamörk hefðu verið ákveðin og áfram yrði reynt að leita lausna með samningum. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, ræddi við Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, í síma í gær og lýsti yfir hneykslun sinni á hugsan- legum loftárásum NATO. ■ Stýriflaugar/26 Enffinn árangur af viðræðum við forseta Júgóslavíu um Kosovo __Q_____S____________________O------------ Milosevic ósveigjanlegur en óvissa um framhaldið Belgrad, Washington, Brussel. Reuters.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.