Morgunblaðið - 08.10.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.10.1998, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Við Reykjavíkurhöfn Utanríkisráðherra um ráðningu for- stjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Taka þarf fjármál- in föstum tökum „ÓMAR Kristjánsson hefur staðið sig vel í starfi sínu við markaðs- og fjármál Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar og margir hagsmunaaðilar þai' hafa hvatt til þess í bréfum til mín að rekstrarmálum stöðvarinn- ar verði sinnt af krafti og komið í fastar skorður og þess vegna var ákveðið að ráða hann til eins árs í þessa stöðu,“ sagði Halldór Ás- grímsson er Morgunblaðið innti hann eftir skýringu þess að Ómar hefði verið ráðinn tímabundið sem forstjóri flugstöðvarinnai- án aug- lýsingar. Halldór Asgrímsson sagði að þegar staða flugvallarstjóra var auglýst laus til umsóknar hefði ver- ið ákveðið að skilja að rekstur sjálfrar flugstöðvarinnar og setja hann í hendur sérstaks forstjóra en flugvallarstjóri sæi eftir sem áður um það sem sneri að flugvellinum, flugumferðarstjórn og samskiptum við Varnarliðið. Tímabundin ráðning „Við erum að reyna að sjá fram úr fjármálum flugstöðvarinnar,“ sagði ráðherra ennfremur. „Þar hefur verið safnað upp skuldum undanfarin ár og menn ekki séð fram úr því hvernig ætti að greiða þær. Málin hafa nú verið tekin fóstum tökum og tekjur flugstöðv- arinnar aukist veralega og verið unnið mjög gott starf. Það varð of- an á að aðskilja reksturinn á þenn- an hátt og ráða tímabundið í stöðu forstjóra. Þama er um mjög um- fangsmikið starf að ræða sem þarf að sinna vel í framtíðinni og þama er verið að sinna málum sem ekki hefur verið sinnt.“ Leigusamningum hjá Fiskistofu hefur fjölgað mjög vegna Kvótaþings 43 sainning-ar hafa borist OVENJU margir samningar um leigu skipa og aflaheimilda á milli útgerða vora gerðir fyrir upphaf nýs fiskveiðiárs hinn 1. september sl. Það má að nokkra leyti rekja til stofnunar Kvótaþings Islands um síðustu fiskveiðiáramót og tak- mörkunar á viðskiptum með afla- mark. Með leigusamningum eru útgerðir og fiskvinnslur í flestum tilfellum að sækja sér aflaheimildir og tryggja hráefnisöflun án þess að leigja aflamark á Kvótaþingi. I lögum um Kvótaþing Islands kveður á um að öll viðskipti með aflamark skuli fara um þingið. Undantekning frá þessu er m.a. að færa má aflamark á milli skipa í eigu sama aðila. Sama gildir einnig um skip sem fengin eru á leigu eða kaupleigu með samningum sem gera þurfti fyrir 1. september sl. og senda til Fiskistofu til samþykk- is fyrir 17. september sl. Sam- kvæmt upplýsingum Fiskistofu er þegar búið að afgreiða 38 slíka leigusamninga og enn era til at- hugunar 5 samningar til viðbótar. I leigusamningunum felst að leigutaki má færa aflaheimildir af skipinu sem hann leigir yfir á skip sem era í hans eigu fyrir eða af eigin skipum yfir á leiguskipið. Eftir því sem næst verður komist fylgja aflaheimildir flestum þeim skipum sem leigð hafa verið. I ein- hverjum tilfellum leigja þó kvóta- sterkir aðilar kvótalítil eða kvóta- laus skip til að bæta skipum í þann flota sem veiða þann kvóta sem fyrir er. Samningamir era flestir bundnir í tíma, oftast til fjögurra eða fimm ára. Aðrir era ótímabundnir en uppsegjanlegir með einhverjum hætti, allt niður í 7 daga fyrirvara. Kvótaþing hafði ekki úrslitaáhrif Vísir hf. í Grindavík hefur tekið Garðey SF og Melavík SF frá Homafirði á leigu með þeim afla- heimildum sem þeim fylgja. Enn- fremur verður sama áhöfn á a.m.k. öðra skipinu en þau era bæði ný- komin úr lagfæringum og hafa ver- ið frá veiðum í nokkum tíma. Guðjón Þorbjörnsson, útgerðar- maður á Hornafirði sem gerði skip- in út áður, segir tilkomu Kvóta- þings ekki hafa haft úrslitaáhrif á að ákveðið var að leigja skipin. Miðað við stjórnsýslu í sjávarút- vegi hafi menn hins vegar talið hag útgerðarinnar betur borgið í bili með því að leigja skipin. „Stefna stjómvalda er greinilega sú að fækka og stækka rekstrareiningar og tengja meira veiðar og vinnslu. Við töldum þetta þess vegna besta kostinn eins og staðan er í dag. En Kvótaþing er ekki aðalástæðan fyr- ir því að þessi ákvörðun var tekin, enda voru gerðir mai-gir leigu- samningar fyrir daga þess. Þó að það sé margt sem megi laga í starf- semi Kvótaþings tel ég að menn verði að sýna skynsemi og taka á þeim vandamálum sem það kann að skapa.“ Guðjón segir leigusamningana vera uppsegjanlega næsta sumar en það sé ekki þar með sagt að þeim verði sagt upp þá. „Við geram ekki út neina báta í augnablikinu og framtíðin verður að skera úr um hvenær við geram það að nýju,“ segir Guðjón. Verslanir Nýkaups kynna vikulega tilboð fyrir viðskiptavinum sínum Býður 20% verð- lækkun á 100 vörutegundum NYKAUP hefur ákveðið að lækka verð á 100 algengum vörategund- um um 20%. Fyrirtækið ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svokalláð „undraverð“ og verða til- teknar vörar vikulega boðnar á þessu verði. Finnur Árnason, framkvæmda- stjóri Nýkaups, segir að markmið- ið með þessari nýjung sé að styrkja stöðu Nýkaups sem aðlað- andi hverfaverslunar. Nýkaup leggi áherslu á gæði, ferskleika, vöruúrval og þjónustu auk þess sem lögð verði áhersla á að við- skiptavinir geti tryggt sér hag- kvæmt verð á algengum vörum til heimilisins. Meðal vörategunda sem Nýkaup býður með 20% verðlækkun er lambalæri á 669 kr/kg, kartöflur á 98 kr/kg, Cheerios á 239 kr., Cocoa Puffs á 278 kr., 2 lítra flaska af Egils appelsíni á 159 kr., 2 lítra flaska af Coca Cola á 143 kr., Pripps á 54 kr., vínber á 298 kr/kg, Ritz kex á 62 kr. og Frón mjólkur- kex á 102 kr. Finnur sagði að Nýkaup ætlaði samhliða „undraverði" að bjóða vörur sem yrðu merktar „okkar besta verð“. Um væri að ræða al- gengar vörar eins og brauð, flat- kökur, pítsur, hreinlætisvörar, ávaxtasafa, gos, hamborgara, hakk, kjötfars, kaffi, kex og fleiri vörar. Finnur sagði að í þeirri hörðu sam- keppni sem væri á matvörumark- aði gleymdist oft að taka tillit til gæða varanna. Nýkaup ætlaði eftir sem áður að bjóða viðskiptavinum sínum upp á mikið vöruúrval og góðar vörur, en fyrirtækið myndi vekja athygli þeirra á ódýrastu vöranni í viðkomandi vöruflokki. í sumum tilvikum væri ódýrasti valkostur- inn ekki sá sem væri með mestu gæðin. Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablað frá Nýkaupi þar sem tilboð fyrirtækisins era kynnt. Fuglaverndar- félag íslands Kærir dráp á 30 álftum ÓLAFUR Einarsson, formaður Fuglavemdarfélags íslands, hefur fyrir hönd félagsins kært dráp á álftum í Þykkvabæ um síðustu helgi. Að sögn Guðjóns Bragason- ar, fulltrúa sýslumannsins á Hvols- velli, hefur fengist staðfest að nærri 30 álftir hafi verið skotnar. Fimm aðkomumenn vora þar að verki og sagði Guðjón að kærur yrðu sendar á viðkomandi staði með ósk um að skýrsla yrði tekin af veiðimönnunum sem fyrst. „Þetta er gróft brot og við viljum hraða rannsókninni," sagði hann. „Þetta voru að því mér skilst vel útbúnir menn en ekkert sérstak- lega kunnugir á svæðinu. Ef 30 fuglar er rétt tala þá er þetta eng- inn óvitagangur.“ Ólafur sagði að samkvæmt upp- lýsingum sjónarvotta hefðu menn- irnir verið við álftaveiðar að morgni laugardags og sunnudags og taldi hann að þeir hefðu skotið milli 40-50 fugla. „Mennirnir voru greinilega á álftaveiðum," sagði hann. „Alftunum sem þeir veiddu var stillt upp sem tálbeitu á veiði- svæðinu. Fuglinn er alfriðaður og þetta er mjög gróft brot enda um stórfellda veiði að ræða en í lögum er það virt til refsiþyngingar.“ Ölafur sagðist aldrei áður hafa heyrt um svo stórfelldar álftaveið- ar. „Þeir sem era með veiðikort eiga að kunna skil á lögum og vita hvaða fuglar era friðaðir, annars era þeir ekki hæfir til að stunda veiðar," sagði hann. Sérblöð í dag AUGLÝSING Nýkaup Blaðinu í dag fylgir 8 síðna aug- lýsingablað frá Nýkaupi „Undraverð“ VIÐSHffn/AIVINNUUF LANDSSÍMINN Nýrhug- búnaður Styrkir stöðu sína/B6 SAMKEPPNI Breytt umhverfi Nýjar áherslur/B4 8 stom Enn óvissa með Pétur Marteinsson/C1 ••••••••••••••••••••••« Valur og Haukar með fullt hús/C2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.