Morgunblaðið - 08.10.1998, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þingsályktunartillaga á Alþingi um brottför varnarliðsins
Margrét meðmælt en
Sighvatur andvígur
Flugstöð Leifs
Eiríkssonar
Heimild til
reykinga
þrengd
verulega
FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar
er nánast að verða reyklaus eft-
ir að ákveðið var að banna al-
staðar reykingar í stöðinni
nema á nýjum veitingastað,
Arctic bar, á fyrstu hæð, sem
tengdur hefur verið biðsalnum
á annarri hæð.
Að sögn Ómars Kristjáns-
sonar, forstjóra Flugstöðvar-
innar, hefur heimild til reyk-
inga verið þrengd í stöðinni og
er hún nánast reyklaus. „Þetta
er gert í samráði við tóbaks-
vamarnefnd og flugvallaryfir-
völd með hliðsjón að lögum um
reykingar á almenningssvæð-
um,“ sagði Ómar.
Bannið hefur verið að taka
gildi smám saman og voru síð-
ustu skiltin sett upp í þessum
mánuði. Að sögn Ömars hefur
því verið misjafnlega tekið en
farþegar hafa sýnt þessu skiln-
ing enda sé víða um heim bann-
að að reykja í flugstöðvum.
Fjölgað í fastanefnd
Islands hjá NATO
Fulltrúi ís-
lands situr
fundi í her-
málanefnd
EFTIR að fjölgað var um einn full-
trúa íslands hjá fastanefnd NATO
í Brussel hefur verið hægt að fylgj-
ast með störfum í hermálanefnd
NATO. Amór Sigurjónsson, sem
verið hefur í Washington, var færð-
ur til Brussel og situr hann fundi
nefndarinnar.
Halldór Asgi'ímsson utanríkis-
ráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að eftir þessa
fjölgun sé nú hægt að fylgjast með
störfum hermálanefndarinnar sem
ekki hafi verið áður.
Hann segir mikið um að vera í
hermálanefndinni og nauðsynlegt
meðal annars vegna Kosovo-deil-
unnar að fylgjast með framvindu
mála.
Einnig vegna þess að íslending-
ar hafi verið við störf í Bosníu og
því þörf á að vera með í umræðum
til að hægt sé að taka afstöðu til
málefna þar.
MARGRÉT Frímannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins, segir
að hún styðji þingsályktunartillögu
um brottför bandaríska hersins,
sem Steingrímur J. Sigfússon,
þingflokki óháðra, Kristín Hall-
dórsdóttir, Samtökum um kvenna-
lista, og Ragnar Arnalds, þing-
flokki Alþýðubandalagsins, hafa
lagt fram á Alþingi. Sighvatur
Björgvinsson, formaður Alþýðu-
flokksins, er hins vegar andvígur
tillögunni.
Margrét Frímannsdóttir segir
að hugsanlega verði flutt breyting-
artillaga við þingsályktunartillög-
una til að styrkja þann þátt hennar
sem snýr að þeim sem hafa at-
vinnu í tengslum við starfsemi
hersins.
Margrét segir að tillagan sé end-
urflutt nú og hún sé í anda þess
sem rætt hafi verið um í samfylk-
ingarviðræðunum. „Við viljum taka
upp viðræður en í okkar hugmynd-
um eru ekki sett nákvæmlega
sömu tímamörk og í þingsályktun-
artillögunni um hvenær þeim ljúki.
Mai-ga þætti þarf að ræða við
Bandaríkjamenn. Þeir hafa þegar
fækkað mjög mikið í sínu liði hér á
landi og fyrirsjáanlegur er vilji
þeirra til að fækka enn frekar. Við
eigum að nýta þennan vilja en við
verðum líka að hafa skýr svör til
þeirra sem þarna vinna.“
Verður að svara þörfum
fyrir atvinnu
„Ef brottför hersins er ákveðin á
vissum tímapunkti verður að vera
ljóst hvað það er sem Islendingar
gætu yfirtekið í verkum, hvemig
staðið yrði að frágangi varðandi
umhverfismál og annarri atvinnu-
uppbyggingu á Suðumesjum.
Þarna vinnur fjöldi fólks og það er
óábyrgt að ganga frá samningum
öðmvísi en ljóst sé hvernig við
svömm þeim þörfum sem þama
em fyrir atvinnu," segir Margrét.
Sighvatur Björgvinsson, formað-
ur Alþýðuflokksins, sagðist vera
andvígur þingsályktunartillögunni
um brottför bandaríska hersins.
„Astæðan íyrir því er sú að sam-
komulag um framkvæmd varnar-
samningsins rennur út árið 2001.
Það er gert ráð fyrir því að viðræð-
ur um framhald málsins geti hafist
árið 2000. Við viljum að sjálfsögðu
nýta okkur þann rétt sem við höf-
um um endurskoðun og fram-
kvæmd varnarsamningsins, en við
göngum ekki til þeirra viðræðna
með slíkt takmark í huga.“
Sighvatur sagðist telja eðlilegt
að fulltrúar Islands gengu til við-
ræðna við Bandaríkjamenn með
opnum huga. Það lægi ekki fyrir
hvaða hugmyndir Bandaríkjamenn
hefðu um framkvæmd vamar-
samningsins. „En ég sé það ekki
fyrir mér að við gerum kröfu um að
herinn fari,“ sagði Sighvatur.
Unnið
að nýju
skipulagi
lögreglu
VINNA að skipuriti og starfs-
lýsingum fyrir lögregluna í
Reykjavík er nú á lokastigi.
Sérstök nefnd embættismanna
hefur unnið að verkinu ásamt
sérfræðingum frá VSÓ Ráðgjöf.
Þorsteinn Pálsson dóms-
málaráðherra kveðst hafa
fylgst með framgangi málsins.
„Þessari vinnu er ekki endan-
lega lokið og það hafa engin
gögn verið formlega lögð fyrir
okkur þannig að á þessu stigi
er ekkert meira um þetta að
segja,“ segir hann.
Ráðherrann segist þó eiga
von á því að málið verði lagt
fyrir á næstu dögum.
Hvetja til
verndunar
hálendisins
HÓPUR listmanna og annarra
áhugamanna um vemdun há-
lendisins og góða umgengni við
það stendur fyi-ir athöfn á
Austurvelli við Alþingishúsið í
Reykjavík í dag. Verða lesin
ættjarðarljóð milli kl. 13 og 15.
Þórarinn Eyfjörð leikari,
einn þeirra sem standa fyrir at-
höfninni, tjáði Morgunblaðinu
að klukkan 15 væri ætlunin að
afhenda forseta Alþingis áskor-
un frá Náttúruverndarsamtök-
um Islands og fleiri náttúru-
verndarsamtökum og ferðafé-
lögum. í ályktuninni er meðal
annars skorað á Aiþingi að
beita sér fyrir vel ígrundaðri
heildarstefnu varðandi miðhá-
lendið sem feli í sér verndun
ósnortinnar náttúru.
Stungu af eft-
ir árekstur
TVEIR bílar rákust hai'kalega
saman á Strandarheiði á
Reykjanesbraut í fyrrakvöld og
lenti annar þeirra útaf. Þrír
menn í öðrum bflnum hlupu af
slysstað en lögreglan elti þá
uppi skömmu síðar. Enginn í
bílunum slasaðist.
Ökumaður annars bflsins er
talinn hafa verið á röngum veg-
arhelmingi og er hann grunað-
ur um ölvun. Ökumaður hins
bílsins reyndi að forða ái-ekstri
með því að aka útaf en engu að
síður rákust bflarnir saman og
hentist annar þeirra útaf.
Draga varð báða bflana burt
með dráttarbíl. Einn maður var
í öðrum bílnum en í þeim sem
talinn er hafa valdið árekstrin-
um voru þrír.
Morgunblaðið/RAX
Haust í Hafnarfirði
VEÐRIÐ hefur verið margbreytilegt nú í haust. komið yndislegir dagar. Þessir ungur Hafnfirð-
Ausandi rigning suma daga en inni á milli hafa ingar kusu að nota góða veðrið til útiveru.
LJÁÐD ÞEIM EYRA
í kvöld á Súfistanum NMH í Bókabúð Máls og menningar (j|Míy Með miðaldaarfinn inn í 21. öldina Jón Karl Helgason, Gísli Sigurðsson, Heimir Pálsson og Örnólfur Thorsson, sem allir hafa gefið út bækur um íslenskar miðaldabókmenntir á árinu, ræða framtíðarsýn íslenskra fræða.
Andri Snær Magnason stýrir umræðum Aðgangur ókeypis « Hefst kl. 20.30
Mál og menning • Laugavegi 18 • Simi 515 2500
Umfjöllun um ferðir íslendinga til Dublin í Evening Herald
r | Q nei-their erukomnir aftur! * [fl
1 CTHAT MEANS ‘OH NO - THEVRE BACK AGAIN' IN ICELANDIC) m
YOLPLL «n tb.m evwy- *b»r« from oow until C bikuna*. tbí lceíamlic inradfn who arrlvt anau- ■IIv for tlH- bijajm shep- plng of Ib< ynr. AUmi Ihrct ptr <c»t of cowntr>*s poputatioo vHti >HIt lúnc d»r« octt tt* »<*» f<» miiniln ailraclcd by Ibc «ti(h»r, tbc prkrs mnd tbr trkii br.spiulif). 71* fim b*tcb of 400 n«t y«f»fd»y »i DubUn airporf by gratctal I uurnnt chitG and Acr Rlanu rtpr«»c«iuti«<s. FLiCHTS A sprcial scric* of chaf- tertd ftígtnt wlll ma frowi m« to ntid Dtnnbcr,
GREIN Evening Herald um verslunarferðir íslendinga til Dublin.
s
„O, nei, þeir
eru komnir
aftur“
í ÍRSKA dagblaðinu Even'mg Her-
ald nýlega er umfjöllun á léttum
nótum um verslunarferðir íslend-
inga til Dublin. Fyrirsögn greinar-
innar er á íslensku: „Ó, nei, þeir
eru komnir aftur.“
í blaðinu segir að um 3% íslensku
þjóðarinnar heimsæki Dublin frá
því snemma í október fram til jóla.
Von sé á yfir 8 þúsund fslendingum
í þriggja til sjö daga innkaupaferð-
ir og segir blaðið að áætlað sé að
hver og eiim eyði um 1.200 írskum
pundum í ýmsan neysluvarning, um
120.000 kr. Samtals skilji Islending-
ar eftir sig tæpan einn milljarð ís-
Ienskra kr. í innkaupaferðum sín-
um á þessu tímabili.
Rætt er við Kjartan Pálsson, far-
arstjóra hjá Samvinnuferðum-
Landsýn, og sagt frá því að Ut-
varpsstöðin Matthildur sendi út frá
Burlington-hótelinu í Dublin til ís-
lands í eina viku.
Blaðið segir skammdegið á Is-
iandi hugsanlega skýringu á því að
um 10 þúsund Islendingar flykkist
til Dublin yfir vetrarmánuðina. Þar
segir einnig að hermt sé að í æðum
Islendinga renni írskt blóð og af
þeim sökum komi það ekki á óvart
að þeir njóti þess að drekkja jafn
mikið, ef ekki meira, en írarnir
sjálfir. „Þegar þeir sletta Ur klauf-
unum gera þeir það á eftirminni-
legan hátt,“ segir í Evening Herald.