Morgunblaðið - 08.10.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.10.1998, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formenn ríkisstjómarflokkanna: MÖNNUM ber saman um að þvílíkar ástarsenur hafí ekki sést á blaðamannfundum ríkisstjórnarflokkanna fyrr. Eftirlitsmynda- vélar settar upp UPPSETNING eftirlitsmyndavéla lögreglu í miðborg Reykjavíkur er langt komin og er þjálfun lögreglu- manna, sem sjá munu um vélarn- ar að hefjast. Vélai-nar verða teknar í notkun eftir fáeinar vikur. Samkvæmt áliti Tölvu- nefndar frá 24. júní 1997 er lögreglu heimil upp- setning og notkun slíks búnaðar sem kerfis- bundin skráning upplýsinga og fell- ur undir lög nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupp- lýsinga. í fyrirmælum ríkislög- reglustjóra til lögreglustjóra um notkun eftirlitsmyndavéla lögregl- unnar segir m.a. að markmið lög- reglunnar með starfrækslu eftir- litsmyndavéla sé að vinna að upp- ljóstran afbrota, stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við það sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð opinberra mála og í öðrum lögum. Tæknibún- aðurinn er liður í baráttu lögregl- unnar við brotamenn og til þess ætlaður að auka öryggi borgar- anna, án þess þó að skerða borgaraleg réttindi þeirra sem búa í eða ferðast um þau hverfí sem vöktuð eru með eftirlitsmyndavél- um. Vélarnar verða staðsettar þar sem almenningur getur k séð þær og þær skulu ekki fald- ar. Staðsetning skal miðast við að tækjabúnaðurinn gefi sem besta yf- irsýn yfir allt svæðið sem þær eiga að fylgjast með en sé ekki beint að ákveðnum húsum eða fyrirtækjum. Atekin myndbönd skulu vörsluð í læstri hirslu og geymd í 30 daga. Aður en myndband er endurnotað skal þurrka út af því með tryggileg- um hætti. Uppbygging skíðasvæðis í Ytridal samþykkt SKIPULAGSSTOFNUN hefur fall- ist á fyrirhugaða uppbyggingu skíða- svæðis í Ytridal í vestanverðum Tindastóli í Skagafirði og aðkomu- vegar að svæðinu. Samkvæmt úrskurði skipulags- stjóra ríkisins mun uppbygging svæðisins valda röskun á sérstæðu gróðurfari og ósnortnu landsvæði. Þá er talin hætta á rofi og jarð- vegseyðingu í kjölfar framkvæmd- anna. Það er hins vegar mat skipu- lagsstjóra að fyrirhugaðar fram- kvæmdir muni ekki hafa umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir eða samfélag verði raski á jarðvegi og gróðri haldið í lágmarki og hætta á rofi og jarðvegseyðingu ekki aukin að framkvæmdum loknum. Gert er ráð fyrir skíðabrekku og lyftuhúsi með 1.150 m lyftu með 13 uppistöðumöstrum í austurhlíðum Ytridals. í vesturhlíðinni er hins veg- ar gert ráð fyrir skíðaskála, áhalda- húsi og bílastæðum. Kæra ná úrskurð skipulagsstjóra til umhverfisráðherra innan fjögurra vikna frá birtingu hans. Andrex Kleenex, 4rl Beauvais rauðkál, 570g W Beauvais U agúrkusalat, 550g Vilko kakósúpa UM LAND ALLT Vernduð búseta geðfatlaðra Heimilin mega ekki bera keim af stofnun Sigurrós Sigurðardóttir ÝLEGA var gerð íslensk rannsókn á verndaðri búsetu geðfatlaðra. Þar kemur m.a. í ljós að almenn ánægja er meðal íbúa með heimilin og hefur innlögn- um geðfatlaðra fækkað með tilkomu vemdaðrar búsetu. Urvinnsla og umsjón með rannsókninni var unn- in af félagsráðgjöfunum Sigurrós Sigurðardóttur, Kristínu Gyðu Jónsdóttur og deildarsérfræðingnum Hrafnhildi Reynisdóttur í samvinnu við geðdeild Landspítalans, geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Félagsmálastofnun Reykjavíkur og Svæðis- skrifstofu Reykjavíkur. „Það voru afar takmarkaðar upplýsingar til um búsetu geð- fatlaðra hér á landi og okkur fannst því mjög áhugavert að kanna nánar verndaða búsetu þessa hóps,“ segir Sigurrós. Hún segii' að stuðst hafi verið við gögn úr hliðstæðri bandarískri rann- sókn við uppbyggingu íslensku rannsóknarinnar. - Var þetta umfangsmikil rannsókn? „Við könnuðum 16 heimili og 48 íbúar tóku þátt í rannsókninni auk 19 starfsmanna.“ Sigurrós segir að niðurstöður þessarar rannsóknar ættu að geta nýst þeim sem vinna að flutningi málefna fatlaðra yfir til sveitarfélaga. „Rannsóknin er fyrst og fremst lýsandi og það er auðvelt að byggja síðar á þessum upplýsing- um. Við könnuðum starfsemina sem fram fer á þessum heimilum og viðhorf íbúa og starfsfólksins til þeirrar starfsemi. Þetta var gert til að geta metið gæði þjón- ustunnar sem þar fer fram.“ - Hverjir búa á þessum vernd- uðu heimilum? „Meirihluti er karlmenn eða 73% og meðalaldur þeirra er 43 ár. Þetta eru ógiftir geðklofasjúk- lingar sem taka geðlyf og koma yfirleitt frá geðsjúkrahúsum.“ Sigurrós segir að einstakiingarn- ir séu nokkuð sjálfbjarga og nýti sér úrræði í samfélaginu án stuðnings starfsfólks. „AUir íbúarnir hafa legið inni á geðdeild að einum undanskildum og sumir eiga mjög langa sjúkra- sögu að baki og hafa oft og lengi legið inni.“ Hún segir að það sé athyglis- vert að með því að búa í vernd- aðri búsetu hafi innlögnum á geð- deild fækkað og legutimi á sjúkrahúsum hafi styst vei-ulega. - Hvers vegna hefur innlögnum fækkað? „Enginn vill búa á sjúkrahúsi og með vernduðum heimilum hefur tekist að skapa úiræði fyrir þessa ein- staklinga sem þeir eru ánægðir með.“ Sigurrós segir mikilvægt að vernduð búseta sé í nánum tengslum við geðdeildir svo hægt sé að grípa inn í ef viðkomandi veikist og koma þannig í veg fyrir lengri innlagnir. - Hvernig líður þeim sem búa á vernduðum heimilum? „Ein grundvallarspurning í rannsókninni var hvort íbúum liði eins og þeir væru á heimili. Yfir- leitt voru íbúar ánægðir og þeir sem búa við þessar aðstæður ►Sigurrós Sigurðardóttir er fædd í Reykjavfk árið 1926. Hún lauk BA prófi í félagsfræði frá Háskóla Islands árið 1981 og starfsréttindanámi í félagsráð- gjöf árið 1982. Hún starfaði sem félagsráð- gjafi á geðdeild Landspítalans uns hún varð yfirfélagsráðgjafi á geðdeild Landspítalans árin 1990-1997. Sigurrós er komin á eftirlaun en sinnir enn rann- sóknum og ýmsum verkefnum. Eiginmaður hennar er Þor- björn Guðmundssson blaðamað- ur og eiga þau tvö börn og fimm barnabörn. reikna með að búa þar til framtíð- ar. Aðbúnaður er góður og íbúar hafa eigin muni í herbergjum sín- um.“ En þrátt fyi-ir ánægju íbúa með heimilin segir Siguirós að heimilin hafi líka borið ákveðinn keim af stofnunum. „Þetta á sér- staklega við varðandi ákvarðana- töku. Formlegar ákvarðanir eru meira teknar af starfsfólki þó íbú- ar hafi vissulega áhrif. En þetta eru heimili sem fólk reiknar með að búa á áfram og því þurfa vinnuaðferðir starfsmanna að vera á forsendum íbúanna. Það þarf að gæta þess að heimilin verði ekki of stofnanaleg með skipulegri starfsemi.“ - Stunda íbúar heimilanna vinnu? „Einungis lítill hluti þehra stundar einhverja vinnu en í rannsókninni kom fram að meira en 60% íbúanna vonast til að geta verið í hlutastarfi eða unnið allan daginn. Þá reikna 80% íbúa með að geðheilsa þeiiTa batni í fram- tíðinni. Flestir nefna tvo aðila sem þeir geta leitað til ef eitthvað bjátar á og oft eru það þá starfs- menn heimilisins eða fagfólk.“ - Komu einhverjar niðurstöður á óvart? „Já, það kom margt á óvart t.d. hve mikið vægi tilfinningalegur stuðningur starfsfólks hefur en íbúar töldu hann afar mikilvægan. Starfsfólk- ið telur sjálft að mestur tíminn fari í tilfinningalegan stuðning og að það sé mikilvægasti stuðning- urinn sem það veitir.“ Sigurrós segir mikilvægt að frekari rannsóknir séu gerðai’ á búsetu geðfatlaðra. „Þessar nið- urstöður sýna þó glöggt að vernduð heimili fyrir geðfatlaða breyta lífi þeirra sem annars hafa búið langdvölum á sjúkrahúsi." Þar ofan á bætist að dvöl á heim- ilum sem þessum er ódýrari en dvöl á sjúkrahúsum. Tilfinningaleg- ur stuðningur mikilvægastur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.