Morgunblaðið - 08.10.1998, Síða 12

Morgunblaðið - 08.10.1998, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÁ málflutningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í febrúar 1980. Ummæli Davíðs Odssonar um meðferð Guðmundar- og Geirfínnsmála Viðbrögð verjenda ekki á eina lund Viðbrögð fyrrverandi verjenda sak- borninga í Guðmundar- og Geirfínns- málinu við ummælum Davíðs Oddssonar um að dómsmorð hafí verið framin eru —-------7------------- ekki á eina lund. I samantekt Péturs Gunnarssonar kemur fram að verjendur þeirra sem þyngsta dóma hlutu taka fremur undir gagnrýnina en verjendur þeirra sakborninga sem hlutu vægari dóma og voru jafnframt vitni ákæru- valdsins bregðast við á annan hátt. ÖRN Clausen, sem var verjandi Alberts Klahn Skaftasonar, var ómyrkur í máli þegar leitað var viðbragða hans við orðum forsætis- ráðherra: „Þetta er helv... röfl og rugl allt saman í Davíð Oddssyni, Svavari Gestssyni og Ragnari Að- alsteinssyni. Þú mátt hafa það beint eftir mér,“ sagði Örn. „Minn maður játaði þátt sinn í þessu og bakkaði aldrei út úr neinum játn- ingum. Það þýðir ekkert að bakka út úr neinum hlutum eftir á. Allir hinir voru með verjendur sína með sér og játuðu hvað eftir annað, þannig að það þýðir ekkert að halda því fram að það hafi verið neitt annað sem réð ferðinni en að mennimir hafi verið að játa á sig ákveðinn verknað. Allt hitt er bölv- að bull og ég skil ekkert í Davíð Oddssyni að láta hafa sig út í þetta helv ... rugl. Þú mátt hafa það beint eftir mér,“ sagði Örn. Skjólstæðingur hans, Albert Klahn Skaftason, hlaut 12 mánaða fangelsi í Hæstarétti og var dæmd- ur fyrir að hafa tekið þátt í að fela lík Guðmundar Einarssonar ásamt fíkniefnabrotum. Framburður Al- berts var, ásamt játningum sem sakbomingar drógu síðan til baka, einn helsti gmndvöllur sakfellingar í Guðmundarmálinu. Guðmundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður var verjandi Erlu Bolladóttur. Guðmundur vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar til hans var leitað. Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild að hvarfi Geirfinns Einarsson- ar og fyrir rangar sakargiftir í garð fjöguma manna sem sátu í haldi í 107 dga vegna rannsóknar málsins. Frásögn hennar af atburðum var, ásamt játningum sem sakbomingar hafa dregið til baka, eitt veigamesta atriðið sem dómstólar byggðu sak- fellingu á í Geirfinnsmálinu. Páll Arnór Pálsson hæstai’éttar- lögmaður var verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar. „Ég hef aldrei verið sáttur við hæstaréttardóm- inn,“ sagði Páll Arnór í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann kvaðst því síður en svo leggjast gegn því að málið verði endumpptekið. Hann sagði að skjólstæðingur sinn teldi sig dæmdan saklausan. Páll Arnór sagði að Kristján Viðar hefði beðið sig að gæta hagsmuna sinna ef málið yrði tekið upp að nýju og því kvaðst hann ekki vilja tjá sig um málið í framhaldi af ummælum Davíðs Oddssonar. Kristján Viðar Viðarsson hlaut 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa verið valdur að dauða Guð- mundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar og fyrir rangar sakar- giftir gegn mönnunum fjómm. Á rétt á sér að tala um dómsmorð Fyrir Hæstarétti varði Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður Sævar Ciecielski, sem hlaut 17 ára fangelsisvist fyrir sömu sakargiftir og Kristján Viðar. Jón Oddsson sagði í samtali við Morgunblaðið um ummæli forsæt- isráðherra að í fyrsta lagi lægi ekk- ert fyrir í málinu um sekt þeirra sein vom dæmdir. „Rannsóknarað- ferðir og meðferð, þar sem okkur verjendum var haldið frá málinu, virðist hafa verið með þeim hætti að orð Davíðs um dómsmorð eiga fullkomlega rétt á sér,“ sagði Jón Oddsson. Hann sagði að röksemdir í dóm- inum virtust sér á skjön við undir- stöðureglur refsiréttar. „Dóms- meðferð málsins bar keim af því að það væri einhverslags nauðsyn fyr- ir stjórnvöld á þeim tíma að fá mál- ið afgreitt hið hraðasta. Öll um- ræða í kringum málið á sínum tíma gerði umhvei-fi þess mjög ein- kennilegt." Jón sagði að við lok rannsóknar- innar hefði hinn þýski Karl Schutz verið fenginn til þess að gera mál- ið einfalt, taka alla þá framburði sem búið var að draga til baka og finna út einfaldasta söguþráðinn. Schutz hefði sjálfur í viðtali við blað í Þýskalandi sagst hafa bjargað íslensku ríkisstjórninni frá falli með afskiptum sínum af málinu. Hilmar Ingimundarson hæsta- réttarlögmaður var verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, sem var dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir aðild að láti Guðmundar Einars- sonar og fyrir ýmis önnur brot. Hilmar sagði við Morgunblaðið í gær að sinn skjólstæðingur hefði haldið fram sakleysi sínu. „Hann var hins vegar sakfelldur og ef hann er ranglega sakfelldur þá heitir það dómsmorð,“ sagði hann þegar ummæli Davíðs Oddssonar voru borin undir hann. Hilmar kvaðst hafa viljað sjá dóminn end- urupptekinn fyrir hönd síns skjól- stæðings, „en þetta var niðurstaða Hæstaréttar að ekki væru skilyrði til endurupptöku". Hilmar sagði að sér virtist hug- myndin um réttarfarsdómstól, en það var í umræðum um það frum- varp Svavars Gestssonar sem for- sætisráðherra lét ummælin falla, væri ágætismál. Slíkur dómstóll væri góðra gjalda verður en sam- kvæmt frumvarpinu eru honum settar ákveðnar starfsreglur um hvenær unnt sé að taka upp dæmd mál. Hilmar sagðist þó andvígur því að réttarfarsdómstól skipi einn hæstaiTéttardómari og tveir hér- aðsdómarar eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Hann sagði að með því að skipa einn dómara, einn hæstaréttarlögmann og einn laga- prófessor í dóminn kæmist á heppi- legri fjarlægð frá dómstólunum. Davíð Oddsson um ummæli sín um dómsmorð í Guðmundar- og Geirfínnsmálum Réttlætismál sem þarf að fá nánari skoðun trúverðugur dórnur, þar sem sann- gjarnrar tillitssemi er gætt gagn- vart ákærðu fólki, hafi ekki verið til staðar í Guðmundar- og Geir- finnsmálinu. Þær forsendur hafi brostið á öllum stigum málsins; við handtöku - bæði þeirra sem síðar voru dæmdir og annarra sem ekki hlutu dóma - við þvingunarúrræði í gæsluvarðhaldsvist, „sem eru ekki í neinu samræmi við réttarvitund okkar í dag,“ sagði hann, „og við aðferðir til að samprófa vitni, sem höfðu verið mánuðum saman í ein- angrun," sagði Davíð. „Þess vegna hafi ekki verið hægt að kveða upp dóm með þeim hætti sem gert var.“ Ríkið gerði ekki hreint fyrir sínum dyrum Davíð ítrekaði aðspurður að með því að ræða um dómsmorð væri hann bæði að vísa til þeirra, sem á DAVÍÐ Oddsson for- sætisráðherra segist vilja gera þær breyt- ingar á frumvarpi Svavars Gestssonar alþingismanns um réttarfarsdómstól, að í stað þess að búa til sérdómstól, verði bætt úr þeim skorti sem Hæstiréttur taldi sumarið 1996 að væri á skilyrðum í núgUd- andi lögum til þess að hægt væri að taka málið upp á nýjan leik. Davíð segir að þetta sé réttlætismál, sem eigi að fá nánari skoð- un, og bæði rannsóknaraðilar og dómstólar hafi brugðist við með- ferð þess á sínum tíma. Davíð Oddsson var spurður hvers vegna hann léti skoðun sína á þessu máli í ljós nú. Hann sagði að þegar Hæstiréttur hefði árið 1996 synjað beiðni um endurupptöku málsins hefðu ýmsir fjölmiðlar óskað eftir að hann tjáði sig um þá niður- stöðu. „Mér fannst ekki við hæfi að gera það þá; þá var eins og ég liti svo á að dómum Hæstaréttar mætti með einum eða öðrum hætti áfrýja til mín. Þannig er það ekki. Ég vildi ekki fara að ganga í berhögg við efnisnið- urstöðu Hæstaréttar," sagði forsætisráðherra. „Þegar málið hins vegar kemur til kasta Alþingis er eðlilegt að þingmenn tjái sig um afstöðu sína. Ég geng út frá því að Hæstiréttur hafi haft rétt fyrir sér og tek þá niðurstöðu gilda. En ég segi: Hæstiréttur taldi sig ekki hafa lagaskilyrði til að taka þetta mál upp. Nú er hér í þinginu mál, sem á að skapa nýjum réttarfarsdómstól skilyrði til að taka málið upp.“ Réttlætismál Forsætisráðherra sagðist geta tekið undir með dómsmálaráðherra að það væri ekki æskilegt að fjölga sérdómstólum. Hann teldi því rétt að breyta þessu frumvarpi um rétt- arfarsdómstól á þann veg að bætt verði úr þeim skorti á lagaskilyrð- um sem Hæstiréttur taldi að stæði í vegi fyrir endurupptöku málsins. „Þannig að þetta mál, sem ég tel að sé réttlætismál, megi fá nánari skoðun,“ sagði Davíð. Davíð sagði að hann teldi, að þær forsendur sem eiga að vera fyrir hendi, þegar kveðinn er upp Davíð Oddsson endanum voru dæmdir í málinu, og fjórmenninganna, sem voru hand- teknir og hnepptir í gæsluvarðhald en síðan látnir lausir. Hann kvaðst telja að ríkið hefði ekki með full- nægjandi hætti gert hreint fyrir sínum dyram varðandi fjói-menn- ingana. „En einkum tel ég að það hafi skort á varðandi hina síðari." Davíð kvaðst telja að hvert eitt þessara atriða sem hann nefndi hefði átt að nægja til þess að máli væri vísað frá. „Ég tel þess vegna, miðað við þessar forsendur, að það megi taka til orða eins og ég gerði, að ekki aðeins eitt dómsmorð held- ur fleiri hafi verið framin,“ sagði hann. Engin sannindamerki Davíð sagði að auk þess sem at- hugasemdir hans lytu að rannsókn- arstigi málanna teldi hann einnig að dómstólar hefðu brugðist. „Vegna þess að fyrir framan þá voru þessar rannsóknaraðferðir. Fyrir framan þá voru öll þessi dul- arfullu málsatvik. Fyrir framan þá voru engin lík. Fyrir framan þá voru engin sannindamerki þess að þessir menn hefðu nokkru sinni hitt þá menn sem hurfu. Ég er ekki í vafa um að það hefði tekið skamma hríð í Evrópu og Banda- ríkjunum að taka þetta mál upp,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.