Morgunblaðið - 08.10.1998, Page 13

Morgunblaðið - 08.10.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 13 FRÉTTIR Kiwanis selur K-lykil- inn í níunda sinn K-LYKLASALA Kiwanis hefst í dag, fimmtudag, og stendur fram á laugardag. Þessa þrjá daga munu Kiwanismenn um allt land og að- stoðarfólk þeirra bjóða landsmönn- um K-lykilinn til kaups. Sölumenn verða við helstu verslanir en einnig verður gengið í hús. Kiwanismenn stefna á að safna 20 milljónum króna og eiga peningarn- ir að renna til endurbóta á húsi Geð- hjálpar að Túngötu 7, Reykjavík, sem samtökin fengu nýverið afhent tU eignar frá ríkinu. Sú fjárhæð á að nægja fyrir stærstum hluta kostnað- ar við þær framkvæmdir sem gera þarf til að Geðhjálp geti flutt inn í framtíðarhúsnæði sitt á þessu ári. Samtökin hafa fram til þessa hrakist úr einu leiguhúsnæði í annað og eru nú nánast á götunni með starfsemi sina því að leigusamningur þeirra í núverandi húsnæði er útrunninn. „Gleymum ekki geðsjúkum“ Kiwanishreyfmgin á Islandi hélt fyrsta K-daginn árið 1974 og hefur Dómsmálaráðherra Óviðeigandi afskipti af innanríkis- málum ÞORSTEINN Pálsson dómsmála- ráðherra sagðist í samtali við Morg- unblaðið ekki telja það í verkahring persónuverndarfullti-úa á EES- svæðinu að hlutast tU um íslenska löggjöf. „Mér fmnst ekki viðeigandi að þessi samkoma sé að skipta sér af innanríkismálum Islendinga og hef ekki meira um þetta að segja,“ sagði Þorsteinn. Fulltrúar tölvunefnda og sam- bærilegra stofnana í ríkjum Evr- ópska efnahagssvæðisins lýstu þungum áhyggjum vegna áfonua ís- lenskra stjórnvalda um gagnagi’unn á heilbrigðissviði, á alþjóðaráðstefnu um persónuvernd sem haldin var á Spáni í síðasta mánuði, og hvöttu ríkisstjórnina til þess að endurskoða gagnagi’unnsfrumvai’pið í ljósi al- þjóðasáttmála á þessu sviði. --------------------- síðan selt þjóðinni K-lykilinn þriðja hvert ár undir kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúkum“. Ágóðinn af söl- unni hefur rannið til margskonar geðheilbrigðismála og á núvirði hafa K-lyklarnir skilað um 150 milljónum króna til uppbyggingar á aðstöðu geðsjúkra á íslandi. Þeim fjármunum hefur m.a. ver- ið varið í; byggingu og stækkun Bergiðjunnar, verndaðs vinnustað- ar við Kleppsspítala; byggingu áfangabústaðar við Álfaland, í sam- vinnu við Geðverndarfélags Is- lands; uppbyggingu unglingageð- deildar við Dalbraut og kaup á íbúð fyrir aðstandendur geðsjúkra barna og unglinga sem þar eru til meðferðar. Sjálfan K-daginn ber að þessu sinni upp á Alþjóða geðheilbrigðis- daginn sem er haldinn hátíðlegur um heim allan 10. október tO að minna á málefni geðsjúkra. „Vænta Kiwanismenn þess að þjóðin sýni vilja sinn í verki eins og hún hefur gert á fyrri K-dögum og treysti framtíð geðsjúki-a með því að kaupa K-lykilinn,“ segir í frétt frá Kiwanis- hreyfingunni. GEORG Þór Kristjánsson (fyrir miðju), umdæmisstjóri Kiwanis-um- dæmisins Island-Færeyjar, afhenti Ingibjörgu Pálmadóttur, heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, fyrsta K-lykilinn. Ráðherra tekur í höndina á Sæmundi H. Sæmundssyni, formanni K-dagsnefndar. Mannréttinda- dómstdll á tímamótum ÞÓR Vilhjálmsson, varaforseti Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg, flytur almennan fyi-ir- lestur á vegum Mannréttindastofn- unar Háskólans föstudaginn 9. októ- ber kl. 10.15 um efnið Mannrétt- indadómstóll á tímamótum. Þar mun hann ræða þær breyt- ingar sem verða á störfum dómstóls- ins við það að dómstóllinn og Mann- réttindanefnd Evrópu verða samein- uð þann 1. nóvember. Þá mun hann einnig fjalla um lögskýringar í dómnum frá Strassborg. Fyrirlesturinn verður haldinn 1 stofu 102 í Lögbergi og er öllum op- inn. Furirtaks uinnustaður á fjórufn hjólum Við framleiðslu á Ford sendibílum sitja öryggi ökumanns, þægilegt vinnuumhverfi og hagkvæmni í fyrirrúmi. Jafhffamt standast þeir fyllstu kröfur um flutningsrými og burðargetu, t.d. við flutning varnings á brettum. Allir kostir við fjármögnun eru fyrir hendi, þ.á.m. rekstrarleiga. Nýttu þér þjónustu sölumanna okkar við að finna rétta bílinn og útbúa hann eftir þínu höfði. Ford Transit grindarbíll 3-6 manna Verð ffá 1.604.819 kr. án vsk. Brimborg-Þórshamar Bíley Betri bilasalan | Bilasala Kcflavíkur Tryggvabraut 5, Akureyri Búðareyri 33, Reyðarfirði Hrísmýri 2a, Selfossi Hafaargötu 90, Keflavík sími 462 2700 sími 474 1453 sími 482 3100 | sími 421 4444 Tvisturinn Faxastíg 36, Vestmannaeyjum sími 481 3141 Ford Transit pallbíll 3-6 manna Verð ffá 1.644.980 kr. án vsk. BRIMBORG FAXAFENI 8 • SÍMI 515 7010

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.